24.4.2009 | 01:53
Skemmtileg tilviljun
Grátlegar staðreyndir lífsins
Jesú var uppreisnararsinni og gúrú í geðhvörfum
grátlegt en satt en fíflið var myrtur af prestum
og Hitler er án efa frægasti málari mannkynsins
og mýs inn í búrum er björgin við langflestum pestum
þú varst á skipi er Atlandis sökk til sjávar
Á sólbaði á Feneyjar bökkum er Rómarborg brann
og er þú varst kóngur þá var ég víst róninn sem rávar
um regnvotar götur sem alls engin mannvera ann
Og Muhameð Ali varð heimskasti boxari í heimi
heiðnir þeir drepa mun minna en sanntrúir menn
Salvador Dali var pervervt sem pældi of mikið
og peningar valdbeita öllu rétt eins og í denn
Og er ég var hóra í París þá varstu víst prestur
á Pílagrímsferðum á strætum þú boðaðir frið
sem faðir þinn var ég víst allst ekki börnunum bestur
og barði til hlíðni af ranglátum karlmennsku sið.
Ljóð-Brynjar Jóhannsson.
![]() |
Málverk eftir Hitler seljast dýrt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 14:59
Hegðar sér eins og versti karlmaður.
Í frétt á mbl.is stendur að 79 ára gömul, norsk kona hafi falið gríðarlega háa féfúlgu undan skatti. Ég fæ ekki betur séð en að þessi fína frú hegði sér þá mjög svipað og karlmaður í sambúð. Eini munurinn er sá að gamla frúin reyndi að fela peninginn sinn fyrir skattinum á meðan karlmaðurinn felur krítarkortið sitt fyrir konunni. Þegar ríkisyfirvöld komast að hinu sanna varðandi glæparflagðið sekta þeir hana stórar fúlgur en eiginmaðurinn uppsker enn þá hærri sektir frá eiginkonunni.
Helvítis karnirfilllinn þinn hér með ertu dæmdur í 3 mánaða kynlífssvelti ...
segir konan þá við mannin sinn.
Helvítis glæpakvenndi
æpir dómarinn til gömlukonurnar.
Eins og þið sjáið leiða allar þessar upplýsingar aðeins til einnar niðurstöðu sem talist getur rökrétt. Að vera karlmaður í sambúð er nákvæmlega eins og að vera 79 ára gömul kona í Noreigi sem svíkur undan skatti.
![]() |
Reyndi að fela hundruð milljóna fyrir skattinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2009 | 07:06
Gúgú og gaga
Getur verið að hljómsveitarmeðlimir Queen hafi verið með bandarísku söngkonuna Lady Gaga í huga- þegar þeir sömdu lagið Radio ga ga.
Hvað skyldi systir hennar GÚ GÚ segja við þessu ? Eins og þið vitið væntanlega eru þær GÚ GÚ og GA GA alveg snaróðar þegar þær fara út að skemmta sér og mála bæin rauðan.
![]() |
Vill ekki nota sitt eigið nafn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2009 | 15:59
Ég ætla að verða svona pjakkur eins og Helgi þegar ég verð stór.
Ég er ekki frá því að hann Helgi í Góu hafi öll einkenni sem þarf til þess að sverja sig inn í krúttkynslóðina. Hungangsbangsalegri mann hef ég ekki séð í lengri tíma sem er með svo fallega hugsun í þokkabót að mig langar mest til þess að knúsa hann. Fyrir utan krúttlegheitin er Helgi hugsjónarmaður sem lætur sér annt um þá sem minna mega sín og er í nöp við lífeyrissjóðssukkið sem hefur fengið að viðgangast óáreitt í allt of langan tíma.
Ekki get ég sagt hið sama um sjálfa mig
Ég er víst álitin eitt af þessum krúttum sem prýða miðbæinn og í augum einnar hnakkagellu sem ég þekki er ég oft pjakkalegri en fimm ára gamall stríðnispúki á myndum sem hún hefur séð af mér. Þó svo að ég sé ekki allsháttar sáttur við þessa fullyrðingu læt ég hana sem vind um eyru þjóta enda með ágætan humor fyrir sjálfum mér. Hitt er að þegar ég verð komin á aldur við Helga í góu er ég staðráðin að verða svona hunangsbangsi eins og hann virðist vera eðli sínu. Þá má fólk mín vegna kalla mig einn af einstaklingum krútt kynslóðarinnar en í dag vil ég að litið sé á mig sem harðneskjulegt karlmenni. Eins og þið sjáið á þessari mynd er ég hörkutól fram í ystu æsar og Karlmennskan holdi klædd. Að að halda þeim fullyrðingum á lofti að ég sé krúttlegur er nátturulega hrein og klár firra og skömm í hattinn fyrir hvern þann sem heldur slíku fram.
ÉG ER HÖRKUTÓL
krúttlegt hörkutól
![]() |
Hugsjónamaðurinn Helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2009 | 15:45
Ginfranko Zola... gengur til liðs við fjármálaeftirlitið á íslandi.
Er ekki orðið eitthvað stórfurðulegt við íslensk viðskipti ef að Fjármálaeftirlitið er farið að stjórna úrvalsdeildarklúbbi á Englandi ? Ef Straumur, sem er undir stjórn íslenska fjármálaeftirlitsins ,tekur við Vest Ham detta allar dauðar lýs úr hári mínu.Ég er orðin frosin af forundran og veit ekki hvort að ég eigi að hlæja eða gráta. Tilhugsunin er svo súralísk að ég á bágt með að lýsa fáranleikanum.
-Ginfranko Zola framkvæmdarstjóri West Ham... er sem sagt gengin til liðs við fjármálaeftirlitið
-Ef Vest ham nær kannski að komast í meistaradeildina verður auðveldara að selja félagið á mun hærri prís en áður.
Eins og ég hef áður sagt er ísland farið að minna um margt á dramatíska sápuópureu. Mér kemur það virkilega spánskt fyrir sjónir að sjá hvernig komið er fyrir þessum útrásardrósum sem voru fyrir minna en ári síðan heillaðar sem óskabörn íslensku þjóðarinnar. Núna eru þeir á góðri leið að verða að aðhlátusefni og skondnum óheillatrúðum í augum almennings víðsvegar um allan heim. Ekkert kemur mér lengur á óvrart og gæti ég alveg eins átt von á því að Ísland verði að næsta fylgi bandaríkjamanna eða gengið í Noreig á næsta ári ef svona súralískar fréttir eru að berast manni næstum daglega.
Aldrei átti ég liverpoolmaðurinn átt von á því að segja þetta.
ÁFRAM VEST HAM-
Þar til að það verður selt.
![]() |
Óvíst með yfirtöku á West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2009 | 17:55
þetta voru nú meiri NAGLARNIR.
Í mbl.is stendur að Skjólveggur hrynur á bíl. Fyrir háðfugl eins og mig er þetta ótrúlega gómsætt umræðuefni og þarf ég að hafa mig allan við að halda aftur af mér munnræpunni. Ég veit að þeir bílaeigendur sem urðu fyrir þessum usla verður líklega ekki skemmt þegar þeir lesa þetta blogg mitt og smiðirnir sem settu upp þennan vegg koma ekki til með að gefa mér gullhamra.Þegar ég las þessa frétt sem ég vísa í, um að veggur hrundi á bíl í lækjatorgi þá datt mér óneitanlega eitt lag lag í hug. Umrætt lag er með hljómsveitinni Pink Floyd og heitir
Another brick in the wall
Hver er sinnar ÓGÆFUSMIÐUR og vonandi að smiðirnir nái að geta "BYGGT" upp hús á betri grunni en eins og þeir gerðu með þennan vegg í framtíðinni. Þeir hefðu kannski átt að vera vakandi í tímanum þegar þeim var kennt að nelga nagla í timpur en svona er þessi byggingarbransi á íslandi í dag.... ALLUR AÐ HRUNI KOMIN.
![]() |
Veggur fauk á bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 07:37
Hvað í ANDSKOTANUM ER EIGINLEGA Í GANGI.
Ísland er farið að minna mig á sjónvarpsþáttin LOST. Í þeim spennuþætti gerast margir undarlegir hlutir á eyðieyju vegna flugslyss en á Íslandi er það á verðandi eyðieyju vegna bankahruns. Hulur sviptast af fólki í sjónvarpsþættinum hægt og bítandi og illmennin afhjúpast en í íslenskum veruleika gerist slíkt hið sama nema með þeim hætti því að svipta bankaleyndinni. Stórfenglegasta við þessa sápuóperu sem við íslendingar upplifum, er að ekki er allt sem sýnist. Skyndilega! mörgum mánuðum síðar byrtast peningafúlkur á bankareikningum með einhverju óútskýranlegu móti. Engin skilur hvorki upp né niður í því hvað er að gerast. Fólk situr rafmagnað við sófanum á hverjum degi og sér stórfréttir á sjónvarpsskjánum um að ísland sé að verða gjaldþrota og viðskiptahákarlar synda í kringum fjallkonuna syndandi ofan í skuldafeninu á meðan hrægammar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hlakka yfir henni.
Hvað gerist næst
hugsum við með okkur - Misstu ekki af næsta þætti
![]() |
Óvænt fé í íslenskum banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.4.2009 | 17:16
vonlaust að fá þá til að játa.
Lögreglumönnum gengur auðveldlega að finna kanabingróðrastíur sem eiturlyfjasalar hafa "plantað" víðsvegar um bæinn. það þarf ekki nema að hleypa einum hasshundi nokkra metra út fyrir Lögreglustöðina þá er hann búin að renna á slóðina eða fá upplýsingar hjá rafmagnsveitunni um óeðlilega mikin hitareikning. Vandamál lögreglunar er sem sé ekki að uppræta starfsemi kannabisgrænmetis bænda heldur mun frekar að fá þá til að játa.
Sjáum dæmi
lagregluþjónn Jæja ... svo þú hefur varið staðin að verki að selja milljónir hassplanta
hasshaus- Hei djöfull er þetta kúl húfa maður
lögregluþjónn .. Ha uu já... en þú gengst við þessari kanabisrækt ekki satt ?
hasshaus- Hei er þér sama að ég fái að reykja hérna inni
Lögreglu þjónn - já já en ætlaru að svara spurningunni stóðst þú að þessari kanabysrækt eða ekki
hasshaus ..Djöfull er þetta heví stöff.. má ég bjóða þér að prófa ?
lögregluþjónn- ertu að reykja hass hérna inni á lögreglustöðinni drengur
hasshaus-Hei tjillaðu á því maður
lögregluþjónn- VERÐIR VILJIÐ ÞIÐ HANDTAKA ÞENNAN MANN EINS OG SKOT hann er að reykja kanabis hérna inni.
hasshaus- Já en ég er inn á lögreglustöð maður... Slappaðu af...
![]() |
Lokuðu kannabisverksmiðju á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.4.2009 | 23:46
allir vita ....
Það sem er að gerast í þessum heimi er í raun og veru sáraeinföld staðreynd. Viðbjóðslega ríkustu menn í heimi eru að verða enn þá viðbjóðslega ríkari en áður og fátækt er að aukast í kjölfarið. Það er til aragrúi af tónlistarmönnum sem hafa bent margsinnis á í textum sínum hvernig stjórnarfari heimsins er háttað eins
og þessi hérna.
Leonard cohen
![]() |
AGS kemur Mexíkó til hjálpar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.4.2009 | 19:57
hvað sem þú gerir elsku kúturinn minn... ekki kjósa helblátt íhaldið.
Fyrir hverjar kostningar eru stjórnmálaflokkar með sitt pólitíska slagorð. Fulltrúar flokkanna setja upp kostningaflagarabrosið upp á smettið og brosa sínu breiðasta framan í kjósendur. Skemmtilegra þykir mér þegar fólkið sjálft í landinu er með sín persónulegu pólitísku slagyrði. Til að mynda hef ég haft það sem fasta hefð fyrir hverjar einustu kostningar að segja við alla þá sem ég þekki þetta persónulega pólitíska slagorð mitt.
Hvað sem þú gerir elsku kúturinn minn ekki kjósa grátbölvað íhaldið
Kostningarbaráttan mín hefur borið þann árangur að fáir sem ég þekki eru haldnir þeim afleidda hugarfarskvilla að vera sjálfstæðisflokksfólk. Reyndar þarf ég ekki að pretika þessi orð mín mikið um þessi misseri, því dómsdagur nýfrjálshyggjunar er runnin upp og stöðugt fleirri gera sér grein fyrir því að það þarf að hrista verulega upp í samfélaginu.
Ég er ekki enn búin að gera upp hug minn en eitt er þó algjörlega ljóst. Ég ætla ekki að kjósa grátbölvað íhaldið eða framsóknarfylgjuna.
![]() |
VG í sókn - Samfylking stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar