Ég verð ríkari með hverjum deginum

Nú þegar yngstu milljarðarmæringar heimsins hafa glatað þriðjungi auðæfa sinna styrkast auðævi mín til muna. Mínir sjóðir eru nefnilega ekki peningalegs, heldur andlegs eðlis og er engu líkara en ég sé með orm sköpunarinnar yfir sálrænni gullmolakistu minni. Andlegur fjarsjóður minn er orðin svo stór að hann hefur sprengt kistuna af sér og er fyrir löngu farið að flæða út fyrir. Kreppan hefur virkað sem vítamín fyrir vitsmuni mína á meðan hún er miklu meira í líkingu við krabbamein í augum ungra auðkýfinga. Ég er orðinn tröllvaxinn sem andans maður og tel mig mun færari gagnvart hörku tilverunnar en nokkurn tíman áður. Ég hef sannreynt það á sjálfum mér að hamingjan byggir á því að vera sjálfum sér nægur, gera jákvæða og uppbyggilega hluti, vera skapandi, en hamingjan hefur sára lítið með peningalega velsæld að gera.Fyrir suma eru peningar miklu meira virði en hamingja en hjá mér er hlutunum öfugt háttað. Ég er sérhannaður fyrir krepputímabil og lifi því sannkölluðu kóngalífi um þessar stundir. Þökk sé heilbrigðum viðhorfum mínum til lífsins og því að ég sækist ekki um of eftir veraldlegum gæðum.
 


mbl.is Ungir milljarðarmæringar hafa tapað þriðjungi auðæfa sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vá hvað þú ert heilbrigður ungur maður !

Jónína Dúadóttir, 13.3.2009 kl. 07:21

2 identicon

Ósammála

Baldur (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:33

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína.. 

Takk fyrir það..

Baldur.

Hvernig getur þú sagt það? Fyrst þú þekkir mig ekki. Í það minnsta kannast ég ekki við neinn mann að nafni Baldur.  

Brynjar Jóhannsson, 13.3.2009 kl. 19:35

4 identicon

Það er svo gefandi í kreppum að geta glaðst yfir óförum annara.

Bragi (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 10:22

5 Smámynd: Halla Rut

Nákvæmlega rétt hjá þér Brynjar. Ég held að ansi margir líti nú öðrum augum á lífið og meti lífsgæðin frá öðrum sjónarhornum en áður.

Halla Rut , 14.3.2009 kl. 14:11

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bragi..

ekkert sem hressir meira...  segi ekki meira út af því að ég ætla að lifa til fertugs

Halla

Ég elska þessa kreppu... finnst GAMLA GÓÐA ísland komið 

Brynjar Jóhannsson, 19.3.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband