11.4.2009 | 21:17
Valhöll brennur
Ég hef beðið eftir þessari stund í fjölda mörg ár! Valhöll er að brenna til kaldra kola. Ekkert gleður mitt raunsæishjarta meira en að sjá þetta sóttarbæli í rjúkandi rúst og nú er aðeins spurning hvað sé hyggilegt byggja upp úr úr þessum morðljóta kofabjálka. Kofabjálka sem á heiðurinn á því að hafa komið íslandi nánast til helvítis með afleiddum stjórnaraðferðum og alið upp einhverja afleiddustu kynslóð af viðskiptahákörlum allra tíma. Mín tillaga er að við höldum ærlega hátíð á meðan þessi draugahöll brennur og byggt verði úr bruna rústum þess eitthvað snöggt um skárra en þessi pólítíska hrillingsmynd sem hefur sýnt sína réttu hlið undanfarin misseri.
![]() |
Allt komið fram sem máli skiptir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.4.2009 | 15:46
Guði sé lof! þá var daman ekki með síma
Ég átti samtal við unga og velgefna dömu um helgina, þegar ég sat að svamli á Ölstofunni. Er hún bað mig um að persónugreina sig sagði ég að hún væri, kvenleg, blíð og mjög manngóð. Hún væri hugsandi og mætti ekkert aumt sjá.
-Ég fell ekki fyrir svona klisjum-
sagði hún og var ekki sátt við þessa sálgreiningu mína.
UUu ha
-það sem þú ert að segja getur átt við allar konur.
útskýrði hún fyrir mér.
Flestar konur sem ég þekki eru eins og tilfinningakaldir ísklumpar og engu minni hörkutól en harðgerðir sjómenn og því var ég að segja dagsatt er ég tjáði henni að hún væri kvenleg. Í framkomu sinni var hún bersýnlega manngóð og kom það meðal annars fram í því hve kurteis hún var í allri sinni hegðun. Manneskjan gat augljóslega ekkert aumt séð því hún var að tala vandræðagrip eins og mig og því var ekkert rangt af því sem ég var að segja. Ég tel því nokkuð ljóst að allt sem ég hafi sagt hafi verið klisja því að þetta elskulega og gullfallega kvenblóm var klisja sjálf.
bíddu nú við.. flestar konur sem ég þekki eru kuldalegri en Hallgerður langbrók-
Sagði ég og dæsti mig eins og ég geri oft í rökræðum við félaga mína en okkur þykir ekkert skemmtilegra en að rífast heimspekilega um tilveruna eins og hundar og kettir.
Er daman virti mig fyrir sér varð hún smeyk því hún þekkti mig ekki neitt. Ég er sannfærður um að hún hefði hringt á neiðarlínuna ef hún hefði síma því henni þótti ég full æstur er ég lét þessi orð út úr mér. Þá hefðu gerst atburðir sem væru dæmigerðir fyrir mig í hvert skipti þegar ég tala við fallega konu.
Vöðvastæltir slökkvuliðsmenn hefðu mætt á svæðið og bjargað þessari dömu frá þrasræðum með því að skvetta framan í mig kaldri vatnsgusu. Víkingarsveitin hefði stokkið á mig úr öllum áttum og knésett mig niður á jörðina og lögreglan hefði síðan komið og hjálpað víkinga sveitinni með því að berja mig til óbóta.
RÓAÐU ÞIG NIÐUR ÞRASHAUSINN ÞINN
Hefði lögregluhópurinn æpt á mig og notað mig sem tilraunadýr fyrir bareflin sín.
Mér hefði verið hent út í sjúkra bíl með þeim rökum að ég væri með of háan blóðþrísting og í öllum múgæsingnum hefði ég endað inni á Gjörgæslu.
Já en ég var bara að reyna að skemmta mér
Væri það eina sem kæmi upp úr mér í lögregluskýrslum er ég væri færður niður á hverfissteininn vegna þessa grafalvarlega máls og látin dúsa þar í heila viku. Þá hefði komið upp nýtt geirfinns mál og mér væri kennt um öll óupplýst glæpamál samtímans og kennt meðal annars um Icesavedeiluna.
Ég segi því og skrifa að um síðustu helgi hafi heppnin verið mér. Ég væri nefnilega örugglega á bak við lás og slá þessa stundina ef þessi stúlka hefði haft síma um hönd.
![]() |
Óskað eftir neyðaraðstoð vegna hláturkasts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2009 | 07:34
Endaðu æfi þína sem minjagripur á þjóðminjasafninu
Markaðu spor þín
í mannkynssöguna
ef ekki eftir
hefðbundnum leiðum
skjóttu þá forsetan
Ef óskir þínar uppfyllast
verður þú að fornleifum
framtíðarinnar
Þú munt öðlast líf eftir dauðann
sem sagnfræðileg heimild
eða sem minjagripur
á þjóðminjasafninu
![]() |
Nefertiti í fegrunaraðgerðir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.4.2009 | 05:02
Hverjir ætla að mæta í kröfugönguna ?
Í dag er frídagur verkalýðsmanna og er því viðeigandi að setja gjaldeyrishöft á öll fyrirtæki í landinu. Við þessi merkilegu tímamót er engin tilhugsun dásamlegri en að öreigar allra landa sameinist og berjist gegn bláu íhaldsplágunni sem er skelfilegasti ættargalli sem hugsast getur í mannkynssögunni. Ég ætla að mæta fremstur í kröfugöngu verkalýðsins á eftir og fylgjast athugull með öllum ræðuhöldunum. Ekkert mun stöðva mig í eldjörfum baráttuhug mínum og mun ég öskra mig hásan
- VANHÆF STJÓRNARANDSTAÐA -
mun ég æpa af alefli
Ekki hika ég við að múna Bjarna Benidiktsson ef hann á leið hjá.
AF gefnu tilefni kvarta ég sáran yfir því að það skuli ekki vera meira af glæsilegu kvenfólki á alþingi. Afhverju fór HÓFI ALDREI Á ÞING og hvernig í andskotanum stendur á því að UNNUR STEINSSEN sé ekki í framboði? Það er mér því mikill léttir að strippgellurnar hans Geira í Goldfinger ætla ekki að láta bjóða sér þennan ósóma lengur og hyggjast fara í framboð. Að sjálfsögðu verð ég fyrstur til að kjósa þann stjórnmálaflokk. því ég vil að GLÆSIGELLUR STJÓRNI LANDINU.
![]() |
Gjaldeyrisfrumvarp að lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2009 | 14:12
Óvissuferðir..
Ég er miðbæjarrotta og alllir sem búa fjær mér en í Skipholti eru bændur í mínum augum. Í miðbænum hef ég allt sem mig langar í, matur,nauðsinjar og síðast en ekki síðst... Skemmtun.
Einu sinni var ég og einn félaginn á hálfgerðu kojufylleríi heima hjá mér. Allt stefndi í að drykkjan myndi enda með vanabundum leiðangri um skemmtistaði miðbæjarins og ekkert óvenjulegt myndi gerast þegar síminn skyndilega hringdi.
Hvað segiru um að fara á papaball ? spurði félaginn minn er hann ansaði símanum.
uu hvar er papaball ?
Á Akranesi ?
Á Akranesi ... já en hvernig eigum við komast þangað ?
Eftir enga umhugsun kom ekkert annað til greina en að taka leigubíl til Akranesar. Því fór sem fór og áður en við vissum af vorum við komnir á leiðarenda.Ég man ekkert hvað leigubílaferðin kostaði en borguninn var vel þess virði því ég skemmti mér konunglega.
![]() |
Tóku leigubíl frá Tékklandi til Danmerkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.3.2009 | 03:47
??????????????????
Ég eiginlega trúi þessari mbl.is frétt ekki.
Er ég virkilega að lesa rétt ?
----> 19 mans farast og 132 einstaklingar slasast í troðningi rétt áður en fótboltaleikur er að hefjast.
Ég hefði haldið að þessi dánarfjöldi væri nægjanlegt áfall til þess að afreyingargildi eins og fótbolti væri látin býða til betri tíma. Samt flautar dómari til leiks og boltinn látin rúlla í 90 minótur
Í raun er ég alveg kjaftstopp og skil ekki þessa ákvörðun.
Eða kæmi það ekki spánkst fyrir sjónir ef 19 mans létust í Háskólabíói og 132 slasast í troðningi við byrjun kvikmyndasýningar en eftir að hinir slösuðu og látnu voru færðir burt gat kvikmyndin haldið áfram.
Ég er ekki vanur að stíga í sæti siðferðispostulans en núna blöskrar mér og á mjög erfit með að skilja svona ákvarðanir.
![]() |
Tugir fórust í troðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2009 | 13:14
Mikið er ég sæll og glaður að vera laus við ÍHALDSLYKTINA úr loftinu
Í frétt í mbl sem ég vísa til stendur.
"Reykjavíkurborg hefur hlotið verðlaun alþjóðasamtaka miðborgarstjórna The Assciation of Town Centre Management (ATCM) fyrir frábæran árangur við hreinsun og endurreisn miðborgarinnar á síðastliðnu ári."
Ég verð grátklökkur af gleði er eg hugsa til þessara verðlauna og tek heilshugar undir að endurreisn Reykjavíkur hafi gengið vonum framar. Samfélagshreingerningin var til heimsfyrirmyndar og þá sér í lagi við Austurvöll og í alþingishúsinu. Ekki nóg með það að það er búið að skrúbba íhaldsdrulluna úr loftinu þá eru góðar líkur á því að við losum okkur við framsóknaríldulyktina líka.
Eins og sést á myndinni hér til hliðar var mikið lagt í þessa hreinsun. Engu var til sparað og lögðust aldnir jafn sem ungir hart að sér við að losa sig við spillingarlyktina í loftinu. Seint verður sagt að tekið hafi verið á hlutunum með vettlingartökum og eins og í öllum alvöru hreingerningum bar hún tilætlaðan árangur. Íhaldsdrullan og framsóknaríldurfílan hætti að leggja um loftið og skárri andblær fór um bæinn í staðinn.
![]() |
Reykjavík verðlaunuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2009 | 13:56
Hún var á sínum tíma ofsögum sögð
Það má með sanni segja að Íslenska krónan hafi verið eins og náungi sem er ofsögum sagður. Það mætti líkja henni við kokhraustan þusara sem álítur sig mestan og bestan er hann segir sjálfur frá. Í frásögnum er þusarinn kokhraust kraftamenni sem getur tekið 25 falt heljarstökk aftur á bak og lamið fílahjörð í klessu með aðra hendina fyrir aftan bak. Samkvæmt eigin upplognu heimildum er kvenhylli hans meiri en hjá James Bond og þarf hann að lemja kvenkynið frá sér eins og mýflugur hvert sem hann fer.
Þegar stund sannleikans rennur upp á rausarinn ekki innistæðu fyrir orðum sínum. Hann getur ekki lyft bjórglasi öðruvísi en að verka í hendurnar og ef hann myndi gera tilraun til þess að lemja flugu myndi hann emja eins og særður kettlingur. Kvennhylli hans er ekki meiri en svo að hann gæti ekki fengið drátt á hóruhúsi með stútfulla tösku af gulli í hendinni. Það er miklu nær að kvenkynið berji hann frá sér eins og klóakrottu en að hann berji þær burt frá sér eins og mýflugur.
Þannig var íslenska krónan..... Kokhraust í frásögnum en ræfill þegar það kom að stund sannleikans.
![]() |
Krónan veikist lítillega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 19:05
Æskan er til þess að gera bernskubrek!
Hvernig æsku átti karlmaður sem
gerði ekki nein strákspör af sér ?
L-E-I-Ð-I-N-L-E-G-A
Ef það er eitthvað starf sem sinnti ég óaðfinnalega- var það þegar ég vann fyrir mér sem barn foreldra minna. Ég var bæði upptækjasamur og fjörugur, temmilega mikill óþekktarormur og alltaf úti að leika mér. Eins með flest börn olli æslagangur minn foreldrum mínum áhyggjum en aldrei þó taugaáfalli. Að minnsta kosti ekki alvarlegum því báðir foreldrar mínir eru enn á lífi.
Hér með opinbera ég strákspar
sem ég gerði 14 ára að aldri
Ég og Gunnar Ásgeirson æskufélagi minn fórum eitt sinn í einkennilegan boltaleik. Leikurinn lýsti sér þannig að annar okkar átti að sparka fótbolta í rúðu á einbýlishúsi og hlaupa síðan sem lengst í burtu. Hinn aðilinn átti þá að sækja boltann og forða sér undan áður en sá sem ætti íbúðina myndi hella yfir hann fötu troðfulla af skömmum. Sá sem yrði fyrst gómaður af kolbrjáluðum rúðueiganda myndi tapa og þyrfti hann að viðurkenna á sig verknaðinn sem hinn aðilnn gerði, ---> sem sé að hafa sparkað boltanum í rúðuna.
Við Gunnar, höfðum sparkað boltanum í nokkrar rúður og sloppið ótrúlega vel. Ástæða þess að við sluppum svona byrlega var vegna þess að við vorum báðir þokkalega liprir og komum okkur því undan á harðahlaupum áður en einhver íbúðareigandi yrði okkar var.
Í eitt skipti var komið að Gunnari að sparka boltanum. Hann nelgdi þá boltanum af öllu alefli í rúðu hjá eldra fólki og rauk síðan eins og eldingin í burtu. Um leið og ég ætlaði að fara að ná í boltann kom gamall maður askvaðandi upp að mér sem var rauður í framan af reiði.
- HVERN DJÖFULLINN ERTU AÐ GERA DRENGUR !
Æpti eldri maðurinn til mín.
Á sama tíma faldist Gunnar í runna í næsta nágreni og hló sig máttlausan er eldri maðurinn helti sig yfir mig. Er ég hafði beðist innilegrar afsökunar og lofað að betra mig og bæta fékk ég boltan aftur.
Ekki tók betra við hjá mér. Þegar ég hafði losnað frá skömmum gamla mannsins og komin aðeins áfram götuna- hugðist ég sparka boltanum til Gunnars. Það fór ekki betur en svo að ég hitti boltan svo illa - að hann skýst í kolranga átt og endar í fínlegri ljósakrónu.
Þegar mér verður litið til ljósakrónurnar, i molum fyrir framan mig, verður mér verulega brugðið því þetta er fyrir framan húsið hjá einni sætustu stelpunni í bekk okkar félaga. Án þess að hugsa okkur um fáum við báðir hláturskast, tókum boltan og hlupum burt af slysstað án þess að tilkynna nokkrum skaðan.
En hvað með þig ?
upplifðir þú engin bernskubrek ?
![]() |
Málaði risavaxið reðurtákn á hús foreldranna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.3.2009 | 18:31
Nú meiga rauðu djöflarnir fara að passa sig
Rúsínan í pulsuendanum
og
Jarðaberið á rjómatertunni
við hverja stórsigra Liverpool í ensku deildinni er hvað aðhangendur Man Und verða grautfúlir. Undantekningarlaust koma særðir aðhangendur þessa minni fótboltaklúbbsins í manheaster (Man Und er minna liðið) inn á bloggsíðuna mína og gráta úr sér augun.
-Dómara skandall
-Heppnissigur
Mér er hótað öllu illu í og þeim dettur ekki í hug að hafa humor fyrir sjálfum sér. Ég veit ekki hvað þessar krúttlegu elskur þusa ekki í fýlu sinni er þær ausa yfir mig vonbrigðum sínum. Að gefnu tilefni vil ég votta öllum aðhangendum Man Und samúð mína og benda þeim á að hafa samband við Rauða Krosslínuna sem allra fyrst. Sigurgangan sem Liverpool er komin á er eingöngu forsmekkurinn á því sem koma skal og upphafið á glæstum tímum.
Liverpool
never walk alone
![]() |
Gerrard með þrennu og eins stigs munur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 185726
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar