29.5.2009 | 14:24
Niðurskurður byrjaður hjá mér og fer bráðum að ljúka
Eins og ég skil Lilju Mosesdóttur þingmann vinstri grænna þá ætlast hún til að alþingismenn taki ábyrgð á gjörðum sínum og alþingi stjórni landinu á faglegum forsendum. Ég þurfti að hlusta á þessa frétt 25 sinnnum til þess að vera viss um að hún að meina þetta og endingu urðu viðbrögð mín þessi.
- -->-->-->-->-->-->-->-->-->--> ->
BWHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHA
Hvernig er nú hægt að ætlast til þess að alþingismenn beri ábygð á gjörðum sínum ? Er það nú ekki full mikil bjartsýni miðað fyrri reinslu að þeirra störfum að þeir geri eitthvað af viti ?
Niðurskurði á geisla diski fer að ljúka.
Niðurskurði á geisladiki mínum fer bráðum að ljúka. Ég réði stórsöngvarann (194cm) Böðvar Rafn Reynisson( betur þek
ktur sem Ibbi í Dalton) Sem hljóðmálaráðherra á geisladisknum mínum og hinn margreinda Birgi Jóhann Birgisson sem hljóðblöndunarforsetisráðherra. Undan farið hafa þessir meistarar staðið í niðurskurði á lögum mínum og hefur vinna þeirra gengið með ágætum. Rétt eins og Lilja Mosessdóttir setti ég fram þá kröfu að hljóðblöndun yrði með faglegum hætti og rÍsa þeir félagar klárlega undir þeim kröfum og gott betur en það.
á næstunni mun ég fara með lagið sem ég vil leifa ykkur að heyra í útvarpsspilun en það lag ber heitið Lækjatorg og er sungið af góðvinkonu minni Þórunni Pállínu jónsdóttur (Tótu).
Lækjatorg..
Það var fámennt niðrá Lækjatorgi skuggi á húsum ský og stroka
er ská á móti klukkunni með biomjólk og búðarpoka
Hann labbaði í stuttum frakka, lopapeysu og strigaskóm
og leit til hennar feimnislega og heilsaði með hlýjum rómi
Hún var hversdagsleg og nýmáluð með vellagaðan varaglossa
Vafin trefli í svörtum kjól rauðri peysu og klædd í klossa
sem Öskubuska í leiðangri í leitinni að nýjum skóm
Hún leit til hans í fyrsta sinn og heilsaði með hlýjum rómi
Í dagdraumum hvors annars voru
Um stefnumót sem aldrei varð
Kossa sem þau aldrei hafa kysst
Og þráðu að eiga næturgaman
unaðstíð sem aldrei kom
Þessir elskendur sem alloft hafa hist
en aldrei talast saman eða kysst
Hann stúderaði í Háskólanum heimspeki og lærði mikið
Var hugsuður með mikla dýpt en alltof innrænn fyrir vikið
fannst þarna á Lækjatorgi að þau höfðu áður hist
og hugsanlega í öðru lífi þúsund sinnum kysst
Hún var í kvöldskóla að klára stúdent starfaði sem búðardama
stundaði bæði joga og trimm og vissi alllt um Dalai Lama
fannst þarna á Lækjatorgi að þau höfðu áður hist
og hugsanlega í öðru lífi þúsund sinnum kysst
Í dagdraumum hvors annars voru
um stefnumót sem aldrei varð
og kossa sem þau aldrei hafa kysst
Þau voru í góðu augnsambandi
og hefðu orðið frábært par
Þessir elskendur sem alloft hafa hist
en aldrei talst saman eða kysst
Allt tekið með í reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært!
Lilja (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 09:06
Maður er alltaf skeptískur, en þetta var skemmtilegt lag með frábærum texta. Ef ég væri á landinu myndi ég alveg gera alvöru myndband fyrir þig.
Villi Asgeirsson, 30.5.2009 kl. 20:38
Já, þægilegt lag að hlusta á, afslappaður og góður söngur hjá Þórunni. Hvenar kemur svo diskurinn út?
>Væri nú ekki samt snilld að gefa út á gamla vínilinn eða kassettu?
S. Lúther Gestsson, 30.5.2009 kl. 21:12
Gunnar frændi og Lilja ...
Þakka ykkur kærlega fyrir hrósið ...
Villi... Ég tek því sem hrósi :) . Það væri sannur heiður að fá að vinna með hæfileikaríkum listamönnum sem eru á öðrum sviðum en ég sjálfur... mér finnst ekkert kemmtilegra en að blanda listrgreinum saman. Þú veist allavega af mér... ef þú átt leið á klakan.
S-luther..
Ég er ekki komin með útgefenda en ég er að vonast til að með útvarpsspilum þá kvikni áhugi á því hjá þeim.
Væri nú ekki samt snilld að gefa út á gamla vínilinn eða kassettu?
Ég kom með hugmynd að líkja eftir gamla vínilsándinu á þessari plötu.... svo það kæmi vel til greina hvað mig varðar. ..... Reyndar er ég efins um að framleiðendur myndu vilja framleiða slíkt... því blessaður gripurinn verður víst að getað selst til að þeir eru til tals.
Takk kærlega fyrir komentin...
Brynjar Jóhannsson, 30.5.2009 kl. 21:34
Heill og sæll; minn forni spjallvinur - líka, sem þið önnur, hér á síðu !
Brynjar ! Þakka þér; þetta ágæta framtak, en, ..... jafn eldfimt mál, sem koma hins ágæta Dalai Lama, hingað út til Íslands, og skírskotun til hans stífni, gagnvart hinu órjúfanlega Miðríki (Kína), hefði mátt liggja á milli hluta, í þessum annars ágætu ljóðlínum.
Það vill nú svo til; að það er meginmarkmið bræðra minna, í Kuomingtang hreyfingunni; hreyfingu þjóðernissinna, í Kína, að Tíbet verði áfram, undir Peking stjórn, þá þeir komast til valda á ný - þegar Rauðliðarnir hrökklast frá völdum, ágæti drengur.
Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 03:06
Heill og sæll, þér yðar skemmtileg- herra Óskar Helgi Helgason- bloggvinur- alltaf gaman að sjá þig hér
Sögupersónan í textanum sem þú talar um, er hversdagsleg stúlka í venjulegri vinnu en er mikið fyrir nýaldaspeki og með brennandi áhuga fyrir Dali lama. Ég ætti að vita það þar sem ég bjó þessa sögupersónu til sjálfur. Það eina sem mig langaði að gera -- kæri bloggvinur- var að gera ástina hversdagslega og fjalla um hana út frá hversdagslegu sjónarhorni í stað þess að klæða hana í einhver spariföt. Boðskapurinn textans er fyrst fremst þessi-- taktus sénsin ef þú færð tækifæri <----
Eins og kemur sterklega í þessari miðjusettningu lagsins.
"Þessir elskendur sem alloft hafa hist
en aldrei talst saman eða kysst"
Ég get lofað þér ágæti vinur að polítik í kína var mér ekki ofanlega í huga þegar ég samdi þennan texta það er mikið víst.
Brynjar Jóhannsson, 31.5.2009 kl. 04:57
skemmtilegt lag og góður texti.
fín hugmynd hjá þér að innleiða smá vínilskít í þetta. það eru til VST plugin sem ná að framleiða þann skít með miklum ágætum.
Brjánn Guðjónsson, 31.5.2009 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.