Hvað er ég eiginlega að fara ?

Í morgun fór ég út að ganga. Ekki vissi ég hvert för minni var heitið en ég hélt samt ótrauður áfram til leiðarenda. Þegar þangað var komið var ég komin að dyrum míns heima og hafði ekki grænan grun hvers vegna ég væri staddur þar. Til þess að vera viss um að ég væri örugglega á réttum stað gekk ég annan hring og viti menn ! ég var aftur staddur fyrir framan dyrnar heima hjá mér.  "Hvert er ég eiginlega að fara ? " hugsaði ég með mér. Ég ákvað að banka á dyrnar og eftir örlítið andartak kom karlmaður dyra. Eftir að hafa virt hann fyrir mér andartak komst ég að því þetta var ég sjálfur sem var staddur í útidyrahurðinni. Ég rak upp skelfingaröskur og til þess að vera viss um að ég væri ekki að dreyma þá sló ég mig utan undir. HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ GERA ? sagði ég við sjálfan mig. UuUUU fyrirgefðu ... "Mér brá svo að sjá þig..eee eða mig réttara sag í útidyrahurðinni að ég sló þig ósjálfrátt utanundir." Báðir vorum við  furðulostnir yfir því að sjá okkur og við ákváðum að setjast niður á kaffi hús til að róa okkur niður og komast til botns í þessu furðulega máli. Eftir andartak uppgvötaði ég hvað málið var. Ástæðan fyrir því að ég hitti sjálfan mig í dyragættinni er vegna þess að ég er alltaf á undan mér. Ég bað því þann hluta af sjálfum mér að bíða andartak á meðan ég færi í smá leiðangur til að komast aftur til sjálfs míns. Þegar ég kom aftur á kaffihúsið þá rak ég í rogastans. ÉG VAR HEILLUM HORFIN og greinilega aftur byrjaður að vera fimm mínútum á undan mér eða svo.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Varstu að skilja við sjálfan þig ?  Ég er reyndar ekki hissa þótt þú hafir gefist upp á að vera með þér fyrst þú ert kýlandi þig í andlitið eins og ekkert sé sjálfsagðara. 

Anna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Jamm og jæja !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 11.6.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Brattur

Brylli ég hef oft lent í þessu líka... en þá hefur það verið öfugt... ég hef verið fimm á eftir mér... þess vegna þekki ég svo vel baksvipinn á mér...

Brattur, 11.6.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Anna. Ég ætti kannski að kæra mig fyrir heimilisofbeldi.

Lárus. jú j

Brattur. hahahahha já þú ert einn af þeim sem ert með hausin i fortíðinni meðan ég er með hausinn í framtíðinni.

Brynjar Jóhannsson, 11.6.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Æi veistu, hverjum er ekki sama hvort þú ert á undan þér eða eftir ?

Skil samt þetta Þórbergíska eðli í þér en er það ekki 60 árum eða svo of seint á ferðinni ????

Lárus Gabríel Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 00:44

6 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

æi og jú...svo er það að Megas er eiginlega dálítið á undan þér :)

Samt gaman að tónlist þinni og skrifum kallinn...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 00:52

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lárus....

Vertu ekki að lesa bloggið mitt, ef það fer svona í taugarnar þér.   

Brynjar Jóhannsson, 12.6.2008 kl. 00:52

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

þorbergur og Megas hafa tjáð sig .... og því er ekki ástæða að nota tjá sig meira. HALELULIA:

Brynjar Jóhannsson, 12.6.2008 kl. 01:57

9 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Brynjar: Ég meinti þetta nú á kaldhæðin hátt, við höfum rætt þetta áður. Þú ert nú engin eftirherma af neinum öðrum enda sannur orginall !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 13:15

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert flottur Brynjar

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.6.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 184896

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband