21.5.2009 | 22:58
Erfiðast af öllu
Er að gera sér framtíðina í hugarlund....... Raunar hálf vonlaust
"Það var eins og lygasögu líkast að sjá Reykjavík þróast í það sem hún er í dag "
sagði 104 ára gömul kona við mig - er ég var að vinna á Elliheimili. Ekki þykir mér það skrítið að gömlu konunni þótti þróun Reykjavíkur vera hálfgert furðuverk- þar sem hún bjó í torfbæjum og hér voru aðeins nokkrir moldarkofar þegar hún ólst upp úr grasi. Á nokkrum árum sá hún Reykjavík þróast úr sveit í borg- losna úr viðjum bændasamfélagsins og stíga fullum fetum inn í iðnaðaröldina. Henni fór að þykja framþróuninn lygum líkast- enda mundi hún eftir þeim tímum þegar engin hús voru frá tjörninni til hæðarinnar þar sem Hallgrímskirkja er nú- Smám saman tók Reykjavík á sig þann svip sem hún er með á sér í dag og get ég því ímyndað mér að fyrir þessari konu eru báðir þessir tímar henni hálfóraunverulegi. Bæði tíminn sem var og tíminn sem er og á hún því hvergi heima í minningum sínum nema í hálfgerðum óraunverleikanum.
Ég ætla ekki að gera mér í hugarlund hvað ég verð að gera þegar ég er orðin 98 ára gamall. Eitt er ljóst að lífið verður þá hálf óraunverulegt eins og og hjá gömlu konunni. Af fenginni reynslu sést best að velflestir langtímaspámenn hafa orðið sér að athlægi . Hvort ég verði bloggandi eður ei skal ósagt látið. Eitt þykir mér samt fullvíst.... Bloggsamskiptamátinn mun án efa nokkurs vafa... þykja gamaldags.
Ég er samt viss um að breytingarnar muni verða lygasögu líkast... Þar að segja ef ég næ að lifa svo lengi.
Elsti bloggari heims allur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri gaman að fá þetta þýtt yfir á íslensku.
Jón Hjörtur (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 00:44
Hvað ertu eiginlega að tala um ?
Brynjar Jóhannsson, 22.5.2009 kl. 10:29
Góða helgi
Jónína Dúadóttir, 22.5.2009 kl. 13:09
Mér sýnist Jón Hjörtur einmitt vera að böggast yfir íslenskum málhefðum. Karlgreyið hefur einhverja komplexa yfir því að heita tvínefni, sem varla fyrirfannst á Íslandi áður en tuttugasta öldin rann upp. Við, alþýðan, höldum áfram að eiga samskipti, meiðan hinn hágöfugi íslenskuaðall mígur yfir alvöru menn og alvöru málefni vegna þess að það skiptir okkur meira máli hvað við segjum en hvernig það er sagt.
Sennilega svarar Jón þér þegar hann er búinn að raða innihaldinu í baðherbergisskápnum sínum upp í öfugri stafrófsröð. Svona komment er ættað frá fólki með þann gagnlega hugsunarhátt.
Bragi (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 19:44
Góða helgi jónína mín... alltaf gaman að sjá þig hér á bloggi mínu
Já það er rétt Bragi- ætli ég verði ekki að þakka honum Jóni Hirti fyrir að vera svona hjálplegur. Það er alltaf gagnklegt ef einhver leggur það á mig að sjá hnökra við mitt mál. Hnökra mína má nefnilega alltaf laga en "óþarfa nærsýni" er kvilli sem er yfirleitt varanlegur.
Vissulega eru nokkrar stafsettnignarvillur og líka málfars vilteysa í þessu bloggi mínu- eins og t.d ÓLST ÚR GRASI en ætti væntanlega að vera skrifað ÓX ÚR GRASI... En hvað með það ? Þetta er BLOGG og mínar vangaveltur sem ég skrifa hverju sinni. Ég skal fúslega viðurkenna að ég er mannlegur og það kemur fyrir mig að ég geri villur öðru hvoru.
Reyndar hef ég komist að því að mistök mín inni á ritvellinum eru síður en svo meiri en gengur og gerist og get ég því ekki með nokkru móti tekið þessari aðfinnslu inn á mig.
Til að mynda má færa rök fyrir því að málfærni jóns sjálfs sé til að mynda ekki nægjanlega nákvæm.
Þegar hann skrifar hér..
"Það væri gaman að fá þetta þýtt yfir á íslensku." sést glögglega að setningin hans er einfaldlega ekki nógu tæmandi. Mér þætti mér líklegt að einhver málfarfúskurinn ræki upp stór augu ef hann læsi það sem jón lét frá sér. Ef hann Jón annað borð kynni þá íslensku sem hann ætlast til af af öðrum - ætti hann að skrifa...
"það væri gaman að fá skrif þín hér að ofan letruð yfir á íslensku. "
Afgefnu tilefni legg ég því til að Jón Hjörtur kristni fyrst sjálfan sig með málfarfasisma sínum áður en hann reynir að kristna heiminn.
Brynjar Jóhannsson, 22.5.2009 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.