Það er góðæri á Íslandi.

Ég hef átt viðskipti við Glitni síðan ég man eftir mér. Þegar ég fór inn í útibúið mitt í dag var ég sannfærður að húsið myndi hrynja miðað við það sem ég hef heyrt undanfarið í fréttum. Ég var með það hundrað stjötíu og níu prósent á hreinu að það væri allt á reiðiskjálfi innandyra og fólk biði í löngum röðum eftir því að taka peninganna sína úr bankananum og stinga þeim undir koddann sinn. Raunar var ég viss um að það væri verið að rýma húsið og brátt búið að hirða allt sem talist gæti eigulegt sem er þar innandyra.  Einnig sá ég það fyrir mér að gjaldkerinn væri komin í nýjan  starfsmannabúning  sem stæði á 75% ríkisstarfsmaður og þeir þyrftu að grátbæna kúnna sína um að fara ekki í burtu .

 

-EKKI FARA  Crying

Það urðu mér því eiginlega hálfgerð vonbrigði  er ég steig inn fyrir dyrastaf bankans. Allt virtist ganga sinn vanagang og ekkert meira af fólki en venjulega þar inni. Sömu gjaldkeranir sátu við sinn sama bás og afgreiddu kúnna sína eins og ekkert hafi í skorist. Hið íslenska kæruleysi virtist allsráðandi og "Þetta reddast" tilfinningin var í loftinu og engin sérlegur asi á fólkinu sem vann þarna. Gjaldkerinn hló af mér þegar ég pirraði mig yfir því að vera ekki enn búin að fá útbogað enda var ég henni vel kunnur.

Sem sagt.

það var eins og ekkert hafði gerst. Raun var bara eins og það væri góðæri á Íslandi.

Bankin hét enn þá Glittnir og

ég sem hélt að hann ætti að heita GLÆTAN.  Woundering


mbl.is Sjóðir Glitnis opnaðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það hringdi kona inn í síðdegisþátt í útvarpinu í gær og spurði hvort bankarnir yrðu eitthvað opnir í dag, þegar fólk ætti að fá útborgað...Sumir taka öllum þessum fréttum svo illa að þeir fara á taugum...

Jónína Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Agný

Er þetta ekki bara góð"æði" en ekki góð"æri"?....Verið eitthvað ruglast í málfræðinni þarna...Svona samanber ...samkeppni verður samráð og samþjöppun....En bölvuð skítafýla er að þessu öllu...

Agný, 1.10.2008 kl. 16:29

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína...

sumir taka þessu mjög illa og mer þykir þetta frekar alvarlegt sem er í gangi. Hitt er að mín trú er að þetta reddist á einhvern hátt líklega vegna þess að ég er Íslendingur.

Signy.

Eða verðóðagot.

Mér finnst bara svo findið ... að segja þetta.... á þessum tímum.. 

Brynjar Jóhannsson, 1.10.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Lol, þú klikkar aldrei!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.10.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband