Byltingu frestað vegna jarðafarar

Hvenær ætlar fólk að gera sér grein fyrir því að velflestir byltingarsinnar sem hafa haft sig frammi í þessum mótmælum eru mjög friðsamir borgarar ? þeir hafa úlfúð á ofbeldi og myndu aldrei svo sem leggja hendur á flugu og hvað þá lögreglumenn að störfum. Það er mislitur sauður í mörgu féi og sumir hafa þörf fyrir að láta reiði sína bitna á vesalings lögreglumönnunum sem ekkert hafa gert. Ég skil vel að lögreglan verji sig við slíkar aðstæður og hef aldrei nokkurn tíman lagst gegn því að hún haldi uppi lögum og reglum í þessu samfélagi. Ég fæ ekki betur séð en að það sé fámennur hópur sem er með slíkt ofbeldi en flestir aðrir mótmælenda voru fyrst og fremst með einlægan hávaða sem kom beint frá þeirra hjarta . Ég barði á trommur og öskraði af alefli

-Vanhæf ríkisstjórn  Angry
Sem er mín hjartans skoðun. Ég vil þessa ríkisstjórn burt vegna þess að mér er í nöp við Sjálfstæðisflokkinn. Mér hefur aldrei líkað þetta siðleysingja bandalag og vona að það lognist útaf rétt eins og komunistaflokkurinn forðum daga. Að ég hafi þessa skoðun gerir mig hvorki að skríl eða komanista... því staðreyndin er sú að ég er jafnaðarmaður í mínu hjarta en ekki vinstri maður.  

En

AÐ hafa megnustu óbeit á núverandi stjórnarfari gerir mig ekki að skríl heldur. 

 

Er ég friðsamur byltingarsinni <----- Cool

 

Vissuð þið t.d að ?  

  •  Í gær var byltingu frestað vegna jarðafarar sem átti sér stað í Dómkirkjunni og var það gert í þeim tilgangi að votta þeim látna virðingu. Heldur einhver lifandi maður því fram að skríll myndi gera slíkt sem er siðlaus að öllu leiti ? 
  • Sjúkraliði bað fólk vinsamlega um að veitast ekki að lögreglunni og uppskar hann mikið fagnaðaróp. Þá myndaði hópur fólks skjaldborg í kringum lögregluna í þeim tilgangi að vernda hana.

Ég veit þetta allt því ég hef verið þarna á svæðinu og sá þetta með berum augum. Stór hluti fólksins sem er þarna er ósköp venjulegt fólk og var ég sérstaklega mikið var við Háskólafólk. Ég fullyrði að lang stærstur hluti fólksins sé gegn ofbeldi og styðji barsmíðar á laganna vörðum ekki með neinu móti.

Þar á meðal ég.

Ég er þarna mættur til að nýta mér rétt minn til að MÓTMÆLA en ekki til að lumbra á lögreglumönnum.

Því stið ég heilshugar ATVINNUSÖNGVARA og legg til að allir trommuleikarar landsins sameinist í að hafa sem mestan hávaða til að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. Einnig væri sniðugt að allir heavymedalgítarleikarar sameinis t til þess að trufla þingstörf sem mest.

Nú er NAUÐSYN FYRIR HÁVAÐA

Þessari byltingu linnir um leið og Sjálfstæðisflokkurinn fer fá völdum.  


mbl.is Syngja mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég held að langflestir geri sér fulla grein fyrir því að það er mikill minnihluti sem hagar sér eins og skríll í þessum mótmælumStyð sem mestan hávaða og læti, öskur og tónlist

Jónína Dúadóttir, 22.1.2009 kl. 19:47

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það var nú áberandi í fyrrakvöld hvað margir listamenn voru meðal mótmælenda, alls konar listamenn - rithöfundar, söngvarar, tónlistarmenn, leikarar, myndlistarmenn. Ég held að það sé vegna þess að það fylgir listum að hafa ákveðið næmi og bregðast við - skapa eitthvað.  Því miður er samfélagið þannig í dag að flestir hafa drepið niður sköpunarkraftinn í sjálfum sér og sitja heima og gera ekkert í málunum, já jafnvel fylgjast ekki með hve hroðalega illa Íslandi er stjórnað í dag.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.1.2009 kl. 19:50

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Salvör..

Það var einmitt málið. Til að mynda vorum við sem stóðum að hvað mestum hávaðanum með trommur og vorum að reyna að mynda sambastemningu og laga stúfa út úr orðatitlinum vanhæf ríkisstjórn.  Á því er stór regin munur en að vera að berja á einhverjum. 

Ekki til ofbeldi í þessu hjá okkur.....

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 19:56

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína..

Æi glemdi ég þér heillin mín...

Það gleður mig mjög að heyra að fólk sé almennt á þessari skoðun.. því ég tek hérna eftir inni á bloggheimum að fólk er ekki alveg að gera sér grein fyrir því hvernig þessi hópur er samansettur.  

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 19:57

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hjartanlega sammála ykkur:) höldum áfram að skapa hávaða og láta rödd okkar heyrast

Birgitta Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:09

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Tinna það er nákvæmlega málið. Fólk er ekki að gera sér grein fyrir þvi að þarna er hjarta þjóðarinnar að slá og vel flestir eru mjög friðsamir í sínum aðgerðum.

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 20:12

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

takk fyrir það Birgitta...

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 20:12

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Höfum hátt og berjum engan.

Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:14

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Berja í búsáhöld og áslátturshljóðfæri en sleppa barsmíðum á fólki. Held að flestir séu á þeirri línu.

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 20:16

10 identicon

Flott færsla hjá þér og mikið er ég þér og ykkur sammála.

Berjum potta, ekki löggur.

Dönsum og syngjum, trommum og tölum vanhæfnina burt og í kaf!

Verum góð við hvort annað og reynum að lifa saman í þessu landi sem ein þjóð.

Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:37

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það var að koma fram í frettum.

Að þeir öfgafylstu voru dópistar sem lögreglan kannaðist vel við.  

Brynjar Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 00:08

12 Smámynd: Halla Rut

Það sorglega er að ekkert gerðist fyrr en ofbeldið og lætin komu.

Það er bara staðreynd eins ömurleg og hún er. MAÐURINN í hnotskurn eins og sagan segir okkur.

Halla Rut , 23.1.2009 kl. 01:05

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Halla

Mögulega .. en mér finnst eins og ríkisstjórn sé að vinna samúðarfylgi með þessu og því eru þessir góðkunningjar lögreglunnar ekkert annað en að skaða út frá sér.  

Þeir sem voru með þetta ofbeldi voru góðkunningjar af hálfu lögreglunnar í leit af slagsmálum. Að persónugera slíkan fjölda sem alla mótmælendur er út í hött og því mótmæli ég með öllu.  

Brynjar Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 01:12

14 Smámynd: Halla Rut

Ég líka, auðvitað. Þetta var ömurlegt á að horfa og mótmælin missa marks.

Halla Rut , 23.1.2009 kl. 01:20

15 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er að hugsa um að fá lánað trommusett dóttur minar og mæta með það á næstu laugardagsmótmæli. Get enn allavega haldið takti.

Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 22:12

16 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það var mætt með eitthvað þess háttar.... Allir trommuleikarar landsins sameinðust... samkvæmt minni ósk sýndist mér... ..

Því líkt trommu lið... Egill rafns, Gulli briem, Einar scheving Sigtryggur Baldurs og fleirri 

Brynjar Jóhannsson, 25.1.2009 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband