Æm SORRÍ.

Ég skrifaði færslu áðan í spaugi um ástandið í Hveragerði og Selfossi. Ástæða þess var að slá á létta strengi þar sem ljóst var að engin hafði látist né slasast alvarlega. Neðst í færslunni sagði ég að þetta væri nátturulega sjokkerandi tíðindi og ég þakkaði guði alsælum að engin hafi látist. Ég taldi því allt í lagi að gantast örlítið svona til þess að losa um spennu. Þegar mér varð ljóst að mörgu fólki sárnaði þetta óstjórnlega áhvað ég að taka færsluna út. Það hefur aldrei verið tilgangur minn að særa annað fólk og því biðst ég afsökunar á ummælum mínum.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hvaða ofurtilfinningasemi er þetta í fólki.

En sumir verða bara svo hræddir. Skiljanlega einda nýbúnir að horfa á heilu byggingarnar hrynja ofan á fólk í Kína.

Halla Rut , 29.5.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sko .. þegar ég las yfir færsluna var þetta minn tíbíski humor. Mjög svartur.. þar sem ég spurði mig hvort að Selfissingar væru upp til hópa örgustu sóðar og átti ég við þegar ég sá sjónvarpsmyndir af bókum og myndum í rúst. Ég álikta að ég hafi þjófstartað í mínum humor. Því það er sýnt og sannað að fólk notar humor til þess að vinna sig úr áfalli. 

Einmitt eins og þú segir . Halla .. þá eru sumir svo skiljanlega viðkvæmir yfir þessu að það er kannski best fyrir mig háðfuglin að halda mig á mottunni svona rétt á meðan.

Brynjar Jóhannsson, 29.5.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekkert er hafið yfir húmor (mínus börn).  Hvernig á maður annars að komast yfir hluti?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jenny.. Góður púngtur... Ég er sammála þér. Það er ekkert heilagt í gríni.  Ég var bara orðin langþreittur á einhverjum niðrandi athugasemdum í minn garð að ég tók þá áhvörðun að taka þetta út. Fólk var svo innilega sárt út í mig og svo virtist sem ég hafði sært viðkvæmar taugar. Ég áhvað því bara að biðjast afsökunar þar sem það var engan vegin meining mín að gera fólk öskur illt út í mig.

Brynjar Jóhannsson, 29.5.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Núna er ég forvitin - ég missti af færslu frá þér.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.5.2008 kl. 05:40

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Brylli minn, ég kann mjög vel að meta húmorinn þinn og skil ekki þessa pempíulegu viðkvæmni í sumu fólki  

Jónína Dúadóttir, 30.5.2008 kl. 06:02

7 identicon

Nú er ég sko forvitin.. þetta hefur örugglega verið skemmtileg færsla!

Dexxa (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 10:32

8 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Ég er sammála, fólk er allt, allt of viðkvæmt.  Ég var einmitt að tala við pabba minn áðan sem býr á Selfossi og hann gerði bara grín að þessu, sagði að fólk bryti nú bara það sem það vildi losna hvort eð er við.  Siggi bróðir sagðist hafa haft gott af þvi að fá skjálftann. Nú þyrfti hann að fara að taka til.   Við verðum að géta gert grín að aðstæðum okkar og eigum ekki að vera með óþarfa viðkvæðmni.

Þórhildur Daðadóttir, 30.5.2008 kl. 11:16

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það sem ég skrifaði í grundvallaratriðum var að ég gerði grín að óreiðunni inni í íbúðum sem eru í selfossi og hveragerði þessa stundina og velti því fyrir mér hvort fólk sem byggi þarna væri upp til hópa megnustu sóðar. Það lægju bækur á gólfum og myndir væru skakkar á veggjum og ég væri í sjokki yfir hvað fólk sem byggi þarna væru miklir tiltektarslugsar. Það væri komin tími til að kalla í Sjonvarpsþáttin "allt í drasli" með húsmæðraskóla stýruna fremsta í fararbroddi kenna þessum sóðum að taka til.

Í orðsins fyllstu merkingu varð allt brjálað út af þessari færslu og eftir að ég hafði hlustað á einum of mikin skerf af svívirðingum og smáborgaralegum aðfinnslum sá ég mér þann kost vænstan að henda færslunni út. Reyndar tek ég það framm að það voru ekki bloggarar sem voru með þetta níð í minn garð heldur utan að komandi einstaklingar. Ég er mannlegur og þoli ekki endalaust af skíti og skömmum. Ég vil aldrei særa neinn og því áhvað ég að taka þessa færslu út. 

Ég er virkilega þakklátur fyrir að fólk sem les þetta núna gerir sér grein fyrir að ég var ekki að gera neitt af mér. Það lést engin í þesum skaða og það besta sem er hægt að gera þegar svona áföll gerast að slá á létta strengi. Einnig var ég að vinna úr mínu persónulega áfalli því mér fanst dálítið svakalegt að sjá hvernig hlutinir voru þarna á þessum stað. 

Ástæða þess að mér líkar bloggheima er að fólk hér er almennt málefnalegt og kurteist og það er áberandi að fólk sem tjáir sig ekki undir nafni og mynd er oft miklu ruddalegra en við hin. Takk kærlega fyrir komentin.

Brynjar Jóhannsson, 30.5.2008 kl. 15:21

10 Smámynd: Signý

Aldrei má maður ekki neitt!

Ég sá þessa færslu og mér fannst hún fyndin, ég er alveglöngu hætt að botna í þessari nýtil fundnu ofurvæmni fólks hérna... En svona er ég nú ljót inn í mér og illa innrætt

Signý, 30.5.2008 kl. 19:02

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sussu. hefur ugglaust verið hin mesta móðgun við alla þá er misstu mávastellin sín og Kosta Boda krystalinn. hugsaðu þér! nú þurfa selfysskar húsmæður að bera á borð soðnu ýsuna á keramikdiskum

Brjánn Guðjónsson, 31.5.2008 kl. 09:42

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Signy..

Þá eigum við eitthvað sameginlegt ...SVARTUR HUMOR..

Brjánn

hhahhaahha GÓÐUR.. ég er nátturulega búin að valda gríðarlegri skelfingu.

Brynjar Jóhannsson, 31.5.2008 kl. 12:10

13 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Lenti einu sinni líka í þessu.  Bloggararnir eru mjög málefnalegir, en svo koma einhverjir utanaðkomandi sem ekkért þola.  Það vill m.a.s. svo skemmtilega til að í þeirri færslu bloggaði ég einmitt líka um atvik sem gerðist á Selfossi. 

Ég er ekki að segja að Selfissingar seu ofurviðkvæmir, allaveganna ekki þeir sem ég þekki, og þeir eru margir.  En ég er að spá hvort þetta sé sama fólkið.  Ég vil samt ekki alhæfa þar sem ég sá hvorki færslunna né athugasemdirnar.  En mér finnst þetta samt varla géta verið tilviljun.

  

Þórhildur Daðadóttir, 31.5.2008 kl. 17:57

14 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég held að það sem við erum að tala um hér eru misjöfn viðbrögð við aðstæðum sem koma upp. Mig grunar að á þessum tímapúngti hafi fólk verið virkilega sjokkerað vegna þess sem það sá í fjölmiðlum. Fyrir vikið varð það bandsjóðandi vitlaust vegna skrifa minna og ausaði úr skálum reiða sinna yfir því sem það upplifði ónærgætni. Þetta voru ekki Selfissingar að ég held, en ég hef ekki upplýsingar um það. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því að grín er notað til þess að ná sér af áföllum og oft er ekkert betra en að slá hlutum upp í grín til þess að koma gleyma erfiðum viðburðum.

Brynjar Jóhannsson, 31.5.2008 kl. 21:05

15 Smámynd: Halla Rut

Það var nú einmitt svolítið fyndið að ein myndin sem ég sá af barnaherbergi eftir skjálfta var nákvæmlega eins og flest barnaherbergi eru alla daga sem geyma einn til tvo unga snáða. Allt út um allt.

Mér fannst þetta ekki sjokkerandi, sorry. Þetta var nú ein af þeim myndum sem var hvað mest sýnd. En fyrirgefðu..... ekkert nýtt fyrir mér. 

Halla Rut , 31.5.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband