Óvissuferðir..

Ég er miðbæjarrotta og alllir sem búa fjær mér en í Skipholti eru bændur í mínum augum. Í miðbænum hef ég allt sem mig langar í, matur,nauðsinjar og síðast en ekki síðst... Skemmtun.

Einu sinni var ég og einn félaginn á hálfgerðu kojufylleríi heima hjá mér. Allt stefndi í að drykkjan myndi enda með vanabundum leiðangri um skemmtistaði miðbæjarins og ekkert óvenjulegt myndi gerast þegar síminn skyndilega hringdi.

Hvað segiru um að fara á papaball ? spurði félaginn minn er hann ansaði símanum.

uu hvar er papaball ?

Á Akranesi ?

Á Akranesi ... já en hvernig eigum við komast þangað ? 

Eftir enga umhugsun kom ekkert annað til greina en að taka leigubíl til Akranesar. Því fór sem fór og áður en við vissum af vorum við komnir á leiðarenda.Ég man ekkert hvað leigubílaferðin kostaði en borguninn var vel þess virði því ég skemmti mér konunglega.


 

 


mbl.is Tóku leigubíl frá Tékklandi til Danmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landi

Alltaf gaman af því að taka leigubíl..notaði þá mjög oft hér áður fyrr..

En lengsta ferð sem ég hef farið í Taxa var árið 1976 eða 1977..en hún var frá Reykjavík og austur á kirkjubæjarklaustur en þar stoppuðum við yfir helgina og aftur með sama bílstjóra og auðvitað sama bíl til baka í bæinn..

Ekki veit ég hvað þetta kostaði en þetta var mikið gaman...

Landi, 30.3.2009 kl. 15:05

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

alltaf skemmtilegt að heyra um svona ævintýri Landi ....

Brynjar Jóhannsson, 30.3.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég get toppað þetta því við vorum 4 saman sem tókum leigubíl frá Akureyri til Reykjavíkur. Ferðin fram og til baka kostaði 45.000.-

Við ætluðum í bíó og pöbbarúnt auk þess sem það átti að vera rosalega gaman í bílnum fram og til baka, við sváfum eiginlega alla leið til borgarinnar enda ekki svaka líflegir þegar við lögðum á stað en skelltum okkur í gírinn kl 17 þegar við lentum í Rvk. Við vorum hins vegar lagðir af stað heim aftur fyrir kvöldmat ákveðnir að ná Sjallanum um kvöldið. Okkur leist ekkert á þennan miðbæ Rvk þar gengu allir um með hnúajárn og sjóræningjahettur eins og við kölluðum það.

S. Lúther Gestsson, 30.3.2009 kl. 19:41

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég fæ ekki betur séð en að ég sé blásaklaus fermingardrengur í samanburði við þá sem hafa tjáð sig.

Brynjar Jóhannsson, 30.3.2009 kl. 21:28

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það er rétt sem þú sagðir, þú ert bara miðbæjarrotta!

S. Lúther Gestsson, 31.3.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

HAHAHA...

Bíddu ertu ekki einhver röndótt KR næpa ???  Vesturbærinn! Alltaf væg þrjú vinstig að staðaldrai framan í smettinu á manni ef maður kíkir þangað 

Brynjar Jóhannsson, 31.3.2009 kl. 04:41

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ hvað ég er glaður að heyra hvernig þú ferð með atvinnuleysisbæturnar þínar sem ég borga með sköttunum mínum. Þeim peningum er vel varið. Samanber færslu þína frá 6. febrúar:

                                             "ég er 

BRYNJAR

og ég er ATVINNULAUS. Cool"

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 21:14

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Well.

 Þú gleymir einu stóru atriði. Ég borgaði skatt sjálfur og myndi borga skatt ef ég fengi tækifæri til þess. Það vill nú til að 17 þúsund mans eru atvinnulausir þessa daganna og er það fyrst og fremst vegna þess að landinu hafði verið stjórnað skelfilega undan farin átján ár. Ekki var það ég sem skuldsetti íslensku þjóðina til andskotans eða stjórnaði bönkum hérlendis eins og það kæmi aldrei að skuldadögum. Þeir menn sem stóðu fyrir slíkri veruleikablindu voru vel flestir SJÁLFSTÆÐISMENN og því skil ég vel að þú ert hreikin af mér- Ég kann þó að fara með peninga og hef vit á því að skella mér aldrei í skuldir.

Þar að auki segir sig sjálft að ef ég eyði peningum sem ég fæ í hendurnar fara þær í atvinnusköpun fyrir annað fólk þannig að tæknilega séð er ég hagkvæmari í rekstri en vel flestir ríkissstarfsmenn í þessu samfélagi.

Brynjar Jóhannsson, 31.3.2009 kl. 22:40

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Svo vil ég líka minna Baldur á það að ef hann hefur unnið fyrir sér sem stærðfræði kennari í iðnskólanum í einhver ár þá hefur hann mjög líklega þegið miklu MEIRI PENING FRÁ RÍKINU EN ÉG HEF NOKKURN TÍMAN GERT.  og vil ég benda Baldri á að Það var ég sem ég borgaði skatt af mínum tekjum fyrir slíka atvinnubótavinnu sem var ámóta gagnslaus og að kenna mönnum að grafa upp holu og moka ofan í hana aftur.

Þannig að það er nokkuð ljóst ... að ef það er einhver sem stendur hér í skuldum... þá er það miklu frekar BALDUR en ekki ég. 

Brynjar Jóhannsson, 31.3.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband