BRENNIVÍN HRESSIR BÆTIR OG KÆTIR.

Menn hafa rankað við sér á hinum ýmsustu stöðum eftir fyllerí.  Hver kannast ekki við sögur um fólk sem fær sér einn bjór niðri í bæ og "nokkrum glösum" síðar vaknar það í Hollandi ? Óvissuferðir fyllíríanna eru órannsakanlegar og það er með ólíkindum hvar þær eiga til með að enda. 

Dæmi um skondin endastað fyllerís 

Félagi minn byrjaði að fá sér öl fríhöfninni í Keflavík og tilkynnti vinahópnum það hress í bragði í gegnum síma. Daginn eftir hringdi annar vinur minn í ummræddan félaga og gat ekki annað enn hlegið er hann heyrði hvernig það var komið fyrir honum. Félaginn hafði drepist í blómabeði í Nurnberg íþýskalandi og var gjörsamlega úti á þekju. Það var búið að ræna af honum allan pening og neiddist hann til að hringja til mömmu sinnar um lán fyrir flugfari heim til sín en förinni var upphaflega heitið til Úkraníu.

Halo Ég engillinn Halo

Ég sjálfur fór á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1996 og síðasta daginn lenti ég á mína fyrsta og síðasta  "blackáti".( hahahah ég man ekki eftir öðrum blackoutum). Ég man óljóst eftir mér inni á kamri að dandalast með einhverri stelpu sem hafði dregið mig þangað inn og líklega hef ég drepist þar.  Daginn eftir datt andltið af mér og ég hélt mig væri að dreyma. Þegar ég opnaði hurð kamarsins, þá var ÞJÓÐHÁTÍÐIN BÚIN. W00t. Ég var einn eftir í herjólfsdalnum og mér leið eins og eina manninum sem hafði komist lífs af eftir kjarnorkustyrjöld því að í Herjólfsdalnum var ekki hræðu að finna. Eins og með félaga minn var búið að ræna mig öllu sem ég tók með mér í þetta ferðalag og tókst mér upp á náð og miskunn Eyjamanna að komast með Herjólfi aftur til frónsins.

Að strákur endi fylleríið sitt ofan í skotti á bíl og eigandinn kannist ekkert við það er vissulega fyndið en hálf sorglegt. Í sannleika sagt þá kemur það mér ekki á óvart því sögurnar sem ég hef heyrt í gegnum tíðina eru með ólíkindum og það sem verra er þá eru flestar þeirra líklega sannar.  


mbl.is Fastur í skotti bifreiðar við Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

merkilegt nokk að ég hafi aldrei upplifað nokkuð slíkt, að vakna upp og vita ekkert í minn haus. tja, allavega ekki það ég man

Brjánn Guðjónsson, 12.4.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta er nú samt í eina skiptið þegar þetta gerðist með mig Brjánn. uuuuu minnir mig. Mér heyrist að flestir eigi samt til með að lenda í "GLEYM MÉR Æ" oftar en við.

Brynjar Jóhannsson, 12.4.2008 kl. 14:13

3 identicon

er það eitthvað vandamál ef ég enda alltaf í einhverju blackouti á öðruhverju fylleryi??:P:S annars er það bara skemmtilegt mission að koma sér heim:)

einar h (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Einar... nei nei .. það þarf ekkert að vera vandamál að lenda á blackouti.... en hitt er að það er bísna skondið ef þú myndir vakna upp í mexiko eða á filibbseyjum og veist ekki hvernig í fjandanum þú komst þangað.

Brynjar Jóhannsson, 12.4.2008 kl. 15:13

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Varst það þú sem fannst strákgreyið í skottinu ?

Jónína Dúadóttir, 12.4.2008 kl. 17:09

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flottur pistill

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.4.2008 kl. 18:39

7 Smámynd: Helga Dóra

Sjitt á mörg blackout að baki og er bara þakklát að muna ekki hvað gerðist og hef ekki fengið að vita hvað ég var að brasa í flestum...... En meðal annars voru blackoutin þau sem komu mér í meðferð í júlí 1996......

Helga Dóra, 12.4.2008 kl. 18:40

8 identicon

Það sorglega við svona fréttir er, að í mörgum tilfellum er ekki bara um áfengi að ræða, heldur verða menn fyrir því óláni að ofan í þá er laumað ýmsum efnum, mishættulegum.  Verum vel á verði bæði fyrir sjálf okkur og náungann.

Anna (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 19:42

9 Smámynd: www.zordis.com

Ekki notalegt að vakna upp í skotti á bíl .... væri nú gaman að muna það  

Það er agalegt að að vera ekki meðvitaður en ætli fólk sé ekki þokkalega meðvitað þótt það muni ekki daginn eftir!

www.zordis.com, 12.4.2008 kl. 20:56

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína.. Nei sem betur fer ekki

Gunnar .. takk fyrir það

Helga. 

Ég efast ekki um það að stundum sé bara betra að muna ekki hvað kom fyrir mann á fylleríum

Anna..

Já mig grunar að það hafi verið einhver sterkari efni þarna á ferð.. enda er sagt í fréttinni að hann hafi verið í annarlegu ásigkomulagi.

Zordís..

mér skilst að fólk hafi verið þokkalega meðvitað í blackoutum og er ég meðvitaður um að kona ein fór í gegnum skóla á blackouti er hún var á kafi í pillum. Frekar grátbroslegt en satt samt sem áður. 

Brynjar Jóhannsson, 12.4.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband