ekkert er skemmtilegra en þegar börn segja sögur...

Ég á eina litla vinkonu sem er 4 ára gömul. Hún á til með að búa til sögur handa mér og hún lætur síðan móður sína skrifa hana niður. Ég hef skemmt mér konunglega við lesturinn á sögum hennar og haft einstaklega gaman af einlægni ungu dömunar. 

Undanfarið hefur móðir hennar verið kasólétt og fyrir tveimur dögum eignaðist móðirinn þríbura.  Söguleg skýring ungu stelpunar á því hvað gerðist þykir mér ansi skemmtileg og gat ekki annað en skellihlegið.  

 

"Einu sinni var stelpa sem heitir Margret sem átti rosalega góða og ofsalega feita mömmu. Mamma hennar var svo feit að hún gat ekki einu sinni labbað og varð bara að liggja í rúminu og það fannst stelpunni leiðilegt því hún vildi mamma léki við sig. En svo fór mamman á sjúkrahúsið af því hún var með barn í maganum og læknirinn skar stóra, feita, ljóta magann af mömmunni og hún fékk þrjú. lítil börn, en svo týndust þau og enginn fann þau. Margreti fannst það rosalega leiðilegt og vildi finna börnin sem voru í bumbunni en hún fann þau hvergi svo hún fór að gráta. Margret finnur ekki litlu börnin því læknirinn tók þau, en núna er mamma ekki lengur feit. Hún er bara aftur orðin falleg og góð og kann að labba núna."

 

það sem átti sér stað var að þríburanir voru settir tímabundið í öndunarkassa. Mamman er í raun tágrönn en var kasólétt og voru börnin hennar með miklar áhyggjur á því hvað mamma þeirra væri orðin mikil bolla er hún var orðin kasólétt.

önnur dóttir hennar sagði við þetta við mömmu sína þegar hún heimsótti hana á sjúkrahúsið.

 

 "Mamma mín núna máttu alveg koma og liggja í rúmið mitt og bjóða góða nótt og lesa sögu því núna ertu ekki lengur feit og brýtur ekki rúmið mitt því þú ert ekki lengur feit"

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

börnin eru svo einlæg ;)

Aprílrós, 7.6.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bragð er að þá barnið finnur.

Helga Magnúsdóttir, 8.6.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.6.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: www.zordis.com

Bara dásamlegt að sjá í hugsanaheim lítilla hugsuða. Vonandi að það gangi vel með þríburana!!!

www.zordis.com, 10.6.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband