9.10.2008 | 19:02
Samfélag innistæðileysunar. Næstum því þjóðinn.
Við búum í landi innistæðuleysunnar þar sem sendiboðar sannleikans eru skotnir en fals-messíasar eru heiðraðir sem hetjur. Ekki nóg með að það er ekki næg innistæða fyrir skuldum ríkisins í dag þá er ekki heldur næg innistæða fyrir orðum okkar. Nú þegar góð ráð eru dýr er mikilvægt að innistæða sé fyrir orðum fólks og menn sjái á svörtu á hvítu hver sé í rauninni alvörumanneskja á vorum tímum.
"Brynjar þó ert einhver vanmetnasti maður sem ég hef nokkurn tíman kynnst"
Sagði Kári Magnússon vinur minn við mig.
Getur verið að það sé innistæða fyrir þessum orðum ágæts vinar míns ?
Til þess að athuga hvort það sé raunin, hef ég ákveðið að sýna bloggvinum mínum texta sem ég orti löngu fyrir árið 2002 en textinn heitir fígúrur lífsgæðakapphlaupsins en hann kom út á geisladisknum Næstum því maðurinn. Þar sem mér er löngu orðið ljóst að íslenska bókmenntaóvitaþjóðin kann ekki að lesa rétt úr hlutum þá ætla ég að flytja þetta ljóð með textaskýringum.
Fyrsta vers...
er klappstýra lífsgæða kapphlaupsins hvetjandi styður
sinn kappa sem bíður í rúmi að vekjarinn flauti
Þá Barbí er barinn en Ken hann er urðaður niður
með bókhaldareikningum lögmanns og gjaldkera tauti
grasasni tískunnar gulrætur sölumans bryður
sem gráðugan Mammon í bæn sinni þrálátt tilbiður
Ef þið lesið þennan texta og berið hann síðan við það sem er að gerast í dag.. þá sjáið þið á svörtu og hvítu hve orð mín eru sorglega sönn. Þetta er nákvæm lýsing á tíðarandanum í dag og af því hvernig Skuldsett fólk er að koma sér í þrot. Vissulega ýkt lýsing enda er þessi texti háðsdeila.
annað vers
og bjallan hún glymur og Súpermann setur upp skikkjuna
sem svífur af stað fellur strax ofan í valinn
og kúrekar viðskiptalífsins þeir berja í bikkjuna
sem ber þá af stað eins og eimreið um táradalinn
og konungur hégómans fellur í hengingarlykkjuna
og hrókur alls fagnaðar sekkur í alkahóldrykkjuna
Hvert einasta orð þarna hefur orðið að veruleika sem ég skrifa. Grátbrosleg háðsdeila mín er orðinn að raunverulegum harmleiki og eru orð mín svo sönn að ég trúi því varla sjálfur. Súbermanhetjurnar eru farnar í valinn og kúrekar viðskiptalífsins hafa riðið okkur beina leið ofan í táradalinn.
Þriðja vers
Steinrunnar verkalýðshetjurnar vakna úr dvala
sem vonast um bættari lífskjör í tvístraðri einingu
og karlinn í kotinu hleypur að verðbréfa sala
og kaupir sér hlut í íslenskri erfðargreiningu
snobbhænur lyfta upp nefi og lofthanar gala
er um lífsgæðakapphlaupsins ávinning byrja að tala
Í þessu versi lýsi ég þegar verkalýðurinn fór að sundrast í einingar til að vonast að þeir fái betur borgað en sessunautur hans (söguleg staðreynd sem átti sér stað um árið 2000) . Ég er sem sagt að fara í hlutverk Erró og vinna út úr því sem ég sá í samtímanum á þeirri stundu. Ég tala hér um verðbréfaæðið sem byrjaði með Íslenskri erfðargreiningu sem var jú fyrsta verðbréfabólan sem sprakk. Hvert einasta orð sem ég segi hér er enn og aftur sorglega satt.
Fjórða vers
og lýðurinn glottir og kóngurinn vandar ei kveðjurnar
er karlinn í brekkunni skrattanum skemmtir með ssöngvum
og riddarar íhaldsins taka úr slíðrunum sveðjunnar
sem slá mót lágstéttar hermaurum höktandi í söngvum
er skjaldbaka hversdagsins sporar nær spektlaus um leðjuna
einn sparigrís bætir við hlekkjum í verslunarkeðjuna
Fyrstu tvö versinn fjalla um þegar Davíð (kóngurinn) lýsti yfir vantrausti á Árna Johnsen en eins og við vitum fór Árni (kallin í brekkunni) ekki vel í miðju lífsgæðakapphlaupinu þegar komst upp um hann í byko á sínum tíma. Þarna skít ég föstum skotum á íhaldið og hvernig þeim tókst að halda fólki með hræðsluáróðri eins og að þeim einum væri treystandi fyrir að stjórna landinu.
athyglisverðasti púngtur textans er sá síðasti hlutinn.
"er skjaldbaka hversdagsins sporar nær spektlaus um leðjuna
einn sparigrís bætir við hlekkjum í verslunarkeðjuna"
Í þessari textalínu segi ég nánast orðrétt hvernig þetta var... Á sama tíma og við venjulega fólkið lifðum á okkar hóværu launum ... þá fór Bónus í útrás og safnaði að sér gríðarlega mörgum fyrirtækjum.
"Ekki voru það skáld mikillar þjóðar"
sagði Steinn Steinarr á sínum tíma þegar hann var inntur eftir hverja íslenska þjóðinn upphóf sem sínar helstu "orðfáka". Ég get ekki verið meira sammála þessum ritsnillingi sem er eitt af mínum uppáhalds skáldum.
Ég hef alltaf verið SENDIBOÐI SANNLEIKANS.
og
Auðvitað hatar ýmislegt fólk mig eins og spönsku pestina
því að
Í SKÝJABORGUM BLEKKINGARINNAR ER SANNLEIKURINN SAGNA VERSTUR.
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu vissum að þú sért vanmetinn?
Kreppumaður, 9.10.2008 kl. 20:30
Það finnst allaveganna Kára vini mínum ...
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2008 kl. 20:55
Tek undir það með Kára, fólk er ekki beinlínis að hrósa textanum þínum hérna í athugasemdakerfinu!
Kreppumaður, 9.10.2008 kl. 21:34
Eins og ég segi kreppumaður...
sannleikurinn er sagna verstur.
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2008 kl. 21:38
Spádómsgáfa Nostradamusar koðnar niður í skít og ekki neitt við hliðina á opinberunum þínum kæri vinur !
Polkakveðjur að sunnan !
Lárus Gabríel Guðmundsson, 9.10.2008 kl. 21:41
hahahahaha
það er nú kannski orðum aukið....
En takk fyrir kveðjunar elskulegur vinur.
OG LENGI LIFI POLKAÐ
ELSKULEGI FÉLAGI.
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2008 kl. 22:03
Sko einn sem skilurð þig. Það er heill klúbbur!!!!
Kreppumaður, 9.10.2008 kl. 22:19
Ég veit ekki hvort ég hafi innistæðu fyrir þessu hjá Honum lalla vini mínum .... það hlítur að vera einhver millivegur elsku kreppumaður...
Annars er GLERBLÁSTURMEISTARINN Lárus Guðmundsson... höfðingi.. með falleg hjartalag.
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2008 kl. 22:35
Gæti sem best trúað því að hann væri góður drengur... Og þú líka, svona inn við beinið...
Kreppumaður, 9.10.2008 kl. 22:40
Við erum GÓÐU GÆJARNIR KREPPUMAÐUR.... Ég þú Lárus og nokkrir aðrir.
Við erum GÓÐA GENGIÐ sem göngum teinréttir á meðan KRÓNU-GENGIÐ ( bankaliðið) ER hægt og bítandi að verða KRIPPLINGAR.
En eins og þú veist elsku Kreppumaður...
þá sigra góðu gæjarnir bara í bíómyndum.
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2008 kl. 22:48
Bíddu. Vil sko ekkert vera í þessum góðu gæja klúbb. ég er með skírteini sem sýnir að ég er ævimeðlimur í félagi vonalausra undirmálsmanna og ætla mér að vera þar áfram.
Kreppumaður, 9.10.2008 kl. 22:50
JÁ en..
ef KREPPIR VIRKILEGA AÐ elsku heimskreppumaður ....
þá mun ég birtast þér eins og ROÐIN Í AUSTRI og bjarga þér á þínum helstu ögurstundum. það er nefnilega ALLTAF GOTT AÐ EIGA GÓÐA VINI Á KREPPUTÍMUM. Sér í lagi þegar er verið að uppnefna einhvern sem hryðjuverkamann.
Þá mun DR.bryll koma og yfirtaka leiðindinn með sannkölluðum hressleika sem mun breita blýþungum "kreppusvipi þínum" í glitrandi "sólskynsbros."
Með kærri kveðju
Dr.bryll
Gleðibankastjóri íslands Rússlands
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2008 kl. 23:14
Jónína Dúadóttir, 10.10.2008 kl. 06:18
Ekki dónalegt að fá þig sem Gleðibankastjóra .....
www.zordis.com, 10.10.2008 kl. 18:08
hæ
Fríða Eyland, 14.10.2008 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.