8.11.2020 | 14:38
Kulnun
Ég er matarknúinn vinnuvél
með válint skap í kaldri skel
sef í vöku og sekk í trans
er sinni starfi róbótans
Er ég fer á vinnuvakt
verð að fylgja hennar takt
set því á mig hugrænt haft
og hem minn eiginn strigakjaft
Þegar ég er fjarstýrt fól
forritað sem vinnutól
set á bretti frystifang
er fer minn sama vanagang
Ég sé ekki mikin mun
á minni vinnuafplánun
og ganga áfram hamstrahjól
hringsnúast sem vélartól
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2020 | 02:15
Ljóð um útvarp Sögu.
Ljóð um útvarp Sögu
Eldheitur ljósvakinn logar
sem leiftrandi óveðursský
Heyri í herlúðrablæstri
og háværum reiðinnar gný
Orðið er eldfimt og laust
Á útvarpi sögu
orðið er eldfimmt og laust
úr læðingi
og lognið er dautt
Orðið er eldfimmt og laust
á útvarpi Sögu
Pétur sem öskraði úlfur
Æpir til fólksins á ný
Gremjan er kominn í kaffi
en kyrrðin í vetrarfrí
orðið er eldfimmt og laust
á útvarpi Sögu
Orðið er eldfimt og laust
úr læðingi
og lognið er dautt
Orðið er eldfimmt og laust
á útvarpi sögu
Krónískir tuðaðar tendra
Tilgangslaus neyðarblys
og breytast í háðfuglafóður
og fórnarlömb athlægis
því orðið er eldfimmt og laust
á útvarpi Sögu
orðið er eldfimmt og laust úr læðingi
og lognið er dautt
orðið er eldfimmt og laust
á útvarpi Sögu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2017 | 16:31
Ljóð
Ljúgðu Gosi, Ljúgðu
og láttu alltaf eins
og illa farið fórnarlamb
á funa steikarteins
Hlauptu Forrest Hlauptu
Með hóp á eftir þér
í leitinni að endarstað
Sem enginn veit hvar er
Kysstu Júdas Kysstu
Krist sem úti frís
Gakktu svo með gullpunginn
um gróðaparadís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2017 | 22:05
Ljóð um draumfagra dís.
tvístíga á krossgötu þinni
er varst hrakin úr paradís
Þú draumfagra,
draumfagra dís
Tvístíga á krossgötu þinni
Bloggar | Breytt 8.4.2017 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2016 | 18:34
Skilningsleysi
Skilningsleysi
Daman sagði við gjaldkerann.
Funi sem fuðraði upp
og fegurð sem hvarf
Sögðu að ég vildi ekki vakna
og vinna mitt starf
Og hvað kemur það mér við ? spurði gjaldkerinn.
nú, báðum þeim fanst ég svo fúlleit
og flúðu því út
Skildu mig eftir í einskonar
andlegri sút
og því er ég niðulút
Það sló á vandræðaleg þögn
sem gjaldkerinn rauf með því að segja
og það gera tíuþúsund og fimmhundrað krónur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2015 | 16:19
Lifðu í núinu.
Lifðu í núinu, nóttin er ung
og nepurðin hennar er losti
Rétt eins og ástríða úr osti
og epli úr vorhýrum yl
Lifðu í núinu, lífið er bros
sem liggur svo mikið á hjarta
Með hlátrinum heimtar að skarta
og hugsa sér batnandi skil
Lifðu í núinu, leggðu þig fram
að lofa hinn glaðlynda galsa
Stígðu við sæluna salsa
og settu á borðið þín spil
Bloggar | Breytt 26.7.2015 kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2015 | 18:43
Mánudagsmorgun.
Mánudagsmorgunn. Af hverju ertu að vekja mig
með öskrum og látum, þegar þú veist ég hata þig.
Vil ekki vakna, því nærvera þín er niðurlút,
nístir að skinni og leyfir mér ekki að sofa út.
Mánudagsmorgunn. Af hverju ertu alltaf eins
með óþarfa stæla, sem auka á kvöl míns sálarmeins.
Ert ekkert fyrir, broslausa b-menn eins og mig
sem bölva í hljóði og horfa með hornaugum á þig.
& Æ,Æ,Æ, ég myrti morgunhanann og lamdi verkstjórann
Ég hata þig mánudagsmorgunn og vekjaraklukkuna
Ég hata þig mánudagsmorgunn og byrjun vinnuvikunnar
og ef þú myndir segja góðan daginn þá svara éttu skít
Mánudagsmorgunn. Ert alltaf fimm daga í röð
í andrými tímans, sem staðnumin lest við brautarstöð.
Áður en birtist, er kominn með alveg upp í kok
á kvalræði þínu og dreymi um vinnuvikulok.
Mánudagsmorgun. Mín vegna máttu éta skít
því minningin um þig, er allt sem ég hata og fyrirlít.
Tekur upp hanska og sjónamið vinnuveitandans
villt að ég hlýði og fari eftir fyrirmælum hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2015 | 22:27
Afglapinn
Veit hvað það er erfitt að sætta sig við tap
svipuhögg úr angist og biturt keppnisskap
og vera afglapi
Væntingar sem verða harmi þrungið hnig
helst að öllu óska að jörðin gleypi þig
því þú ert afglapi
En þannig er nú lífið ljúfurinn
er lítur þú í gras með tár á kinn
og ert afglapi
á þinn hlálega hátt
Yrðir óður maður ef þú gerðir ekki gys
af glappaskotum þínum og því sem fórst á mis
sem afglapi
Óraunhæfar kröfur gera engum gott
því gróði þeirra færir sjaldan sæluglott
er þú ert afglapi
Fæstir geta unnið sérhvert sinn
og sagt þeir þoli alltaf mótvindinn
og eru aldrei afglapar
sem lífið leikur grátt
Lýttu á tap sem góðverk - og göfgun mannshugans
og gleðipillu sigurvegarans
Sem er ekki afglapi
og fagnar því dátt
Slepptu því að bölva ef þitt besta er ekki nóg
og brjóta þig að innan er leggur hönd á plóg
ef þú ert afglapi
Stóðst þig vonum framar gerðir hvað þú gast
því gagnast frekar lítið að taka tryllingskast
sem afglapi
Settu frekar sælubros á kinn
og sættu þig við tapið eyminginn
þó þú sért afglapi
með veikan varnarmátt.
Allir eru- einhvern tímann afglapar
Illa séðir - úr sér gegnir - taparar
Bloggar | Breytt 4.4.2015 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2014 | 19:32
Ljóð um Facebook
Talandi dæmi um tímann en ekki þig
er tálmynd sem settir á Facebook af sælubrosi
sem- lét okkur halda að þú værir glaðlindur gosi
og græðir mun meira en ofvirkur afgreiðsluposi
-
Færsla sem heimtar að heiminum líki við sig
og hugsi með sér að líf þitt er allsherjar gaman
segir að ekkert í núinu geri þig graman
og gangir í skýjum og skemmtir þér stundunum saman
-
Öllum er sama þó þú sést í huglægum hnút
harmir mun meira en sýnir á veraldarvefnum
Þessvegna póstaru mikið af myndrænum efnum
minningatengdum og hresslindum tónlistarstefnum
-
Fannst sem þú værir svo - syngjandi kátur í sút
og svamlaðir um í botnlausu andrými tímans
er- hamingja þín sem var eingöngu glaðlinda gríman
glotti með hressasta móti í myndavél símans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2014 | 16:25
Þú ert mér uppfyllt ósk
Þú ert mér uppfyllt ósk
andi sem býr í glasi
töfrandi drottsins dýrð
dásemd með hlýju fasi
Þú ert mér mánaskyn
Sem minnir á himnaríki
engiltært viskuvatn
vegur sem brúar sýki
Þú gafst mér barnslegt bros
er bast við mig þráð úr stáli
tendraðir eld sem er
orðinn að ástarbáli
Þú gafst mér gullna vídd
götu til álfaheima
opnaðir inni í mér
andlega himingeima
Þú komst með kærleiksbyr
klakann á strætinu bræddir
varst eins og sálrænt smyrsl
er sárin með umhyggju græddir
þú komst með hjálparhönd
huggun í erfiði mínu
færðir mér leiðarljós
og lykil að hjartanu þínu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar