Hún var á sínum tíma ofsögum sögð

Það má með sanni segja að Íslenska krónan hafi verið eins og náungi sem er ofsögum sagður. Það mætti líkja henni við kokhraustan þusara sem álítur sig mestan og bestan er hann segir sjálfur frá. Í frásögnum er þusarinn kokhraust kraftamenni sem getur tekið 25 falt heljarstökk aftur á bak og lamið fílahjörð í klessu með aðra hendina fyrir aftan bak. Samkvæmt eigin upplognu heimildum er kvenhylli hans meiri en hjá James Bond og þarf hann að lemja kvenkynið frá sér eins og mýflugur hvert sem hann fer.

Þegar stund sannleikans rennur upp á rausarinn ekki innistæðu fyrir orðum sínum. Hann getur ekki lyft bjórglasi öðruvísi en að verka í hendurnar og ef hann myndi gera tilraun til þess að lemja flugu myndi hann emja eins og særður kettlingur. Kvennhylli hans er ekki meiri en svo að hann gæti ekki fengið drátt á hóruhúsi með stútfulla tösku af gulli í hendinni. Það er miklu nær að kvenkynið berji hann frá sér eins og klóakrottu en að hann berji þær burt frá sér eins og mýflugur.

 
Þannig var íslenska krónan..... Kokhraust í frásögnum en ræfill þegar það kom að stund sannleikans.

 


mbl.is Krónan veikist lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 184885

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband