að elska það er ógeðslegt

Að elska þig er ógeðslegt

Það ætti að setja í alþjóðalög
Að elska þig það er stranglega bannað
 kæra þig fyrir þitt kvenlega fas
 og að kærastastarf þitt sé nú þegar mannað
Löggan hún ætti að afgirða þig
því unaðslegt bros þitt það veldur viðkvæmni
Karlmenn þeir gráta og garga yfir þér
Og glerharðir töffarar æla af væmni

& Að elska þig er tímafrekt
Og tekur alla eftirtekt
Því ást þín er plága sem veldur slæmri pest
Að elska þig það er ógeðslegt


Þegar ég hugsa um kynþokkann þinn
hann - þrálátri hugsun og ofskynjun veldur
Ein snerting hún yrði sem umhverfisslys
Því ég er bensín en þú ert eldur
Sem fíkill þú misnotar daður sem dóp
Og dregst mest að mönnum úr eldfimu efni
Þú virkar sem fljótvirkt og lamandi lyf
sem lætur mig ganga í draumkenndum svefni

& viðlag

Ég efast að eitthvað sé ámóta slæmt
og elska þig sem er viðbjóðslegt vinan
þessvegna er grátlegt að geðjast að þér
sem gerir mig einum of veikan og linan
Alversti gallin við mann eins og mig
er misheppnuð smekkvísi mín fyrir konum
Þó engin af þeim sé jafn afleidd og þú
sem eingöngu bregst mínum háleiddu vonum

& viðlag

<----------------------- Lagið er þarna í bloggháttalagræjunum mínum. Það er í hrárri demóútgáfu og er það neðsta í röðinni.

ps Passið ykkur á því að láta lagið ekki skera af ykkur eyrun. Woundering en það mætti samt alveg stela úr ykkur hjartað samt. InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Hitti mig í hjartastað 

Lilja Kjerúlf, 24.6.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það náði mér

Jónína Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 07:07

3 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Flott lag

Þórhildur Daðadóttir, 25.6.2008 kl. 11:47

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyrir komentin..

Brynjar Jóhannsson, 25.6.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Hreint magnaður texti

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.6.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband