1.6.2009 | 02:16
Ég hef samið diskósmell um þennan mann ...
Ég hef samið texta um DAIAI LAMA.Reyndar leikur kallinn aukahlutverk í textanum en hvað um það. það er Fjallað um hann í textanum eins og þið sjáið hér að neðan. Skemmtileg tilviljun því ég er að fara með lagið á útvarpstöðvarnar og þið getið heyrt lagið fyrir aftan textan. textinn aftur á móti hljóðar svona.
Við Lækjartorg
Það var fámennt niðrá Lækjatorgi skuggi á húsum ský og stroka
er ská á móti klukkunni með biomjólk og búðarpoka
Hann labbaði í stuttum frakka, lopapeysu og strigaskóm
og leit til hennar feimnislega og heilsaði með hlýjum rómi
Hún var hversdagsleg og nýmáluð með vellagaðan varaglossa
Vafin trefli í svörtum kjól rauðri peysu og klædd í klossa
sem Öskubuska í leiðangri í leitinni að nýjum skóm
Hún leit til hans í fyrsta sinn og heilsaði með hlýjum rómi
Í dagdraumum hvors annars voru
Um stefnumót sem aldrei varð
Kossa sem þau aldrei hafa kysst
Og þráðu að eiga næturgaman
unaðstíð sem aldrei kom
Þessir elskendur sem alloft hafa hist
en aldrei talast saman eða kysst
Hann stúderaði í Háskólanum heimspeki og lærði mikið
Var hugsuður með mikla dýpt en alltof innrænn fyrir vikið
fannst þarna á Lækjatorgi að þau höfðu áður hist
og hugsanlega í öðru lífi þúsund sinnum kysst
Hún var í kvöldskóla að klára stúdent starfaði sem búðardama
stundaði bæði joga og trimm og vissi allt um Dalai Lama
fannst þarna á Lækjatorgi að þau höfðu áður hist
og hugsanlega í öðru lífi þúsund sinnum kysst
Í dagdraumum hvors annars voru
um stefnumót sem aldrei varð
og kossa sem þau aldrei hafa kysst
Þau voru í góðu augnsambandi
og hefðu orðið frábært par
Þessir elskendur sem alloft hafa hist
en aldrei talst saman eða kysst
![]() |
Dalai Lama í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.5.2009 | 17:20
Ég veit um mann sem braut lög <--
Guðjón skaptason rafvirki, er ákvaflega mikill klunni. Fyrir stuttu var maðurinn staddur í plötubúð sem er á Laugaveginum og rak hann þá sig í risstóra auglýsingu sem hrundi yfir geisladiskasamstæðu. Hávaðinn varð mikill og með þessum gjörningi eyðilagðist glás af tónlist og af geisladiskum eftir hina ýmsustu listamenn.
-Hvað ertu að gera ? spurði afgreiðslukonan
-Nú ég er að brjóta lög með auglýsingu- svaraði Guðjón ákaflega hreikin af sjálfum sér.
-úúúúúúúúúúút
Já en ég vildi heyra lagið lækjartorg -
-úúúúúúúúúúút-
.
![]() |
Braut lög með auglýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2009 | 14:45
Fótboltamaður í kjötvinnslu.
Það borgar sig að lesa stundum aðeins hægar og fara ekki yfir hluti á handahlaupum. Þegar ég las byrjuna á þessari mbl.is
---->Eldur í kjötvinnslu Norðlenska
brá mér heldur betur í brún. Ekki vegna þess að það hafi komið upp eldur heldur að Eiður væri komin í kjötvinnslu.
Hvað í andskotanum er Eiður Gudjónsen að gera í kjötvinnslu ?
Hugsaði ég með mér og skildi ekki í einu né neinu. Ég ákvað því að lesa fréttina aftur og þá varð mér aftur brugðið því það er ekkert gaman að eigur séu að brenna í þessari grátbölvuðu kreppu.
![]() |
Eldur í kjötvinnslu Norðlenska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2009 | 14:24
Niðurskurður byrjaður hjá mér og fer bráðum að ljúka
Eins og ég skil Lilju Mosesdóttur þingmann vinstri grænna þá ætlast hún til að alþingismenn taki ábyrgð á gjörðum sínum og alþingi stjórni landinu á faglegum forsendum. Ég þurfti að hlusta á þessa frétt 25 sinnnum til þess að vera viss um að hún að meina þetta og endingu urðu viðbrögð mín þessi.
- -->
-->
-->
-->
-->
-->
-->
-->
-->
-->
->
BWHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHA
Hvernig er nú hægt að ætlast til þess að alþingismenn beri ábygð á gjörðum sínum ? Er það nú ekki full mikil bjartsýni miðað fyrri reinslu að þeirra störfum að þeir geri eitthvað af viti ?
Niðurskurði á geisla diski fer að ljúka.
Niðurskurði á geisladiki mínum fer bráðum að ljúka. Ég réði stórsöngvarann (194cm) Böðvar Rafn Reynisson( betur þek
ktur sem Ibbi í Dalton) Sem hljóðmálaráðherra á geisladisknum mínum og hinn margreinda Birgi Jóhann Birgisson sem hljóðblöndunarforsetisráðherra. Undan farið hafa þessir meistarar staðið í niðurskurði á lögum mínum og hefur vinna þeirra gengið með ágætum. Rétt eins og Lilja Mosessdóttir setti ég fram þá kröfu að hljóðblöndun yrði með faglegum hætti og rÍsa þeir félagar klárlega undir þeim kröfum og gott betur en það.
á næstunni mun ég fara með lagið sem ég vil leifa ykkur að heyra í útvarpsspilun en það lag ber heitið Lækjatorg og er sungið af góðvinkonu minni Þórunni Pállínu jónsdóttur (Tótu).
Lækjatorg..
Það var fámennt niðrá Lækjatorgi skuggi á húsum ský og stroka
er ská á móti klukkunni með biomjólk og búðarpoka
Hann labbaði í stuttum frakka, lopapeysu og strigaskóm
og leit til hennar feimnislega og heilsaði með hlýjum rómi
Hún var hversdagsleg og nýmáluð með vellagaðan varaglossa
Vafin trefli í svörtum kjól rauðri peysu og klædd í klossa
sem Öskubuska í leiðangri í leitinni að nýjum skóm
Hún leit til hans í fyrsta sinn og heilsaði með hlýjum rómi
Í dagdraumum hvors annars voru
Um stefnumót sem aldrei varð
Kossa sem þau aldrei hafa kysst
Og þráðu að eiga næturgaman
unaðstíð sem aldrei kom
Þessir elskendur sem alloft hafa hist
en aldrei talast saman eða kysst
Hann stúderaði í Háskólanum heimspeki og lærði mikið
Var hugsuður með mikla dýpt en alltof innrænn fyrir vikið
fannst þarna á Lækjatorgi að þau höfðu áður hist
og hugsanlega í öðru lífi þúsund sinnum kysst
Hún var í kvöldskóla að klára stúdent starfaði sem búðardama
stundaði bæði joga og trimm og vissi alllt um Dalai Lama
fannst þarna á Lækjatorgi að þau höfðu áður hist
og hugsanlega í öðru lífi þúsund sinnum kysst
Í dagdraumum hvors annars voru
um stefnumót sem aldrei varð
og kossa sem þau aldrei hafa kysst
Þau voru í góðu augnsambandi
og hefðu orðið frábært par
Þessir elskendur sem alloft hafa hist
en aldrei talst saman eða kysst
![]() |
Allt tekið með í reikninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.5.2009 | 21:36
þeir eru enn þá aular
Þökk sé miklu fæðubótadrykkjaþambi og gríðarlegu steraáti -þá styrktist GENGI KRÓNURNAR um 1% í dag. Þetta ógnvænlega glæpagengi hefur verið í mikillri lægð undanfarið en geri ég ráð fyrir því að þessir lúsapésar geti nú farið að lumbra almennilega frá sér. Athlægið hefur verið niðurlægjandi sem þetta hvolpateymi þurfti að þola síðasta haust og hafa þeir ekki einu sinni getað lamið húsflugu án þess að merjast síðan þá. Mín von er sú að þeir dagar séu liðnir og húsmæður hætti að minnast á þetta lúðagengi er þau skamma börnin sín.
Borðaðu nú matinn þinn krakkafjandi áður þú verður veiklulegri en íslenska krónan
Er t.d spakmæli sem heyra bráðum sögunni til og einhverjir viðkunnalegri spakmæli koma í staðinn eins og að maturinn þinn er hverrar krónu virði.
Sem er reyndar enn þá mjög lítis virði
Eigið góðar stundir
![]() |
Gengi krónunnar styrktist um 1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 16:10
/#"(#"!(=#()=!"#")=(!=!()"=)" er ekki í lagi með þetta lið ?
Ef ég væri sjóaradurgur og læsi þessa mbl.is frétt -
myndi ég æpa uppfullur af reiði.
- Hvað í andskotanum er að því að skjóta hvali ? Ef við ofveiðum ekki þessi kvikindi og göngum ekki á þennan fiskistofn er það hrein og klár skilda okkar eyjaskeggja að veiða þessi dýr . Hvernig væri nú að grænfriðungar færu nú að berjast gegn raunverulegum ofveiðum en ekki að leggja litla smáþjóð i norðri í einelti sem gerir sitt besta að komast af og eiga fyrir skuldum sínum ?
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
En ef ég væri grænfriðingur og læsi þessa mbl.is frétt... þá myndi ég segja
-uuu DÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖ PÍS MAN Holy smoke.
Ástæða þess að ég fullyrði þetta- er að mér fyrirmunað að skilja hvernig er hægt að vera mótfallin skynsömum hvalveiðum nema að vera alvarlega steiktur af hassreikingum eða annars konar dópi. Í hvaða teiknimyndaveröld lifir fólk eiginlega sem á sér hvali sem vini- og er mótfallið því að við íslendingar göngum í þá framleiðslustofna sem gætu gefið íslandi hvað mestan gjaldeyri- ef við gerum það með skynsömum hætti ? hvað þarf eiginlega troða miklum doðröntum af vitneskju í hausinn á þessu fólki til þess að fá skilja að við íslendingar myndum aldrei ofveiða okkar eigin fiskistofna heldur reyna að hegða veiðum af skynsemi. Ástæðan er einfaldlega sú að það er hagsmunum okkar samfélags fyrir bestu.
![]() |
Grænfriðungar vilja að Jóhanna vakni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2009 | 15:39
Þeir finna ekki neitt nema tvo táfýlosokka
Húsleit á sér stað á heimili Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda Kaupþings, vegna peninga mála sem hann hefur verið viðloðin. Miðað við hve langt er um liðið frá því að peninga málið átti sér stað- sem er verið að rannsaka er eitt ljóst að þeir munu ekki finna nokkurn skapaðan hlut á þessu heimili nema kannski
- Tvo táfýlusokka á gólfinu
- heimiliskött koma mjálmandi á móti þeim
- og kannski eina grótpirraða eiginkonu með permanet í hárinu
Aftur móti finna þeir ekki eitt né neitt sem tengist þessu peningamáli sem er verið að rannsaka- Því að þó Þessi ólafur sé án sé kannski féggráðugt auðvaldssvín sem hefur svo sannarlega kallað þessa rannsókn yfir sig... þá er hann er ekki vitlaus. Ef hann hefur eitthvað að fela þá er hann löngu búin að afmá öll sönnunnargögn á heimilinu og hvar sem þau er mögulegt að finna.
eða segir það sig ekki sjálft ?
![]() |
Leitað á heimili Ólafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.5.2009 | 22:58
Erfiðast af öllu
Er að gera sér framtíðina í hugarlund....... Raunar hálf vonlaust
"Það var eins og lygasögu líkast að sjá Reykjavík þróast í það sem hún er í dag "
sagði 104 ára gömul kona við mig - er ég var að vinna á Elliheimili. Ekki þykir mér það skrítið að gömlu konunni þótti þróun Reykjavíkur vera hálfgert furðuverk- þar sem hún bjó í torfbæjum og hér voru aðeins nokkrir moldarkofar þegar hún ólst upp úr grasi. Á nokkrum árum sá hún Reykjavík þróast úr sveit í borg- losna úr viðjum bændasamfélagsins og stíga fullum fetum inn í iðnaðaröldina. Henni fór að þykja framþróuninn lygum líkast- enda mundi hún eftir þeim tímum þegar engin hús voru frá tjörninni til hæðarinnar þar sem Hallgrímskirkja er nú- Smám saman tók Reykjavík á sig þann svip sem hún er með á sér í dag og get ég því ímyndað mér að fyrir þessari konu eru báðir þessir tímar henni hálfóraunverulegi. Bæði tíminn sem var og tíminn sem er og á hún því hvergi heima í minningum sínum nema í hálfgerðum óraunverleikanum.
Ég ætla ekki að gera mér í hugarlund hvað ég verð að gera þegar ég er orðin 98 ára gamall. Eitt er ljóst að lífið verður þá hálf óraunverulegt eins og og hjá gömlu konunni. Af fenginni reynslu sést best að velflestir langtímaspámenn hafa orðið sér að athlægi . Hvort ég verði bloggandi eður ei skal ósagt látið. Eitt þykir mér samt fullvíst.... Bloggsamskiptamátinn mun án efa nokkurs vafa... þykja gamaldags.
Ég er samt viss um að breytingarnar muni verða lygasögu líkast... Þar að segja ef ég næ að lifa svo lengi.
![]() |
Elsti bloggari heims allur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.5.2009 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.5.2009 | 17:57
Þetta líkar mér....
---- >Pönkið er komið á alþingi.
Ég kaus Borgarahreifinguna en sá eftir því að lokum kostningum, því ég finn það innra með mér að ég er hlinntur núverandi ríkisstjórn. Hitt er að ef Borgarahreifingin mún hrófla við þessum kreddufullu íhaldshefðum sem alþingi er þekkt fyrir, þá tek ég heilhugar undir áform þeirra og vonast til þess að meðlimir samtakanna veiti núverandi ríkisstjórn málefnalegt og sanngjarnt aðhald. Einnig fanst mér ánægjulegt að sjá mótmælendur fyrir utan alþingi á þessari mbl.is frétt sem ég vísa til, því það veitir núverandi ríkisstjórn aðhald og þeir verða minnugir þess upp á hvern einasta dag afhverju þeir eru inni á alþingi. Krafa um siðferðislegt aðhald er skilyrði nú á dögum til að vinna á alþingi og gegnir það jafnt um alla flokka.
![]() |
Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.5.2009 | 20:09
Mestu innbrotsþjófar allra tíma.....
Bestu innbrots þjófar
allra tíma
THE
BEST WAY
TO
ROB
A BANK
IS
TO
OWN
ONE
-Má ég ekki bjóða þér viðbóta-lífeyrissparnað ?
-Ég get ávaxtað tekjur þínar um helming
-Hefur þú velt því fyrir þér að fá þér vildarkort ?
Segja ræningjarnir
viðkunnalega við þig.
Með gullfallegu sölumansbrosi
hirða þeir af þér
allan þann pening
sem þú átt........
Skondnst er
að þú tekur ekki
einu sinni
eftir því
![]() |
Greiðvikinn innbrotsþjófur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar