31.5.2008 | 13:19
Ég er vanafastur íhaldsskröggur.
Vanafastari maður en ég fyrirþekkist ekki í 101 Reykjavík og víðar.Ég þyrfti helst að fara alla leið upp í Skipholt eða til vesturbæjar til að finna einhvern sem er á ámóta reglufastur sérvitringur og ég á mínum aldri. Það er ekki eðlilegt hvað ég er gjarn á að endurtaka mig í gjörðum mínum. Ég er komin með lýjandi áhyggjur af þessari íhaldsemi og er farin að líkja henni við hegðunarferlis áráttu. Síendurteknar daglegar athafnir mínar hljóta að titlast undir viðurtyggilegan sjúkleika sem venjulegt fólk á erfitt með að umbera. Ég virðist hjóla í sama bremsuranda farinu ár eftir ár og ekkert virðist breitast í mínu fari nema kannski að ég eldist eins og hvert annað fólk.
MITT ENDURTEKNA HEGÐUNARFERLI
Þegar ég sofna þá vakna ég upp um síðir og nær undantekningarlaust rís ég á fætur. Þegar ég sef þá ligg ég næstum oftast ofaní rúmi og hef þessa fáranlegu áráttu að þurfa að hafa sæng yfir mér. Ég geng alltaf inn um sömu dyrnar þegar ég fer inn um íbúðina mína og set skónna á lappinar þegar ég labba út úr henni. Það er hálf skondið að segja frá því að nær oftast þegar ég fer út í búð þá er það til þess að kaupa mér mat og oftast kaupi ég mér það fæði sem mér þykir bragðast vel. Einkennilegasta sérviska mín er sú að ef mér klæjar þá klóra ég mér og ef einhver spyr mig spurninga þá er ég vanur að svara. Ég get talið upp stóran og mikin lista um endurteknar athafnir sem ég framkvæmi í mínu daglega lífi en þar sem mig grunar að fólk sem les yfir þetta þykir framferði mitt eilítið sjúklegt, læt ég hér staðar numið.
Eigið góðar stundir.
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 185556
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ábyggilega einhverfur :)
Andrea, 31.5.2008 kl. 13:24
Já mig er farið að gruna það andrea þetta er ekki eðlilegt.. Ég er eins og regnmaðurinn.
Brynjar Jóhannsson, 31.5.2008 kl. 13:33
Aspergers... ?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.5.2008 kl. 13:40
hahahahahahahaahaha .... Já þetta eru alveg skelfileg asperges einkenni Gunnar..
Brynjar Jóhannsson, 31.5.2008 kl. 13:41
Þetta er hrikalegt, elsku strákurinn....Ætli það sé til einhver lækning við þessu ?Einhverfur með Aspergers..... æ æ æ æ
Jónína Dúadóttir, 31.5.2008 kl. 15:59
Nei engin lækning Jónína. en ég er komin inn á klepp og sá kleppur kallast 101 rvk. . Þar er vel hugsað um mig. Þar virðist fólk vera ótrúlega vanfast eins og ég Td er ég núna á Kaffi hljómalind núna og þar eru allir t.d ótrúlega venjufast hegðunarferli. Fólk situr við borð og endurtekur skringilegar athafnir eins og að drekka upp úr kaffi bolla. Ekki nóg með það þá hættir það ekki að drekka kaffibollan fyr en hann er orðin tómur.
Skrítið ekki satt ?
Brynjar Jóhannsson, 31.5.2008 kl. 16:13
þetta eru greinileg ellimerki, Brylli minn. hvernig heldurðu að þú verðir um áttrætt?
líklega þrjóskur þverhaus
Brjánn Guðjónsson, 31.5.2008 kl. 22:12
Það fyrsta sem ég hugsaði var eins Andrea og Gunnar: Einhverfur....Aspergers....
En svo varst þetta bara þú../// og ég.....
Halla Rut , 31.5.2008 kl. 23:27
hahahahahahahahaha
voðalega hlítur fólk að finnast ég vera skrítin
til þess að UPPLÝSA ALLA EINSTAKLINGA þá er ég einhver ÓVANAFASTASTI EINSTAKLINGUR SEM TIL ER.
Brjánn SEGÐU ... ég er bara fastur í sama hringnum daginn út og inn.. ÉG VERÐ SKEMMTILEGASTA GAMALMENNI FYR EÐA SÍÐAR. ORÐHEPPIN OG KJAFTFOR.
Halla..
Ég fer nú bráðum að halda það að ég sé einhverfur maður með asbergers heilkenni ef fólk heldur áfram að hamra á þessu.
Brynjar Jóhannsson, 1.6.2008 kl. 01:28
..og svo er ég að venja mig af forarkjaf og ókurteisi með öllum ráðum...ætli ég sé bara ekki orðin hundleiðinlegur...ég er á tímabili þar sem allar mínar rútínur eru úr skorðum..svona Brynjar! Gefðu mér nú eitthvað ráð! Þú ert fínn sálfræðingur svo lengi sem þú heldur þig frá skólum þeirra...það eru fáir sem sleppa þaðan svona nokkurnvegin heilbrigðir..las sjálfur 1 ár í Háskóla í Svíþjóð og er nú farin að kenna þessum sálfræðiskóla um allar mínar ófarir...
Óskar Arnórsson, 1.6.2008 kl. 06:51
Núm er eitt....
lestu bókina mátturinn í núinu.
númer tvö.
gerðu þér grein fyrir að þú hefur tilvistunarrétt og það er nákvæmlega ekkert að því að vera niðurbrotin maður við vissar aðstæður. Í raun er það eins eðlilegt og hugsast getur. Það sem gerðist fyrir þig var að þú hefur unnið stærsta vinningin í ÓHAPPADRÆTTI TILVERUNAR.
Brynjar Jóhannsson, 1.6.2008 kl. 19:27
.. það er stórundarlegt að snarsnúast þannig að maður gerir og segir hluti á móti betri vitund. Er að lesa bókina "Máttarorð" og smávegis í Biblíunni. Enn hún er ekkert að höfða til mín...ala vega ekki enn sem komið er.."Mátturinn í núinu" er það nafnið á bókinni?
Óskar Arnórsson, 1.6.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.