Færsluflokkur: Bloggar

Tindátinn- staðfasti-


 
 
Tindátinn staðfasti


Þú veist að ég á samansort
af sigurreifum hjartatrompum
Ótal ása í erminni sem engin sér 
Gæti verið vegakort
Vasaljós í myrkri
Og verndarskjöldur handa þér

Gæti hæstu sagnir sagt
Og sett mín bestu spil á borð ef
Hefði ekki á þráum mínum stálsterkt grip
Speki lífs míns undir lagt
Látið mig að veði
Og afhjúpað minn poker svip
Þú sem ert mín heilladís
Fengir frítt-  í garð míns tívolís
Candifloss er spókar þig
í speglasalnum mínum

Ég stóð oft í stimpingum
Og stríði sem var löngu búið
Starfi gengdi sem ég hafði hætt í denn
Klukku mína  vantaði
Ótal ár í núið
Sem var löngu orðið senn
Uns- Þú sem ert mín heilladís
Breyttir mér í anda tívólís
Fórst svo eina æðubunu
Í rússibana mínum.

Þögn

Þú sem ert sjáaldur dagdrauma minna
Og dulræna orsök míns brosmilda svips
Skeinst mér til dýrðar á skelkjaðri stundu
Sem skipstjóri sökkvandi skips
þú sem ert mín ert mín heilladís
breyttir mér í gleði tívolís
og fórst með mér á árabáti
um vatnsgöng ástarinnar

í myndabókum minninganna
mikluðust upp skuggamyndir
svipir drauga fortíðar þá hrjáðu mig
Endurlifði angurværð
allar mínar syndir
Urðu miklu stærri um sig
Uns þú sem ert mín heilladís
Breyttir mér í tilvist tívolýs
Og lékst þér eins og smákrakki
Í hringekkjunni minni

Þessi texti er við lag eftir mig og byggir á sögunni tindátinn staðfasti eftir Hc Andersen.
 
 

Ég held að....

...... Afstaða íslendinga til Evrópusambandsins hafi mótast mest af hrokafullum hótum erlendra politíkusa í garð okkar.

Íhaldspungurinn og tækifærissinninn - David Cameroon... hótaði að blanda aðildarumræðum evrópusambandsins við Icesavedeiluna og fyrir stuttu hélt þýskur politíkus því fram að ísland fengi ekki aðild að þessu sambandi nema ef við hættum hvalveiðum.

Ég var lengi vel opin fyrir aðildarumræðum en eftir að hafa heyrt þessháttar hótarnir er ég komin á þá skoðun að við höfum ekkert þangað að fara. Íslendingar eiga ekki að vera gólfmottur fyrir afdankaða politíkusa í atkvæðaveiðum eða þurfa að lúta hótunum vegna grunnatvinnuvegar síns. Slík afskiptasemi er með öllu ólýðandi og ekki íslendingum sæmandi að taka slíku þegjandi og hljóðalaust.


mbl.is Víglínur skýrast gagnvart ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Droplaugur vann.

Droplaugur Jökulsson- setti nýtt íslandsmet þegar hann kom fyrstur í mark í skaftárhlaupinu. Það má með sanni segja að Droplaugur er vel að sigrinum kominn enda í feiknaformi þessa daganna en hann vann einnig fyrra skaftárhlaupið sem fór fram frá fram fyrir viku síðan.

Já en hvernig stóð á því að þú sigraðir í báðum Skaftárhlaupunum- það á ekki að vera tæknilega hægt?FootinMouth

Spurði fréttamaður Droplaug. Honum þótti afrek Droplaugs kraftaverki næst og gott betur en það. Engin hefur komist í metabækur með þessum hætti og því ekki skrítið að fréttamaðurinn væri furðulostinn yfir þessum merka árangri Droplaugs.


Eftir fyrra hlaupið lækkaði greindavísitala mín svo mikið að ég varð að algjörri gufu. Í kjölfarið gufaði ég upp og var í skýjunum yfir mínum stórgóða árangri og áður en ég vissi af þá ringdi ég aftur niður og var byjarður í nýju skaftárhlaupi.
Errm Útskýrði Droplaugur fyrir fréttamanni-

Þar sem Droplaugur var í feiknarformi streymdi hann áfram á stormshraða niður ána og kom lang fyrstur í mark. 

 

 

 

Brúin yfir Eldvatn, við bæinn Ása í Skaftártungu

  

Dropplaugur fyrir miðju á mynd


mbl.is Vex hratt og mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland verður heimsmeistari í fótbolta

Ef allir bestu fótboltamenn í heimi væru róbótar, þá myndi gæði fótboltans snarbatna. Japan- Kína eða Rússland ættu líklega með bestu fótbolta lið í heimi en íslendingar væri úti á þekju því við hefðum ekki efni á öðru en að senda mennska knattspyrnumenn til leiks.

Algengustu meiðslin á knattspyrnu heiminum væru - Tölvuheilabilun og ástæða þess að menn drægu sig í hlé frá knattpyrnuiðkun væri vegna þess að þeir væru annað hvort orðnir úreltir eða úrsérgengnir vegna ryðgunar.

Eða hvað ?


Kannski væri íslenska landsliðið það besta í heimi- einmitt vegna þess að við sendum mennska einstaklinga til leiks. Í þetta skipti myndu mæta rafmagnsverkfræðingar og tölvunarvélfræðingar í stað venjulegra sparkfræðinga og okkar duldasta vopn væri Þrándur Eggertssson rafeindarvirki- en Sá kauði er einhver arfavonlausasti viðgerðamaður íslandssögunnar fyr eða síðar. Hann getur ekki snert neitt rafrænt dót öðruvísi en að gera það að drasli og líkast til þyrfti hann ekki nema rétt að snerta hvern róbóta til þess að gera út af við hann. 

 

Þökk sé Þrándi Eggertssyni, okkar verðandi Maradona- á Ísland von á því að verða heimsmeistari í fótbolta.

 


mbl.is Vélmenni mætast á knattspyrnuvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrin í skóginum verða aldrei betu vinir.

 

-Dýrin í skóginum eiga að vera bestu vinir -

 

Var það síðasta sem snákurinn sagði við músina áður en hann át hana. Hann hugsaði til heimsku músarinnar með kvikindisglotti, er hann gæddi sér á henni, hvernig hún lét glépjast og féll smám saman fyrir innihaldslausum gylliboðum hans. 

Að lokinni máltíð- gekk hann upp að mér. Hann brosti til mín með undirförlu brosi og hélt yfir mér sömu ræðuna og hann hafði flutt músinni.

 

     -Ef þú stígur skrefi nær mér þá breyti ég þér í snákastígvél. 

Svaraði ég snáknum og dróg upp sveðju mér til varnar. 

 

   -Já en dýrin í skóginum eiga að vera bestu vinir-

 

svaraði eiturslangan og þóttist hnípinn. Bandamenn söfnuðust í kringum nöðruna og furðuðu sig yfir hörku minni.


-Hér með ertu dæmdur sem svívirðilegur ruddi og siðlausasta gerð af samverja og dæmdur sem útlagi frá daglegri tilveru-

 

sagði dómari götunnar og úthýsti mig með skömmum úr lífi sínu. Honum fanst ég vera persónugervingur illskunnar og ástæða þess að veröldin er svona grimm.

 

Slíkur darraða dans var orðin að sjálfsögðum vana lífsins. Ég er nefnilegia náunginn sem leitaði að logninu en fann storminn og etingarleikur minn við hamingjuna endaði sem píslaganga. Rétt eftir að ég veitti samverjanum hjálparhönd stakk hann mig í bakið og um leið og ég fyrirgaf þjófnum, rændi hann mig öðru sinni. Mannréttindasinninn keyrði yfir mig og flúði síðan af slysstað en atburðurinn átti sér stað þegar ellilífeyrisþeginn kýldi mig - er ég hjálpaði honum að ganga yfir götuna.

Þess háttar lífreynslur kynntu mig fyrir ýmsum gerðum af svikurum og kenndu mér að bregðast við loddurum af hörku. Ég fór að þekkja hegðun nöðrunar og að halda mér í fjarlægð frá henni.

-Það er svona fíflum að kenna að dýrinn geta ekki verið bestu vinir- Sagði dómari götunnar við snákinn og klappaði honum á bakið.

Já það er alveg rétt hjá þér - svaraði snákurinn og fékk sér síðan vænan bita af dómaranum.Dómaranum brá í brún og flúði í burtu frá snáknum áður en hann yrði étin eins og músin.

 

Næst þegar dómari götunnar hittir snák þá mun hann segja

-Ef þú kemur skrefi nær mér þá breyti ég þér í snákastígvél. 
Þá mun bláeygi samverjin byrtast honum í sýn og segja.


-hér með ertu gerður sem útlagi úr minni tilveru. 

 

 

 


Dönsum...Höldum nú kjafti og dönsum

Minnir mig mest- á skjannahvítt- tunglsljós í tötrum
Sem- tindrar svo skært- að vetri um niðdimma nótt
Og- Lykil sem nær- að frelsa mig út úr þeim fjötrum
sem- festi mitt líf - við- umhverfið hugmyndasljótt

Dönsum- höldum nú kjafti og dönsum
Því að þú ert meiri háttar-
Dönsum- já höldum nú kjafti og dönsum-
ó já- því að þú ert meiri háttar- fljóð.

Öll þessi þrá – í innviðum augnsteina þinna
Og-Yndislegt fas- sem enginn í heiminum stenst
umbreytir mér- í gleðistund minninga minna
og Mandarablóm – sem endalaust eflist og þenst.

Ljóðið er við lag sem er eftir mig.


Hvernig á að búa með konu


Friðgeir ég þarf að tala við þig  Angry

Ha ertu að tala við mig- Gasp

Já en ekki hvern ?
Angry


Hvað vildir þú segja hunangsbollan mín
Woundering 


Þú tekur aldrei til
! Angry

 

já elskan mín það er alveg satt hjá þér. Wink

 

Ætlaru ekkert að fara að vaska upp ?Devil

 

Jú einmitt það sem ég var að hugsa Smile

 

Þó ert einhver órómantískasti mannandskoti sem ég hef kynnst.Devil

 

Veistu ég get bara ekki verið meira sammála þér Wink 


Friðgeir Oddsson er hörundssár skaphundur sem hélt hann gæti aldrei búið með konum. Hann gat ekki með nokkru móti umborið raus þeirra og áttu þær til með að láta tilfinningar hans hlaupa með hann í gönur. Til mikillrar lukku fann maðurinn lausn við þessum vanda og síðan þá hefur líf hans tekið stakkaskiptum. 



Eftir að Friðgeir Oddsson for að nota "no bullshit" eyrnatappana, varð hann hugljúfur engill heima fyrir. Kona hans fær þá útrás sem hún þarf fyrir þrasi sínu en hann sjálfur þá langþráðu ró sem hann þarfnast.
Hjónin eru miklu samrýmdari og allt gengur samkvæmt óskum. Vandamálin eru farin út í buskan og þau eru hjartanlega sammála um allt það sem "hann ekki heyrir."  Þökk sé "No bullshit" eyrnatöppunum". 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Konur nöldra í heila viku árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iss það er nú ekki neitt.

......Ég hef arkað með konuna mína á bakinu frá því að ég hitti hana. Þá var ég kornungur og hugaður í anda en nú er ég orðin gamall og roskinn.Nú hef ég hlustað á bévítans þrasið í þessari sínuðandi kellingarkvöl frá upphafi til enda kaldastríðsins, í gegnum hrun Sovétríkjanna, til enda níunda áratugarins. Hún hefur ekki samkjaftað frá upphafi nýja árþúsundsins og haldið mér endalausa þrasræðu innum leiðslu gróðahyggjunnar og alla leið ofan í hyldýpi íslenska bankahrunsins. Hún hefur fylgt mér eins skugginn í gegnum stærstan hluta lífs míns og er enn þá í dag alveg saman pínan og ég hitti hana fyrst. Á þessari píslagöngu, eftirlét henni allar þær tekjur sem ég hef drýgt og þurfti að sjá henni farborða sem fyrirvinna heimilisins. Hún hefur fylgt mér eins og ískur og verið mér sem krónískur hausverkur sem gerir mig óstjórnlega graman. 

Já en afhverju ferðu þá ekki frá henni ?
Angry

Afhverju ekki ? FootinMouth

já  Angry


Hún er bara svo helvíti skemmtileg  ?Smile


Nuð hennar er meira hressandi heldur en allir bestu skemmtiþættir heimssögunar og þar leik ég aðalhlutverkið í bulli hennar. Ég er skotskífa hennar svarta húmors og ekkert er mér kærara en að kjafta hana í kútinn. Hún heldur mér lifandi í ellinni og án hennar væri líf mitt ein stór einsemd.



 

 

 

 

  -Þú ert andfúll Jóhannes.

- Æi þegiðu kelling. Þú veist að ég heiti páll

 


mbl.is Hlaupa með eiginkonurnar á öxlunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég missti......

 

 

.... Tannburstan minn ofan í klósettið !

 

 

Óheppni ? Nei það tel ég ekki.

Fyr eða síðar hefði ég misst tannbursta ofan í klósettið og var aðeins tímaspursmál hvenær það myndi gerast. Því tel ég hér um eðlilegt orsakasamhengi sé að ræða sem líkja mætti við að kasta teningi. Ef þú kastar teningi nógu oft þá hlítur hann að lenda á tölunni sem þú varst að leita að, jafnvel þó teningurinn er með tugi talna.

 

 Það var nákvæmlega það sem gerðist þegar ég missti tannburstan ofan í klósettið. Líkurnar á því að missa burstan voru minni en hundrað á móti einum og þegar ég hafði gripið um tannburstan nægjanlega oft upp, þá hlaut að koma að þessu "svokallaða óhappi." Því fór sem fór og neiddist ég því til þess að henda þessum bursta og verð þar að leiðandi að kaupa mér nýjan á morgun. 

 

En sjáum þetta öðruvísi og í stærra samhengi. Ef ég hefði nú misst tölvuna á gólfið eða eyðilegt hana eða ef niðurfall klosettsins gæfi sig, er þá ekki tannburstavandamálið mitt þá strax orðið að titlingaskíti ? Ég tala nú ekki um ef það yrði jarðskjálfti, eða annars konar nátturuhamfarir.

 
 

 

 

 


Herramenn...



Mörgum konum finnst nútímamaðurinn svívirðilega ruddalegur og mislíkar þá hegðun sem hann sýnir þeim.Þær eru farnar að leitast eftir hinum klassíska herramanni er þær fara út á lífið, sem opnar fyrir þær hurðir og er í kringum þær eins og einkaþjónn.

 

Er það virkilega ? 

 

Þegar ég kynntist lauslega herramanni þá ákvað ég að slíkur einstaklingur myndi ég aldrei vilja vera. Þessi náungi krafðist þess að labba nær götunni er hann gekk með kvenfólki um bæinn og var tilgangurinn sá - að hann var að vernda þær gegn bílum. Svona rétt eins og bíll tæki á því að keyra yfir þær eða hann óttaðist að þær myndu taka á því að misstíga sig og hrasa beint á akbrautina. Hann skammtaði matinn ofan í kærustuna sína þegar ég sá til hans á jólahlaðborðinu og var í kringum hana eins og hún væri ránddýr demantur.

 

 Það rann upp fyrir mér ljós.

 

Ég uppgvötaði þá að herramennska getur verið visst virðingarleysi gagnvart konum.Mér þykir ekki tiltökumál að opna hurðina fyrir fötluðum eða blindum manni og það væri ekki nema sjálfsagt að hjálpa gömlu fólki  en afhverju þyrfti kona á slíkri vernd halda ?
 
Ég held nú síður.


Það er algjörlega út í hött að veita fullfrískri konu slíka ummönnum. þá er ég þá ekkki ómeðvitað að segja að hún er ekki vanhæf til "vissra verka" og sumir hlutir séu betur settir í höndum karlmannsins. Eitt er allvega dagsljóst. Ég læt mér nægja að vera almennilegur við hitt kynið og koma fram við þær sem jafningja.


OG HANA NÚ
Angry


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband