Listaprump.

Nútímalist er fyrir mér oft óskiljanleg og stundum það mikið þvaður að ég skil ekki hvernig er hægt að titla sumt fólk sem listamenn. þessi foss undir brú í New York sem er tilbúin af Ólafi Elíassyni, er vissulega mikilföngleg ásýn en í sannleika sagt sé ég ekkert mikilfönglegt við hann. Ég á erfitt með að sjá eitthvað listrænt við þetta vatnsfall þó svo að þetta verk sé vissulega mikið sjónarspil. Gæti ekki listamaður eins og Ólafur Elíasson ekki alveg eins stimplað orðið listaverk á Gullfoss, bullað einhverja froðu um tíman og að lokum sagt að að Gullfoss er listaverk? Hver getur ekki fengið fáranlegar hugmyndir eins og t.d að plasta Hallgrímskirkju eða breita Lækjatorgi í diskótek og kallað það síðan list? Nánast hverjum einasta kjafti sem ég þekki gæti látið sér detta slíkt í hug en fæstir nenna að hugsa slíka dæmalausa þvælu til enda, þar sem það er bæði tilgangslaust og ill framkvæmanlegt. Rétt eins og þessi foss sem kostaði litla 1,3 milljarða íslenskra króna. 

 

ÆM SÓ SORRY.

 

Ég á aðeins eitt orð yfir svona verk.

 

 

LISTAPRUMP.  


mbl.is Fossar falla í Austurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Orðið "listaprump" finnst mér lýsa þessu ágætlega 

Jónína Dúadóttir, 27.6.2008 kl. 07:37

2 identicon

Listaprump? Ojæja.

„Rétt eins og þessi foss sem kostaði litla 1,3 milljarða íslenskra króna“ segir þú eins og þú eigir að fara að borga þetta sjálfur. En mér finnst þetta lágt verð fyrir hlut (list eða ekki skiptir engu máli) sem vitað er að mun gefa af sér 55 milljarða að minnsta kosti á næstu fáeinum mánuðum.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:32

3 identicon

Nei annars, það voru 55 milljónir USD = 4,4 milljarðar ISK. En þá er þetta svona sannvirði! 

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sleggjudómari..

ég ætla ekki að fella neinn helgidóm á Ólaf Elíasson. Sá ágæti maður er án nokkurs vafa hið besta skynn og væntanlega hinn besti listamaður. Ég verð samt að vera samkvæmur sjálfum mér og viðurkenna að stundum sé ég ekki mörkin á milli listar og ekki listar.T.d gæti ég örugglega plastað Hallgrímskirkju með einhverri litaðari plastfilmu og búið síðan einhverja sögu í kringum það og kallað það list. Ég gæti sett kóngulóarvef yfir Vesturbæinn og búið til sögu í kringum það að vefnir táknuðu tengsl fólks við veruleikan eða tengsl fólks við alvitunina. ef þar til sett leyfi og peningar til staðar þá væri það án efa ekkert mál að framkvæma slíka hugmynd. Hvort þessi foss borgi sig eða ekki er ekki aðalatriðið fyrir mér heldur bara mín sjálfsamkvæmni. Mín sjálfkvæmni á mjög erfitt með að skilja listrænt gild foss sem er búin til að mannavöldum. Er þá ekki Kárahnúkavirkjun dýrasta listaverk í heimi ef svo er ? 

því miður..

þessvegna kalla ég þetta listaprump. 

Brynjar Jóhannsson, 27.6.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband