17.4.2008 | 16:35
Ég náði að horfa á heilt evróvision myndband án þess að æla
Sökum mikils ofnæmis fyrir glamúrvæmni kem ég ekki til með að fylgjast með söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Kjánahrollurinn sem ég fengi við áhorfið myndi gera mig helsjúkan af viðbjóðstilfinningu og það tæki mig margar vikur að jafna mig eftir að sjá hvað niðurstaða kostninganna væri mikill klíkuskapur og út í hött. Blöskrunarkenndin yfir lágmenningunni yki blóðþrístinn svo geigvænlega að hætt væri á að ég myndi springa upp eins og kínverji.
Eftir að hafa skoðað þetta myndband fæ ég ekki betur séð en að Friðrik Ómar sé réttur maður í þetta starf. Hann er fallegur stelpustákur með góða söngrödd og ógeðslega væmin. Þó svo að ég hefði viljað sjá Mersedes Club sem framtak okkar held ég að við fáum ekki mikið betri flaggbera en þennan strák í dæmið. Það sem vakti sérstaka athygli mína er myndbandið en það er talandi dæmi um hvernig stórfyritæki geta nýtt sér krafta tónlistarmanna til að auglýsa sig í framtíðinni. Mig langar að óska Friðriki alls hins besta og vonandi vinnur hann þessa keppni með pompi og prakt. Það er komin tími til þess að við ÍSLENDINGAR fáum að halda þennan lágmenningasora.
ÁFRAM FRIÐRIK....
Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið " | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já... mér tókst það sama... horfa á heilt júróvisjónmyndband án þess að æla... get þó ekki sagt að það hafi verið hápunkturinn í mínu lífi... en svona er lífið, maður fær ekki allt... og enginn er fullkominn...
Mikið væri það nú samt fyndið að Ísland mundi vinna... og þurfa að halda þessa keppni í hápunkti kreppunar á næsta ári... það væri sweet
Signý, 17.4.2008 kl. 16:38
Signy..
Reyndar held ég að við vinnum ALDREI þessa keppni eins og fyrirkomulagið er núna í dag. Þessi keppni er bara klíkuskapur og ekkert annað. Mér finnst þessi keppni ekki snúast um góða tónlist heldur að vera fallegur og með fína framkomu. En kannski hentar þetta vel fyrir kauða eins OG Friðryk og því besta mál fyrir hann að vera í þessari keppni.
Brynjar Jóhannsson, 17.4.2008 kl. 16:50
Well læt það liggja á milli hluta hversu "fallegur" hann er... en hann gæti líklega orðið vinsæll meðal samkynheigðra, sem eru nú í meirihluta sem horfa á þessa keppni... en ég er ekkert að segja að við eigum möguleika... finnst þetta bara skondin hugsun
Signý, 17.4.2008 kl. 17:56
Úúúúffff....Þá er fokið í flest skjól....
Bara Steini, 17.4.2008 kl. 18:12
Heill og sæll; Brynjar og aðrir skrifarar !
Ljóst má vera; að meltingarvegur þinn, er í nokkuð góðu ásigkomulagi, Brynjar minn.
Hvernig;,......... annars, nennir fólk, að horfa á, og hlusta, á þessa helvítis pempíukeppni ? A. m. k., fer ekki mikið, fyrir þjóðlegum grunni laganna, nema þá einna helzt, frá Austur- og Suð- austur Evrópu, gott fólk !
Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 18:26
Mér finnst þetta flott og skondið og fullt af aulahúmor........ En í alvörru, helmössuðu steragaurarnir Brylli??? Bjóst ekki við því frá þér..... Finnst lagið þeirra grípandi og skemmtilegt.... Hélt bara að þú værir öðrvísi híhí
Helga Dóra, 17.4.2008 kl. 19:33
Friðrik? Er hann einn í þessu?
linda (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 19:50
JÁ... Signy..
Mér finnst hann ælulegur .... en ef fólk fílar hann þá er það hið besta mál.
Steini...
JÁ .... en þessi keppni snýst um það að vera lákúruleg... svona svipað smekkleg og silikonljóskur í blautbolaslag með glás af olíu.
Heill og sæll Óskar Helgason..
Vegir mannapans eru órannsakanlegri en guðs nokkurntíman.. Mér er fyrirmunað að sjá hvað fólk sér við þessa keppni.
HElga Dóra..
Þú misskilur komseptið hjá mér .. Ég hefði viljað senda Mersedes einimitt vegna þess að mér finnnst þessi keppni vera VIÐBJÓÐUR ... hún snýst ekki um tónlist heldur SHOW... mér þykir tónlistin þeirra ömurleg..
Linda..
Nei það er einhvar ofurljóska sem er þarna með honum.. en verr og miður þá tekur FRIÐRIK ALLA ATHYGLINA
Brynjar Jóhannsson, 17.4.2008 kl. 20:25
sjúkkett......
Helga Dóra, 17.4.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.