Það eru í rauninni miklu fleiri brennur en fjölmiðlar gefa upp.

Ég efast um að margir íslendingar kveðji þetta ár með sárum söknuði nema mögulega íslenska handboltaliðið og aðhangendur þess. Það er fullljóst að færri flugeldum verði skotið upp í loftið þetta árið en þau síðustu og verður tímamótafögnuðurinn minni í sniðum en gengur og gerist. Samt kemur mér á óvart er að ekki skuli vera fleirri brennur því nóg er af hráefni til að  "bíta og brenna" eins og orðtiltækið segir.

 

 dæmi um brennur sem mætti efna til

 

  • Norna brennur- þar væri íslensku þjóðinni hent í á bálkesti fyrir þá sök sem útrásavitleysingarnir og íslensk stjórnvöld gerðu. Alþjóðasamfélagið sæi um að kveikja í okkur og Gordon Brown fengi þann vafa sama heiður að kveikja í neistanum.
  • Peningabrennur- Sú brenna væri í boði seðlabankans þar sem verðlausum íslenskum peningaseðlum væri hent á eld, en geri ég ráð fyrir að sá gjörningur verði að bíða þar til annar gjaldmiðill verður tekin upp.
  • Bankastofnannabrennur- Íslenskir bankar hafa hirt af venjulegu fólki peninga sem nemur meira en tugum miljónum og rænt af því uppsöfnuðu sparifé með því að ljúga upp á það að um trygga bankareikninga væri að ræða. því þykir, mér furðu sæta að helstu áramótabrennurnar á Íslandi skuli ekki vera öll helstu útibú bankanna.
  • Fyrirtækjabrennur- Mörg fyrirtæki fara á "brunaútsölu" á næstu dögum og því spyr ég hvort að það sé ekki alveg upplagt að kveikja í þeim þar sem þau eru hvort eð er orðin sama og verðlaus ?
  • Útrásavitleysingabrennur- þar sem ég gæti ollið sárindum ætla ég ekki að tjá mig meira um þessa brennu. 

Eins og þið sjáið er nóg til af brennuvarga að taka. Ef þið vitið um einhver fleiri "eldfim efni" sem vert væri að kveikja í þá vinsamlega sendið mér inn tillögu.

 

WizardGleðilegt árWizard

 

 

 Brylli. 


mbl.is Níu brennur í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnast þetta góðar brennuhugmyndir hjá þér

Gleðilegt nýtt ár og þakka þér fyrir bloggvináttu og skemmtilega pistla á bráðum gamla árinu

Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyrir það og sömuleiðis Jónína og gleðilegt ár..

Brynjar Jóhannsson, 31.12.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Halla Rut

Gleðilegt ár Brynjar.

Góðar brennur hjá þér. :)

Halla Rut , 1.1.2009 kl. 19:07

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyrir það og Halla

Brynjar Jóhannsson, 2.1.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ef þessi pistill er of langur ! .... Þá hlítur þú að vera með athyglisbresti í fimmta veldi.....

Annars ... athyglisverð heimildarvinna .. sem ég hef aflað mér um þig Sigrún.. Þú ert mjög áhugaverð manneskja greinilega.. þarf að finna þessa sýningu samt...  

Brynjar Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 20:41

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Villtu að ég gefi þér bjór ?   ....

Hérna er bjór ---------><--------------

Það sem herramenn eins og ég gera ekki fyrir dömur eins og þig.  

Mér finnst að ég eigi fálkaorðuna skilið fyrir svona góðmensku eins og ég sýni þér. 

Brynjar Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 21:05

7 identicon

Gleðilegt árið! og mér líst vel á þessar brennur

Dexxa (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 17:55

8 Smámynd: www.zordis.com

Allt að gerast ... ég fór á nornabrennuna en varð fyrir vonbrigðum, sennilega mætt á röngum stað í röngu landi! Hef samt kveikt í húsi og komist lifandi frá ....

Gleði er það sem kemur til með að einkenna nýtt ár, geðveikt ríkidæmi og eitthvað um pretti og stutta spretti! Koddu með almennilegt kampavín eða Nei, ég býð þér uppá Cava úr verksmiðjunni sem ég var að kaupa hlutabréf í! Fjárfesta í því sem gefur af sér!

www.zordis.com, 8.1.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband