Æskan er til þess að gera bernskubrek!

 

Hvernig æsku átti karlmaður sem

gerði ekki nein strákspör af sér ?

 

 

L-E-I-Ð-I-N-L-E-G-A 

 


Ef það er eitthvað starf sem sinnti ég óaðfinnalega- var það þegar ég vann fyrir mér sem barn foreldra minna. Ég var bæði upptækjasamur og fjörugur, temmilega mikill óþekktarormur og alltaf úti að leika mér. Eins með flest börn olli æslagangur minn foreldrum mínum áhyggjum en aldrei þó taugaáfalli. Að minnsta kosti ekki alvarlegum því báðir foreldrar mínir eru enn á lífi.

 

Hér með opinbera ég strákspar

 
sem ég gerði 14 ára að aldri

 

Ég og Gunnar Ásgeirson æskufélagi minn fórum eitt sinn í einkennilegan boltaleik. Leikurinn lýsti sér þannig að annar okkar átti að sparka fótbolta í rúðu á einbýlishúsi og hlaupa síðan sem lengst í burtu. Hinn aðilinn átti þá að sækja boltann og forða sér undan áður en sá sem ætti íbúðina myndi hella yfir hann fötu troðfulla af skömmum. Sá sem yrði fyrst gómaður af kolbrjáluðum rúðueiganda myndi tapa og þyrfti hann að viðurkenna á sig verknaðinn sem hinn aðilnn gerði, ---> sem sé að hafa sparkað boltanum í rúðuna.

Við Gunnar, höfðum sparkað boltanum í nokkrar rúður og sloppið ótrúlega vel. Ástæða þess að við sluppum svona byrlega var vegna þess að við vorum báðir þokkalega liprir og komum okkur því undan á harðahlaupum áður en einhver íbúðareigandi yrði okkar var.

Í eitt skipti var komið að Gunnari að sparka boltanum. Hann nelgdi þá boltanum af öllu alefli í rúðu hjá eldra fólki og rauk síðan eins og eldingin í burtu. Um leið og ég ætlaði að fara að ná í boltann kom gamall maður askvaðandi upp að mér sem var rauður í framan af reiði.

- HVERN DJÖFULLINN ERTU AÐ GERA DRENGUR ! Angry

Æpti eldri maðurinn til mín.

Á sama tíma faldist Gunnar í runna í næsta nágreni og hló sig máttlausan er eldri maðurinn helti sig yfir mig. Er ég hafði beðist innilegrar afsökunar og lofað að betra mig og bæta fékk ég boltan aftur.

Ekki tók betra við hjá mér. Þegar ég hafði losnað frá skömmum gamla mannsins og komin aðeins áfram götuna- hugðist ég sparka boltanum til Gunnars. Það fór ekki betur en svo að ég hitti boltan svo illa - að hann skýst í kolranga átt og endar í fínlegri ljósakrónu.

Þegar mér verður litið til ljósakrónurnar, i molum fyrir framan mig, verður mér verulega brugðið því þetta er fyrir framan húsið hjá einni sætustu stelpunni í bekk okkar félaga. Án þess að hugsa okkur um fáum við báðir hláturskast, tókum boltan og hlupum burt af slysstað án þess að tilkynna nokkrum skaðan.

 

En hvað með þig ?

upplifðir þú engin bernskubrek ?  

 



mbl.is Málaði risavaxið reðurtákn á hús foreldranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þúst.. vááááá enn áhugavert, ég heimta 3 mínúturnar sem ég sóaði í að lesa þessa hrikalega ómerkilegu sögu til baka

???? (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 00:18

2 identicon

rosalega hefur sá eða sú sem skrifar fyrstu athugasemdina ferkantaðan húmor - þetta var ágæt saga, þó svona í minningunni held ég að ég hafi ekki verið svona kræfur - en vissulega gengum við ansi mörg með krumpaða geislabauga

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 00:40

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fyrsta athugasemdin bendir ekki til að þar fari manneskja með skemmtilegar æskuminningar... samúð þangaðMér finnst þetta skemmtileg prakkarasaga og þú hefur verið afspyrnu duglegur í þessari vinnu sem barn foreldra þinna

Jónína Dúadóttir, 26.3.2009 kl. 09:01

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Spurningarmerki

Eru athyglisbrestirnir að hrjá þig eða lesblindan að hrjá þig ?  Eru ummæli þín kannski réttlætanleg því þú getur ekkert af athæfi þínu gert þar sem að þú ert andlegur niðurgangur. Svona miðað við hvað orð þín eru mikið prump er ekki hægt að komast að annari niðurstöðu en að þú hafir rassgat fyrir haus og svo verð ég líka hrósa kennarateyminu í Öskjuhlíðaskóla fyrir að hafa kennt þér að lesa svona hratt. Þú varst ekki nema ÞRJÁR MÍNÓTUR að lesa sögu sem tæki venjulegan mann innan við 30 sekóndur.

Eyþór ...

hvað ertu að segja  ? þú hlítur nú samt að luma á einni... trúi ekki öðru. Ég var ekki það slæmur.

Jónina.

Ég vil meina það ....

Annað en þetta bannsetta "spurningamerkikerti" sem var freta eitthvað í fyrstu færslunni.  

Brynjar Jóhannsson, 26.3.2009 kl. 12:44

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Brynjar minn, við höfum samúð með fólki sem líður illa

Jónína Dúadóttir, 26.3.2009 kl. 15:49

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég veit ekki betur en var ég ekki að hrósa þessum-- sídrullani frethólki--- fyrir að standa sig svona vel í lestri. Enda getur hann ekkert gert að því þó hann sé næpa að eðlisfari.

Brynjar Jóhannsson, 26.3.2009 kl. 18:06

7 identicon

Tókstu eftir því að þessi með fyrstu færsluna er hræddur um rúðurnar sínar og ljósakrónur?  Þorir ekki að skrifa undir nafni af ótta við að þú finnir hann og sparkir bolta í allt sem hann á.

Ég þufti enga bernskuvillimennsku til að skemmta mér ágætlega.   Var einmitt að leyta að vængjunum mínum og geislabaugnum áðan.  Stalst þú þeim kannski af mér?

Bragi (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:21

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Eina sem ég stal af þér Bagi var HORN OG HALI

Brynjar Jóhannsson, 26.3.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband