KRÖFUGÖNGUR Á KAFFIHÚSI.

Ég byrjaði á því að halda upp á 1 mai með því að krefjast þess af afgreiðslukonunni á Vitabar að fá hamborgara og kók gegn því að ég borgaði uppsett verð fyrir hann. Einnig fór ég fram á það að fá mér sæti á meðan ég borðaði borgarann og setti fram beiðni um að fá afnot af Mogganum þegar sá sem sat á móti mér var búin að lesa hann. Það var farið eftir öllum þessum kröfum mínum þegjandi og hljóðalaust svo ég fæ ekki betur séð að marki mínu hafi verið náð. Kröfur mínar varðandi 1 mai hafa allar verið uppfylltar hingað til svo ég er nokkuð sáttur.

Einnig fór ég með lúðrasveitinni í kröfugöngunni 1 mai í huganum. Á mínu kröfuspjaldi stóð "FLEIRRI SÆTAR STELPUR Í BRÉFBERASTÖÐUR" og þar sem þetta voru mínar hugrenningar var nefnd þegar byrjuð að vinna í þessu brína kröfumáli mínu. Á eftir ætla ég að halda mótmælum mínum áfram með því að mótmæla því að gengilbeinan hafi ekki komið með mjólk með kaffinu mínu og bölva því innra með mér ef kaffihúsið er uppfullt af fólki.

 

LENGI LIFI BYLTINGIN

sem er fyrir löngu runnin út í sandinn


mbl.is Lúðrasveitahljómur ómar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Gæti ég sótt um bréfberastöðu?  ég er ekkert endilega neitt ofsalega sæt... en orðið á götunni er samt þannig að fólki finnist ekkert sérstaklega óþægilegt að horfa á mig... og ég sting ekki í stúf í umhverfinu... og svo er ég alveg ótrúlega skemtilegt... væri það nóg?  

Gæti drukkið kaffi með þér á hverjum degi!

Signý, 1.5.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Signý

Já... þess ber að geta að ég er náttúrulega... hvorukyns... og því er ég skemmtilegT..en ekki skemmtileg...

Signý, 1.5.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Búinn að lesa en hef ekkert að segja

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.5.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

kvitt líka

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.5.2008 kl. 15:30

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Signý. Ætli þú sést ekki nákvæmlega svona bréfberi eins og ég er að berjast fyrir að fara að vinna í póstinum. Mjög hugguleg á að lýta af myndum allaveganna þó svo að þú viljir reyna að halda öðru fram.

 Gunnar og Þordís.

Takk fyrir kvittið.. Alltaf velkomin.

Brynjar Jóhannsson, 1.5.2008 kl. 15:55

6 Smámynd: kiza

Frábært að sjá að baráttuandinn lifir sterkur í þér Brylli! KOMASOSTRÁKARBERJAST! eða eitthvað.   Mmm, Vitabörger.

Ég mótmælti heima í sófa.  Ég mótmælti stereotypiskum niðurgangi eftir Afríkuferðir. Klósettið mitt er búið að kæra mig til Mannréttindadómstólsins í Haag og búið að sækja um flóttamannastatus í Færeyjum. 

Aldrei borða melónu í Marokkó. 

kiza, 2.5.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 184945

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband