VILL FÓLK BARA LESA VIÐBJÓÐ ?

Þegar ég les yfir hverjar séu vinsælustu fréttir hérna á mbl.is verð ég pirraður.  Það fer í taugarnar á mér að eina sem fólk virðist hafa áhuga á er megnasti viðbjóður. Fólk vill bersýnilega lesa sig til um ógeðslegheit og hrotta sem á sér stað í öðrum löndum og stúdera til þaula hrilling sem er mest fjarri manni. Oftar en ekki segir fólk með sjálfu sér "skelfilegt" eða hvernig getur fólk eiginlega verið svona "óhugnalegt" og hegðar sér eins og viðbjóður hafi aldrei áður gerst í þessari margra myrkrahliða veröld. 

"og ég fletti Mogganum og ég sé að það er sannað"

"að svo skal böl bæta skal benda á eitthvað annað"  sagði Megas í textanum sínum Launaþrællinn. Ég fæ nú ekki betur séð að málið sé miklu frekar að mogginn þurfi ekki að benda á böl annarra landa. Stór hluti fólks virðist nærast á svona fréttum. 

 
TRÚIÐ MÉR ÞEGAR ÉG SEGI ÞETTTA

HEIMURINN ER VIÐBJÓÐSLEGUR. Þar eru börn tekin frá foreldrum og þau eru gerð að þrælum. Kvenfólk er þvíngað til að verða vændiskonur á hverjum einasta degi og á hverri einustu sekóndu lætur manneskja lífið vegna skotsára. Nauðganir og morð eru daglegt brauð og þriðjungur heimsins lifir undir sultarmörkum. 

SVO VAKNIÐ UPP HELVÍTIS HRÆSNARANIR YKKAR sem þetta lesið. 

HÆTTIÐ AÐ ÞYKJAST VERA SVONA HNEIKLUÐ. Þið ættuð að vita betur.  

 


mbl.is Nauðgað á götu í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

já það eru ekkert smá viðbjóðslegir hlutir að gerast í þeirri andrá sem þetta er ritað, útum allra okkar fögru jörð, og fólk þarf því á mogganum að halda, hann hagræðir hlutunum, velur það mikilvægasta, afmennskar þetta þægilega og ber fram...

halkatla, 7.5.2008 kl. 06:10

2 Smámynd: Ásgeir Ragnar

Mér finnst personulega að ekki eigi að birta svona lagað bara til að selja fleiri blaðagreinar. Eg skil ekki að nokkur hafa "gaman" að lesa um almannaNauðgun eins og þetta hafi verið svona innifalið í ferðinni með fluginu og hótelinu.

"já og innifalið er auðvitað skoðanaferð um ráðhúsið, Tívolí og og nauðgun á Rádhuspladsen, góða ferð og njóttu".

come on. 

Ásgeir Ragnar, 7.5.2008 kl. 06:40

3 identicon

Þetta er mjög góður punktur. Skuggahliðar manneskjunnar eru vægast sagt ógeðslegar. Því miður eru þó fréttirnar af þeim frekar einsleitar. Ef marka má moggann ( og fleiri fjölmiðla) þá eru aðeins karlmenn sem misnota börn.  Íll meðferð kvenna á börnum (einnig sínum eigin) þykir ekki eins fréttnæmt..ef það þá ratar nokkurntímann á síður blaða. Fólk er fljótt að hlaupa til og afsaka kvenfólk sem "fórnarlömb" (þær hafi sjálfar verið beittar tilfinningalegu og kynferðislegu ofbeldi) og þess vegna hafi þær bilast og kálað börnunum sínum. Ástæðan fyrir þessu hlýtur að vera að flest okkar hofum "ídólíserað" móðurhlutverkið og það er okkkur mörgum mjög erfitt að horfast í augu við þann möguleika að móðir OKKAR gæti framkvæmt slíkt. Sú hugsun vegur að okkar tilveru og veldur okkur of miklum óþægindum. Það er tildæmis síður að fólk vilji lesa of mikið um að móðirin í Þýskalandi hafi hugsanlega fyrirkomið þremur hvítvoðungum sínum fyrir 15-20 árum. Hins vegar vill fólk vita meira um meintar  misgjörðir sóknarprestsins á Selfossi. Kveðja, P.

Páll Einarsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 06:45

4 Smámynd: Helga Dóra

Ég verð bara að viðurkenna að ég verð alltaf ponnsulítið hissa þegar ég les um mannvonskuna.... Ekki kannski hissa.... Maður sossöm veit af þessu öllu saman.... Vill samt aldrei trúa þessu og þessvegna verð ég... já kannski meira svona sorgmædd.......... Eða eitthvað.... En það er ótrúlegt hvað maður sogast að því að lesa frekar svona fréttir, frekar en jákvæðu fréttirnar........

p.s. Hlakka til að sjá þig eftir klippingu frá Habbý, hún er snillingur sko. Verðið að taka fyrir og eftir myndir..... 

Helga Dóra, 7.5.2008 kl. 10:09

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er eitthvað í genasamsetningunni sem laðar okkur íslendinga að viðbjóði.

við nærðust til að mynda á viðbjóði einum saman, allt fram á tuttugustu öld. hvort það sé hluti skýringarinnar skal látið ósagt.

Brjánn Guðjónsson, 7.5.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Anna Karen..
Ég tek því sem þú segir sem gríni. Allaveganna myndi ég aldrei fyrir mitt lifandi líf treysta fjölmiðlum eins og mogganum fyrir því að segja mér hvað er að gerast út í heiminum. Enda er oftast um cop and paste blaðamennsku að ræða.

Ásgeir. Málið er að fjölmiðlar skrifa helst það sem fólk heyra eða sjá, frekar en að byrta einhverja mynd sem kalla mætti heilstæður sannleikur. Meðan sori selur búa blöð til sora. Persónulega er ég miklu hrifnari af skemmtilegum fréttum um furðulega hluti sem gerast heldur en viðbjóði sem fær mann næstum til að æla. Ég geri ráð fyrir að þú sést á sama máli 

Páll..

Góður pungtur sem þú talar um varðandi misnotkun. Þó svo að konur sú ekki eins vísar að misnota börnin sín kynferðislega er ég sannviss að til eru konur sem misnota börn sín á annan hátt. t.d með ofbeldi eða almennu niðurrifi.

Helga Dóra.

Já er það ekki málið að við vitum innst inni af þessu öllu saman.

Brjánn...

Það er svo sem ágætis kenning út af fyrir sig að það sé í genum íslendinga að laðast að viðbjóði.    Reyndar tel ég að mannapinn í heild sinni sé frekar hneigður að viðurstyggð víðsvegar um heimin. Nærtækasta dæmið er medalín málið. 

Takk fyrir komentin.  

Brynjar Jóhannsson, 7.5.2008 kl. 14:47

7 Smámynd: halkatla

ha já guð þetta var grín, vá maður, aldrei búast við að mér sé fúlasta alvara um neitt, sama hvað málið er alvarlegt, eða svona næstum

mbl er ekki á mínum lista yfir fréttasíður sem ég verð að skoða daglega, annars er sá listi ágætlega langur - það er sama hvar borið er niður, allsstaðar er eitthvað sjúkt og hræðilegt að gerast, ef maður vill lesa fréttirnar þá verður maður að taka því.

halkatla, 7.5.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband