LOKSINS HRINGIR EINHVER Í MIG ÁN ÞESS AÐ NUÐA.

Síminn hringdi í vinnunni minni í dag án þess að ég náði að svara honum. Þar sem þetta var heimasími var ég sannfærður að þar væri yfirvald vinnurnar minnar að hringja í mig til þess að nuða í mér. Ég var ekki viss um hvort að ég ætti að hringja til baka en þar sem ég er samviskusamur og góður drengur lét ég að því verða.  Mér til mikilllrar furðu þá svaraði mér ekki yfirnuðarinn í vinnunni minni heldur góðvinur minn, Böddi Söngvari ballhlhljómsveitarinnar Dalton en sú hljómsveit er á góðri leið að verða ein sú viðkunnasta á landinu. Mér til mikillrar ánægju sagði hann mér þau gleðitíðindi að hljómsveitinn hans vildi taka upp tvö lög eftir mig, Lof mér að verða og Eigum við ekki bara að vera vinir en bæði lögin getið þið fundið á heimasíðunni minni www.brylli.com. Að sjálfsögðu samþykkti ég þessi tilboð þeirra enda eru miklu meiri líkur á að þessi lög verði að slögurum í þeirra höndum þar sem þeir eru miklu opinberari en ég.

Það eru því spennandi tímar framundan hjá mér þar sem ég er að einnig að leggja lokahönd á mína aðra sóloplötu. Það verður gaman að heyra lögin mín í búningi annarra flytjanda. Hver útkoma laganna verður er nátturulega ekki undir mér komið en þar sem ég veit að Böddi er klassasöngvari og hljómsveitin Dalton mjög góðir spilarar trúi ég ekki öðru en þeir skili þessu vel frá sér.

Eigið góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég meina það

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.2.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Virkilega flott lög...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.2.2008 kl. 16:24

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyrir það Gunnar.

Brynjar Jóhannsson, 27.2.2008 kl. 16:25

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Landsvæðið frá Reykjanestánni til ystu annesja austurlands er nógu stór landskiki fyrir mig .

Brynjar Jóhannsson, 27.2.2008 kl. 17:26

5 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með þetta kitlandi boð!  Ætla að hlusta á þín hér á síðunni ...

www.zordis.com, 27.2.2008 kl. 18:38

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott lög, til hamingju

Jónína Dúadóttir, 27.2.2008 kl. 20:15

7 Smámynd: Helga Dóra

Þetta eru Bryllijant fréttir. Til lukku með þetta. Hlakka til að heyra árangurinn. Gangi þér vel.

Helga Dóra, 27.2.2008 kl. 20:30

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyrir þetta öll sömul ..... Helga .. ef árangurinn er góður þá heyrir þú þessi lög í útvörpum á fullu daginn út og inn. ....  Þannig myndir þú frétta af þessu ef þetta gengur vel...

Brynjar Jóhannsson, 27.2.2008 kl. 20:58

9 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Til hamingju drengur ! Mundu bara að gefa þessi lög ekki...það væri nokkuð mikill "downer".....

Lárus Gabríel Guðmundsson, 27.2.2008 kl. 22:02

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lárus.. takk fyrir það.. Ég er nátturulega skráður fyrir lagi og texta og á því rétt á stefgjöldum ef lögin fá spilun. Böddi er mjög góður vinur minn og ég treysti honum 199 % ...

Brynjar Jóhannsson, 27.2.2008 kl. 22:13

11 Smámynd: Fríða Eyland

Til lukku

Fríða Eyland, 27.2.2008 kl. 22:28

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Óli ??? UUUUUUUUUUU

Brynjar Jóhannsson, 3.3.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 184948

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband