Hvað í ANDSKOTANUM ER EIGINLEGA Í GANGI.

Ísland er farið að minna mig á sjónvarpsþáttin LOST. Í þeim spennuþætti gerast margir undarlegir hlutir á eyðieyju vegna flugslyss en á Íslandi er það á verðandi eyðieyju vegna bankahruns. Hulur sviptast af fólki í sjónvarpsþættinum hægt og bítandi og illmennin afhjúpast en í íslenskum veruleika gerist slíkt hið sama nema með þeim hætti því að svipta bankaleyndinni. Stórfenglegasta við þessa sápuóperu sem við íslendingar upplifum, er að ekki er allt sem sýnist. Skyndilega! mörgum mánuðum síðar byrtast peningafúlkur á bankareikningum með einhverju óútskýranlegu móti. Engin skilur hvorki upp né niður í því hvað er að gerast. Fólk situr rafmagnað við sófanum á hverjum degi og sér stórfréttir á sjónvarpsskjánum um að ísland sé að verða gjaldþrota og viðskiptahákarlar synda í kringum fjallkonuna syndandi ofan í skuldafeninu á meðan hrægammar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hlakka yfir henni.

Hvað gerist næst Gasp

hugsum við með okkur - Misstu ekki af næsta þætti 


mbl.is Óvænt fé í íslenskum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha þetta er góð líking Ísland og LOST. Verst að við höfum ekki sama loftslag og í LOST, ætli það myndi gera kreppuna skömminni skárri að lifa við.

En verð að segja ég er alveg sammála, Ísland er eins og LOST,-  eyjan í noðri - endalaust af óútskýranlegum atriðum að gerast á degi hverjum og maður á erfitt með að halda þræðinum í þessu öllu, rétt eins og í LOST.

Svo er deginum ljósara að útrásavíkingarnir hafa sýnt alla sína klækji, brögð og ósvífni  í von um meiri gróða. Rétt eins og í þættinum SURVIVOR þar sem að fólk sýnir ekkert nema allt það versta sem í þeim býr til þess að vinna "græða" eina milljón dollara, svindl og svínerí á kostnað annara...

Það má nú bara bara segja það að okkar elsku litla eyja í Norðri sem að við höfum ávallt verið stolt af (kannski einum of) sé orðin að efni í gott sjónvarpsefni.

Ætli auglýsing á þættinum gæti verið með þessu hætti:

Ísland og óútskýranlegu hlutirnir, svik og prettir, hver verður gjaldþrota í næsta þætti, hver borgar fyrir brúsann ? Hvaðan koma peningarnir ?  Hafa  stjórnmálaflokkarnir  þegið mútur ?

Áhorfendur hafa líkt þættinum við blöndu af LOST og Survior- Missið ekki af næsta þætti í þessari einstöku sjónvarpsseríu sem er á allra vörum

Solla Bolla (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 08:20

2 identicon

hehehe... Góð samlíking þótt ég hafi aldrei horft á Lost en viðbrögð fólks við þeim hætti eru ekkert ósvipuð og af fréttatímum okkar.

En maður spyr sig hvað er eiginlega í gangi og af hverju í fjandanum eru íslensk stjórnvöld að semja fyrir okkar hönd um að greiða þetta helvíti! Ég vil ekki borga krónu í þetta brask hjá rússnesku glæpafeðgunum björgólfs. Ekki að ræða það! Manni finnst líka með ólíkindum að fólk sé ekki gjörsamlega búið að tapa sér úr bræði.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 08:33

3 identicon

Ef greinin í Sunday Times er lesin þá byggir þetta allt á að viðunandi verð fáist fyrir eignasafnið, enda segja þeir "depending on market conditions, it could end up being more than that", þ.e. skilað meiru en 70-80p á pundið. Þetta er svosem ekkert nýtt, eignir áttu alltaf á endanum að duga fyrir skuldunum. Það eru engir týndir peningar að finnast eins og einhverjir á blogginu virðast halda!

http://business.timesonline.co.uk/tol/business/industry_sectors/banking_and_finance/article6122231.ece

Kalli (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 10:34

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Solla..

Já ... eða survavor.... hahahaha nákvæmlega ..

Davíð ODDSSON ...Ættbálkurinn hefur talað... þú mátt taka pokan þinn .

- SVind ... ég er fer ekki NEMA AÐ JÓN ÁSGEIR FARI LÍKA

- OKAI ... þá JÓN ::: ÞÚ ÁTT AÐ FARA LÍKA

Svavar..

Já en ... málið er... að fellur ekki króna á okkur vegna icesave.... það er stórmerkilegt miðað við það sem er verið reynt að halda fram.

Kalli.

Jú jú ... þetta er allt rétt.... Ég er nú meira að tala um þetta út frá því hvernig fjölmiðlar haf hegðað sér.. eins og að allt sé ða leiðinni til andskotans.. Ég held ég hafi talað við þig áður og þú sagðir mér frá tölum hjá samtökum atvinnulífsins sem sýndu fram á að ísland væri fjarri því að stefna í gjaldþrot.

Tinna. 

hahahaha .... Það er mörg samlíkingin með þessu.. það er ljóst

Takk fyrir komentin kæra fólk 

Brynjar Jóhannsson, 19.4.2009 kl. 15:40

5 identicon

það sem sveitarstjórnirnar voru að gera í Bretlandi var svipað og lífeyrissjóðirnir hafa verið að gera hér á landi, þ.e gambla með fé almennings. Þeir seldu verðbréf í gríð og erg og fjárfestu í Icesave í staðinn sem átti að gefa betri ávöxtun. Þeir tóku áhættu svo segja má að þeir hafi verið "RISK TAKERS" frekar en að íslendingar hafi verið "THIEFS" eins og Bretar hafa sakað okkur um. Nú er að koma upp úr dúrnum að Verðbréfamarkaðirnir hafa hrunið miklu meir en eignasafnið á bak við Icesave, reyndar þurfa þeir að bíða í einhverja mánuði eftir fénu, en WHO CARES?. Í ljósi þess er Icesave bara að gefa fína ávöxtun og beiting Breta á hryðjuverkalögum fer bráðum gera þá að viðundri!!

Kalli (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 17:16

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta er alveg Hárrétt hjá þér Kalli. Ef ég kaupi í hlutabréfum get ég alveg átt hætt á því að fá ekki krónu af því til baka. Auðvitað var mannorði íslendinga nauðgað í erlendum fjölmiðlum og er nokkuð ljóst að það hafi meðal annars verið gert til þess að ráðast á Íslensku krónuna. Í barnslegri einfeldni minn trúi ég því að það sé hægt að leiðrétta þennan misskiling fyrir erlendum fjölmiðlum því að í augnablikinu vita allir um þetta. 

Ég man vel að þú varst búin að benda á þetta að það færi ekki króna á ísland vegna icesave og í raun eru skuldir íslendinga um þessar mundir nokkuð bærilegar eða um 500 milljarðar þegar stórum hluta lánsins verður skilað aftur til IMF.... sem er mun skárra en hjá mörgum evrópuríkum. Það sem mig lengir í að fá allar tölur á borð og vita nákvæmlega hvernig staðan er. Það hlakkar dálítið í mér um þessar mundir .. því að það er að koma í ljós að hinir raunverulegu hryðjuverkamenn VORU BRETARNIR SJÁLFIR.... og vil ég að nú verði sótt hart á þá alþjóðavettvangi og þeir þvingaðir til að éta þetta ofan í sig sem þeir gerðu okkur og borgi himinháar skaðabætur. 

Brynjar Jóhannsson, 19.4.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband