Færsluflokkur: Bloggar
8.11.2009 | 16:14
Furðufuglar sem fljúga á veggi
Fátt er meira óþolandi en dutlingafullir zérvitringar en engir jafn pirringzlegir og menn zem nota orðið z í ztað ezz. Zigurður Jónbergzzon tók upp þezzu háttarlagi fyrir nokkrum árum zíðan til þezz að hvezza ritztíl zinn og einz og zézt hér á ritdæmi mínu- getur verið æfi pirrandi að leza yfir það zem maðurinn zkrifar. Maðurinn lét ekki þar við zitja heldur bætti hann um betur og ákvað að zkrifa x þegar þegar ztafirnir ge og ezz orð koma zaman.. einz og t.d að skrifa.. sem ára dax.
EF ÞEZZI RITZTÍLL HANN NÆR BÓLFEZTU HÉRLENDIZ FLYT ÉG AF LANDI BROTT ÁRLA DAX Á MORGUN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2009 | 03:56
Ef lífið væri þjónn ?
Segjum sem svo að heimurinn sé veitingarhús og lífið þjónn. Á hverjum degi kæmi lífið að borðinu þínu með rétti á silfurfati og biði þér að smakka. það væri stöðugt bjóðandi þér kræsingar en verr og miður væru þær lítið spennandi og þér ekki mikið að skapi.
-Það má kannski bjóða þér vatnsglas fullt af lofti ?
myndi þjónnin spyrja
-Nei takk
svarar þú þrungin af vanþakklæti
-En hvað með þessi dásamlegu jarðaber úr engu ?
- Nei takk
-En hvað með að gefa þér ókeypis far með limmósínu sem mun aldrei koma að sækja þig ?
-Nei takk
segir þú enn og aftur og ert farin að verða verulega pirraður á því hvað lífið hefur fram að bjóða. Þú ert gjörsamlega orðin hundleiður á þessu innihaldslausa veitingahúsi og langar einna helst til þess að tíga þér til farar.
-Má bjóða þér gullið tækifæri í formi samfaldrar gæfu í því sem þú ert góður að gera.
-NEI - NEI -NEI OG AFTUR NEI- snáfaðu helvítis "#$%& þjónsdurgur
Myndir þú æpa en reka svo í rogastans. Þér væri ljóst að þú værir nýbúin að missa af tæki færi æfi þinnar og það kæmi aldrei aftur. Nú stæði þér ekkert annað til boða en að þiggja þessa rétti sem lífið hefði fram að bjóða og njóta þeirra til fulls.
-og hvernig smakkast óframleiddi kjötrétturinn okkar ?
-alveg fyrirtak sér í lagi með þessu galtóma rauðvínsglasi sem þú hefur ekki fyllt á .
Myndir þú svara og njóta matarins til fulls.
Ef þú værir í þessum sporum.. myndi ég segja að þú lifir frekar innihaldslausu lífi.
Ég persónulega ætla ekki að borða innihaldslausa rétti á þessu veitingahúsi- heldur hlusta vel eftir lífinu og sjá hvað það hefur fram að bjóða. Ef ske skildi að það kæmi með eitthvað annað en loft og mögulega gullið tækifæri... þá ætla ég að grípa gæsina á meðan hún gefst. Á meðan ætla ég að afþakka pent og halda áfram að telja mínar tíu tær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2009 | 15:54
Verðir leiðindanna.
Líf mitt er samfeld mótmælaganga gegn grámyglu hversdagsleikans. Verðir leiðindanna hafa margsinnis sett mig í fangelsis einangrun og meinað mér að sá draumafræujm mínum inn í farveg veruleikans. Þeir reyna ítrekað að klæða mig í stakk meðalmannsins og afgreiða mig sem gallaða vöru. Mér er einatt hennt inn á ruslahaug gleymskunnar og látin dúsa þar eins og illa upp alinn krakki.
-Djöfull er frelsandi að vera laus við þetta helvítis skítapakk.
hugsaði ég með mér er ég var látin dúsa þar síðast.
Mig langaði bara ekkert að hugsa mér til hreifings og ákvað að vera um kyrrt. Ég komst að því að- ég sjálfur- væri miklu betri félagskapur en flest fólk sem ég þekki og naut orðið samverunnar stöðugt betur. Ég lærði að meta hversdaginn eins og hann er enn eins og með alla uppreisnarsekki þá æpi ég stundum yfir grámyglu hans
Lausn varða leiðindanna við þessum vanda var ofureinföld. Þeir ákváðu að blanda aftur geði við mig því þeim var ómögulegt að sjá mig svona sáttan við lífið. Þeir áttuðu sig á því að samvera þeirra við mig væri verri refsing en ruslahaugur gleymskunar.
- Og hér er ég aftur mættur ..
Samverustund með vörðum leiðindanna og neiðst til að hlusta á helvítis nuðið í þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.10.2009 | 07:45
Lag og ljóð
Söngur til Irmu
Reymdar minningar..
hvar er mitt fagra og lifandi líf
leiftrandi gleði á stræti
brennandi ástríða vinir og víf
sem valda mér einlægu kæti
Og- allir þeir dagar jafn mjúkir sem dún
draumar sem eitt sinn ég þráði
lífsglaðir atburðir blíðir á brún
og baráttan sem að ég háði
Þær eru ekki -eru ekki - eru ekki- eru ekki meir
Þessar rykföllnu stundir -reymdu minningar
hvað varð um allar þær eldheitu þrár
sem ullu mér huglægum bruna
öll þessi gjafmildu gleðinnar tár
sem glæddu minn kviklinda muna
Og- alla þá hjartnæmu hugsjónamenn
hetjur svo miklar á velli
lífsglaða vini sem minnist ég enn
er æskan er orðin að elli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2009 | 14:12
Talandi dæmi um ósanngirni tilverunnar--
Einu sinni var hylla sem hét Hormákur sem stóð ávalt teinbein upp í loftið. Við hlið þessarar stolta innanhússmuns var kylliflatur sófi sem kallaði sig Beggi og var óvenju mikið hrekkjusvín í eðli sínu. Hann gat ekki horft upp á hve hyllan var hreikin af því að geyma bækur eiganda síns og átti erfitt með að leyna öfund sinni á henni.
-afhverju stendur þú þarna eins og standpína upp í loftið.

Spurði sófinn hylluna
-Afhverju liggur þú eins skata á sjávarbotni.

Svaraði hyllan sófanum um hæl
-ertu að leggja mig í einelti helvítis Ikea draslið þitt ?

spurði sófin bálreiður og henti pullu í hylluna.
Hyllan varð afar reið og sparkaði í sófan. Allt fór í bál og brand og húsgögnin misstu sig af bræði. Höggin dundu og innanstokksmunurinr lömdu hvorn annan í mél. Bókum hyllunar leyst ekki heimilisofbeldið og flúðu ofan í svartan plastpoka. þær hoppuðu síðan út fyrir dyrnar þar sem kunnur innbrotsþjófur var á gangi fyrir einskæra tilviljun. þjófurinn hélt að hann væri að gera samfélaginu greiða með því að taka saklausu menningarritin að sér og fara með þær heim til sín. Hann lét vel af þessum menningverðmætum og setti þær beina leið upp í hyllu.
þegar eigendur hússins komu heim urðu þeir skelfingu lostnir. Þeir voru sannfærðir að hér væri um innbrot að ræða og hringdu í lögregluna. Þegar lögreglan kom á svæðið var hún ekki lengi að komast að því hvar bækurnar voru að finna. Þeir fóru heim til saklausa stigamansins og gerðu bækurnar upptækar. Núna situr þessi innbrotsþjófur á bak við lás og slá en í þetta skipti fyrir þá sorglegu sök að húsgögn fóru að slást og bækur hafi leitað sér skjóls í örmum hans.
Frekar ósanngjarnt ekki satt ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.9.2009 | 16:51
HAUUUUUUUUUUUUUUUUKAR ERU BESTIR....
Mtt lið! Hið yfirnátturulega fótboltafélag HAUKAR<--- eru komnir upp í úrvalsdeild eftir nokkurra áratuga bið. Ef mig réttminnir þá voru Haukar síðast meðal efstu liða í fótbolta um árið 1980 og því fyrir löngu komin tími til að uppáhaldsfótboltaliðið mitt komi sér aftur upp í úrvalsdeild karla. Þeir eru búnir að valsa á milli neðri deildir í allt of langan tíma og þar að leiðandi hið besta mál að Haukar séu komnir aftur í hóp þeirra bestu hérlendis.





![]() |
Haukar í úrvalsdeild með sigri á Selfyssingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.9.2009 | 14:39
Hvað með að hanna nýja dómsali ?
Vissulega þarf að efla dómstólana hérlendis en spurninginn er hversu harðir þeir ættu að vera. Svo hvað er til ráða ef við myndum vilja harðari dómstóla ? Ég er þeirrar skoðunar að ef dómstólar ætli að vera öflugri en þeir eru nú þegar- þarf að breyta hönnum dómsalarins sjálfs og byggja upp nýjan frá grunni. Ég ákvað því að búa til plastlíkan að dómarasæti sem væri aðeins meira ógnvekjandi en við þekkjum til daglega. Tilgangurinn minn með því athæfi er- að hver sá sem gegn dómaranum situr þori engu öðru en að segja sannleikan og vilji með minnsta móti reita dómarann til reiði.
Eða hvernig væri að hafa
Héraðsdóm
Reykjavíkur
SVONA ?
Myndir þú þora að ljúga að dómar sem væri á svona tryllitæki ef þú mættir fyrir dómstóla?
- Ekki ég allavega
Þar að auki þyrfti engan húsakost og eina sem lögmaður þyrfti auk hefðbundnar menntunar væri meirapróf til þess að gerast dómari. Sparnaðurinn væri því gígantískur fyrir ríkið og árangurinn vonandi þess valdandi að stigamenn hefðu ekki þor til neins annars en að segja sannleikann.
![]() |
Efla þarf dómstólana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 16:25
Víst er viðhaldið mitt einkamál
....... og það kæmi ekki einu sinni eiginkonu minni við- ef ég ætti eina slíka- hvað ég geri með viðhaldinu .Allavega! Ef ég vil að viðhaldið mitt fari í fegrunaraðgerðir þá sendi ég hana á næstu líkamsræktarstöð eða set plastpoka fyrir andlitið á henni. Einfalt mál! Það er nú eðlilegt að hún drapist niður með aldrinum en ég þvertek fyrir að það sé í mínum verkahring að punta hana upp. Hún getur séð bara um sig sjálf og ég tek ekki í í mál að einhver byggingarfulltrúi sé að vasast í mínum einkamálum.
Þú getur bara séð um þitt viðhald sjálfur
En ég ætla ekki að deila mínu viðhaldi með þér. Það eru klárar línur.
PIIIIIIFFF...
![]() |
Viðhaldið er ekki einkamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.9.2009 | 03:17
Konum líkar þá ekki við medrósexual-karlpempíunar eftir allt saman.
Nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós að konum þykir karlmenn með svita vera kynþokkafullir. Mikið er ánægjulegt að heyra slíkar "greddufréttir" á tímum hreingerningafasismans, þar sem ætlast er til að karlmenn séu smúlaðir með snyrtivörum á bak við eyrun.
Halltu þér inni í eldhúsi tiltektartíkin þín- þér líkar við sveitta menn með stólpakjaft..
Kannski líkar konum best við "Herra Anty Medró Sexual" eftir allt saman, en ég skrifaði um þessháttar fýr á geisladisknum mínum Martraðaprininn sem er við það að verða að veruleika. Sá fýr er angandi af svitalykt og með þriggjadaga skegg en er ekki karlpíka úr plasti.
Anty Medró Sexual
Ég er antí metrósexual
er ekki í takt við tímann
Fyrir tískulöggum barbari og ómynd þeirra í senn
Ég er antí metrósexual
með hjarta hellisbúans
Hata karlkynspempíur og væmna metrómenn
Geng ekki í jakkafötum
né fínpússuðum skóm
Ég er antí metrósexual
með hárið oftast ógreitt
Angandi af svitalykt, með þriggja daga skegg
Ég er antí metrósexual
og naga mínar neglur
Með næpuhvítan hörundslit og órakaðan legg
Bringuhár á brjóstinu
og skán á hverri tönn
Fljóð sem að minna mig á tískublaðið Vogue
og anga eins og ilmvatnsprufur
Lyfta nefi, labba burt
og líta ekki á karlmenn eins og mig
Draumaprinsinn þeirra ferðast um á hvítum Porche
Því ástin spyr um stétt og stöðu
starfsheiti og menntatitil
eða hvernig fötin skapa þig
Ég er antí metrósexual
kvöð í augum kvenna
því ég kem ekki til dyranna sem tískuklæddur sveinn
Ég er antí metrósexual
ekki karlpíka úr plasti
sem puntar sig með húðkremi og er alltaf tandurhreinn
Nota hvorki hárfroðu
né demantseyrnalokk
JÁ by the way- ég er að fara að spila á tónleikum, mánudaginn 12 okt á Rosenberg.
![]() |
Kynæsandi svitalykt karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2009 | 21:29
Lífið er hægara en snigill.
Lífið er sem tré-
þó þú sjáir ekki tréið þróast, vex það samt....
Þannig fer lífið. Það er ósýnilega hægt en mjakast samt áfram....
Það virðist standa í stað en færist samt úr stað, á minni hraða en snigillinn...
En á hvaða leið er lífið að fara ?
Bloggar | Breytt 7.9.2009 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar