Mánudagsmorgun.

Mánudagsmorgunn. Af hverju ertu að vekja mig
með öskrum og látum, þegar þú veist ég hata þig.
Vil ekki vakna, því nærvera þín er niðurlút,
nístir að skinni og leyfir mér ekki að sofa út.

Mánudagsmorgunn. Af hverju ertu alltaf eins
með óþarfa stæla, sem auka á kvöl míns sálarmeins.
Ert ekkert fyrir, broslausa b-menn eins og mig
sem bölva í hljóði og horfa með hornaugum á þig.

& Æ,Æ,Æ, ég myrti morgunhanann og lamdi verkstjórann

Ég hata þig mánudagsmorgunn og vekjaraklukkuna
Ég hata þig mánudagsmorgunn og byrjun vinnuvikunnar

og ef þú myndir segja góðan daginn þá svara éttu skít

Mánudagsmorgunn. Ert alltaf fimm daga í röð
í andrými tímans, sem staðnumin lest við brautarstöð. 
Áður en birtist, er kominn með alveg upp í kok
á kvalræði þínu og dreymi um vinnuvikulok.
 

Mánudagsmorgun. Mín vegna máttu éta skít
því minningin um þig, er allt sem ég hata og fyrirlít.
Tekur upp hanska og sjónamið vinnuveitandans
villt að ég hlýði og fari eftir fyrirmælum hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 184826

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband