27.8.2008 | 11:37
Höll hégómans.
Ég er einn af þeim mönnum sem geng ekki dáleiddur af græðgi um gerviveröld hégómans. Aldrei hef ég klætt mig eftir tískubylgju samtímans né laðast að hágæða merkjanöfnum. Reyndar hef ég gaman af því að klæða mig upp og get verið mikill smekkmaður í fatavali. Ólíkt snobbhundunum eru lafranir sem ég vel til að hylma Adamsklæðin yfirleitt keyptir á útsölu eða í kolaportinu en ekki á rándýru verði í tískuverslunum víðsvegar um bæinn. Ég þarf ekki fasista-tískulöggu sem prumpar vaselínlykt til að segja mér hverju ég skal klæðast enda er ég fullfær um það sjálfur.
Vinkona mín heimsótti mig um daginn og færði mér Dolice Gabbana ilmvatn að gjöf. Ekki vissi ég að ilmvatnið væri heimfrægt merki fyrr hún upplýsti mig um það og varð ég því ákaflega fegin er hún tjáði mér að þetta væri "gervi"- Dolice Gabbana ilmvatn sem lyktaði nákvæmlega eins og alvöru. Daman þekkti sinn mann enda þekki ég ekki muninn á heimabrugguðum landa og úrvals Vodka.Fyrir mér gefur notagildið hlutunum mest gildi en ekki hvað þeir kosta. Niðursuðudósaupptakarinn þarf ekki að vera gerður úr úrvals stáli heldur þarf hann fyrst og fremst að getað unnið sitt verk. Ég er ekki einn af þeim sem vill eiga gullkústskaft og demantsfægiskúffu sem ég nota eingöngu til hátíðarbrigða. Aldrei hef ég viljað skeina mér með Klósettpappír úr alvöru fimm þúsund köllum og gera endaþarms-úrlosanir ofan í sérhannað marmaraklósett.
Eina sem ég krefst af hlutunum mínum er að þeir virki og þá er ég ákaflega hamingjusamur.
Lúxusúr sem sýnir ekki hvað klukkan er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu með þessu að segja að þú eigir þá ekki margra milljóna króna úr, sem segir þér ekki hvað klukkan er ?Flottur !
Jónína Dúadóttir, 27.8.2008 kl. 12:16
Lassi..
Þú last greinilega ekki bloggið mitt. Þar stóð orðrétt að ég væri "mikill" smekkmaður fyrir fatavali" og raunar það mikil að besta vinkona mín sagði ekki orð þegar við versluðum föt á mig. Ég gat alveg séð um að velja föt á mig sjálfur þó svo að hú sé annálað fatagúru. þannig að ég er miklu frekar YFIRLÝSTUR og annálaður SMEKKMAÐUR eins og klárlega sést á bloggmyndinni minni.
úje
Jónína.
Hvorki milljóna úr eða margra milljóna skuldir.
Brynjar Jóhannsson, 27.8.2008 kl. 12:34
mikið skil ég þig vel Brynjar...
Óskar Þorkelsson, 27.8.2008 kl. 13:30
Eitt er að bölva rándýrum úrum - annað er að vanmeta handavinnu listamanna sem vinna baki brotnu til að fá þessi úr fín, og það niðrí minstu hluti.
Flott mynd samt Brynjar
Davíð Þóroddur Ólafsson, 28.8.2008 kl. 15:55
Óskar..
já takk fyrir það
Davíð....
Ég bölvaði nú hvergi einu né neinu.
Já þú villt flokka þetta úr sem list ?...Ég er algjörlega ósammála þér því þetta er ekkert annað en IÐNHÖNNUN.
Fyrir því eru sterk rök... úrsmíð eru iðngrein og þetta úr er hannað af úrsmiðum.
ég er ekkert að gera lítið úr vinnu þeirra heldur að furða mig yfir tilgangsleysi þessarar hönnunar.Sér í lagi vegna þess að þú getur örugglega keypt þér mun ódýrari úr en þróaðara sem gegnir sama tilgangi.
Lassie-
þú þekkir ekki munin á iðnhönnun og list ...
Takk fyrir komentin.
Brynjar Jóhannsson, 29.8.2008 kl. 01:15
HVENÆR hefur það skipt máli í listrænni hönnun hver tilgangur einhvers er?
ÖLLU MÁLI... einn helsti tilgangur listar er undirligjandi boðskapur. Málverk van gogh eru ódauðleg því þau nánast öskra á þig á köflum á þig af tilfinningarþrunga .Sama gildir um simfóníur Beetowen og Mosard. Allstaðar í verkum góðra listamanna er mikill boðskapur. Allt frá þvi að vera óður til fegurðarinnar upp í það að vera hápólitískur. Ég sem tónlistarmaður og textahöfundur t.d þekki mjög vel að það eru gríðarlega mikið af lögmálum og fagurgildum sem við leikmennirnir gerum okkur yfirleitt aðeins grein fyrir en ekki sá sem hlíðir á tónlistina. t.d getur lag breitt boðskapi texta og litlar þagnir hér og þar skipta sköpum um hvort tónlistin telst meistara verk eður ei. T.d er einn helsti tilgangur listar að vekja fram tilfinningar og hreifa við fólki. Allt frá því að fyllast viðbjóði upp í að fella niður gleðitár yfir fagurgildinu.
list án boðskaps er dauð.
Ef Úrsmiðir eru listamenn eru þá ekki húsasmiðir þá listamenn líka ? Faðir minn sem er prentari .... er hann þá ekki "FJÖLLISTAMAÐUR" ?
Einn helsti munur á iðnhönnun og list er sá .. að iðnhönnun er gert fyrir notagildi en list vegna boðskaps..
Þessi hlutur sem var verið að gera er hannaður með "notagildi" í huga. og er því ekki list því hún inniheldur ekki neinn boðskap.
Brynjar Jóhannsson, 29.8.2008 kl. 17:20
Ég hlít nú að mega hafa skoðun á því hvað list er og hvað ekki þó svo að ég sé bréfberi. ... Þar að auki er ég tónlistarmaður og hef marg oft krufið þessa spurningu til mergjar..
Förum örlítið yfir það sem þú skrifaðir....
í fyrsta lagi svaraðir þú spurningunni minni vitlaust. En ég sagði...
"Ef Úrsmiðir eru listamenn eru þá ekki húsasmiðir þá listamenn líka "
Í stað þess að svara til um það hvort að úrsmiðir séu listamenn þá ferðu að blanda arkitektum inn í málið.
Jú arkitektar geta svo sannarlega verið listamenn. Þjóðleikhúsið er sannkallað listaverk og mikið er til af byggingarlist víðsvegar um Reykjavík. Það vill nú svo skemmtilega til að ein besta vinkona mín er Arkitekt og veit ég vel af það yfirleitt þá fá arkitektar ekki að vera "ÞESSIR LISTAMENN" því þeir neiðast til að fara eftir þröngum kröfum kúnnans og vinna sína vinnu á akkorði. Yfirleitt snýst vinna þeirra um "útlitshönnun" með notagildi í huga með engri listrænni dýpt. Þar að leiðandi eru flestir "arkitektar ekki að vinna við list ... heldur HÖNNUN.
Því eins og ég sagði þér en þú villt ekki skilja...
Það er stór munur á IÐNHÖNNUN OG LIST.
Reyndar getur Iðnhönnun verið list en þá verður hönnunin "að segja eitthvað og vera með einhverjum boðskapi"
þú spyrð
Er einhver boðskapur í landslags málverkum ?
já svo sannarlega. Dæmigerð landslagsmálverk eru óður til fegurðarinnar sem eru fyrst og fremst að reyna lýsa fegurð sem fæst ekki lýst með orðum. Fegurðin eða andartakið sem málverkið sýnir er í raun og veru boðskapurinn sjálfur.. því tilgangur listaverka er alltaf að vekja upp tilfiiningar hjá fólki. Afhverju helduru þú að venjuleg landslagsmálverk eru kölluð "REALISMI" ? jú það er vegna þess að boðskapur málverksins er að sýna nátturuna NÁKVÆMLEGA EINS ER HVERJU SINNI... ----- > Þannig að sjónarhornið sem málarinn velur er boðskapur myndarinnar.
Hver er boðskapurinnn á málverkum jack pollock ?
Ég hef skoðað mikið af málverkum Jack Pollock og hlustað á viðtöl við hann. Til að mynda veit ég vel að á bak við þær myndir eru miklar heimspekipælingar og málverkin vekja tilfinningar hjá mér. tildæmis finn ég mikla samtenginu við málverk Pollocks og andlegt tilfinningar og hugarástand. Málverkin sýna fagurgildi óreglunar og mörg máverk hans kalla ákaflega sterkt til mín. Ég get lesið mjög mikið úr málverkum hans og þannig er list oft á tíðum. Hún er ekki að segja eitthvað "EITT ÁKVEÐIÐ" heldur eitthvað óljóst.
...
Ég hef aldrei sagst hafa einhvern "EINKARÉTT" á því hvað sé list og hvað sé ekki.
Ég hef aftur á móti fullan rétt á því að segja hvað sé list og hvað er ekki og það var ég að gera.
þetta úrverk er og verður vönduð IÐNHÖNNUN en ekki LIST því það hefur aðeins notagildi.
Þú þarft ekki nema að skoða orðið IÐNHÖNNUN til þess að ég hef aljörlega rétt fyrir mér.
"iðn -----> hönnun..... " Iðn hefur alltaf notagildi.... eins og t.d prentIÐN. Dæmi um iðnhönnun er t.d mjólkurferna..... Tilgangur ... mjólkurfenunar er notagildið en hún á ekki að segja neitt. Bara vera vatnsheld og gegna sínum tilgangi.
Umtalað úr.. var fyrst og fremst hannað með notargildi og því er það IÐNHÖNNUN EN EKKI LIST.
púngtur.
Brynjar Jóhannsson, 30.8.2008 kl. 19:28
Auðvitað verðum við alltaf ósammála um þetta því okkur greinir á um grunnhugtökin um hvað sé list og hvað sé ekki. Auðvitað hef ég allan rétt á því að skilgreina hvað sé list og hvað sé ekki list.
Það er mjög eðlileg ástæða að ég kalli t.d úr og skartgripi iðnhönnun en ekki list.
Í hverri borg eru allstaðar Hannanir. Allt frá götuskiltum, húsum,bílum, hellum, Malbikuðum vegum, ljósastaurum. Í raun eiga allir hlutir sinn stað og eru oftast þar vegna á sínum stað vegna sterkra raka. Vegakiltið hefur þann tilgang að vísa bílum eða fólki leið og stéttin hefur þann tilgang að ganga á. Á bak við hvert og eitt atriði liggur gríðarlega mikil vinna sem flestir sjá ekki. Það tók margar aldir að finna út hvernig sement er best til að búa til stéttir og án ragmagnsvæingarinnar hefði t.d iðbyltingin aldrei orðið að veruleika. Allstaðar í kringum okkur eru iðnhannanir sem eru með notagildi í huga sem teljast seint list.
Persónulega sé ég ekki neitt listrænt við skartgripi frekar en skrauthatta nema nátturulega að þeir hafi eitthvað dýpra gildi og eru að reyna að segja mér eitthvað. Þó svo að ég dragi mörkin þarna á milli listar og iðnhannanar er ég ekki að gera lítið úr þessum skartgripum eða hönnunni sem liggur að baki. Þetta er vandaverk og mikil vinna. Samt er verkið sjálft ekkert annað en hégómi og "montprik" auðvaldsins sem hefur enga merkingu að neinu leiti. Þetta er og verður aldrei list í mínum augum því þetta er hámark tilgangsleysins. Þetta úr var hannað af iðnaðarmönnum og flokkast undir vandaða iðnhönnun. í raun er þessi skartgripur svipað tilgangslaus og fólkið sem kaupir bækur Laxnes og setur þær upp í hyllu sem prjál og en ekki til þess að lesa.
Algjörlega út í hött og eins lítið gefandi og hugsast getur.
Brynjar Jóhannsson, 31.8.2008 kl. 15:32
Hefur þú efni á að kalla einhvern hrokafullan ?
Getur ekki frekar verið að það fari í taugarnar á þér að fólk skuli almennt hafa skoðanir sem eru gegn þinni lífssýn?
Ef þú ert að segja við mig að það sé engin munur á hönnun og list ertu þá sem sagt á þeirri skoðun að ljósastaur sé list ? þú ert sem sagt að segja mér að hver steiktur hamborgari eða hamborgarahryggur sé list. Var Edison þá ekki listamaður fyrst hann fann upp ljósaperuna ? Einstein hlítur þá að vera listamaður því hann uppgvötaði afstæðiskenninguna og Eiður Smári Guðjónssen fyrir leikni sína með knöttin ? Sem sagt allir þeir sem skapa eitthvað. hvort sem það er bakari með nýjar kökuuppskriptir eða hárgreiðslukona sem setur strípur í hár á konu eru listamenn.
Eini maðurinn sem er að farast hér úr hroka og snobbi ert þú. Þú þarft ítrekað að draga það fram að ég sé blaðberi í stað þess að halda þig við málefnið. Það er ekkert hrokafullt við það skilgreina mun á list og iðnhönnun frekar en að einhver skilgreinir munin á agúrkum og krembrauði.
Vissir þú það að það er til tónlist sem er í raun ekki tónlist heldur er hún hugleislutækni ? Macbeano bits er ákveðið hugleiðslutæki sem gefur frá sér einn tón sem fær fólk til þess að slaka á eða vera einbeitt eftir því hvernig tækið er stillt hverju sinni. Þó þetta tæki sé einn tónn sem veitir vissa slökun eða einbeitingu er það ekki list heldur hugleiðslutæni.
Það er ekki hroki hjá mér að gera greinamun á hönnun og list. List er skilgreiningaratriði og ég kom með mína skilgreiningu á hvað sé list og hvað sé ekki, það er ekki hroki heldur skoðun. Ég er búin að svara þessu skilgreiningaratriði ... Mín skilgreining er sú að list hefur undirliggjandi boðskap en iðnhönnun notagildi.
"Mörg Málverk endurreisnartímans væri samkvæmt þinni skilgreiningu eingöngu iðnhönnun en ekki list þar sem mörg þeirra eru einfaldlega fjölskyldumyndir málaðar af meisturum þeirra tíma. Svona eins og portrait myndi nútímans í dag, enginn boðskapur bara myndir af fólki en skilgreint sem stórbrotinn málverk og listaverk í dag."
Þú last greinilega ekki hvað ég skrifaði hér að ofan. Ég sagði að sjónarhornið sem listamaðurinn velur er boðskapur myndarinnar. Allar ljósmyndir tildæmis sem eru valdar í blöð og auglýsingar gefa okkur ákveðna "ÍMYND" eða hugmynd um hvernig fólk er. Ég hef séð mikið af málerkum frá endurreistnartímabilinu og heillast af þeim einmitt vegna þess hvað ég get lesið út úr þeim.
Brynjar Jóhannsson, 31.8.2008 kl. 22:53
Ég hef gaman af þessum lestri hér.. myndin af úrinu sem Laissez-Faire notar sem dæmi um list.. þetta er fyrir mér ekkert annað en úr í armbandi.. armbandið list en úrið iðnverk.. þótt einn og sami maður geti vel hannað og smíðað þennan grip og verið úrsmiður líka..
en ég er kjötiðnaðarmaður og það er sko ekki list .. nema matargerðarlist :)
Óskar Þorkelsson, 1.9.2008 kl. 08:22
Þarna komstu nákvæmlega með púngtinn Óskar.
hvort þú ert titlaður sem kjötiðnaðarmaður frekar en "kjöt" listamaður gerir þig að engu betri eða verri fagmanni. Samkvæmt skilgreiningu "Lassa" þá ertu hreinn og klár "KJÖT-LISTAMAÐUR" og að halda öðru fram er helber hroki. Líklega lít ég niður til karls föður míns fyrir að titla hann "prennt"iðnaðarmann frekar en "PRENT" listamann, Allaveganna samkvæmt skilgreiningu Lassa.
Brynjar Jóhannsson, 1.9.2008 kl. 18:04
Enn og aftur ferðu með bölvaða þvælu og hleypidóma um mig og mína persónu.
þú segir sjálfur... "En sumir handverksmenn geta verið listamenn...þó þeir séu það ekki allir" Ég hreinlega trúi því ekki að þú gerir þér ekki grein fyrir því að með þessum orðum ertu að segja .... í raun eitthvað svipað og ég sjálfur...Eini munurinn er sá að ég hef skýra mynd um hvað list sé en þú óljósa.
Ég endurtek
Ég er ekkert hrokkafullur þó svo að ég hafi skoðun á því hvað sé list eða ekki. list sem segir mér ekki neitt er ekki list fyrir mér. Það er algjörlega út í hött að vera að halda því fram að ég hrokafullur á sama tíma og þú kallar mig "yfirlýstan smekkleysingja" væntanlega vegna þess að ég hef ekki sama snobbsmekkin og þú . Þar að auki segir þú um mig "sumir kunna ekki að meta list", auk þess tönnlast á því að ég sé bréfberi væntanlega vegna þess að bréfberar mega ekki hafa skoðanir á því hvað sé list og hvað sé ekki.
Ég hef ekki við að leiðrétta vitleysuna sem kemur út úr þér
Ég sagði aldrei að handverksmenn geta ekki verið listamenn. Ég sagði að það væri munur á Iðnhönnun og list. Ásgrímur Jónsson og Einar Jónsson sannkallaðir listamenn fyrir mér og ástæðan er alltaf sú sama. Ég get lesið út úr myndunum það sem að mér sýnist. Því þeir eru að segja mér eitthvað.
Fólk dregur misjafna línu á hvað list sé og hvað ekki. Ég er í fullum rétti að skilgreina hvað list er fyrir mér og það er engin hroki. Að halda því fram að er ekkert annað en það sem er er "skapað með hugmyndaflugi og hæfileikum" Er fyrir mér eins hreinræktaður þvættingur og hugsast getur. Þá ertu að samþykkja það að hver sá maður sem býr eitthvað til frá hugmynd sem hann fær sjálfur listamaður. Sem sagt vélaverkfræðingurinn sem hannaði prentvélina eða bílinn er listamaður. Faðir minn er prenntlistamaður því hann vinnur stöðugt í að velja rétta liti í hvert verk sem hann fær og Óskar sem tjáði sig er listamaður ef hann fær hugmynd um hvernig sé sniðugast að skera niður kjötskrokka. Ég vinn sem Bréfberalistamaður því ég nota mínar "eigin aðferðir" til að flokka póstinn minn á morgnanna.
Hæfileiki -------- þýðir í raun geta og allir sem geta eitthvað eru í raun listamenn.
"Making money is art and working is art and good business is the best art."
Ef þú ert sammála þessari alhæfingu Andy Warhol þá ertu að tala gegn þér.
"En sumir handverksmenn geta verið listamenn...þó þeir séu það ekki allir"
Ef þetta er rétt sem Andi Warhol er að segja ... þá hljóta Jón Ásgeir og Jóhannes, Björgólfur Thors að vera mestu listamenn Íslands.
og ég sem er ósammmála því er HROKKAFULLUR vegna þess að ég skilgreini list öðruvísi.
komon... þetta er eins mikið út í hött og hugsast getur.
Brynjar Jóhannsson, 1.9.2008 kl. 22:16
Ha ??? Enn heldur þú áfram að skjóta yfir markið.
Ég er hér í rökræðum og er engan veginn að taka neinu nærri mér af því sem þú segir.
Þó þetta rit "Encyclopedia Brittanicca" eigi að heita virtasta þekkingarit heims er það ekki yfir gagnríni hafið .Ekki frekar en nokkuð annað rit í þessari veröld. Allaveganna er ég algjörlega ósammála skilgreiningu þessara manna á list því skilgreining þeirra er allt of víð. Ég er sannfærður að nánast hver einasti maður sem ég þekki sé ósammála þessari skilgreiningu enda mjög auðvellt að hrekja þessa fullyrðingu.
Brynjar Jóhannsson, 2.9.2008 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.