Viðbæting á texta.

 

Uthopia

Þú gætir hvössum orðum úr þér hreytt
Er angan vínsins dregur þig á tálar
Vanvirt alla þá sem elskar heitt
Ef aðgát ekki er höfð í návist skálar
Eins og þegar hlýlegt bros þitt brast
er bölmæltir þú nærstöddum án raka
þá Augu veislugesta vitlaust last
Og vini þína dróst til rangra saka

Sporlaus
Í leiðslu dýrslostans

Í utopiu
var sannleikurinn málverk Dorians Gray
Í uthopiu
Varst mikilmennið sem þú varst aldrei
Í uthopiu
Við ára þinnar eigin illsku lékst
Í utopiu
Í þyngdarlögmáls-lausu lofti hékkst

Ríkir yfir landi úr engu
Í órum sem þú óskar þér.
Á-fjalli þinna fölsku vona
sem- foringi í einsmanns her
með huglægri kórónu krýnir
þig -kóng yfir mér

 

Textin er við lag. 

 

 


mikið væri gott að eiga kærustu- svona rétt á meðan það það er leiðindaveður.

Á veðurvondum helgardögum væri gott að eiga kærustu. Þá væri gott að hafa hana við hlið sér og hlúa að henni eins og kettlingi, meðhöndla hana sem dýrðmætan demant og að sjalfsögðu að segja henni að þegja.

UU ha Þegja ? Gasp

Já og færa henni mat í rúmið og syngja fyrir hana mín fegurstu lög, Jafnvel yrkja til fljóðsins undurfagurt ljóð og þegar hún er farin að svífa um í himneskum dýrðarljóma, þá myndi ég hrækja framan í hana.

Hrækja framan í hana .. bíddu þú ert ekki í lagi drengur .Angry 

 

Svo færi ég út í búð og keypti í matinn. Ég myndi elda fyrir hana dýrindismat og leggja alla mína natni í matseldina. Við myndum njóta hvers einasta munnbita og síðan kyssast ástríðuheitum kossi. Rétt áður en ég færi henni rauða rós-þá myndi ég horfa til hennar með einlægum svipbrigðum og segja henni síðan að drullast til að fara að vaska upp.

VAAAAASKA UPP... DJÖFULL ERTU ÓRÓMANTÍSKUR Angry


En því meira sem ég hugsa út í þetta. Þá er það kannski ekki svo sniðugt að eiga kærustu. Þær eru svo gjarnar að verða fúlar út í mig og kvarta yfir því hvað ég er ruddalegur í öllu framferði við þær. Sem mér finnst frekar furðulegt því ég er svo yndislegur við þær í alla staði.


 


mbl.is Rigning og rok í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

stúlka sem er gengin af göflunum


 


Stödd inn í heimi – hins sturlaða manns
Stíg við mig sjálfa – þar darraðadans
Rétt eins og bandalaus flugdreki flýg
Í foki- við steingrýttan ógæfustíg

Í sturlaðri tilveru táls
Á timbri míns ástírðubáls
Týni mér innan við hljóðvegg
míns neiðkvæða máls
Í djúpsárri sjálfskaparkvöl
Sorg sem að er ekki völ
Vitskertum hlátri 
Míns eldheita tilvistarböls.

Finnst eins og húsin þau hlæi að mér
Himininn glotti er götuna fer
Golan hún flytji mér vitfirrtan vals
Er væntingarborgin- hún riðar til falls

 

Ég samdi þennan texta við ljósmyndarsýningu sem Vera pálsdóttir gerði en þar sem textinn var við lag-bætti ég viðlaginu við síðar meir. 

 

 

ruslahaugurnytt.jpg

 


Tindátinn- staðfasti-


 
 
Tindátinn staðfasti


Þú veist að ég á samansort
af sigurreifum hjartatrompum
Ótal ása í erminni sem engin sér 
Gæti verið vegakort
Vasaljós í myrkri
Og verndarskjöldur handa þér

Gæti hæstu sagnir sagt
Og sett mín bestu spil á borð ef
Hefði ekki á þráum mínum stálsterkt grip
Speki lífs míns undir lagt
Látið mig að veði
Og afhjúpað minn poker svip
Þú sem ert mín heilladís
Fengir frítt-  í garð míns tívolís
Candifloss er spókar þig
í speglasalnum mínum

Ég stóð oft í stimpingum
Og stríði sem var löngu búið
Starfi gengdi sem ég hafði hætt í denn
Klukku mína  vantaði
Ótal ár í núið
Sem var löngu orðið senn
Uns- Þú sem ert mín heilladís
Breyttir mér í anda tívólís
Fórst svo eina æðubunu
Í rússibana mínum.

Þögn

Þú sem ert sjáaldur dagdrauma minna
Og dulræna orsök míns brosmilda svips
Skeinst mér til dýrðar á skelkjaðri stundu
Sem skipstjóri sökkvandi skips
þú sem ert mín ert mín heilladís
breyttir mér í gleði tívolís
og fórst með mér á árabáti
um vatnsgöng ástarinnar

í myndabókum minninganna
mikluðust upp skuggamyndir
svipir drauga fortíðar þá hrjáðu mig
Endurlifði angurværð
allar mínar syndir
Urðu miklu stærri um sig
Uns þú sem ert mín heilladís
Breyttir mér í tilvist tívolýs
Og lékst þér eins og smákrakki
Í hringekkjunni minni

Þessi texti er við lag eftir mig og byggir á sögunni tindátinn staðfasti eftir Hc Andersen.
 
 

Ég held að....

...... Afstaða íslendinga til Evrópusambandsins hafi mótast mest af hrokafullum hótum erlendra politíkusa í garð okkar.

Íhaldspungurinn og tækifærissinninn - David Cameroon... hótaði að blanda aðildarumræðum evrópusambandsins við Icesavedeiluna og fyrir stuttu hélt þýskur politíkus því fram að ísland fengi ekki aðild að þessu sambandi nema ef við hættum hvalveiðum.

Ég var lengi vel opin fyrir aðildarumræðum en eftir að hafa heyrt þessháttar hótarnir er ég komin á þá skoðun að við höfum ekkert þangað að fara. Íslendingar eiga ekki að vera gólfmottur fyrir afdankaða politíkusa í atkvæðaveiðum eða þurfa að lúta hótunum vegna grunnatvinnuvegar síns. Slík afskiptasemi er með öllu ólýðandi og ekki íslendingum sæmandi að taka slíku þegjandi og hljóðalaust.


mbl.is Víglínur skýrast gagnvart ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Droplaugur vann.

Droplaugur Jökulsson- setti nýtt íslandsmet þegar hann kom fyrstur í mark í skaftárhlaupinu. Það má með sanni segja að Droplaugur er vel að sigrinum kominn enda í feiknaformi þessa daganna en hann vann einnig fyrra skaftárhlaupið sem fór fram frá fram fyrir viku síðan.

Já en hvernig stóð á því að þú sigraðir í báðum Skaftárhlaupunum- það á ekki að vera tæknilega hægt?FootinMouth

Spurði fréttamaður Droplaug. Honum þótti afrek Droplaugs kraftaverki næst og gott betur en það. Engin hefur komist í metabækur með þessum hætti og því ekki skrítið að fréttamaðurinn væri furðulostinn yfir þessum merka árangri Droplaugs.


Eftir fyrra hlaupið lækkaði greindavísitala mín svo mikið að ég varð að algjörri gufu. Í kjölfarið gufaði ég upp og var í skýjunum yfir mínum stórgóða árangri og áður en ég vissi af þá ringdi ég aftur niður og var byjarður í nýju skaftárhlaupi.
Errm Útskýrði Droplaugur fyrir fréttamanni-

Þar sem Droplaugur var í feiknarformi streymdi hann áfram á stormshraða niður ána og kom lang fyrstur í mark. 

 

 

 

Brúin yfir Eldvatn, við bæinn Ása í Skaftártungu

  

Dropplaugur fyrir miðju á mynd


mbl.is Vex hratt og mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland verður heimsmeistari í fótbolta

Ef allir bestu fótboltamenn í heimi væru róbótar, þá myndi gæði fótboltans snarbatna. Japan- Kína eða Rússland ættu líklega með bestu fótbolta lið í heimi en íslendingar væri úti á þekju því við hefðum ekki efni á öðru en að senda mennska knattspyrnumenn til leiks.

Algengustu meiðslin á knattspyrnu heiminum væru - Tölvuheilabilun og ástæða þess að menn drægu sig í hlé frá knattpyrnuiðkun væri vegna þess að þeir væru annað hvort orðnir úreltir eða úrsérgengnir vegna ryðgunar.

Eða hvað ?


Kannski væri íslenska landsliðið það besta í heimi- einmitt vegna þess að við sendum mennska einstaklinga til leiks. Í þetta skipti myndu mæta rafmagnsverkfræðingar og tölvunarvélfræðingar í stað venjulegra sparkfræðinga og okkar duldasta vopn væri Þrándur Eggertssson rafeindarvirki- en Sá kauði er einhver arfavonlausasti viðgerðamaður íslandssögunnar fyr eða síðar. Hann getur ekki snert neitt rafrænt dót öðruvísi en að gera það að drasli og líkast til þyrfti hann ekki nema rétt að snerta hvern róbóta til þess að gera út af við hann. 

 

Þökk sé Þrándi Eggertssyni, okkar verðandi Maradona- á Ísland von á því að verða heimsmeistari í fótbolta.

 


mbl.is Vélmenni mætast á knattspyrnuvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrin í skóginum verða aldrei betu vinir.

 

-Dýrin í skóginum eiga að vera bestu vinir -

 

Var það síðasta sem snákurinn sagði við músina áður en hann át hana. Hann hugsaði til heimsku músarinnar með kvikindisglotti, er hann gæddi sér á henni, hvernig hún lét glépjast og féll smám saman fyrir innihaldslausum gylliboðum hans. 

Að lokinni máltíð- gekk hann upp að mér. Hann brosti til mín með undirförlu brosi og hélt yfir mér sömu ræðuna og hann hafði flutt músinni.

 

     -Ef þú stígur skrefi nær mér þá breyti ég þér í snákastígvél. 

Svaraði ég snáknum og dróg upp sveðju mér til varnar. 

 

   -Já en dýrin í skóginum eiga að vera bestu vinir-

 

svaraði eiturslangan og þóttist hnípinn. Bandamenn söfnuðust í kringum nöðruna og furðuðu sig yfir hörku minni.


-Hér með ertu dæmdur sem svívirðilegur ruddi og siðlausasta gerð af samverja og dæmdur sem útlagi frá daglegri tilveru-

 

sagði dómari götunnar og úthýsti mig með skömmum úr lífi sínu. Honum fanst ég vera persónugervingur illskunnar og ástæða þess að veröldin er svona grimm.

 

Slíkur darraða dans var orðin að sjálfsögðum vana lífsins. Ég er nefnilegia náunginn sem leitaði að logninu en fann storminn og etingarleikur minn við hamingjuna endaði sem píslaganga. Rétt eftir að ég veitti samverjanum hjálparhönd stakk hann mig í bakið og um leið og ég fyrirgaf þjófnum, rændi hann mig öðru sinni. Mannréttindasinninn keyrði yfir mig og flúði síðan af slysstað en atburðurinn átti sér stað þegar ellilífeyrisþeginn kýldi mig - er ég hjálpaði honum að ganga yfir götuna.

Þess háttar lífreynslur kynntu mig fyrir ýmsum gerðum af svikurum og kenndu mér að bregðast við loddurum af hörku. Ég fór að þekkja hegðun nöðrunar og að halda mér í fjarlægð frá henni.

-Það er svona fíflum að kenna að dýrinn geta ekki verið bestu vinir- Sagði dómari götunnar við snákinn og klappaði honum á bakið.

Já það er alveg rétt hjá þér - svaraði snákurinn og fékk sér síðan vænan bita af dómaranum.Dómaranum brá í brún og flúði í burtu frá snáknum áður en hann yrði étin eins og músin.

 

Næst þegar dómari götunnar hittir snák þá mun hann segja

-Ef þú kemur skrefi nær mér þá breyti ég þér í snákastígvél. 
Þá mun bláeygi samverjin byrtast honum í sýn og segja.


-hér með ertu gerður sem útlagi úr minni tilveru. 

 

 

 


Dönsum...Höldum nú kjafti og dönsum

Minnir mig mest- á skjannahvítt- tunglsljós í tötrum
Sem- tindrar svo skært- að vetri um niðdimma nótt
Og- Lykil sem nær- að frelsa mig út úr þeim fjötrum
sem- festi mitt líf - við- umhverfið hugmyndasljótt

Dönsum- höldum nú kjafti og dönsum
Því að þú ert meiri háttar-
Dönsum- já höldum nú kjafti og dönsum-
ó já- því að þú ert meiri háttar- fljóð.

Öll þessi þrá – í innviðum augnsteina þinna
Og-Yndislegt fas- sem enginn í heiminum stenst
umbreytir mér- í gleðistund minninga minna
og Mandarablóm – sem endalaust eflist og þenst.

Ljóðið er við lag sem er eftir mig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband