17.6.2010 | 02:59
Hvernig á að búa með konu
Friðgeir ég þarf að tala við þig
Ha ertu að tala við mig-
Já en ekki hvern ?
Hvað vildir þú segja hunangsbollan mín
Þú tekur aldrei til !
já elskan mín það er alveg satt hjá þér.
Ætlaru ekkert að fara að vaska upp ?
Jú einmitt það sem ég var að hugsa
Þó ert einhver órómantískasti mannandskoti sem ég hef kynnst.
Veistu ég get bara ekki verið meira sammála þér
Friðgeir Oddsson er hörundssár skaphundur sem hélt hann gæti aldrei búið með konum. Hann gat ekki með nokkru móti umborið raus þeirra og áttu þær til með að láta tilfinningar hans hlaupa með hann í gönur. Til mikillrar lukku fann maðurinn lausn við þessum vanda og síðan þá hefur líf hans tekið stakkaskiptum.
Eftir að Friðgeir Oddsson for að nota "no bullshit" eyrnatappana, varð hann hugljúfur engill heima fyrir. Kona hans fær þá útrás sem hún þarf fyrir þrasi sínu en hann sjálfur þá langþráðu ró sem hann þarfnast.
Hjónin eru miklu samrýmdari og allt gengur samkvæmt óskum. Vandamálin eru farin út í buskan og þau eru hjartanlega sammála um allt það sem "hann ekki heyrir." Þökk sé "No bullshit" eyrnatöppunum".
![]() |
Konur nöldra í heila viku árlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2010 | 04:42
iss það er nú ekki neitt.
......Ég hef arkað með konuna mína á bakinu frá því að ég hitti hana. Þá var ég kornungur og hugaður í anda en nú er ég orðin gamall og roskinn.Nú hef ég hlustað á bévítans þrasið í þessari sínuðandi kellingarkvöl frá upphafi til enda kaldastríðsins, í gegnum hrun Sovétríkjanna, til enda níunda áratugarins. Hún hefur ekki samkjaftað frá upphafi nýja árþúsundsins og haldið mér endalausa þrasræðu innum leiðslu gróðahyggjunnar og alla leið ofan í hyldýpi íslenska bankahrunsins. Hún hefur fylgt mér eins skugginn í gegnum stærstan hluta lífs míns og er enn þá í dag alveg saman pínan og ég hitti hana fyrst. Á þessari píslagöngu, eftirlét henni allar þær tekjur sem ég hef drýgt og þurfti að sjá henni farborða sem fyrirvinna heimilisins. Hún hefur fylgt mér eins og ískur og verið mér sem krónískur hausverkur sem gerir mig óstjórnlega graman.
Já en afhverju ferðu þá ekki frá henni ?
Afhverju ekki ?
já
Hún er bara svo helvíti skemmtileg ?
Nuð hennar er meira hressandi heldur en allir bestu skemmtiþættir heimssögunar og þar leik ég aðalhlutverkið í bulli hennar. Ég er skotskífa hennar svarta húmors og ekkert er mér kærara en að kjafta hana í kútinn. Hún heldur mér lifandi í ellinni og án hennar væri líf mitt ein stór einsemd.


-Þú ert andfúll Jóhannes.
- Æi þegiðu kelling. Þú veist að ég heiti páll
![]() |
Hlaupa með eiginkonurnar á öxlunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2010 | 02:11
Ég missti......
.... Tannburstan minn ofan í klósettið !
Óheppni ? Nei það tel ég ekki.
Fyr eða síðar hefði ég misst tannbursta ofan í klósettið og var aðeins tímaspursmál hvenær það myndi gerast. Því tel ég hér um eðlilegt orsakasamhengi sé að ræða sem líkja mætti við að kasta teningi. Ef þú kastar teningi nógu oft þá hlítur hann að lenda á tölunni sem þú varst að leita að, jafnvel þó teningurinn er með tugi talna.
Það var nákvæmlega það sem gerðist þegar ég missti tannburstan ofan í klósettið. Líkurnar á því að missa burstan voru minni en hundrað á móti einum og þegar ég hafði gripið um tannburstan nægjanlega oft upp, þá hlaut að koma að þessu "svokallaða óhappi." Því fór sem fór og neiddist ég því til þess að henda þessum bursta og verð þar að leiðandi að kaupa mér nýjan á morgun.
En sjáum þetta öðruvísi og í stærra samhengi. Ef ég hefði nú misst tölvuna á gólfið eða eyðilegt hana eða ef niðurfall klosettsins gæfi sig, er þá ekki tannburstavandamálið mitt þá strax orðið að titlingaskíti ? Ég tala nú ekki um ef það yrði jarðskjálfti, eða annars konar nátturuhamfarir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2010 | 16:37
Herramenn...
Mörgum konum finnst nútímamaðurinn svívirðilega ruddalegur og mislíkar þá hegðun sem hann sýnir þeim.Þær eru farnar að leitast eftir hinum klassíska herramanni er þær fara út á lífið, sem opnar fyrir þær hurðir og er í kringum þær eins og einkaþjónn.
Er það virkilega ?
Þegar ég kynntist lauslega herramanni þá ákvað ég að slíkur einstaklingur myndi ég aldrei vilja vera. Þessi náungi krafðist þess að labba nær götunni er hann gekk með kvenfólki um bæinn og var tilgangurinn sá - að hann var að vernda þær gegn bílum. Svona rétt eins og bíll tæki á því að keyra yfir þær eða hann óttaðist að þær myndu taka á því að misstíga sig og hrasa beint á akbrautina. Hann skammtaði matinn ofan í kærustuna sína þegar ég sá til hans á jólahlaðborðinu og var í kringum hana eins og hún væri ránddýr demantur.
Það rann upp fyrir mér ljós.
Það er algjörlega út í hött að veita fullfrískri konu slíka ummönnum. þá er ég þá ekkki ómeðvitað að segja að hún er ekki vanhæf til "vissra verka" og sumir hlutir séu betur settir í höndum karlmannsins. Eitt er allvega dagsljóst. Ég læt mér nægja að vera almennilegur við hitt kynið og koma fram við þær sem jafningja.
OG HANA NÚ
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)



Ég tel sem sagt þjóðráð að markaðssetja íslenska skemmtanalífið. Sér í lagi hér í hundrað og einum Reykjavík þar sem ég bý. Fyrir okkur Íslendinga er gamanið orðið ansi dýrt en vegna stöðu krónunnar er stuðið hverrar krónu virði ef þú ert túristi.
![]() |
Norður-kóreskur ofurdrykkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2010 | 08:06
Og ég sem er svo erfiður!
hmmmmmm furðulegt verð ég að segja og ég sem er svo erfiður ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2010 | 06:10
Ástarponsaljóð...í anda Davíðs Stefáns
Forðum ég leitaði að liljum
ljúfum svanasöng
leyndum gullnum giljum
Og gleymdri kristalgöng
Fallegum fjallahlíðum
og frjóum berjamó
svipum fagurfríðum
og fróðum viskusjó
Niði af friðnæmum fossi
að- fjólum á grænni grund
viðuðum verndarkrossi
og værri kærleiksstund
Hvarvetna að gæfunni gáði
gegnum ris og hnig
Aldrei fékk það sem ég þráði
þar til ég hitti þig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2010 | 06:52
Gefðu mér pening fyrir árabáti.
Þetta klassíska rokklag með hljómsveitinni Box- lýsir ástandinu 100 % í Bretlandi og Hollandi.Reyndar er einn hængur á textagerðinni. í staðin fyrir að segja - "Færðu mér miða með flugvél" þá ættu þessir fornaldarrokkarar að segja - "Gefðu mér pening fyrir árabáti. "
![]() |
Stórir flugvellir lokaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2010 | 14:54
þetta var bara djók
það vill svo til að ég náði skýrslutökunni á spólu og ætla að byrta viðtalið hér á bloggsíðunni minni. Eins og sést þá höfðu kaupþingsmenn ekki gert neitt af sér og í raun var um spaug að ræða sem gekk þvímiður aðeins of langt.
Lögreglumaður- Hvað hefur þú að segja meindar ásakir okkar á efnahagsbrotum innan bankans ?
Sigurður Einars -"Sko Þetta er allt saman grín. Brandarinn er reyndar dálítið súr og framúrstefnulegur. Hann byggir á því að mergsjúga íslenska hagkerfið og svíkja viðskiptavini sína með drepfyndnum lánum sem halda ekki vatni. HA HA HA HA HA HA HA HA HA "
- lögreglu maður
- já ókei og hvernig þróaðist þetta ?
sigurður Einars-Já ég meina döööööö- þetta var svona fyrsta aprílþema sem gekk of langt og við ákváðum að halda henni áfram alla daga. Það var bara eitthvað svo broslegt að sjá fólk trúa nánast hverju einasta orði sem við sögðum- við ætluðum að hafa þetta sem skats fyrir árshátíð en því miður þá fóru bankarnir á hausinn áður en það varð að veruleika ha ha ha ha ha ha ha .
Nú skil ég ekki alveg
Sigurður Einars- Það sem var enn þá fyndnara er að grínið var allt á ykkar kostnað og er það því ykkar að borga. Ekki get ég gert af því þó sauðsvartur almúginn sé svona heimskur og sjái ekki í gegnum okkur ha ha ha ha ha.
lögreglumaður- þú gerir þér grein fyrir því að þetta er sakhæft atriði
sigurður Einars uuu dööö nei .. þú getur ekki kært menn fyrir það að djóka.
![]() |
Sigurður Einarsson verður yfirheyrður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2010 | 10:12
Ég er hún.
heimasíminn hringir og ég svara. Það skellur á andataksþögn uns ég heyri í fallegri kvenmansrödd.
hæ- segir kvennmannsröddin
uu hver er þetta ?
þetta er ég - segir röddin
Bíddu hvernig má það vera ?
Ha! Hvað áttu við ? spurði hún að nýju
Varstu ekki að segja að þú værir ég..Ég er ekki kona ?
Já þú meinar...Ég hef aldrei velt því fyrir mér
ertu að ljúga að mér
Nei ég segir þér alveg satt...þetta er ég.
Eftir þetta furðulega samtal rann uppfyrir mér ljós. Ég, Brynjar Jóhannson,sonur föður míns og móður, bróðir bræðra minna, er ekki ég heldur vinkona mín og það sem gerir þetta mál enn þá furðulegra er að hún er samt ekki ég þó að ég sé hún. Hún er bara hún .......og já ég líka.
Bloggar | Breytt 9.5.2010 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar