Ef gamli maðurinn á efri hæðinni bankar hjá mér er oftast ástæðan vegna þess að hann vill að ég lækki í tónlistinni. Í kvöld kom ég heim til mín um eitt leitið nú í nótt og byrjaði að spila á orgelið mitt. þegar ég heyrði barið á dyrnar átti ég von á því að hann væri að kvarta undan tónlistinni en mér til mikillrar furðu kemur hann askvaðandi beint inn til mín og fyrsta sem ég sé að hann er hálf vankaður og með glóðurauga. Fyrsta sem mér dettur í hug er hvort að hann sé dottin í það vegna þess að hann var engan vegin sjálfum sér líkur.
Brynjar minn værir þú til í að hringja í lögregluna það er búið að brjótast inn í íbúðina og nú er þjófurin farin að sofa.
Sagði hann við mig og var bersýnilega óttaslegin á að líta.
Ég gerði mér strax grein fyrir því hvað klukkan sló og hringdi í lögregluna. Öldungurinn talaði við lögregluna og lýsti gangi mála og lögreglan sagðist vera á leiðinni. Ég geri ráð fyrir að við biðum í rúman hálftíma eftir lögreglubílnum en ítreka að atrenalínið var dálítið hátt uppi og tímaskynið ekki upp á hið besta. Á meðan biðinni stóð sagði gamlinginn mér heildar söguna. þjófsgerpið hafði ráðist á gamla manninn meðan hann opnaði útidyrahurðina og kýlt hann niður í dyragættinni, síðan brotið allt og bramlað inn í íbúðinni í leit að eiturlyfjum og haldið honum fyrst um sinn í gistingu. Ræninginn sagðist sleppa honum ef hann borgaði honum pening upp á 11þúsund kall og þá myndi hann fara í kjölfarið. Ég heyrði strax á þessari lýsingu að þetta gæti ekki annað en verið dópisti í hörðum efnum og kom það á daginn þegar ég átti spjall við lögregluna að það var rétt hjá mér.
Loks komu verðir laganna og eiga þeir skilið hrós skilið fyrir vel unninn störf. Ég hafði mig hægan enda vildi ég ekki skipta mér að þeirra störfum en gaf þeim þær upplýsingar sem þeir þurftu til þess að þeir kæmust inn í íbúð gamla mannsins. Eftir að lögreglan hafði komið ræningjanum sem reyndist góðkunningi þeirra inn í bíl fór ég inn til gamla mannsins og hjálpaði honum að taka til.
Þegar ég sá íbúðina hans í rúst varð ég VIRKILEGA REIÐUR INNRA MEÐ MÉR. Mér fannst lítisvirðingin sem fíkillinn sýndi gamla manninum svo mikil að ég var skapi næst að öskra er ég sá hans persónulegu muni liggjandi á gólfi og allt á rúi og stúi. Dópistinn hafði fengið sér að borða í eldhúsinu og tæmt öll pilluglös áður en hann fór að sofa upp í rúminu hans. Í rúminu hans var plastpoki fullur af eigum sem glæpamaðurinn ætlaði greinilega að taka með sér og koma í verð eins og myndavélar sem gamli maðurinn átti.
Ég vil að það sé á hreinu að ég er Ekki reiður út í lögregluna heldur eiturlifjafíkilinn. Ég veit vel að FÍKILLNN er sjúklingur en þegar óvirðing gagnvart mannslífum er orðin svona mikil þá finn ég ekki lengur til með gerandanum.
Hvernig er hægt að bera svona mikla vanvirðingu fyrir mannslífum? AÐ brjótast inn í íbúð hjá manni sem er orðin áttræður, Kýla hann niður og leggja síðan íbúðina hans nánast í rúst ?
Ég get ekki skilið svona hegðun og vil það ekki heldur , því þetta hegðunarmunnstur er ekki á nokkurn hátt verjandi.
Eina sem var jákvætt við þessa lífsreynslu er að mér tókst ágætlega upp sem miskunsami samverjinn.
Ég vil ítreka að LÖGREGLAN STÓÐ SIG VIRKILEGA VEL og var að öllu leiti starfi sínu vaxinn. Það er ekki þeim að kenna þó þeir séu fámannaðir.
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 185555
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Brynjar,
Eitt orð "HRYLLILEGT" .
NÚ KOM SPILAMENNSKAN SÉR VEL .HANN VISSI AÐ HANN GAT TREYST Á ÞIG. KÆRLEIKSKVEÐJA.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 03:12
ömurlegur lestur svona á sunnudagsmorgni.. og alla daga .
Vonandi braggast sá gamli fljótt.
fíkillinn er eflaust kominn á götuna í dag.. eða ekki seinna en á mánudagsmorgun og þá heldur hringavitleysan áfram..
Þú átt heiður skilinn fyrir þinn hlut í málinu Brylli og að ljá máls á þessu við okkur hin.
Óskar Þorkelsson, 26.10.2008 kl. 08:56
Hryllingur !!! Veslings gamli maðurinn, þú ert góður drengur Brynjar
Jónína Dúadóttir, 26.10.2008 kl. 09:26
Ömurlegt. Gott að þú gast hjálpað.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.10.2008 kl. 11:55
Þórarinn
já ég gantaðist með þetta við gamla manninn og hann var mér sammála í því
Óskar...
jú hann braggast vel
Jónína
takk fyrir það
Þordís..
já þetta er hálf ömurlegt. Ég veit að ég á ekki að vera reiður út í mann sem er afvegaleiddur dópisti en óhjáhvæmilega er ég það eftir að ég sá útganginn á íbúðinni og lýsingu Gamla mansins á því hvernig hann kom fram.
Brynjar Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 13:05
Otrúlegt hvað fólk getur lagst lágt. Þetta lið er eiginlega ómennskt, búið að steikja í sér heilann og alla mannvirðingu.
Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:22
Flott færsla og ég vissi að þú værir flottur gæi...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2008 kl. 21:16
Mig langar til að vita, hvernig stóð lögreglan sig?
S. Lúther Gestsson, 27.10.2008 kl. 00:30
Það er vont þegar að saklaust fólk sem á ervitt með að verja sig lendir i svona aðstæðum eins og gamli maðurinn en vonandi jafnar gamli maðurinn sig á þessu.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 27.10.2008 kl. 01:42
Þetta er hrikalegt.. Gott að þú varst til staðar..
Dexxa (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:04
Helga
Þetta er ótrúlegt og hálf vonlaust að finna til samúðar með þessum manni. Ég kannast við Dópista og í flestum tilfellum hafa þeir einhverja virðingu fyrir öðru fólki í kringum sig og mannslífum .. allaveganna meira en þessi ræfill.
Gunnar
já ég er ágætur að þessu leiti..
Gunnir frændi
takk fyrir það
Luther..
Ég skrifaði um það þarna fyrir ofan. Lögreglan stóð sig mjög vel.
Skattborgari
já ég vona það líka að hann jafni sig á þessu.
Dexxa..
Reyndar vil ég meina að hegðun mín hafi verið mjö eðlileg. Rétt eins og flest fólk bregst við þessum aðstæðum.
Brynjar Jóhannsson, 27.10.2008 kl. 15:46
Brynjar: Afrek og hetjudáð ! Gimbill, Gimbill, Gimbill !
Lárus Gabríel Guðmundsson, 28.10.2008 kl. 09:00
Ömurlegt og gott að þú gast hjálpað þeim gamla.
Nú kemur hann örugglega sjaldnar niður að kvarta...
Halla Rut , 28.10.2008 kl. 16:23
Takk fyrir það Lárus..
Og takk fyrir frábæra skemmtun á Laugadeginum. Það er ekki alltaf sem ég hef skemmti mér jafn konunglega eins og og í þessum eðal félagsskapi . Því líkur og annar eins snilldar hópur, hver einasti okkar þriggja er ótrúlega mikill humoristi :) ...
Brynjar Jóhannsson, 28.10.2008 kl. 16:23
Halla...
Honum hefur reyndar alltaf þótt virkilega vænt um mig.. það vantar ekki... Enda gamall vandræðagemsi sjálfur þegar hann var yngri..
Brynjar Jóhannsson, 28.10.2008 kl. 16:24
Ég var aðallega að meina að það var gott að gamli maðurinn gat leitað til einhvers..
Dexxa (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.