Færsluflokkur: Bloggar
9.9.2011 | 14:19
Hvernig lýtur eiginlega "fullkomin" Bruggverksmiðja út ?
Hin fullkomna bruggverksmiðja verkar rauðvín á fimm mínútum og bruggar eðal-landa á augabragði. Hún er í laginu eins og svissneskur vasahnífur og það er einnig hægt að nota hana sem sportbíl. Hún er á stærð við eldspýtstokk en annar meiri eftirspurn en Koka Kolaverksmiðjan og drykkir hennar gefa fimm mínútna langa raðfullnægingu.
Og svo getur hún líka breytt sér í skemmtiferðaskip að hætti Títaniks - fullyrti sérfræðingur í samtali við mig, grátklökkur yfir þessu óaðfinnanlega tækniundri.
AÐ lögreglan hafi fundið -FULLKOMNA- Bruggversmiðju þykir mér því vera stórtíðindi og má líkja þeim við þegar Leifur heppni fann Ameríku. Íslendingar hafa nú eignast menningararf sem mætti líkja við píramíta Egiptalands eða frelsisstyttuna í New York. Við erum laus úr kreppunni og getum nú farið að lifa að hætti Saudi Arbíska fursta.
HIPP HIPP
HÚRRRRRRA
![]() |
Runnu á brugglyktina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2011 | 22:35
Eitt ljóð sem ég var að leira saman með fallegum orðum.
Elliheimila rómantík
Hver einasti morgunn er ánægjustund
ef eyði ég honum með þér
Því návist þín gerir mig léttan í lund
og lifandi innan í mér
Vek þig með dúnmjúkum kossi á kinn
uns kvenlegu augun þín sé
Faðma þá fallegan líkama þinn
og færi þér nýlagað te
Við áttum vonir
og vorljúfa drauma
sem rættust er við hittumst fyrst
Brosið þitt breytti
þá bölinu í dún
og sál minni í laufgaðan kvist
Hrörnandi ellin er alls ekkert slæm
og uppfull af gleði með þér
Því þú ert svo opin og andlega næm
og alltaf jafn heilluð af mér
Ég breytist í gleði þíns taktfasta tifs
og trúð sem að færir þér bros
og þú verður tindur míns hjartnæma hrifs
og mitt - háfleiga sköpunar gos
Sefandi og frjó sem kvos
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2011 | 22:03
Það er regnbogi í rökrinu.
Það er - Regnbogi í rökkrinu
Rósir úr fágæddu gulli
Múlbundnir munnar og
Máni sem inn í sér skín
Hjörtu úr hlýju
Sem heimurinn vill ekki elska
Vammlausar vofur
og verðlaus en unaðsleg skrín
Viðlag &
þarna ert þú með þín dulrænu ugluaugu
þarna ert þú -sem heiminn í húminu sérð
Þarna ert þú- sem kemur úr annarri veröld
Þarna ert þú- sem frelsandi engill á ferð
Og tal sem er uppfullt af engu
Vængbrotnar vonir
Og vindur sem endalaust hvín
Þar sjást ekki söngfuglar
Syngja af einlagnri gleði
Því húminu hryllir
Við hlýrri og flekklausri sýn
& viðlag
Orðinn að rykugu grjóti
Innan í örlagahlekkjum
Og öskri míns brjáls
Uns þú- Byggðir mér brú
Úr blíðum og róandi þokka
og huggaðir harm minn
með- hlýju þíns astríðubáls
& viðlag
Bloggar | Breytt 20.2.2011 kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2010 | 23:53
Martraðaprinsinn kominn í bókabúðir.
Martraðaprinsinn -
Skáldsaga og mp3 hljóðbók í bland við 13 lög.
Fæst í öllum fínni bókabúðum.
Útgefandi - Sarasvati.
Þið getið pantað eintak með því að hafa samband í gegnum alfa@this.is eða hringt í síma 8255444 í Alfheiði Eymarsdóttur eða talað við mig Brynjar Jóhannsson í síma 8227192.
Hérna getið þið meðal annars .....
1- Lesið kafla úr skáldsögunni minni. Hér
2- Hlustað á nokkur lög - Hér og eitt hér að neðan og svo getið þið hlustað á nokkur lög í spilaranum sem er hér til hliðar en þessi lög eru að finna í mp3 geisladisk sem fylgir bókinni.
3- Þetta lag hér að neðan heitir Martraðaprinsinn- og er titillag þessa verks. En heildarverkið er skáldsaga og hljóðbók í bland við þrettán lög sem eru sungin til hálfs af mér og til hálfs af Þórunni Pálínu jónsdóttur sem hefur getið sér gott orð sem djasssöngkona.
Ekki vera feimin við að biðja um Fésbókarvináttu mína.
Kveðja- Brynjar Jóhannsson.
Bloggar | Breytt 24.12.2010 kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2010 | 19:04
Allt þessari helvítis kerlingu að kenna
Það getur fokið ansi mikið í vetradrottninguna. framferði hennar getur verið með hvassasta móti og þegar krafturinn er hvað mestur þá rífur hún heilu húsin upp frá rótum.
%&/()=#$%&/()=$%&/
Enginn lifandi máttur getur barist gegn aflraunum hennar þegar hún er í hvað pirruðust og þá er bara best að halda sér heima fyrir.
Þetta lag er að finna á Martraðaprinsinum- sem er skáldsaga og mp3 hljóðbók í bland við 13 lög. Upplýsingar um skáldsöguna og geisladiskinn er hægt að finna í bókatíðindum.
![]() |
Þakið á Eden að losna, flotbryggja í sundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2010 | 11:35
Nei -Ég sá þetta ekki fyrir mér.
Lofum hans ræður um sjálfbæra peningalind
Upphefjum óheilladísir og glópagulldrengi
gráðuga úlfa sem klífa upp metorðatind
Hann vill við vitum helst minnst
og ákveða hvað fólkinu finnst
Trúum í blindni að leiðtoginn loforðin efni
Lifum í fallegri draumaborg hugmynda hans
Vanvirðum gagnrína hugsuði og göngum í svefni
Bloggar | Breytt 27.11.2015 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2010 | 10:28
Söngtexti við lag sem ég lauk við nýverið.
Þá heyri inn í mér
Bomb be di bomb- Tikk ki ti ku - aaaaaaaaaaaaaa
Sem þýðir víst á Íslensku ó ég elska þig
Ég heyri Sídynjandi hamarshögg
Og Hástemmt lagakver
Bomb be di bomb- Tikk ki ti ku - aaaaaaaaaaaaaa
sem kallast víst á íslensku ó ég elska þig.
Nú veist að ég er örlagaklaufi
Og einhverskonar kvennafífl
Bomb-be-de bomb
Sem að elskar þig
Finnst þú vera máttugri en hundrað manna her
hjartað mitt með tif-máli- það sífellt segi mér
Þú ert draumagyðjan
Bombedí bomb
þú ert ástin mín
fröken endorfín
Með þig lýmda á heilanum
Týni mér í dagsins amstri
Er að fara yfir um
Upp á fjalli og alfarið einn og sér.
Úti á túni fjarri sjálfum mér
er Vindur alls sem iðrast- blæs mér andspænis.
það- eina sem mín býður - er tilveran tregastillt
og tímavinnan óuppfyllt.
byrtist mér sem vonarljós og huggun harmi gegn
hlý sem sunnan vorgola og blíðleg gleðifregn.
Bomb be di bomb
þú ert draumagyðjan
bomb be di bomb
þú ert ástin mín
fröken endorfín.
Með þig lýmda á heilanum
Er að fara yfir um
Upp á fjalli og alfarið einn og sér
Úti á túni fjarri sjálfum mér
Líf mitt enn og aftur- er nöturlegt hér og nú
hið- nýstingakalda morgunsár-fer sem og da sja vo
Finnst ég vera draugur - Enn og aftur einn
álitin sem ekki neinn.
Úti á túni fjarri sjálfum mér
Bloggar | Breytt 10.12.2010 kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 10:31
Staðreyndir hundana
Ég hef fundið ótrúlegustu furðuhluti í ruslinu heima hjá mér. Um daginn fann ég rússneskan kafbát og þrjá sænska landgönguliða, þrjátíu og fjórar klaustursnunnur og tvo frystitogara.
GEIRFINNUR ERT ÞETTA ÞÚ
Spurði ég furðuveru sem líktist gömlum manni sem sat að bjórþambi undir eldhúsvaskinum.
Hættu þessum svívirðingum ég er íslenska fjallkonan
Svaraði þessi furðuvera sem var orðin fúlskeggjuð og gráhærð, geðstirð og hundleiðinleg í hátterni.
Ó þú meinar.
Svaraði ég og sá fram á að það væri ekki lengur líft þarna inni nema ég færi að......... hoppa og síðan þá hef ég stundað þá iðju oft og iðurlega með mjög góðum árangri. Ég hef áhveðið að eyða því sem eftir er að æfi minni í að dansa...
ÓJE
![]() |
Fannst eftir tvö ár í skolpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 12:07
Ég hef sparkað í hákarla
Lúðvík - Ég skal segja ykkur það krakkar mínir að þegar ég var ungur þá tók ég oft og mörgu sinnum um sporð hákarla og sveiflaði þeim í hringi. Ef þeir voru með einhvern derring þá sparkaði ég í þá og lék mér af þeim eins gullfiskum.
- Vinur hans - Þetta voru GÚBBAR en ekki hákarlar fíflið þitt?
Lúðvík -Ha gúbbar uuu nei Hákarlar
Vinur hans - Hvernig í andskotanum getur þú fengið það út- Þú hefur aldrei nokkurn tíman migið í saltan sjó.
Lúðvík - Sko annar - gúbbinn hét Hákarl Ingi og hinn gúbbin Jón Hákarl-
![]() |
Greip í sporðinn á hákarli og bjargaði stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2010 | 14:21
Ég ákvað að sviðsetja þessa frétt- Heimskasti þjófur Bretlands.
- nei komdu sæll granni
-Heyrðu ertu þetta ekki gluggatjöldinn sem voru í glugganum mínum
-Nei það getur ekki verið... hvernig færðu það eiginlega út
- Kannski vegna þú hefur aldrei verið með gluggatjöld og ert skyndilega komin með alveg eins gluggatjöld og var verið að stela frá mér.
Ó fyrirgefðu áttir þú þessi gluggatjöld ég vissi það ekki.. Ég bara sá þau hanga þarna og hélt að enginn ætti þau svo ég ákvað bara að taka þau. -
Ertu HÁLFVITI þau voru inni í íbúðinni minni og uppi í glugganum -
Hei slappaðu af maður- afhverju ertu að æsa þig svona.. Eins og ég sagði þá var þetta bara misskilningur-
![]() |
Heimskasti þjófur Bretlands? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar