Talandi dæmi um ósanngirni tilverunnar--

 

Einu sinni var hylla sem hét Hormákur sem stóð ávalt teinbein upp í loftið. Við hlið þessarar stolta innanhússmuns var kylliflatur sófi sem kallaði sig Beggi og var óvenju mikið hrekkjusvín í eðli sínu. Hann gat ekki horft upp á hve hyllan var hreikin af því að geyma bækur eiganda síns og átti erfitt með að leyna öfund sinni á henni.

 


-afhverju stendur þú þarna eins og standpína upp í loftið.Angry
Spurði sófinn hylluna

-Afhverju liggur þú eins skata á sjávarbotni.Wink

Svaraði hyllan sófanum um hæl

-ertu að leggja mig í einelti helvítis Ikea draslið þitt ?Crying


spurði sófin bálreiður og henti pullu í hylluna.
 


Hyllan varð afar reið og sparkaði í sófan. Allt fór í bál og brand og húsgögnin misstu sig af bræði. Höggin dundu og innanstokksmunurinr lömdu hvorn annan í mél. Bókum hyllunar leyst ekki heimilisofbeldið og flúðu ofan í svartan plastpoka. þær hoppuðu síðan út fyrir dyrnar þar sem kunnur innbrotsþjófur var á gangi fyrir einskæra tilviljun. þjófurinn hélt að hann væri að gera samfélaginu greiða með því að taka saklausu menningarritin að sér og fara með þær heim til sín. Hann lét vel af þessum menningverðmætum og setti þær beina leið upp í hyllu.

þegar eigendur hússins komu heim urðu þeir skelfingu lostnir. Þeir voru sannfærðir að hér væri um innbrot að ræða og hringdu í lögregluna. Þegar lögreglan kom á svæðið var hún ekki lengi að komast að því hvar bækurnar voru að finna. Þeir fóru heim til saklausa stigamansins og gerðu bækurnar upptækar. Núna situr þessi innbrotsþjófur á bak við lás og slá en í þetta skipti fyrir þá sorglegu sök að húsgögn fóru að slást og bækur hafi leitað sér skjóls í örmum hans.
 
 
 
 
Ninja Frekar ósanngjarnt ekki satt ?Ninja
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég hef lent í þessu sama heima hjá mér, enda ætla ég að koma mér upp sólstofu næsta sumar.

S. Lúther Gestsson, 28.9.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: Eva

...........

Eva , 28.9.2009 kl. 23:28

3 identicon

Gott að sjá að þú svíkur ekki Davíð vin þinn og ferð að blogga á öðrum slóðum.

Bragi (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 20:00

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það þarf einhver að vera hér til að minna hann á hvað hann er mikill klikkhaus. Reyndar íhuga ég það alvarlega að gera það en ég tími því ekki því þessi vefsíða er rosalega flott. Mér er ekki vel við þann mann svo það sé á hreinu bróðir sæll :)

Brynjar Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 23:12

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.9.2009 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 184885

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband