8.4.2009 | 15:46
Guði sé lof! þá var daman ekki með síma
Ég átti samtal við unga og velgefna dömu um helgina, þegar ég sat að svamli á Ölstofunni. Er hún bað mig um að persónugreina sig sagði ég að hún væri, kvenleg, blíð og mjög manngóð. Hún væri hugsandi og mætti ekkert aumt sjá.
-Ég fell ekki fyrir svona klisjum-
sagði hún og var ekki sátt við þessa sálgreiningu mína.
UUu ha
-það sem þú ert að segja getur átt við allar konur.
útskýrði hún fyrir mér.
Flestar konur sem ég þekki eru eins og tilfinningakaldir ísklumpar og engu minni hörkutól en harðgerðir sjómenn og því var ég að segja dagsatt er ég tjáði henni að hún væri kvenleg. Í framkomu sinni var hún bersýnlega manngóð og kom það meðal annars fram í því hve kurteis hún var í allri sinni hegðun. Manneskjan gat augljóslega ekkert aumt séð því hún var að tala vandræðagrip eins og mig og því var ekkert rangt af því sem ég var að segja. Ég tel því nokkuð ljóst að allt sem ég hafi sagt hafi verið klisja því að þetta elskulega og gullfallega kvenblóm var klisja sjálf.
bíddu nú við.. flestar konur sem ég þekki eru kuldalegri en Hallgerður langbrók-
Sagði ég og dæsti mig eins og ég geri oft í rökræðum við félaga mína en okkur þykir ekkert skemmtilegra en að rífast heimspekilega um tilveruna eins og hundar og kettir.
Er daman virti mig fyrir sér varð hún smeyk því hún þekkti mig ekki neitt. Ég er sannfærður um að hún hefði hringt á neiðarlínuna ef hún hefði síma því henni þótti ég full æstur er ég lét þessi orð út úr mér. Þá hefðu gerst atburðir sem væru dæmigerðir fyrir mig í hvert skipti þegar ég tala við fallega konu.
Vöðvastæltir slökkvuliðsmenn hefðu mætt á svæðið og bjargað þessari dömu frá þrasræðum með því að skvetta framan í mig kaldri vatnsgusu. Víkingarsveitin hefði stokkið á mig úr öllum áttum og knésett mig niður á jörðina og lögreglan hefði síðan komið og hjálpað víkinga sveitinni með því að berja mig til óbóta.
RÓAÐU ÞIG NIÐUR ÞRASHAUSINN ÞINN
Hefði lögregluhópurinn æpt á mig og notað mig sem tilraunadýr fyrir bareflin sín.
Mér hefði verið hent út í sjúkra bíl með þeim rökum að ég væri með of háan blóðþrísting og í öllum múgæsingnum hefði ég endað inni á Gjörgæslu.
Já en ég var bara að reyna að skemmta mér
Væri það eina sem kæmi upp úr mér í lögregluskýrslum er ég væri færður niður á hverfissteininn vegna þessa grafalvarlega máls og látin dúsa þar í heila viku. Þá hefði komið upp nýtt geirfinns mál og mér væri kennt um öll óupplýst glæpamál samtímans og kennt meðal annars um Icesavedeiluna.
Ég segi því og skrifa að um síðustu helgi hafi heppnin verið mér. Ég væri nefnilega örugglega á bak við lás og slá þessa stundina ef þessi stúlka hefði haft síma um hönd.
Óskað eftir neyðaraðstoð vegna hláturkasts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 9.4.2009 kl. 07:04
he he góður að vanda :)
Óskar Þorkelsson, 9.4.2009 kl. 08:05
Kona sem er ekki með síma?... Heldur að þetta geti átt við allar konur..... Hrædd við þig.... búin að tala lengi við þig.
Ok. Þetta er samskiptafælin kona með kynbundna fordóma og með paranoju. Þjáist af uppgerðar almennilegheitum.
Þetta er rétt greining á konunni.... en Brynjar minn. Hún hefði orðið jafn reið ef þú hefðir sagt henni satt. Stundum er bara ekki hægt að gera konum til geðs.
Bragi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:05
Fjarri því bragi og þess þá heldur að gera því EKKI til geðs.
Brynjar Jóhannsson, 11.4.2009 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.