Djöfull eru íslenskir karlmenn þá lélegir í rúminu.

Undanfarin ár hafa íslenskir karlmenn fjöldaframleitt sand af innihaldslausum seðlum. Lán hafa verið tekin fyrir nýjum húsum og lífstíllinn ansi hár hjá mörgum meðbræðrum mínum. Uppblásið góðæri með engri innistæðu hefur þanist upp sem loftbóla og eins og alþjóð veit er sú bóla sprungin með sorglegum tilþrifum.

Hvervegna ?Woundering

Hver var ástæðan ? Gasp

Samkvæmt þessari grein sem ég vísa hér til á Mbl.is er ástæðan komin í ljós ef eitthvað er að marka innihald greinarinnar. Í greininni sem ég vísa til stendur.

----------->"Ríkir karlmenn eru betri í rúminu"

 

Ástæðan fyrir hruni íslenska efnahagskerfisins var sem sé ekki peningagræðgi, heldur hvað frammistaða karlmanna batnaði í rúminu við það að vera sem auðmannlegastir í tilburðum. Því fleiri verslunarkeðjur og bankar sem þessir auðkýfinga- hópur náði á sitt vald fjölgaði fullnægingum eiginkvenna þeirra og heimilislífið var sælla í kjölfarið. Ástæðan var sem sé botnlaus kynlífsgredda en hún hafði ekkert með aðra þætti að gera eins og gróðahyggju í peningamálum. Það sem verra er fyrir meðbræður mína ef álikta megi eitthvað frá þessari rannsókn, Þá eru íslenskir karlmenn vonlausir í rúminu. frammistaða þeirra innan rúmstokksins var eftir allt saman alveg eins og íslenska efnahags-við-undrið.

 

STÓRLEGA OFMETIN

 

og efnahagshrunið var íslensku kvenfólki að kenna.

 


mbl.is Ríkir menn betri í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Góður...örugglega rétta hjá þér enda eyddu þessir menn engum tíma heima hjá sér. Sumir eyddu þó tímanum á skútum erlendis þar sem keyptar konum komu um borð. En það þarf nú engin að vera góður fyrir þær...

Halla Rut , 20.1.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er að fatta þetta Halla ... Ástæðan fyrir því að hópur íslenskra karlmanna fóru í þessa útrás var vegna þess að íslenskar konur voru þá svona "kynkaldar".

Piff ... gat nú verið.  

Brynjar Jóhannsson, 20.1.2009 kl. 14:50

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég fæ bara yfir-drátt 

Óskar Þorkelsson, 20.1.2009 kl. 17:55

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ástæðan er örugglega sú að þeir sem þeir ríku eru búnir að rýja inn að skinninu hafa svo miklar fjárhagsáhyggjur að þeim rís ekki hold.

Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 18:28

5 Smámynd: kiza

Ætli fullnægingar síðustu ára hjá kvensum okkar íslensku fjárglæframanna hafi þá ekki verið upplognar og feikaðar í leiðinni ?  ;)

kiza, 20.1.2009 kl. 19:57

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt hjá kizu. á sama hátt og allt ríkidæmið var feik, hljóta fullnægingar kvennanna þeirra líka hafa ferið feik.

Brjánn Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 20:15

7 Smámynd: kiza

Brjánn: þetta er meira að segja akkúrat öfugt hjá mér og 'þýska stálinu', eigum oft okkar bestu stundir þegar við erum skítblönk bæði, enda er gott fullnægjandi kynlíf bæði ókeypis (tja, hjá flestum a.m.k.) og heilsubætandi   ýmislegt verra hægt að finna sér að gera í kreppunni og kuldanum

kiza, 20.1.2009 kl. 20:45

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Óskar ...

Ég hef svipaða sögu að segja nema að ég fæ bara sinadrátt..

 Helga.. Magnússdóttir....

Ég vil meina að þetta hafi verið keypt niðurstaða

Kiza

Það kemur allt heim og saman við Íslenska hagkerfið... allt bölvað helvítisfeik

Brjánn.....

Ég held að það sé niðurstaða þessa máls .. að þetta var konum auðjöfra að kenna.. 

Jóna...

Ég læt mér bara nægja að bora í nefið....

Brynjar Jóhannsson, 20.1.2009 kl. 22:51

9 Smámynd: Halla Rut

En ólíkt mörgum öðrum mönnum þá er þeim alveg sama þótt fullnægingin sé "feik", svo lengi sem þeir fá sitt.

Halla Rut , 20.1.2009 kl. 23:10

10 identicon

Hahahahaha.. snilldarblogg.. og snilldarfrétt, ég hló mig máttlausa þegar ég las hana..

Dexxa (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:48

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Halla...

Já feik fullnægingar eins og Íslenska efnahagskerfið 

Dexxa

Takk fyrir það

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband