Að nenna eða að nenna ekki

Það er spurningin

 

Tiltekt snýst um áræðni en ekki kunnáttu.  

 

Á þessu hugsanaþunga andartaki spái ég viðstöðulaust í því hvernig ég ætti að hefja tiltekt. Ekki dytti mér í hug að lyfta litla putta við venjulegar aðstæður en þar sem ég er í hlutverki skemmtanahaldara á morgun þá á ég mér ekki margra kosta völ. Ég hreinlega neyðist til þess að berja af mér barlóminn, setja kústskaptið á loft og klæða mig í rykfallna uppþvotta hanskanna. Ellega steikir kvenfólkið mig á eldglóandi teini sem kíkir til mín á morgun. 

 

En á hverju á ég að byrja ?Crying


  Á ég að vaska upp eða eða henda rusli í poka ? Er æskilegra að byrja því að þrífa eldhúsið eða taka stofuna í gegn? Kannski væri sniðugast að byrja á baðherberginu og svífa þaðan um íbúðina eins og "handi andi" stormsveipur sem lætur engan rykmaur ósnortin. Enda síðasta húsverkið á því að laga stólinn og leggjast síðan upp í sófa stoltur af dagsverkinu.

FootinMouth  Ég er samt ekki viss um að baðherbergið ætti ekki að vera byrjunarpúngtur tiltektarinnar. Ælti það sé ekki best að byrja á hinum endanum, laga stólinn og enda svo á baðherberginu. 

  Ég er þegar búin að henda í eina þvottavél og á þessu andartaki ligg eins og skata upp í sófanum með labbtopp tölvuna á maganum. 

Ég held að ég sé komin með bestu hugmyndina á því hvernig ég byrja þessa tiltekt.

 

-ÉG hef tiltektina á því að

.............fá mér blund

Cool

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mitt ráð til þín kæri þjáningabróðir.. er að byrja á eldhúsinu og gera það almennilega hreint.. stofa og svoelleis er ekkert mál.. raða upp ryksuga og þvo stofuborðið.. klósettið á að taka strax á eftir eldhúsinu því þú ert þegar blautur á höndunum eftir þvottinn í eldhúsinu.. 

Gangi´þér vel.. ég skal hjálpa fyrir bjór ;) 

Óskar Þorkelsson, 4.9.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Takk fyrir ráðlegginguna Óskar..

EN  

Djeskotin... Ég er nú þegar byrjaður á stofunni .... þá er bara að rusla hana út aftur og byrja aftur upp á nýtt.

Brynjar Jóhannsson, 4.9.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mér hefur löngum þótt best að ráða einhvern utanaðkomandi í þessi bannsett húsverk. Vil frekar vinna aukavinnu til að eiga fyrir húshjálp en koma nálægt þessum fjanda.

Helga Magnúsdóttir, 4.9.2008 kl. 18:39

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Helga..

það er reyndar púngtur ... sem ég hef oft vellt fyrir mér...

Ráða einhvern í djobbið... 

Brynjar Jóhannsson, 4.9.2008 kl. 18:44

5 Smámynd: Brattur

... endaðu á baðinu... og í baðinu... taka alla íbúðina í gegn og sjálfan sig á eftir, kalla ég alþrif...

Brattur, 4.9.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú veist alveg hvernig þú átt að fara að þessu.... merki ég smá leti og agnarlítið áhugaleysi fyrir húsverkum ?

Jónína Dúadóttir, 4.9.2008 kl. 23:19

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Brattur já ... það er mjög góð hugmynd... hver veit .. kannski geri ég það þegar ég lík þessu á morgun..

Jónína..

já svona smá áhugaleysi.. 

Brynjar Jóhannsson, 5.9.2008 kl. 00:25

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Brylli þar sem þú ert nú bréfberi þá.......Nei það nýtist sjálfsagt ekki. Þetta sem Óskar kallar ryksugu, ég átti einu sinni svoleiðis en ruglaðist á henni í eitt skipti og háþrýstidælu hef ekki getað notað hana síðan.

Eitt ráð get ég þó gefið þér við gólfin og það er að fá lánaðan kött hjá nágrannanum og henda bolta á gólfið, hreint ótrúlegt hvað feldurinn getur gleypt í sig rykið. 

S. Lúther Gestsson, 5.9.2008 kl. 01:22

9 identicon

Ég reyni nú yfirleitt að taka til jafn óðum.. þá þarf maður minna að gera þegar kemur af því að actually þrífa.. en það er alltaf gott að blunda..

Dexxa (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:05

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Óskar

 svo eru líka til Moppu kettir... Eða norskir skógarkettir heita þeir víst.. það er örugglega hægt að nota þá í svona verk...

Dexxa...

ef það væri nú svona auðvelt að kenni gömlum hundi eins og mér að sitja... þá væri örugglega búið að því... 

Takk fyrir komentin....  

Brynjar Jóhannsson, 5.9.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 184884

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband