Skemmtilegsta skrúfa Bítlanna

Ef það er einhver maður sem ég hefði viljað vekja aftur til lífsins og eiga við 15 mínótna spjall um lífið og tilveruna þá er það bítillinn John Winston Lennon. Þó svo að ég geti ekki gert upp á milli laga smíða Johns og Pouls þá get ég gert upp á milli þeirra sem persónuleika. John var fyrir mér miklu áhugaverðari og dýpri persónuleiki að mínu mati.Sem manneskja höfðaði hann mikið til mín þar sem hann var bæði mikill hugsuður og kolsvartur humoristi.  Mér fannst Lennon auk Gorge Harrison gefa miklu meira gildi í bitlanna en poul en viðurkenni fúslega að poul var með mest grípandi lagasmíðar hljómsveitarinnar . Það sést skýrlega þegar soloferill bíltlanna hefst hvað poul þurfti miklu meira á john að halda. Á meðan lög Pouls urðu smám sama að væminni lyftutónlist þá fór John á allt aðrar slóðir. Ferill Lennons var reyndar sveiflóttur sökum eiturlyfjavandamála en eftir fimm ára hlé kom hann út með disk árið 1980 sem markaði endurkomu hans í tónlistarbransann. Verr og miður var hann myrtur sama ár því að hann virtist vera farin að semja aftur svo skemmtilega sláandi tónlist sem gaman hefði verið að fylgjast með þróast á næstu árum. 

 

 

 

Give pease að change var alfarið samið af John en hann skirfaði poul fyrir laginu í þakkaskuld við poul fyrir að hafa spilað á öll hljóðfæri á laginu Ballad of john and yoko.

Eitt sem mér þykir áhugavert er að allt sem Bítlanir snertu varð að gulli. Maðurinn sem átti ökuskilti með tölunni if 27 sem var utan á Abbey road plötunni seldi hana að lokum fyrir væna lummu og nýverið minnir mig að fyrrum kærasta lennons hafi fengið fúlgu fjár fyrir myndir af goðinu á sínu mesta sukktímabili.  Að það sé verið að selja pappírsnifsi texta eftir er nátturulega talandi dæmi um hvað stjörnudýrkun er mikið rugl. Eina sem skiptir máli er að lagið sé komið til skila en ekki á hvaða blað textinn var skrifaður.  

 

 

 

 


mbl.is Friðarsöngur seldur á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég var alltaf hrifnust af George en það var bara af því að hann var myndarlegastur.

Helga Magnúsdóttir, 29.4.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Brattur

Paul og John umræðan hefur alltaf verið skemmtileg... Paul var að mínu mati betri lagasmiður og músíkkant en Lennon betri í textum, þó svo að Paul ætti einnig góða spretti þar... átti einu sinni bók viðtalsbók við Paul þar sem farið var í gegnum hvert einasta lag sem þeir sömdu eða sömdu ekki saman og Paul mat lögin í %... þ.e. ég samdi 70% í þessu lagi og John 30%... en yfirleitt var reglan sú að sá sem samdi lagið söng það... þó held ég að það hafi verið a.m.k. ein undantekning á því...

Bítlarnir voru góðir, enda fæddust þeir á stað stutt frá Manchester!

Brattur, 29.4.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Brattur..

það hefur nú verið metið að John lennon ætti 86 pungta af lögum bítlanna en poul eitthvað í kringum 72. Ástæðuna er að finna að Lennon var miklu afkastameiri þegar samstarfið byrjaði. Þú verður líka að taka mið að því að Poul var mesti egoistin af fjórmenningunum og var eitt miklu meiri tíma í lagasmíðar hans. Bæði Lennon og Harrison lýstu því þannig að alltaf þegar það var komið að lagasmíðum þeirra þá fengu þau ekki sama tíma og natni og löginn hans. Poul aftur á móti sagði um Lennon að engin sem hann hefur unnið með hafi verið meira hvetjandi og jákvæður í samstarfi og lennon.

Besta dæmið um hvað útsettningin hafði mikið að segja er á laginu yesterday og nowhereman. Eins og allir vita er yesterday eftir eftir Poul en Nowhereman eftir john. hvað öðrum finnst... þá er ég á því að ef Nowhereman hefði verið útsett betur ... þá væri það ekkert álítið ekkert síðra en yesterday.. Sama gildir um Across the uneverse.. Sem lennon sagði að poul hafi eyðilagt fyrir lennon með því að láta einhverjar götustelpur fyrir þeim.  

Ég er á því að þeir hafi verið miklu meiri jafningjar í lagasmíðum og yfirleitt er fjallað er um. Það er einfaldlega þannig að þeir sem eru frekasti virka oft þeir stærstu .. en það var einfaldlega ekki þannig með bítlanna eins og ég sýndi fram í ofanverðum dæmum. 

Brynjar Jóhannsson, 29.4.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Helga..

mér skildist nú samt að Poul hafi verið mesta kvennagullið af þeim  

Brynjar Jóhannsson, 29.4.2008 kl. 23:07

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Lennon var alltaf mitt uppáhald

Marta B Helgadóttir, 29.4.2008 kl. 23:22

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

óhjáhvæmilega  Marta hann var svo miklu meiri sjarmur en hinir.

Brynjar Jóhannsson, 30.4.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 184946

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband