Færsluflokkur: Bloggar
13.7.2010 | 13:41
Hversdagslegt kynslóðastríð í einni af sundlaugum borgarinnar.
-Ef ég væri 40 árum yngri-
Ergingurinn rann enn þá í mér er ég stakk höfðinu undir sömu sturtuna og ég var vanur að baða mér í. Ég gekk upp að sápudælunni eftir að hafa bleytt líkamann - en þegar ég kom til baka, þá var sama ungmennið komið undir sturtuna mína og hafði tekið af mér skápinn. Þolinmæðin brast þá endanlega og ég missti stjórn á bræði minni.
-ÞÚ ERT Í STURTUNNI MINNI
Afhverju ferðu ekki næstu sturtu við hliðina á ?
- VEGNA ÞESS AÐ ÞETTA ER STURTAN MÍN-
- Nú ég hélt að þessi sturta væri í eigu borgarinnar
Illa uppalið ungstóðið glotti við tönn og datt ekki í hug að færa sig til hliðar. Hann stóð fastur á ósanngjörnum rétti sínum og virtist ergingur minn gleðja hann óstjórnlega mikið.
- Þetta er alltaf sama sagan með ykkur helvítis fuglana . ÞIÐ HLÝÐIÐ ALDREI NEINU. Æpti ég á hann.
Ég varð því að gefa þetta baráttumál mitt eftir og fór í næstu sturtu við hliðina á honum. Kreppusvipurinn ílengdist á andlitinu mínu og tápsárnin sveið innan í mér.
Skyndilega fóru atburðir að snúast mér í vil í þessum deilum á milli mín og drengsins. Ungi maðurinn tók upp á því að fara í átt sápudælunni og var ég ekki lengi að nýta mér tækifærið. Ég stakk mér undir sturtuna sem við vorum að bítast um og þegar drengurinn snéri sér að mér glotti ég til hans sigri hrósandi.
-Láttu þetta þér að kenningu verða
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2010 | 08:45
Kemur sér ekki vel fyrir slána
Það hefur verið hönnuð ný matarkarfa. Hún er sniðin handa fólki sem er undir 160 cm og er einstaklega hentug fyrir þá sem vilja einbeita sér af vörum sem eru neðanlega í rekkum matvörubúða. Matakarfan kemur sér vel fyrir litla manninn í samfélaginu en hefur reynst körfuboltaslánum erfiðari viðfangs.
Ég fæ bara í bakið bara vil tilhugsunina
Sagði tveggja metra hár karlmaður sem finnst sorglegt að vita til þess að matakarfan komi til með að lækka enn frekar á komandi tímum. Hann hefur ákveðið að efna til mótmæla fyrir framan stjórnarráðið í dag þar sem hann krefst þessi að matarkarfan hækki aftur á ný. Skrokkur hans þoli ekki meira og hefur hann fengið til liðs við sig - hinn gamalkunna fjanda- Verðbólgudrauginn- Sem stiður hann með ráði og dáð-í þessari fámennu kröfugöngu sinni.
![]() |
Matarkarfan á að lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2010 | 11:23
Orrusta daganna.
Hugrekkið minn andans styrkur
Er ég sé við sjónarrönd
Sælutíð í nánd
Undurfögur óskalönd
Upplýsa mitt niðamyrkur
Leysi af mér- öll mín bönd
Og yfirstíg hvern þránd
Hestum mínum hleypi brátt á skeið
Held af stað á mína sigurreið
Hef orrustu daganna
Hef orrustu daganna
Stefni til sigurs hvert sinn
Hugga eigin harmagrát
Hjálpa mér úr mínum vanda
Laus við heift og fálmkennt fát
Fylginn sjálfum mér
Forðast hvorki fyrirsát
Né- Fjandmenn sem mér vilja granda
Drýgi hverja gjörð af gát
Er gæfubrautir fer
Óttalaus ég hildi mína hef
Hjartað mitt til baráttunnar gef.
Hef orrustu daganna
Hef orrustu daganna
Stefni til sigurs hvert sinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2010 | 15:02
Skemmtilegt símtal.
-Já- svaraði hún.
-Er faðir þinn við ?
- Hann er ekki inni- Svaraði hún.
- Nú jæja- en veistu nokkuð hvar hann er ?
- Já
- Hann er úti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2010 | 11:54
Hún var of sexy - fögur- gáfuð fyrir mig.
Innblásturinn í þennan engil-einlæga söngtexta voru þrasræður sem ég átti við konu sem ég kynntist eilítið í denntíð. Ekki fékk ég einasta tækifæri til að komast að í þessum "orðahildi" okkar og endaði hann með þeim hætti að hún hún sagði við mig þessi hugljúfu orð.
-Sættu þig bara við það að ég er miklu gáfaðari, fallegri og skemmtilegri en þú .
Þökk sé þessum blíðmæltu orðum kom skáldgyðjan yfir mig og ól með mér þennan texta. Mikið er ég kvendinu þakklátur-enda var fyrir löngu komin tími til þess að ég skrásetti þessa upplifun mína. Ég hafði nefnilega lent í svona manneskjum nokkrum sinnum áður þó mannfyrirlitning konunnar var ögn auðsjáanlegri en ég hafði upplifað áður.
Hún var of sexy.
Daman hún fylltist af hatrammri heift og vangan vegna misskilnings hún sló
Viðræðum okkar hún snéri á hvolf og æru mína ítrekað munnhjó
Fúksyrðin þau féllu eins
og funheitt steypiregn- er rangtúlkaði orð mín út í eitt
Fannst ég vera flaggberi
Þess- fárs sem ég var gegn
Hún var of sexy-fögur- gáfuð fyrir mig-
Var of of menntuð- fáguð- með-hærra þroskastig
Hún var of- vinsæl- listræn- víðlesnari en ég
Hún var of góð- til þess að rökræða við mig
Með- dómshamri sínum- hún krossfesti mig- er rauðlogandi einræðu hún hélt
Og-heiftin brann ennþá sem glóandi bál er hún hafði úr skálum sínum hellt
Ég orðinn áhorfandi
Á einleik sem hún spann- Í aríu sem upplýsti mig um
Speki sem ég vissi og
um aðferð sem ég kann
Hún var of sexy-fögur- gáfuð fyrir mig-
Hún var of menntuð- fáguð- með hærra þroska stig
Hún var of- vinsæl- listræn- mælskari en ég
Hún var of smekkvís- dönnuð- heimsborgaraleg
Hún var of sexy- réttsýn- háfleig fyrir mig
Hún var of skáldleg- lífsreynd- með hærra greindarstig.
Hún var of skýr- til þess að reyna að skilja mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2010 | 10:19
Þau velja sér þögn.
Ekki vegna fáfræði minnar á viðfangsefninu heldur út af kunnáttu minni á því.
Þau velja sér þögn
Því hún er síðasta hálmsstráið
sem þau geta haldið í á hólmi blekkingarinnar.
Þau velja sér þögn
En afskræma æru mina þegar ég er ekki viðlátin.
Þau velja sér þögn
Upphrópa staðhæfulausar alhæfingar sem standast ekki kastljós staðreyndana.
Þau velja sér þögn
Því þeim hryllir við þvi að ég hafi rétt fyrir mér
Þau velja sér þögn
Því þau vilja ekki horfast í augu við sannleikan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2010 | 13:25
Viðbæting á texta.
Uthopia
Þú gætir hvössum orðum úr þér hreytt
Er angan vínsins dregur þig á tálar
Vanvirt alla þá sem elskar heitt
Ef aðgát ekki er höfð í návist skálar
Eins og þegar hlýlegt bros þitt brast
er bölmæltir þú nærstöddum án raka
þá Augu veislugesta vitlaust last
Og vini þína dróst til rangra saka
Sporlaus
Í leiðslu dýrslostans
Í utopiu
var sannleikurinn málverk Dorians Gray
Í uthopiu
Varst mikilmennið sem þú varst aldrei
Í uthopiu
Við ára þinnar eigin illsku lékst
Í utopiu
Í þyngdarlögmáls-lausu lofti hékkst
Ríkir yfir landi úr engu
Í órum sem þú óskar þér.
Á-fjalli þinna fölsku vona
sem- foringi í einsmanns her
með huglægri kórónu krýnir
þig -kóng yfir mér
Textin er við lag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á veðurvondum helgardögum væri gott að eiga kærustu. Þá væri gott að hafa hana við hlið sér og hlúa að henni eins og kettlingi, meðhöndla hana sem dýrðmætan demant og að sjalfsögðu að segja henni að þegja.
UU ha Þegja ?Já og færa henni mat í rúmið og syngja fyrir hana mín fegurstu lög, Jafnvel yrkja til fljóðsins undurfagurt ljóð og þegar hún er farin að svífa um í himneskum dýrðarljóma, þá myndi ég hrækja framan í hana.
Hrækja framan í hana .. bíddu þú ert ekki í lagi drengur .![]()
Svo færi ég út í búð og keypti í matinn. Ég myndi elda fyrir hana dýrindismat og leggja alla mína natni í matseldina. Við myndum njóta hvers einasta munnbita og síðan kyssast ástríðuheitum kossi. Rétt áður en ég færi henni rauða rós-þá myndi ég horfa til hennar með einlægum svipbrigðum og segja henni síðan að drullast til að fara að vaska upp.
VAAAAASKA UPP... DJÖFULL ERTU ÓRÓMANTÍSKUR
En því meira sem ég hugsa út í þetta. Þá er það kannski ekki svo sniðugt að eiga kærustu. Þær eru svo gjarnar að verða fúlar út í mig og kvarta yfir því hvað ég er ruddalegur í öllu framferði við þær. Sem mér finnst frekar furðulegt því ég er svo yndislegur við þær í alla staði.
![]() |
Rigning og rok í kortunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2010 | 02:00
Þú ert dýrðarljómi.
Taldi að þú yrðir- grátlegt stjörnuhrap
Eignaði sér sjálfum verðlaun sem þú vannst
Viskúr munni þínum- kvæði sem þú spannst
Óskaði þér ógöngu- og- að -Þú aðeins yrðir
andlaus skuggi af sjálfum þér og afglapi án hans
Myndir aldrei verða meir- en fíflið í hans hirði
Og Háðsglósur- í baktalssögum almúgans.
Illa liðinn samverji- og ekki nokkurs virði
Og Örlög þín- að stíga í fótspor einfarans.
Elskar þig Elskar þig í angist
Hatar þig- Hatar þig ef gleðst
Brátt stígur sigurbraut.
og eflist- þá við hverja unna þraut
Þú ert dýrðarljómi
Bros sem engin stenst
einskær fagurgali
Ást- sem aldei venst
Sem- hemill þinnar hamingju og þrándur götu þinnar
Þoka bernskuhugsjóna og gröf þíns hlýja svips
Óskum þínum mulningsvél og voði velgengninnar
Er-Veitir ást sem er þér eins og draugaskip
Í dagsins önn hann særir þig með svipu ógnarinnar
og smánar þig í hlutverki hans sýndargrips.
Elskar þig Elskar þig í angist
Hatar þig- Hatar þig ef gleðst
Brátt stígur sigurbraut.
og eflist- þá við unna hversdagsþraut
Þú ert dýrðarljómi
Bros sem engin stenst
einskær fagurgali
Ást- sem aldei venst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010 | 14:23
stúlka sem er gengin af göflunum
Stödd inn í heimi hins sturlaða manns
Stíg við mig sjálfa þar darraðadans
Rétt eins og bandalaus flugdreki flýg
Í foki- við steingrýttan ógæfustíg
Í sturlaðri tilveru táls
Á timbri míns ástírðubáls
Týni mér innan við hljóðvegg
míns neiðkvæða máls
Í djúpsárri sjálfskaparkvöl
Sorg sem að er ekki völ
Vitskertum hlátri
Míns eldheita tilvistarböls.
Finnst eins og húsin þau hlæi að mér
Himininn glotti er götuna fer
Golan hún flytji mér vitfirrtan vals
Er væntingarborgin- hún riðar til falls
Ég samdi þennan texta við ljósmyndarsýningu sem Vera pálsdóttir gerði en þar sem textinn var við lag-bætti ég viðlaginu við síðar meir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar