Færsluflokkur: Bloggar
18.12.2009 | 05:24
Dagur hinna forboðnu óhappa.
á fætur er vegghilla yfir mig hrundi
rúmið féll saman- ég rann niður á gólf
þar rankaði við mér -úr draumkenndum blundi
hrópaði því að ég- hnakkanum rak
harðlega á jörðina- trekktur á taugum
tognaði í læri- í tunguna beit
og tómlega starði -með pírur í augum
Vekjarinn hringdi -með hávaða um leið
með herkjum á skjálfandi - fætur ég skreið
og klukkan var 7-9-13
1-2-3
Ég gleymdi að krossa mig og berja í borðið
banka þrisvar segja leyniorðið
risti til blóðs og gargaði út tárum
Brenndist í sturtu á bakið ég féll
baðsápan sviðnaði nýopnum sárum
Saltaði kornfleks- með súrnaðri mjólk
er smakkaði af skeiðinni- yfir mig ældi
Lamdi í borðið- sem brotnaði um leið
og þá brákaðist höndin -og sárkvalin vældi
Rak mig í hillu og rann niður á gólf
er reyndi að hringja í 112
Ég gleymdi að krossa mig og berja í borðið
Bloggar | Breytt 20.12.2009 kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.12.2009 | 01:47
Ástæða þess að mér þykir BDSM FÁRANLEGT.
Mér hefur alltaf þótt ofbeldisfullir ástarleikir eins og Bdsm vafasamir. Raunar finnst mér leður-sadismi talandi dæmi um um að heimskan eigi sér engin takmörk. Fólk sem þennan leik stundar- klæðir sig upp í hallærislegan leðurklæðnað og fær ánægju út úr því að láta rassskella sig til blóðs og brenna sig með kertavaxi.
-Ég er meistarinn
-ha Meistari ... í hverju þá
- Þegiðu og hlíddu mér eða ég rassskelli þig með svipunni.
- uu nei.. ekki fyr en þú sýnir mér skirteini
- SKIRTEINI ! HEI ég þarf ekkert skirteini...ÉG ER MEISTARINN.
- áááááááááá þú slóst mig .. hættu þessu eða ég hringi á lögguna.
Þeir sem eru ráðandi í þessum ástarleikjum vilja oft láta kalla sig meistarann og spyr ég oft sjálfan mig þá í hverju þeir eru nákvæmlega meistarar! Kannski Rassskellingum og frekjugangi ?
Hér er ágætis myndlíkingardæmi
um þennan afkáralega fáranleika
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.12.2009 | 15:12
Er einhver að hlusta ?
Er einhver að hlusta ?
Hringdu í sjónvarpið- Dagblaðið Vísi og lögguna og lýstu eftir mér
Hef leitað af sjálfum mér - Árangurslaust og veit ekki hvar ég er
Frá og með því- að ég sjálfum mér gleymdi - Þá daganna dreymt hef ég burt
og dvalið í þoku- af því sem að var- og ekkert til mín hefur spurts
Ég sofnaði í fangelsi - einsemdarinnar-en vaknaði víðsfjarri mér
viðutan nútiman- ósýnilegur -og alls ekki þar sem ég fer
við sjálfan mig skildi- í daglegu lífi- ég leitaði en aldrei mig fann
og labbaði áfram- með hausin í skýjum og verkin af kæringi vann
Innan við draummúra- martraðarinnar- er geymdur í haldi sem gísl
með grátandi augu- án andlegrar rænu- að emja sem krossfestur písl
í speglinum er einhver- ókunnur maður- sem er ekki svipur af sjón
sem slapplega reynir -að herma mér eftir- og minnir á veikburða flón
Bloggar | Breytt 2.2.2010 kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.11.2009 | 04:22
ósamið lag og ljóð
Tif sem að slá ekki -einasta slag
Með sviplausum tilbrigðum- sorgmæddri lífsgleði
Syng ég nú til hennar- alls ekkert lag
flyt- óskrifað ljóð
syng- þögulan óð
gef- galtóman sjóð
og- útbrennda glóð
Með steinrunnri tjáningu- fágaðri framkomu
Flyt handa dömunni- ósamið lag.
orðlausa lífspeki- ómálga hugsanir
Ást sem er framliðin- núna í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.11.2009 | 04:32
kolbiluð.

Hún virtist oft- vera af göflum gengin
gargaði af reiði- og virkaði sjúklega hrærð
Uns tók sig til- og hún stillti streng sinn
varð" stóísk sem engill- og brosti af himneskri værð
Hún átti til- með að tala tungum
Tárast án raka og rangtúlka það sem var sagt
og sverta mig- er hún sakar þungum
sökum um pretti sem ég hafði aldrei planlagt
í augum fólks- var hún algjört yndi
óvenju kurteis og viðkoman kvenlega hlý
Það var sem allt- saman lék í lindi
Líf hennar væri -sem bleiklitt og dúnbólstrað ský
Andsetin-kvendjöfull
illhvittinn- útsmoginn
baneitruð- villt naðra
en vel-leikin -óskhyggja.
og alsaklaus- ásýndar
Bloggar | Breytt 29.11.2009 kl. 04:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2009 | 15:18
Ég barði jólasveininn í klessu.
Varúð- varúð- varúð
Vinsamlegast harðlæsið hurðum og opnanlegum gluggum. Takið upp haglabyssuna og verið með handsprengjuna til taks. Setjið tappa fyrir eyrun og hendið sjónvarpinu í ruslið. Aðgirðið húsin ykkar með 500wolta rafmagngirðingum og grafið ótal tundurduflum ofan í grasflötin. Ef einhverjum dirfist að heimsækja ykkur - spyrjið þá viðkomandi um skilríki og segið honum að hypja sig ef hann er fúlskeggjaður.
-Já en afhverju-nú jólasveinninn er að koma
Framundan er væmin útvarpsviðbjóður í formi hundleiðinlegra jólalaga og útvarpsauglýsinga. Það eitt er nægjanleg pinting útaf fyrir sig -en að bæta síðan þessum sískeggjuðu jólasauðum ofan á þessa hátíð "kaups og ófriðar"- er meira en ég get látið bjóða mér.
-KRAKKAR MÍNIR KOMIÐ ÞIÐ SÆL-ææi þegiðu viðbjóðurinn þinn.Sagði ég við síðasta jólasvein sem var að hóa ofan í eyrum mínum. Ég sló hann síðan þéttingsfast utan undir með þeim afleiðingum að kallinn fékk blóðnasir. Þar næst sparkaði ég hann í sköflungin og kýldi hann í magan.Já en ég er jólasveinninn - hvað hef ég gert þér ?Spurði jólasveinninn í þykistusakleysinu sínu og lá á jörðinni. Hann skildi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið og var í öngvum sínum.Já einmitt og þessvegna er ég að berja þig.Jólasveinninn er auglýsingabrella kaupmanna og er notaður sem barnagæla til þess að auka viðskipti sölumanna.-Mamma ég vil playmo-Pabbi mig langar í alveg eins leikföng og hann
æpa börnin í einni kös eftir að jólasauðurinn hefur espað upp í þeim kapitalískt kaupæði.Jólin eru nefnilega vertíð kaupmanna en ekki fögnuður ljós og friðar. Þetta er ein besta leið sem sölumenn getað fundið upp á til þess að auðnast peninga og þeirra helsta gróðavon til þess að græða á tá og fingri.Toppurinn á þessu heildarsamsæri er jólasveinninn sem er notaður til þess að láta börnin nuða meira í foreldrum sínum og með þeim hætti neiðast foreldranir að taka upp budduna sína að óþörfu til þess að friðþægja krakkakróanna sína.Allavega er ég búin að ákveða hvernig ég ætla að eyða jólunum. Með eyrnartappa og í ró og næði frá allri þessari kös leiðindanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2009 | 10:08
Dæmi um samræður.
Jónas- Æi nei ekki hana plís nei.
Gunnar- Afhverju ekki ?
Jónas- Af því að ég gæti alveg eins talað við regnvatn.
Gunnar -Og hvernig er að tala við regnvatn ?
Jónas- Ég fæ nákvæmlega ekkert út úr því
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2009 | 08:21
Brown álítur icesave ávanabindandi.
-Ég bara get ekki hætt að pína ykkur jóhanna mínSagði Gordon Brown og hellti síðan icesave-sauri yfir forsetisráðherra Íslands,sjálfum sér til ómældrar skemmtunnar. Enn og aftur var Gordon komin í óstöðvandi stríðnisham og missti sig af kæti við að sjá ráðamenn okkar rekja upp óhjáhvæmilegt harmakvein. Hann vissi að volið í þeim dyggði skammt og enginn myndi hjálpa þeim er hann lumbraði á þeim.-Já en afhverju Gordon ! Er ekki komið nóg ?
Spurði Jóhanna og fanst vera komið nóg.-Af því að Þið eyjaskeggjar eruð svo lemjulegirÚtskýrði hrekkjusvínið Gordon og var bersýnilega komin með ávanabindandi eineltisþörf og henti framan í hana óleysanlegum skuldafjötrum og skipaði henni að setja hvern einasta ófæddan íslending í þá.-Ég klaga
Sagði forsetisráðherra okkar og hóf að öskra eftir hjálp. Það var sem engin nærstaddur heyrði í þeim og léti sem íslendingar væru ekki til. Sama hve mikið forsetisráðherran öskraði- var sem allir hunsuðu kallið. við vorum fallin ofan í djúpan skít og ekkert myndi bjarga íslendingum þaðan nema þeirra eigin styrkur.-Í hvern þá ? Norðurlöndin eða Evrópubandalagið? Ég skal segja þér að engin mun hjálpa ykkur því við erum stærri og sterkari en þið.Svaraði Gordon og tók um hálsamál forsetisráðherrans og löðrungaði með himinháum vaxtarreikningi.Já en það hlýtur að vera til eitthvað rétt læti í þessum heimi![]()
Sagði jóhanna og reyndi að kalla aftur eftir hjálp í kringum sig en engin hlustaði á hana. Henni leið eins og í martröð sem hún gæti ekki vaknað af og hún ætlaði engan endi að taka.Nei Jóhanna- stóru krakkanir á skólalóðinni eru þeir sem stjórna henni. Hér ríkja lögmál frumskógarins en ekki réttmætisins -Svaraði gordon og þvingaði hana síðan til þess að súpa af icesave-klósettskálinni.
![]() |
Brown álítur Icesave bindandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2009 | 18:08
Ég er kvennakaktus.
Hver kannast ekki við hin margfrægu kvennagull ? Ég get fullvissað hvern sem þetta les að ég er ekki af þeim. Grátbrosleg reynslusaga mín við hitt kynið hefur kennt mér að ég er miklu nær því að vera einhverskonar kvennakaktus.
Uuu hvað er kvennakaktus ?
Kvennakatusar eru þeir karlmenn sem eru annálaðir snillingar í því að særa það kvenfólk sem síðst á það skilið og hafa aldrei lært þá list að steinhalda kjafti þegar þess er þörf. Þeir særa yndislegustu gerðir af dömusnúllum í tilefnalausu þraselsi sem leiðir úr engu í hatrammar deilur.
Burt með þig sauðurinn þinn
Segja dömusnúllunar réttilega er þeim misbýður og henda mér eins og hverju öðru rusli út úr sínu lífi. Það er ekki ánægjulegt hlutskipti að vera kvennakaktus eins og ég- því innst inn við beinið er ég með stórt hjarta sem meinar engum illt. En verr og miður mín vegna þá er mitt hlutskipti í augnablikinu að vera kvennakaktus og þeir særa konur ef ég hleypi þeim of nálægt mér.
En batnandi fíflum er best að lifa
Lífið er margbreytilegt og með einlægum viljastyrki get ég stökkbreyst úr kvennakaktusi í demant. Það getur reynst þrautin þyngri að breytast í slíka gersemi en með jákvæðnina að vopni mun mér takast það.
Um það er ég viss.
Bloggar | Breytt 22.11.2009 kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.11.2009 | 18:28
Viðtal við mig í vikunni í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar