14.7.2008 | 20:04
Það var hótað að kæra mig í dag......
Ég lenti í orðaskaki við mann í gærkvöldi á bloggsíðunni hennar Lilju Kjerúlf (HÉR). Umræðan var um Samtökin saving Iceland. Eftir að maðurinn sagði að meðlimir saving Iceland væru hálfvitar sem væri ekki ræðandi við, þá fékk ég nóg og svaraði fyrir mig. Ég sagði meðal annars að hann væri greinilega með svo lítið á milli eyrnanna að það væri ekki við hann ræðandi. Umræðan tók þá óvænta stefnu því maðurinn hótaði að kæra bæði mig og Lilju Kjerúlf og senda þetta fyrir lögfræðing. (Hann hótar að kæra okkur fyrir færslu 14 og færslu 15)
Hélt þetta kjánaprik að svona "heimskulegar" hótanir fá mig til að halda kjafti ?
Heldur hann virkilega að skoðun mín sé ekki söm þó svo að hann fengi sínu framgengd ?
Ég skal viðurkenna það að ég þoli ekki marga (marga ekki alla) hægri menn. Mér finnst þeir illa upplýstir og vera oft með svo miklar dylgjur í garð fólks sem bendlar sig við félagshyggjuöflin eða nátturuvernd að ég get ekki orða bundist. Til dæmis hef ég lesið margar bloggfærslur hérna á Mbl.is og stundum furða ég mig yfir því hvað sumt fullorðið fólk getur haldið fram í fáfræði sinni og verið barnalegt. Auðvitað er ekki hægt að segja að "hægra" fólk sé eingöngu með slíka hleypidóma og vísast til þekkist ofstæki og fáfræði í öllum stjórnmálaflokkum.
Dæmi um hvernig ég er málaður sem "andhippi" upp á vegginn
Ég fæ stundum að heyraað vegna þess að ég sé á móti árvirkjun þá er ég á móti stóriðju. Ég er þá einnig á móti öllum stóriðjurekstri og ég er á algjörlega á móti því að fólk almennt græði peninga. Margir vilja líka meina að ég sé hrokafull miðbæjarrotta sem líti niður á fólk á Austurlandi vegna þess að ég leggst gegn því Kárahnúkar hafi verið byggðir. Eftir að hafa rætt svona málefni við nokkur kjánaprik hef ég komist að því að það er ekki við þetta lið ræðandi. Þetta fólk er sífellt ofan í skotgröfum og málandi einhverja ranga mynd af mér upp á vegg. Líklega vegna þess að það hefur enga löngun að ræða hlutina á vitrænum nótum.
Ég vil ítreka að mér er ekki illa við ALLT HÆGRI FÓLK heldur eingöngu þá sem eru með slíkar upphrópanir.
Ég er efins um að þessi maður muni kæra mig nokkurn tíman enda væri það virkilega alvarleg aðför að ritfrelsi ef fólk má ekki lengur svara fyrir sig. Ég vil kvetja ykkur að lesa þetta blogg og mynda ykkur skoðun um það sjálf. Eins og ég skil hann... þá má kalla nátturuverndarsinna hálfvita en ekki þá sem halda því fram.
Eigið góðar stundir.
Mótmælabúðir á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 185556
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lilja Kjerúlf hehehe
Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 20:20
Mátt alveg leiðrétta það og henda svo út athugasemdunum
Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 20:24
Heyrðu nú kallinn minn.
Ég man ekki betur en að þú hafir komið inn á síðu Vilhjálms ofur-ritskoðara og fundist það vel við hæfi hjá honum að kæra mig svo ég tel nú greinilegt að þú ert hlynntur málfrelsi svo lengi sem um þitt málfrelsi er að ræða.
En ég skal þó standa upp fyrir þig í þessu máli og segja að kæra á hendur þér væri fáránleg enda verða menn að hafa rétt til að tjá skoðanir sínar á mönnum og málefnum jafnvel þó svo að skoðunin særi einhvern eða jafnvel marga. Þessi maður sem þú tjáir þig þarna um virðist annars ekki hafa mikið til að byggja á ef marka má orð þín hér en hver er tengilinn á þessa umræðu?
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 20:25
Afsakaðu mig Brynjar. Sá að þú gafst tengilinn hér upp í grein þinni við aðra skoðun.
Skv. Íslenskum lögum getur umræddur maður jú kært enda eru ákvæði í lögunum sem hefta skoðanafrelsi manna töluvert. Ef hann kærir og vinnur legg ég til að skipulögð verði mótmæli. Annars þá tel ég löngu tímabært að breyta íslenskum málfrelsislögum í samræmi við fyrstu grein stjórnarskráar bandaríkjanna sem tryggir mönnum óheft tjáningarfrelsi.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 20:29
Johnny ??? var ég hlintur því að þú yrðir kærður ? ...ef ég man rétt lagðist fyrst og fremst gegn því að þú kallaðir stelpu sem er bloggvinur minn Tyrkjabeyglu og öðrum ónefnum. Mér fanst hún ekki eiga það skilið.
Brynjar Jóhannsson, 14.7.2008 kl. 20:54
Þú mótmæltir því ekki í einu orði í athugasemd þarna og sagðir að þetta væri í raun efni í meiðyrðamál sem ég er algjörlega ósammála. Þú hefur þó réttinn til að finnast að hún hafi ekki átt þetta skilið.
Varðandi þennan Sigurjón þarna þá finnst mér undarlegt að hann kvarti yfir ritskoðunaráráttu Vilhjálms þegar hann er augljóslega sjálfur að kúga samborgara sína með hótunum um lögsóknir. Meiriháttar hræsni verð ég að segja.
Munum bara að það er ekkert "en" í málfrelsi.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:07
Johnny..
Já það er rétt hjá þér.
ég sagði þetta
mér fanst það vera meiðyrðamál að þú kallaðir hana slíkum viðurnefnum, en eins og þú segir þá hef ég fullan rétt á að vera á þeirri skoðunn rétt eins og þú á þinni.
Ég veit ekkert um þennan kauða en ég er búin að sýna tveimur félögum mínum þessa færslu hjá honum og báðir mistu andlitið er þeir lásu þessa hótun.
Brynjar Jóhannsson, 14.7.2008 kl. 21:14
Ef að það er efni í meiðyrðamál þá hefur þessi gaur í raun jafn mikinn rétt til að fara í meiðyrðamál við þig og jafnvel betri möguleika á sigri en umrædd stelpa gagnvart mér. En hún er nú sek um að segja svo margt bull gagnvart mér í þágu "manngæsku" og "umburðarlyndis" að ég gæti hreinlega rústað henni í dómsölum ef ég kærði mig um en sem betur fer fyrir hana má hún hafa þessar skoðanir sínar á mér og hyggst ég ekki kæra enda átrúnaðarmaður á málfrelsið. En gleymum því ekki að ég beindi aldrei orðum mínum í upphafi beint til hennar.
Á meðan íslensk lög í þessum efnum standa óbreytt munu vælukjóar eins og þeir félagar Vilhjálmur og Sigurjón vaða uppi með lögin sér við hlið. Þess vegna tel ég að breyta þurfi lögunum og koma í veg fyrir að menn haldnir ritskoðunaráráttu geti kúgað íslendinga. Hegningarlög 233 a eru tvímælalaust verstu ólög sem til eru hér á landi og hefta tjáningarfrelsið.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:34
Já .. þú segir það ?? johnny..
Mér þykir þú ansi borubrattur að reyna að halda því fram og mér þætti nú vænt um að sjá það fara fyrir dómstóla. Ef þú heldur virkilega að það sé hægt að leggja þetta að jöfnu að kalla fólk niðrandi nöfnum sem snerta kynþátt hennar og að ég segi EINU SINNI að þessi maður sé ekki meið neitt á milli eyrnanna þá ertu ekki í lagi. Þú kallaðir þessa stúlku ítrekað virkilega ljótum og ærumeiðandi nöfnum eins og t.d Tyrkjabeyglu og öðrum ókvæðisnefnum á meðan ég sagði skoðun mína einu sinni skoðun mína á þessum manni. Ástæða þess að ég sagði það var vegna þess að hann var með dylgjur og upphróp í garð nátturuverndarsinna sem mér líkaði ekki við.
ÉG get alveg lofað þér því að þú ert ekki í neinum rétti að kalla fólk slíkum ókvæðisyrðum og það er hárrétt hjé mér sem ég sagði við þig á sínum tíma .. ÞETTA ER HREIN OG KLÁR ÆRUMEIÐINDI SEM ÞÚ VARST AÐ HALDA FRAM. Þar að auki varstu að fara með mjög varasamar fulllyrðingar um gyðinga sem en ef þú vissir það ekki þá er það mögulega kærumál líka.
Brynjar Jóhannsson, 14.7.2008 kl. 22:02
úff Brynjar þetta er farið að vera svakalega heitt hérna.... mér líður eins og í finnsku gufubaði.
Ég þyrfti að fá mér bjór til að jafna mig, en bíð með það þar til næstu helgi.
Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 22:08
Já...
það er satt.... Lilja.... Ég virðist vera búin að kveikja enn einum sinu eldinum mínum inni á blogginu mínu.
Brynjar Jóhannsson, 14.7.2008 kl. 22:10
Það er allt í lagi að kveikja eld á meðan maður brennir sig ekki
Jónína Dúadóttir, 14.7.2008 kl. 22:33
Þú ert frekar fyndinn Brynjar.
Í grein þinni þá talar þú um hversu slæmt það sé að einhver maður vilji lögsækja þig fyrir það sem þú sagðir en sjálfum þætti þér þó gaman að sjá mig fara fyrir dómstóla fyrir ummæli mín í garð einhverrar stelpu. Þú, Sigurjón og Vilhjálmur virðist eiga býsna vel saman því skilgreining ykkar á málfrelsi er "svo lengi sem ég er sammála því eða það móðgar mig ekki er það í lagi".
Ef þú trúir svo heitt á lög sem hefta málfrelsi og rétt þeirra sem telja á sér brotið skv. þeim þá ættirðu að sjálfsögðu að ýta undir það að Sigurjón kæri og þið leysið málið fyrir dómstólum. Ég meina þetta er "hugsanlegt" lögbrot hjá þér
Svo er annað sprenghlægilegt við jafnaðarmenn. Að ykkar mati skipta kynþættir engu máli og eru í raun ekki til en þegar einhver segir eitthvað tengt kynþáttum fólks er það alvarlegasti hlutur sem til er. Þessi tvísögn ykkar sannar það að þið trúið í raun ekki á fyrri fullyrðinguna og hún virðist eingöngu notuð í tilgangi heilaþvottar hjá ykkur.
Ég kallaði þessa stelpu einfaldlega "tyrkja", sem hún er, með ýmsum viðskeytum en þú fullyrðir um þennan mann og því er "brot" þitt í raun töluvert alvarlegra varðandi persónuníð heldur en mitt. Svo beindi ég mínum orðum ekki til hennar beint í fyrstu. Ég minntist eingöngu á hana í umræðum við annan mann.
Ég stend svo við allar fullyrðingar mínar um gyðinga. Ef þér finnst réttur gyðinga til að vera yfir gagnrýni hafðir mikilvægari en málfrelsi íslendinga þá ættirðu kannski að íhuga að flytjast búferlum til Ísrael og vera innan um fólkið sem þú heldur meira upp á en þitt eigið fólk.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:06
Now its even hotter
Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 23:11
sussu, Brylli. réttast væri að kæra þig fyrir örgustu hægri/vinstri mennsku
Brjánn Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 23:11
Johnny..
Varðandi þína skoðun á kynþætti.. þá máttu hafa hana.. Ég hef ekkert á móti þvi að fólk hafi skoðanir en ég ítreka að ég er ósammála þessari skoðun þinni að öllu leiti. Þannig að þessi fullyrðing þín um "okkur jafnaðarmenn" er ekki alkostar rétt og í raun og veru skot út í bláinn. Ég er hlintur skoðannafrelsi en mér er illa við að það sé vegið að fólki með óvægum hætti.
Ég hef líka ekkert á móti því að þessi maður reyni að gera tilraun til að sækja mig til saka. Ég er það meðvitaður um hvar ég stend í þeim málum að það mál yrði þeim ágæta manni eingöngu að athlægi. Ég veit einnig til þess að maður var kærður hérlendis fyrir að tala á niðrandi hátt um afríkubúa og tel ég því hreint og klárt að þú sést á frekar hálum ís varðandi ummæli þín um þessa stelpu ef hún vill gera eitthvað í því.
Þar að auki er mér vitanlegt að þú varst með bloggsíðu sem var hent út og ég veit að eina ástæðan fyrir því að mbl.is hendi slíkum síðum út er til að forðast kærur. Þannig að ég tel staðreyndin sýna það og sanna að þú sést á miklu hálari ís heldur en ég nokkurn tíman. Með fullri virðingu fyrir þér Johnny en það er bara dagsljóst.
. þú kallaðir þessa stelpu meira heldur en bara TYRKJA Þú kallaðir hana tyrkjabeyglu og einhverju meira... og ef þú ætlar að reyna að halda öðru fram .. þá skulum við leysa þetta á einfaldan hátt. Ég einfaldlega segi semu frá þessu og hun getur staðfest hvað þú sagðir um hana.
Ég ætla að skrifa henni færslu og segja að þú sést að tala um hennar mál hérna.
Ég endurtek það aftur..
Þú mátt hafa þínar skoðanir mín vegna...sér í lagi ef það má skeggræða þær við þig.
Brynjar Jóhannsson, 14.7.2008 kl. 23:29
Jónína.. hafðu engar áhyggjur.. ég er ágætlega brynvarður gegn þessum áhlaupum..
Lilja.. .já það er heitara hérna inni ... en ég er samt KALDARI EN ÍSINN
Brjánn.. JÁ og ætti ekki að kæra mig líka fyrir að anda ?
Brynjar Jóhannsson, 14.7.2008 kl. 23:43
Brynjar.
Skoðanir þínar falla innan ramma jafnaðarstefnu eða getur þú sagt mér hvað þú ert annað en jafnaðarmaður?
Ummæli mannsins sem var dæmdur og þú ræðir hér um voru tekin upp úr þætti sem var sýndur einni viku áður (minnir mig) en hann lét ummælin falla. Sá þáttur var sýndur á RÚV og fjallaði um afríku. Þess vegna hefði líka átt að dæma RÚV með réttu fyrst maðurinn var dæmdur og auðvitað DV sem ber ábyrgð á því sem fer í blaðið.
Þú ert einfaldlega á mjög hálli braut sjálfur þegar þú talar um að það sé refsivert að kalla vissa kynþætti eitthvað sem þeir eru ósáttir við sjálfir. Svörtum í Bandaríkjunum þykir það t.d. mörgum súrt að vera kallaðir "svartir" og vilja láta kalla sig "afríska-ameríkana". Eigum við virkilega að hlaupa eftir því að kalla fólk nákvæmlega það sem það vill vera kallað sjálft? Hver á að sitja mörkin yfir hvaða orð eru í lagi hverju sinni um hvern kynstofn og hvað er meiðandi?
Eigendum þessa vefseturs var hótað af manni sem mislíkaði bloggsíða mín og sagði að "hugsanlega" væri um lögbrot að ræða á síðu minni. Mogginn varð hræddur því þeir vita að þeir sjálfir bera ábyrgð á öllu sem fer á vefinn og því myndu þeir lenda í kærunni en ekki ég. Svipað mál kom upp með "Aftonbladet" í Svíþjóð. Sá maður sem dæmdur var fyrir ummæli sín hér á blogginu, er Gaukur hét, virðist hafa haft slakan lögfræðing.
Blaðið sem berst í bökkum þorir greinilega enga áhættu að taka hvorki á blogginu eða í blaðinu sjálfu þrátt fyrir að sala blaðsins og áskriftum fari snarfækkandi. Skv. lögum er hins vegar ólöglegt að hefta skoðanir manna nema fyrir dómstólum. Ef reynt verður að taka þetta mál fyrir dómstóla mun ég einfaldlega benda á ákvæðið um að fjölmiðlar beri sjálfir ábyrgð á því sem birtist á síðum þeirra auk þess sem ég mun kæra moggann fyrir mismunun eftir pólitískum skoðunum.
Þú virðist láta sem ég hafi framið voðalegan glæp gegn umræddri stelpu en látum nú nokkur ummæli sem hún lét falla um mig hér. Það er hið raunverulega efni í meiðyrðamálef ég kærði mig um.
"átt greinilega enga vini sem ekki eru ljóshærðir og bláeygðir, talar að öllum líkindum ekki ensku eða annað tungumál og hefur að mestum líkindum aldrei komið út fyrir landssteinana. Sennilega ferð lítið úr húsi þar sem alls kyns fólk getur orðið á vegi þínum."
"Það er ekki á hverjum degi sem maður lendir í svona bölvuðu, þröngsýnu, hatursfullu pakki."
"Og enn og aftur, ástæðan fyrir því að ég postaði þessu yfir á mína síðu var til þess að fleiri gætu séð hversu mikið fífl þú ert"
"Þetta er ekki vandamál ennþá fyrir mig Vilhjálmur, en eins og þú segir þá er vitleysingurinn hættur og vonandi kemur hann aldrei hingað aftur."
"Einar, þessi maður er hreinlega brandari og ég var á tímabili farin að finna til með hounm, sá hlýtur að eiga bágt. Ég hins vegar finn ekki lengur til með honum, hann er aumingi."
Þessi fögru orð koma öll frá "saklausa fórnarlambinu" og jafnaðarkonunni Semu. Oft er það svo að þeir sem predika umburðarlyndi, mannskilning og fleira slíkt er stútfullir af hatri. Ég tel að svo sé raunin með Tyrkjann. Allt út af einu orði sem ég beindi til annars manns.
Eins og ég segi þá hef ég engan áhuga á að kæra fólk fyrir ummæli þess og tel slíkt vera algjört rugl. Ég tel jafnaðarmenn ávallt afhjúpa heimsku sína best sjálfir og því væri okkur þjóðernissinnum gerður mikill óleikur með að banna þeim að tjá sig. Greinilega óttast jafnaðarmenn þó málflutning okkar enda virðist alltaf vera besta leiðin hjá þeim að hefta umræðuna, kalla andstæðingana ónefnum og ef það dugar ekki þá að nota dómstólana. Trú þessa fólks á eigin skoðanir er það mikil að þau treysta sér ekki í opnar umræður við andstæðinga sína.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 00:29
jú væri ekki réttast bara að kæra þig fyrir andardrátt eða fyrir að anda ekki. hvort heldur er?
Brjánn Guðjónsson, 15.7.2008 kl. 00:32
Nú þarf ég að tjá mig þar.
Johnny, vertu ekki að þykjast vera neitt fórnarlamb. Þú varst ekkert að kalla mig neinum saklausum orðum. Þú heldur áfram að tögglast á því að ég sé tyrki, svona í staðinn fyrir að nota nafnið mitt. Þú virðist gleyma því að ég er jafn mikill Íslendingur og ég er Tyrki, ef ekki meiri.
Þú kallaðir mig Tyrkjabeyglu, bjánalega tyrkjastelpu, sagðir að ég væri ekki Íslendingur og að ég ætti ekki rétt á búsetu í því landi sem ég er fædd í. Svo helduru áfram og áfram. Þetta er bara rjóminn af því sem þú sagðir.
Svo finnst þér skrítið að ég bregðist við með því að kalla þig aumingja og vitleysing eftir að hafa núna þurft að þola þig í meira en viku. OG ENN ERTU AÐ!!
og núna ertu farinn að saka mig um hatur. Þú veist ekki rassgat um mig og skalt nú bara fara að hætta þessu. þetta er farið að snúast upp í einelti. Ef þú hefur eitthvað meira að segja við mig skaltu senda mér póst og við skulum tala saman face-to-face. Ef ekki skaltu fara að þegja.
Sema.
Sema Erla Serdar, 15.7.2008 kl. 00:40
Johnny..
ÉG hef ekkert bannað þér að tjá þig þó svo að mér þyki skoðanir þínar sorglegar og minna mikið á nasima.
Jú ég er jafnaðarmaður.... en það er rangt hjá þér að halda því fram að ég sé á móti því að þú hafir skoðanir. Þínar skoðannir dæma sig sjálfar.
Þú ert að fara með alrangt mál.. ÞEssi maður var kærður fyrir ummæli sem hann lét falla í MORGUNBLAÐINU Á SÍNUM TÍMA. Hann talaði niður til afríku manna en ég man ekki nákvæmlega hvað hann sagði . það mætti halda að þú hafir ekki lesið það sem ég var að segja ... Ég sagði nákvæmlega þetta varðandi Mbl.is.. þeir vildu ekki hýsa heimasíðuna þína ÞVÍ AÐ ÞEIR VORU HRÆDDIR UM AÐ VERÐA KÆRÐIR. Það segir það sem segja þarf
og vel á minnst ... hérna er hún
Sema ..
Frábært að þú komst hérna inn.. því þú staðfestir með öllu að þessi maður Johnny rebel að segja um þig. HANN var ekki að fara með rétt mál þegar hann talaði um þig. Það var einmitt sem mig minnti og það er því gott að það sé komið á hreint. Hann sagði einmitt miklu meira um þig eins og að hún ætti ekki rétt á því að búa hérlendis og því er það ALGJÖRLEGA RÉTT HJÁ MÉR AÐ ÞESSI ORÐ HANS VORU HREIN OG KLÁR ÆRUMEIÐINDI.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 01:17
Sema.
Ég hef nú þegar tjáð mig um mína skoðun hvort þú sért íslendingur eða ekki og hef litlu þar við að bæta. En ef við tölum nú um tryggð við land þá sést á heimasíðu þinni að Tyrkland er mun vinsælla umræðuefni hjá þér en Ísland.
Já ég kallaði þig þetta tvennt eins og ég neitaði því ekki eins og Brynjar reyndi að halda fram. Úr athugasemd #13 frá mér:
"Ég kallaði þessa stelpu einfaldlega "tyrkja", sem hún er, með ýmsum viðskeytum"
Annað orð mitt var "tyrkjabeygla" og var ekki beint til þín heldur var ég að tala um þig. Þetta er í raun ósköp saklaust og hvergi vegið svo illa að þér í þessu öðruvísi en svo að ég meinti "tyrki með undarlegar skoðanir" en fólk má auðvitað túlka þetta viðskeyti eins og það vill. Hitt orðið var "tyrkjastelpa". Ég sé hreinlega ekki hvað er móðgandi við það en kannski hefði þetta átt að vera "tyrkjakona" hefði ég verið formlegri.
Ég neita því einfaldlega að hafa ráðist á persónu þína eins og þú gerir í sífellu gagnvart mér og þú hlakkaðir yfir því á vefsíðu þinni þegar aðrir fóru illum orðum um mig.
Ég sagði meðal annars:
"Ég get hins vegar ekki sagt upp úr þurru að þú sért "ill", "trufluð" eða "hatursfull" og reynt að nota það sem rök. Kannski ertu bara ágætis manneskja og allt gott um þig að segja en jafnvel þó svo sé þá réttlætir það ekki spillingu á blóðlínum fyrir mér."
Ég hef því aðeins skoðun á búsetu þinni á þessu landi. Það kemur því einfaldlega ekkert við að ég hati þig sem ég geri ekki. Eflaust ert þú með einhverjar skoðanir um að ekki væri t.d. sniðugt að flytja hér inn milljónir manna á einu bretti en er þar með sagt að þú hatir fólkið?
En talandi um einelti Sema. Hvað var það annað en einelti þessi þráður sem þú bjóst til um mig? Þó ég líti svo á að þú hafir gert mér greiða með honum var það augljóslega ekki ætlunin heldur tilraun þín til að fá fólk upp á móti mér. Í þessum þræði hér nefndi ég ekki einu sinni nafn þitt að fyrra bragði heldur talaði ég um þig sem "hina ónefndu" eða minntist á tyrkneskan uppruna þinn. Vilhjálmur sem hefur verið dæmdur fyrir lygar sínar í garð íslendinga og yfirgaf landið með skömm á sínum tíma tekur einnig þátt í einelti gegn öllum þeim sem mótmæla skoðunum hans og kallar þá öllum illum nöfnum og lýgur upp á þá t.d. sagði hann á einum vettvangi að ég hefði hótað honum en staðreyndin er sú að ég kom hvergi nálægt þeirri hótun. Ég hef hins vegar boðið Vilhjálmi að ræða þessi mál en hann harðneitar því og vill mér fangelsi fyrir skoðanir mínar.
Ég veit annars ekki hvað þú vilt ræða við mig persónulega enda sagðirðu á sínum tíma að þú vildir það ekki vegna þess að þú værir hrædd um að ég myndi skjóta þig.........
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 01:22
Þú hefur ekki bannað mér að hafa skoðanir Brynjar en þú tönglast á því að þær séu brotlegar við lög og gaman væri að sjá mig í réttarsal. Ég veit líka ekki hvernig þú gætir bannað mér að hafa skoðanir þó svo að þú gætir skrúfað fyrir mig á þessari síðu ef þú vildir.
Nei Brynjar hann var dæmdur fyrir ummæli sín í DV
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2001/10/25/varaformadur_felags_thjodernissinna_braut_stjornars/
Þetta sagði hann nákvæmlega
„...Það þarf engan snilling eða erfðafræðivísindamann til að sýna fram á hver munurinn er á Afríkunegra með prik í hendinni eða Íslendingi. Vestrænar þjóðir vorkenna Afríkubúum mjög mikið en þeir búa þarna í gróðursælustu álfu heims og gætu framleitt sex sinnum meira af mat en þeir þurfa ef þeir nenntu því. Við búum hér á grjóthnullungi, höfum ekkert nema fiskinn og klakann og höfum það bara stórfínt á meðan þeir nenna ekki að berja af sér flugurnar..."
Ég las dómskjölin og þar kemur fram að heimild hans var þáttur á RÚV eins og ég sagði áður.
Ég ítreka það enn og aftur að fjarlægja þurfi hegningarlög 233 a úr íslenskum lögum því þau gefa réttinn til þess að hefta skoðanafrelsi og er hægt að túlka ansi víðtækt og berja niður stjórnarandstæðinga ef stjórnvöld kæra sig um. Lögin er varða "persónuníð" þarf einnig að endurskoða töluvert að mínu mati.
Ef það er ærumeiðandi að segja að manneskja ætti ekki að búa hérlendis væri hægt að kæra ansi marga. Það er ekkert til í íslenskum lögum sem bannar fólki að hafa skoðun á því hver má búa hér og hver ekki. Ef hægt væri að kæra mig fyrir þetta ætti þá í raun að vera hægt að kæra alla þá sem ekki vildu flóttamennina upp á skaga, alla þá sem telja ekki alla vera íslendinga sem eru fæddir hér o.s.frv. Þetta kemur "ærumeiðingum" ekkert við.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 01:36
Johnny..
Má ég vinsamlega biðja þig að ræða ekki við hana Semu hérna á mínum vefi ? Ég veit henni er ekki vel við það og mér er meinilla við það sjálfur þar sem mér þykir þessi röksemdafærsla þín út til hennar út í HÖTT. Eins og hún sagði.. ef þér langar að tala við hana .. sendu henni tölvupós og ræddu við hana Face to Face.
Og nota bene...
þegar þú bloggar á mínu svæði
værir þú vinsamlega að sýna þann sóma að kvitta undir með þínu rétta nafni.
Ef þú getur ekki gert það þá vil ég vinsamlega að biðja þig um að vera úti.
Virðingarfyllst
Brynjar Jóhannsson.
.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 01:43
Brynjar,
Hún skrifaði hér athugasemd. Ég svaraði henni til þess að koma nokkrum hlutum á hreint. Flóknara var það nú ekki.
Ég kíkti aðeins á önnur svör á bloggsíðu þinni undir ýmsum þráðum og þar kvartar þú ekki undan því að menn skrifi nafnlaust. Þið virðist grípa voðalega oft til þessara aðferða þegar það hentar ykkur og ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu en þú ættir samt að hafa eitt hugfast að skv. notendaskilmálum bloggsins er í lagi að blogga undir dulnefni.
"Notendum er frjálst að koma fram undir dulnefni á bloggi sínu, en ekki er heimilt að villa á sér heimildir."
Þetta giska ég að eigi nú líka við athugasemdir.
Er það virkilega stefna þín að leyfa mönnum aðeins að blogga undir dulnefni ef þeir eru sammála þér en annars ekki?
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 02:05
Johny..
þetta blogg er samt sem áður minn bústaður og ég ræð hverning reglunar verða.
Þar sem ég hef ekki sett neina reglu á blogginu mínu til þessa þá ætla ég að setja mína fyrstu reglu hér og nú.
Reglan er þessi..
1. Fólk má tjá sig undir nafnleysi á mínu bloggi nema Johnny rebel.
Ég var að lesa það sem þú skrifaðir hjá henni Semu og það var með eindæmum hvað þú ert fyrirlitningarfullur einstaklingur. Mannfyrirlitningin og vitfirringin fanst nánast í hverju einasta orði.
förum yfir nokkur ummæli sem þú lést yfir hana ganga og reyndu síðan að leggja þetta AÐ JÖFNU VIÐ ÞAÐ SEM ÉG SAGÐI .
Um þetta sagðir þú meðal annars við hana SEMU
1"Það er nú ekki upp á marga fiska að tyrkjabeygla sé byrjuð að styðja ykkur félaga (frjálslinda) og sýnir kannski best hversu lélegir málsvarar þið eruð fyrir íslensku þjóðina."
2"Það er ekki þitt að dæma ummæli mín dauð og ómerk eins og einhver fábjáni upp í hæstarétti. Ég stend við þessa "uppnefningu" enda sé ég enga ástæðu til að lofsyngja einhverja bjánalega tyrkjastelpu."
3"Þá er það á hreinu þú vilt hafa tyrkja á landinu og tala fyrir hönd hennar og bjóða svörtum manni inn í landið. Ekki vera þá að kalla þig þjóðernissinna því það ertu svo sannarlega ekki enda snýst þjóðernishyggjan líka um arfleið og blóðlínur. Hver eru annars sérkenni íslendinga, geturðu svarað því?"
4"Þú ert ekki Íslendingur. Íslendingar eru af norrænum ættum og ættirðu að komast að því með að lesa Íslandssöguna. Það gerir þig ekki að íslendingi að hafa það skrifað á vegabréfið þitt að svo sé né að hafa fæðst hér á landi eins og margir útlendingar hafa gert."
OG þetta eru aðeins BROTA BROT AF ÞVÍ SEM ÞÚ SAGÐIR í raun bara byrjunin.
Þetta ÆTLAR ÞÚ AÐ SEGJA AÐ SÉU MINNA ALVARLEGRI EIN EIN SETTNING SEM ÉG SAGÐI VIÐ MANNIN SEM ÉG SKRIFAÐI UM ?
Ég held að hver heilvitamaður sem þetta sér að það sé ekki möguleiki að bera svona hluti saman.
.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 02:34
Þú ert komin hér í algjör rökþrot Brynjar fyrst að sérreglur eigi nú að vera í gangi gagnvart mér og þú byrjaður að kalla mig ónefnum í staðinn fyrir að svara nokkru sem ég er að segja.
Svo þylur þú upp setningar sem ég hafði nú þegar fjallað ítarlega um hér fyrir ofan. Nema #3 sem hvorki fjallar sérstaklega um hana nema að því leyti að minnst er á hana óbeint.
Ég hafði þegar fjallað um hvort væri alvarlegra og ef eitthvað er alvarlegra eru það þín ummæli gagnvart manninum sem beinast beint gegn persónu hans og því mun betri vinningslíkur á að dómur falli um "persónuníð" en í því tilviki þegar ég vísa beint til þjóðernis Semu án þess að vera með nokkrar dylgjur eða fullyrðingar gegn henni persónulega. En eins og ég hef sagt áður þá vona ég að þú lendir ekki fyrir dómi enda myndi það brjóta gegn rétti þínum til frjálsra skoðanaskipta.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 02:50
Johnny ..
Gleymdir þú að taka pillunar þínar í morgun ?
Þú kallar SEMU hverju ókvæðis orðinu á fætur öðru og kallar hana meðal annars BJÁNALEGA beyglu tirkjadruslu og... ásamt svo mörgum viðurstiggilegum og ómálefnalegum settningum auk þess sem þú ert með um hana viðbjóðslegan óhróður án þess að hún nái að svara fyrir sig og segir síðan að þetta er ekki persónulegt ?
Bíddu hvaða rökþrot er ég komin í ?
ég set þær reglur sem ég vil á mínu bloggi og ef ég krefst þess að þú tjáir þig undir nafni þá ætlast ég til þess. Ástæða þess að ég krefst þess að þú tjáir þig undir nafni er vegna þess að þú ert í mínum augum Mannleysa sem ert ítrekað með stór orð en þorir ekki að rísa undir "nafni".
Mér er meinilla við Rasista og svona okkar á milli ... þá ert þú slíkur maður í mínum augum.
Þessi orð sem þú sagðir um Semu eru virkilega alvarleg og uppfull af ógeðslegri mannfyrirlitningu. Þau endurspegla skoðanir manna sem ég fyrirlít af öllu mínu hjarta og vil ekki hafa í nánd við mig.
Þú mátt hafa þínar skoðanir en ég bið þig um að hafa þær annarsstaðar en hér.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 03:20
Sko .. þetta sýnir hvað þú ert með lítið meira en steypu á milli eyrnanna. Það sem þetta fólk er að gera kallast borgaraleg óhlíðni og byggir á því að menn brjóta gegn lögum samfélagsins og taka á sig brotin til að mótmæla aðgerðum eða vekja athygli á málstaðnum.
EN því miður... þá ertu svo klónað dæmi um svona hægrikjána að ég held að það sé ekki ræðandi við þig enda ertu búin að sýna það og sanna að þú ert skammarlega fáfróður maður sem ert á svipuðu þroskakvaleberi og fermingakrakki.
Brynjar Jóhannsson, 13.7.2008 kl. 23:08
Fríða Eyland, 15.7.2008 kl. 03:54
loksins var gaman að lesa bloggið ,- ég veltist um af hlátri og kemst ekki í gegnum textann fyrir krampaköstunum, þegar ég les þessa snilld
Lilja og Brynjar: Ég er búinn að afrita athugasemdir nr. 14 og 15 og mun leggja þær fyrir lögfræðing minn, nema þær verði fjarlægðar. Þar haldið þið fram ýmsum óhróðri um mína persónu, án þess að fótur sé fyrir. Það get ég ekki liðið og mun að öllum líkindum kæra þau ummæli sem meiðyrði. Athugið að dómar hafa fallið um slíkan óhróður á þessu vefbókakerfi, þar sem maður nokkur fór með staðlausan óhróður um annan, án þess að geta staðið við hann. Það er því fordæmisgefandi. Fólk kemst ekki upp með það að halda úti óhróðri um aðrar manneskjur, jafnvel þó þær ,,eigi" vefbókina. Athugið að ég dró aldrei ykkar persónur eða mannorð í efa eða ataði auri eins og þið gerðuð þarna.
Fríða Eyland, 15.7.2008 kl. 04:00
Fríða Eyland
þú varst ekki að lesa bloggið mitt.. þú varst að lesa bloggið hennar Lilju.. Þessvegna þótti þér það svona skemmtilegt. ........
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 04:16
Jahá! Það er ekkert annað! Þessi "Johnny" má svo sum hafa sínar skoðanir.. en það er dálítið sem heitir almenn kurteisi og virðing fyrir náunganum.. Þessar réttlætingar eru svo út í hött, ekkert nema lélegar afsakanir..
Flott blogg og áhugavert að lesa athugasemdirnar..
Dexxa (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 11:10
Jæja mér hefur borist formleg kvörtun...
Best að tala við lögfræðinginn
Lilja Kjerúlf, 15.7.2008 kl. 12:18
Ég trúi þessu ekki Lilja... er manninum virkilega alvara.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 12:30
já hann hefur greinilega ekkert annað að gera " kíkti á bloggið hans" hann er atvinnulaus að ég best veit. Allavega segir hann það sjálfur þar.
Annars skulum við sjá með málfrelsið hvernig það er hér á Íslandi, ég tel ekki að ég hafi verið særandi eða meiðandi... ég var ekki að vaða uppi með einhverjar lygar um manninn sem myndu skaða hann um aldur og ævi. Hann ætti ekki viðreisnar von, það er nú margt verra en þetta.
Svo skulum við ekki gleyma því að hann kallar okkur fávita, ég tók því þannig.
Lilja Kjerúlf, 15.7.2008 kl. 12:43
Lilja..
Jú það er rétt og hann byrjar með stimpingarnar á þessari síðu. Það er augljóst.
Eins sést hérna að ofan.... þá segi ég að hann hafi ekkert nema steypu á milli eyrnanna vegna þess að ég er að svara fyrir það að hann kalli meðlimi Saving Iceland hálfvita.... OG í kjölfarið útskýri fyrir honum út á hvað borgaraleg óhlíðni gengur.
Sem sagt fyrir ... Ég má ekki kalla manninn það sem mér finnst hann vera en hann má kalla nátturuverndarsinna það sem honum sýnist.
Ég hef nú lennt í miklu verra orðaskaki en þetta og ef honum dirfist að vera að kæra mig.. þá mæti ég þessu kjánapriki fyrir dómstólum. Ein besta vinkona mín er lögfræðingur og hún ætti að getað gefið mér ráð um hvað má og hvað ekki.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 12:57
Það er nú samt ég sem ber ábyrgðina af því þetta er mín síða
Endilega spjallaðu við vinkonu þína
Lilja Kjerúlf, 15.7.2008 kl. 13:02
Lilja
Já vissulega berðu ábyrðina á þinni síðu en telur þú þig hafa gert eitthvað af þér ? Ég fæ ekki séð að nokkur ein einasta manneskja sem ég þekki til gæti tekið svona kærumáli öðru vísi en að glotta. Allir sem lesa yfir þetta gapa yfir kjaftæðinu sem hann lét út úr sér og er ég sannviss um að hann getur ekkkert gert í þessu máli. Ég trúi því ekki að Mbl.is geri eitthvað í málinu ef þeir lesa þessa færslu frá A til Ö ............Allaveganna veit ég að það yrði allt vitlaust hjá þeim bloggurum Mbl.is sem ég þekki.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 13:12
Lilja, má ég spyrja hvaðan þér barst formleg kvörtun? Frá blog.is?
Theódór Norðkvist, 15.7.2008 kl. 13:48
Já það barst formleg kvörtun til þeirra sem þeir svo áfram sendu til mín.
Ég bendi svo á þessa færslu hjá Sigurjóni sem segir mér allt um ástæður veru hans hér á Moggablogginu....
http://sigurjon.blog.is/blog/sigurjon/entry/550857/
Flutningur
Ég ætla að yfirgefa moggabloggið, nema fyrir rifrildi og leiðindi. Mér finnst ekki við hæfi að birtar séu auglýsingar á minni persónulegu vefbók.Jú, þetta er ókeypis, en það er blogspottið líka og ekki auglýsa þeir.Auk þess er ég alveg búinn að fá nóg af moggabloggurum flestum, nema auðvitað bloggvinunum.Ég mun halda áfram að lesa blogg hjá vinum og kunningjum, en skrifa fremur lítið og þá bara rifrildi og leiðindi...
Lilja Kjerúlf, 15.7.2008 kl. 14:06
Nákvæmlega LILJA......
Hann segist þarna ætla að yfirgefa möggna bloggið nema fyrir
rifrildi og leiðindi.
Það er svo dagsljóst að hann á við eitthvað sárt að binda og ég held að það sé algjörlega á hreinu að engin Lögfræðingur muni nokkurn tíman taka þetta mál að sér og hvað þá Mbl.is að reyna að hamla okkar málfrelsi því við gerðum ekkert af okkur nema að svara fyrir hans svívirðingar.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 14:31
Þeir sem láta lopapeysuklædda síðhærða unglinga í tjöldum leggjast svona illilega á sálina hjá sér eiga augljóslega eitthvað erfitt. Ég tek þó undir með Brynjari að ef blog.is fer fram á að þessar nefndu athugasemdir um Sigurjón verði fjarlægðar þurfi ekki síður að fjarlægja sumar af hans athugasemdum.
Theódór Norðkvist, 15.7.2008 kl. 14:57
Síðhærð ungmenni ætti ég kannski frekar að segja.
Theódór Norðkvist, 15.7.2008 kl. 14:58
Theodor..
Blog.is mun aldrei nokkurn tíman ætlast til þess að þessar færslur verði fjarlægðar. Ég trúi því ekki fyrir mitt litla líf. Hann er með gjörtapað mál.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 15:56
Einar... Það verður ekkert mál út úr þessu. Einu ærumeiðindi sem hafa orðið vegna þessa máls eru hans eigin hótanir. Eða sem sagt.. Með því að hóta þessu gapti venjulegu fólki svo heiftarlega að það gapti.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 19:44
úfff.. hvað er ég að þvaðra.. Ég efast um að einhver skilji hvað ég var að reyna segja þér Einar.. .
TAKA TVÖ
Eini maðurinn sem vó af sinni æru var hann sjálfur með því að hóta að kæra okkur og ef hann færi með þetta fyrir dómstóla þá yrði hlegið af honum. Með þessu bull útspili fékk hann alla heilvita menn upp á móti sér og fólk furðaði sig yfir þessari "kjánalegu" framkomu hans.
ÉG vona að ég sé skiljanlegri núna.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 19:47
hehehe ertu fullur?
Lilja Kjerúlf, 15.7.2008 kl. 20:05
Táp og fjör og frískir menn ...finnast hér á landi enn
Marta B Helgadóttir, 15.7.2008 kl. 20:17
LILJA....
NEIBB algjörlega allsgáður... eins og ég er búin að vera allt mitt sumarfrí
Marta..
Svo sannarlega
Einar...
ÉG talaði við lögfræðing sem er ein besta vinkona mín og hún sagði mér að þetta væri hreinn og klár málfréttisréttur hjá okkur lilju til að svara fyrir okkar. Hann vóg að Saving iceland með því að kalla þá hálfvita og því er ég í fullum rétti að svara fyrir mig líka..
einnig sagði hún mér að sama til hvaða Lögfræðings hann leitaði að það myndi engin taka þetta mál að sér.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 20:37
Það er nefnilega það...
Ég var (þrátt fyrir að reynt hafi verið að loka á mig) búinn að leiðrétta þann misskilning að ég væri að tala um ykkur Lilju persónulega þegar ég sagði: ,,Það tjáir ekki að rökræða við fávita. Þess vegna fara þeir og hlekkja sig". Hvergi kemur heldur fram að ég hafi verið að tala um einstök samtök, hvað þá Saving Iceland, né heldur nafngreindar persónur.
Þegar öllu er á botnin hvolft, stóð ég þarna í mótmælum við málflutningi Lilju og fleiri, án þess að vega að heiðri eða æru einstakra persóna og uppskar ærumeiðingar á mig persónulega. Þið héldum ýmsu fram um mína persónu (t.d. um gáfnafar mitt og lesþroska), nú síðast er því haldið fram að ég sé atvinnulaus, en ekkert af þessu á sér stoð í raunveruleikanum. Hvort sem það er löglegt eður ei, er það a.m.k. siðlaust og ljótt að gera.
Ég er í öllu falli tilbúinn að setjast að sáttaborði hvenær sem er, einfaldlega til að halda friðinn, því ég er ekki eins slæmur og haldið er fram...
Sigurjón, 16.7.2008 kl. 01:16
Sigurjón...
Ekki málið...
Ég fyrirgef þér þetta upphlaup þit
og biðst velvirðingar á að hafa sært þig.
Er þessi sáttarbeiðni ásættanleg ?
Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 01:24
Algjörlega. Ég fyrirgef þér fúslega og Lilju líka og biðst afsökunar á átroðningnum. Ég legg til að við reynum að gleyma þessu sem fyrst og reyna að bæta okkur sem manneskjur. Það ætla ég a.m.k. að gera.
Fari Lilja sömu leið og þú, mun ég vitanlega draga kvörtun mína til blog.is snarlega til baka.
Pís át!
Sigurjón, 16.7.2008 kl. 01:34
Sigurjón
Ef þú villt endilega reyna halda áfram að reyna að klóra svona í grafarbakkan þá verði þér að því.
"Það tjáir ekki að rökræða við fávita. Þess vegna fara þeir og hlekkja sig" Getur ekki verið annað heldur en Saving Iceland sem þú ert að tala um þó þú nenfndir þá ekki að nafni , sér í lagi þar sem þú varst að Mómæla aðgerðum þeirra. Mér finnst þetta hálf vonlaus vörn hjá þér því þú veist það sjálfur jafn vel og ég að þessi orð voru beind "TIL SAVING ICELAND" .... Lilja var búin að segja við þig að hún vildi ekki hafa þig inni á síðunni áður en þú sagðir þetta og varstu búin að vera með leiðindi og ónot í hennar garð. Ég sá það og það sáu það allir.
Mín sátt er þessi.
Hættu þessi bulli og þá er málið gleymt og grafið.
Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 01:39
Fyrirgefðu ..
Sigurjón..
ég las ekki fyrirgefninguna þína ... hún kom á meðan ég var að skrifa þetta.
Auðvitað er henni tekið ...
OG farnist þér sem allra best í lífinu.
Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 01:40
Sömuleiðis. Það er miklu betra að brjóta odd af oflæti sínu og takast í hendur, heldur en að standa í fánýtum deilum. Við erum sammála um að vera ósammála í þessu máli og meira er ekkert um að það segja...
Sigurjón, 16.7.2008 kl. 02:44
Fyrirgefnig mótekin
og
fyrirgefðu Sigurjón ef ég hef sært þig þetta var óþarfi af öllum aðilum
ég skal opna fyrir þig svo við getum nú sæst almennilega
og draga kvörtun mína um einelti til baka
Lilja Kjerúlf, 16.7.2008 kl. 09:48
Sé á þínu bloggi að þú gefur þig út fyrir að hafa gaman af því að æsa fólk upp..... neeee ekki hérna góurinn
Lilja Kjerúlf, 16.7.2008 kl. 10:05
Ragnar Örn hahahahahahahahahahaahahahhaha ...
Í sannleika sagt þá vorkenni ég þér dálítið.
ÚFff ... hvað þú hlítur að eiga bágt ? Afleiddara skot í fótinn hef ég nú ekki séð fyrr eða síðar. Í stað þess að afsanna fyrir mér að þú sést kjánaprik þá sannar þú fyrir mér að þú sést það.
Hér segir þú
"Þú hlýtur að hafa verið að horfa í spegil og tala við sjálfa þig eða aðra á þínum nótum því þetta er akkúrat lýsingin á ykkur."
Kryflum þessa settningu þína til mergjar Ég held að þessi orð þín segja það sem segja þarf. Í fyrsta lagi ertu að upphrópa mig og kallandi mig afdalahippa og í öðru lagi þá ertu ekki að færa nein rök fyrir máli þínu. Í þriðja lagi þá fullrðir þú að ég sé að horfa í spegil ( þá er ég væntanlega með upphrópanir) meðan þú gefur ekki færi á að ræða neitt af viti því þú ert strax komin ofan í skotgröfina og byrjaður að drita einhverjum "heimskulegum" skotum sem ekki fótur er fyrir.
Er ég afdalahyppi ... nei ég er miðbæjarrotta.
Er ég að horfa í spegil - nei ég þarf þess ekki ég veit ég er myndalegur
EN
VIÐ ÞIG ER EKKI RÆÐANDI...
Þú kemur ekki með nein rök, ekki neina vitneskju heldur bara einhvert skot sem er svo barnalegt, að þú ert málstaði þínum til skammar.
Orð þín dæma þig sjálf sem og allra manna sem eru með sandkassadrit af þessu tagi.
Þú hefur greinilega ekki lesið þessa færslu til enda því ef þú sérð í færslu númer 59 er hann Sigurjón búin að leita sátta og vill að þetta mál niður falli. Þú nátturulega hafðir ekki tíma til þess að kynna þér það heldur áhveður þú að vera með eitthvað þvaður í minn garð sem er ámáta fjarlægt og ég myndi fullyrða að þú værir grænslímug geimvera.
Því meira sem þú segir í þessum dúr því meira staðfestir þú að ég hafi haft rétt fyrir mér.
Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 10:27
æji greyið vildi bara vera menn í sandkassaleiknum og halda þessari vitleysu áfram... hann er velkomin í sandkassann en hann verður bara að vera þar einn og borða sand
Lilja Kjerúlf, 16.7.2008 kl. 10:31
Einhverra hluta hefur farið út orðið Afdalahippi þegar ég vitnaði í Hvað Ragnar sagði... en það leiðréttist hér með.
Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 10:32
Það er nákvæmlega lýsing á þessum manni Lilja..
Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 10:33
ég ætlaði að segja memm ekki menn
Lilja Kjerúlf, 16.7.2008 kl. 10:35
Á síðu Ragnars stendur þetta orðrétt þar sem hann lýsir sjálfum sér sem einstaklingi.
"Venjulegur að flestu leyti held ég bara en hef gaman af að æsa fólk upp stundum::)
Þeir sem vilja málefnalega umræðu er bent á aðrar síður,ég bara skrifa það sem mér dettur í hug fyrir sjálfan mig."
ÚBSS raggi minn
Ég kom upp um þig.
Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 10:39
Ragnar "Krónískur rugludallur eða andlegur niðurgangur" Same shit also.
Afdalahippi sagðir þú ? svona til að kenna þér íslensku þá myndi afdalahippi þýða "hippi sem býr AFDÖLUM." á venjulegri íslensku, nema kannski að þú viljir kalla kannski þverholt afdali
Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 10:51
Þetta er nú meira fjörið - og flestir edrú.
Jens Guð, 17.7.2008 kl. 01:22
Ja allaveganna ég Jens Guð..
Þó svo að ég sé í sumarfríi.
Brynjar Jóhannsson, 17.7.2008 kl. 01:25
Jédúda! Þetta er fjör! það rennur þó blóðið í fólki hérna.
Brynjar! Þetta eru alveg mögnuð svör hjá þér og lýsir alveg einstakri þolinmæði þinni. Vildi að ég gæti svarað svona þegar bullukollar fara langt yfir línunna...skil ekki þetta kærutal...
Óskar Arnórsson, 17.7.2008 kl. 07:15
Takk fyrir það Óskar..
Eftir að hafa lennt í nokkrum svona jólasveinum í gegnum tíðina þá lærir maður smám saman að höndla þá.
Brynjar Jóhannsson, 17.7.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.