Það verður STUÐ ÞEGAR ÉG VERÐ ORÐIN GAMALMENNI- STUÐ OG FJÖR- STUÐ OG SMJÖR

Ég hef oft reynt að sjá það fyrir mér hvernig kynslóðin mín verður verður þegar hún fer inn á elliheimili.Það er mjög líklegt að gömlu-dansa tónlistin verði þá komin á steinaldastigið og í staðin fyrir Mosart séu Bítlanir orðnar að helstu goðsagnirnar í klassískri tónlist.Kellingarnar munu ganga í spítala-gstreng og fara í aflitun í hverjum mánuði. Karlanir taka kókaín í nefið í stað neftópakks því samkvæmt nýrri elliheimilisstefnu fengu "mannúðarspekulantarnir" það út, að það væri betra að drepa fólkið úr ofneislu gleðivaldandi eiturlyfja frekar en leiðindun.

Fjörugasta Hjúkrunardeildin

 Hjúkrunardeildinar verða miklu margskiptari en í dag. Ég verð til dæmis settur í "klassísku rokkara og pönk deildina" og þar verður fólkið vakið upp á morgnanna með lögum eins og "ÞIÐ MUNUÐ ÖLL DEYJA" með utangarðsmönnum en svæft á kvöldin með hugljúgum tónum Rage agains the machine "fuck you i want do what you tell me". Frægasta vangadags lagið verður "ég ætla að ríða þér í nótt" með Fræblunum og til þess að lífga upp á stemmninguna munu hjúkrunar konurnar gefa okkur lyfjadópið okkar í leðurjökkum. Á göngunum verða margar fótboltabullur og algengasti keppni gamalmennana verður göngugrindarall.

Heilabilunardeildinar 

Ein af alvarlegustu heilabilunardeildunum verður "hnakkadeildin" enda er það lið nú þegar í dag algjörlega óþolandi svo það skal engan furða hversu illa steikt það er í hugsun. Þar verður lið svo út á þekju, talandi sínu óþolandi "tjokkótali" og dillandi limunum í takt við tónlistarviðbjóð eins og Scooter.

"Hann hrjáist af teknohausasentrúminu"  Errm væru algengustu skilgreiningar öldrunarlæknanna á vistmönnum þeirra deildar.

Plebbadeildin 

  Önnur heilabilunardeild ekki skömminni skárri "hnakkadeildin" í alvarlegri heilaskemmd væri "plebbadeildin" en þar væru menn eins og Jón Ásgeir Björgólfur, Jón Ólafsson eða forstjóri Remax lagðir inn á. Þar væri ekki spiluð vist heldur matador á hverju kvöldi og það væri stórhættulegt fyrir hjúkkunar að vera ekki lærðar í helstu lögum viðskipta því ellega yrðu þær féfléttar af einhverjum öldungnum.

Alversta og leiðinlegasta heilabilunardeildin 

Alversta heilabilunardeildin verður  "Sjálfstæðisflokkadeildin" en þökk sé Íslenskri erfðargreiningu munu afkomendur Kára Stefánsonar komast að því að Sjálfstæðisflokkurinn sé hvortveggja hættulegur kostninga kækur og ættgengur erfðargalli.

"ja ég kaus bara sjálfstæðisflokkin því mamma og pabbi sögðu mér að gera það" Errm myndi gamla íhaldsfólkið segja þegar það spyr sig afhverju í ósköpunum það kaus íhaldið. Sama hvað læknar reyna að vekja það úr dáleiðslu sinni mun það ekkert duga. Fram á grafarbakkan mun það segja sama hve illa árar og staðreyndir sýna og sanna. 

"Já en það er góðæri í landinu eða hvað er eiginlega að ykkur vinnstra fólkinu að sjá eitthvað athugavert við sjálfsagða einkavinavæðingu og spillingu"Shocking

Deildinar sem ég nefndi eru aðeins brotabrot af því sem koma skal. Það sem mig langar að vita bloggvinur kær er á hvaða Deild munt þú verða ? Verður það einhver af þeim sem ég nefndi eða einhver önnur sem ég gleymdi að nefna ?

 


mbl.is Elsti bloggari heims látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Kjerúlf

hahahaha snilld

ég verð á mótmælendadeildinni eða bóhemadeildinni, kannski verður til deild sem heitir Ölstofudeildin.

Við erum í stanslausum mótmælagöngum með göngugrindurnar okkar og á sumrin tjöldum við í garðinum fyrir utan elliheimilið.

Á Ölstofunni er geðveikt stuð, bjór og hitalampar úti á svölum. Ég vil allavega fá bjór um helgar á minni deild það eru mannréttindi. 

Vil ekki sjá að mér verði plantað fyrir framan sjónvarpið, ég vil fá að spila og kjafta um lífið og tilveruna.

Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

JÁ ertu í ölstofudeildinni Lilja ?

skrítið að ég hafi aldrei hitt þig því ég er Miðbæjarrotta.. og fer oft inn á ölstofudeildina til að hitta marga VIST VINI MÍNA Sem eru þar..

Brynjar Jóhannsson, 14.7.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Lilja Kjerúlf

já ég er Ölstofuskvísa..... ég hef heldur ekki séð þig. kannski ég fari að sækja barinn stífar. Svo er ég orðin svo fallega gráhærð og með öðruvísi klippingu núna þannig að þú þekkir mig ekki í sjón.  Allavega er það þannig með fólk sem þekkir mig nokkuð vel.

Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hahah ja ef þú ert orðin gráhærð og stuttklippt ? .... hmmm  Ja það er þá ekki nema von að eg kannist ekki við þig .. því ég þekki fólk fyrst og fremst á hárinu

Brynjar Jóhannsson, 14.7.2008 kl. 17:05

5 Smámynd: Lilja Kjerúlf

hingað til tengir fólk mig alltaf við hárið enda alla tíð verið með dökkt, krullað, sítt hár.

Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 17:39

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

EN lilja . værir þú samt til í að áhveða þig ........

Hvort ertu með langliðaður krullukollur eða silfurgráhærð með stutt hár

það mætti halda að þú sést spæjari... Í allra kvikinda líkjum.  

Brynjar Jóhannsson, 14.7.2008 kl. 18:42

7 Smámynd: Lilja Kjerúlf

hehehe

okok ég er stutthærð með gráspengt hár...samt bara 36 ára

var einu sinni með sítt, dökkt,krullað hár

Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband