SPÆJARAEFTIRLITIÐ

Um eitt kvöld í síðustu viku sat ég heima hjá mér og naut letinar til fulls. Ég lá með labtob tölvuna í kjöltunni og átti einkyns von þegar síminn hringdi. Þar sem ég er jarðbundinn maður átti ég ekki von á neinu viðburðaríku ævintýri í kjölfar þessa símtals og gerði mér því engar óþarfa grillur. "Hver skyldi þetta nú vera ?" hugsaði ég með mér þegar ég tók upp símtólið ? Skyldi þetta vera forsetinn að bjóða mér fálkaorðuna eða Geir H Harde að biðja mig um ráð í peningamálum "Brynjar hvað á ég að gera ?" Crying. Var þetta Bubbi Morteins að játa ást sína á mér "Brynjar ég elska þig" InLoveHeart. Eða einhver kvikmyndaleikstjórinn í Hollyvood að biðja mig um að leika í margramilliondollara bíomynd.  það skal því engan undra að ég svaraði símtalinu með stóískri ró og hálf áhugalaus.

"Brylli" ...Já hallo

"Símaröddinn" ... "JÁ GÓÐA KVÖLDIÐ ER ÞETTA BRYNJAR" Angry sagði röddin í símanum við mig kuldalega og var engu líkara en kölski sjálfur væri þar á ferð til þess að heimta sál mína.

"Brylli" .. "uu já þetta er hann" Errm og var mjög undrandi yfir þessari köldu kveðju.

"Símaröddinn" "ertu búin að fá fréttablaðið í dag ?" Devilspurði durturinn mig með þeim afleiðingum að ég veðraðist upp yfir þessum ástæðulausa dónaskap.

Brylli. "Nei ég er ekki búin að lesa þann helvítis PAPPÍRSVIÐBJÓÐ, sem betur fer."Angry

"Símaröddinn" . "ÉG VAR EKKI AÐ SPYRJA AÐ ÞVÍ HELDUR HVORT ÞÚ VÆRIR BÚIN AÐ FÁ FRÉTTABLAÐIÐ Í DAG ?"

Brylli. "NEI ÉG ER EKKI BÚIN AÐ FÁ FRÉTTABLAÐIÐ, SEM BETUR FER OG ÉG VIL EKKI AÐ SÁ HELVÍTIS SKEINIBÆKLINGUR SÉ BORIN Í MÍN HÚS." Devil

Símaröddinn fór að skellihlæja og kvaddi mig með kurteisri kveðju. Þetta var þá njósnari á vegum fréttablaðsins að gá hvort að blaðberagreiið hefði vanvirt bón mína um að ég vildi ekki fá blaðið. Woundering

Spæjaraeftirlitið. 

Atvinnunjósnir eru mér ekki að skapi og ég veit að "pósturinn" þar sem ég vinn, er með slíka spæjara á sínum snærum og gerir kannanir. Þeir hringja að kvöldi til og spyrja fólk hvort það hafi fengið fjölpóst þessa viku, oftar en ekki eru niðurstöðunar tóm þvæla. Mér hefur alltaf fundist það hálfskrítið að pósturinn gefur þau fyrirmæli að við eigum að setja auglýsingapóst í öll hús nema þar sem sérprentaður er gulur miði "engan fjölpóst" sé á hurðinni. Sú regla væri svo sem allt í lagi en nú hefur pósturinn brugðið á það ráð að hætta að prennta þessa miða og ætlast til þess að við hunsum þegar fólk setur venjulega miða þar sem stendur handskrifað eða heimilisperntað að það vilji engan fjölpóst. Vér bréfberar höfum margsinnis bent forheimskum yfirboðurum okkar á að þetta sé hreinasta fábjánamenska sem mun sverta ímynd auglýsenda en þeir hlusta ekki á okkur. Sem betur fer höfum við vit fyrir fyrirtækjum okkar og hlustum á þarfir kúnnans.

VIÐ SETJUM EKKI PÓST

 HJÁ FÓLKI SEM

 FRÁBIÐUR FJÖLPÓST.

Allaveganna flest okkar. 

 

eigið góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjör snilld hjá þér eins og venjulega! það virka engir miðar á minn póstkassa sem er svo lítill að hann er fullur þegar fréttablaðið er komið í hann. Ég vona að ég fái svona símtal!..

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 05:28

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já... Það er nefnilega málið Óskar. Sumir kúnnarnir hafa sagt okkur að þeir troða vísvitandi blöðunum fyir lúguna til þess að fjölpósturinn komist ekki inn. Fyndnast er samt yfirvaldið okkar sem ætlast til þess að við förum ekki að kröfum kúnnanst og reynir að halda yfir okkur ræðu um að við eigum að setja fjölpóst þar sem fólk er búið að biðja okkur að setja ekki inn. Rökin sem við fáum eru stjarnfræðilega heimsk eins og t.d að pósturinn eigi lúgunar.. uuuuu ... Sem betur fer er liðið þar sem ég vinn of upplýst og laust við þrælslund til að hlíða þessu kjaftæði.

Brynjar Jóhannsson, 14.3.2008 kl. 05:41

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert perla

Jónína Dúadóttir, 14.3.2008 kl. 07:11

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert besti bréfberari á Íslandi...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.3.2008 kl. 08:59

5 Smámynd: www.zordis.com

Ég skal trúa því að fálkaorðan verði þín .... Ef þessir kappar láta nú verða af því að hringa!

Spurning um að semja lag um orðuna sem rjúpan rændi frá fálkanum ... en eigðu snilldarhelgi!

www.zordis.com, 14.3.2008 kl. 11:30

6 identicon

Það er alveg hægt að skrá það í bók hjá bréfberum að viðkomandi vilji ekki fjölpóst.. en það eru bara ekki allir sem fara eftir því

Dexxa (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:35

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég fékk líka svona símtal..

Ég sagðist ekki vita hvort það hafði komið "Má ég tala við einhvern sem veit það, eru foreldrar þínir heima?"

Guðríður Pétursdóttir, 14.3.2008 kl. 13:22

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

jónína... já ætli það ekki ... perla ofan í skel sem er ölll að opnast..

Gunnar svíafari.. Ég skal segja þér að það eru margir snillingarnir sem ég er að vinna með. Þvílíkt annað eins saman safn af heiðursfólk. Besti vinur minn sem er vélsmiður að mennt slefaði svo yfir hvað ég hafði það náðugt þarna að sótti um og er að vinna á sama stað og ég. Hann segir sjálfur nákvæmlega sömu söguna og bætir við að andrúmsloftið þarna minni dálítið á gamla ísland þar sem menn sögðu það sem þeim finnst og í ofaná lag þá mældu þeir oftast að viti.

Zordís.. haahaha Já það er spurningin hvort ég noti ekki einhvert svona yrkisefni í framtíðinni. Það væri nú í mínum dúr að hæðast að snobbelítunnni..

Dixxa... Það hljóta að vera aðrar reglur á þínum vinnustað. Það er engin svona bók hjá okkur í Mýrargötunni. Jú við eigum að skrifa í bók hverjir vilja fjölpóst og hverjir ekki. Yfirboðaranir eiga bara því miður erfitt að skija að flest allt fólk er komið með upp í kok á þessum fjölpósti og vill ekkert með hann hafa. 

Gunnar frændi.. Ég held að það sé málið að bréfberar geri hvað þeir geta til að virða þarfir kúnnans.

Guðríður. Þar fékk ég það staðfest sem ég svo sem vissi fyrir. Spæjaranir grennslast svona fyrir sem er svo sem allt í lagi ef þeir væru ekki svona skelfilega ruddalegir. Það sem verra er að ef það á að setja blöð inn þar sem fólk vill ekki sjá það.

Takk fyrir komentin og eigið fallega helgi.  

Brynjar Jóhannsson, 14.3.2008 kl. 15:00

9 Smámynd: Halla Rut

Ég fékk líka svona símtal. En mín var mjög kurteis.

Halla Rut , 14.3.2008 kl. 19:00

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

þú segir "mín" ....áttu þá við kona ? ....

Já spæjaraeftirlitið hefði kannski átt að lesa bloggið mitt.. því þar stendur skýrum stöfum að ég sé bréfberi... ....... ef þeir hefðu séð það þá hefðı það Aldrei hringt í mig.

Brynjar Jóhannsson, 14.3.2008 kl. 19:06

11 Smámynd: Halla Rut

Já, kurteis ung kona...stelpa. Það er líka til, greinilega vel upp alin.

Palli var einn í heiminum, og svo hringdi síminn.

Mér datt þetta svona í hug því enginn hringir í heimasímann minn nema tengdó, og nú fréttablaðið. 

Halla Rut , 14.3.2008 kl. 19:31

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hahahaha ..

Sammkvæmt bloggınu mínu hringir í mig, þig Guðríði og BUBBA MONTHÆNS

Brynjar Jóhannsson, 14.3.2008 kl. 20:09

13 Smámynd: Halla Rut

Mér finnst gaman að fá ruslpóst og finnst fólk vera pirra sig alltof mikið á þessu.

Af hverju má fólk ekki vekja athygli á vörum sínum?  

Halla Rut , 14.3.2008 kl. 20:19

14 Smámynd: Fríða Eyland

Ég hendi ruslpóstinum á leiðinni upp, það er enginn leið að losna undan ruslinu nema að sérpanta miða seigir þú. Kannski ég panti sérprentaðan miða eða sæki á pósthúsið ef það er hægt, ég er sammála svíafara þú ert besti bréfberinn Brilli

Fríða Eyland, 14.3.2008 kl. 21:52

15 Smámynd: Halla Rut

Hann er samt heppin að heita ekki Páll.

Halla Rut , 14.3.2008 kl. 22:18

16 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

SÆLL PALLLI ...

HALLA ég ætla að svara spurningunni þinni..

Mattias jóhannesson sagði.. Að kapitalismi er fínn svo framanlega að hann léti fólk í friði.. Í fyrstu hélt ég að þetta væri eitthvað gamalsmansþus útbrends ritsjóra málgagns morgunblaðsins en síðan komst ég að því að þetta voru gríðarlega djúp orð þar að baki. Auglýsingar eru ein leið kapitalisma til að vekja athygli á sér og er það hið besta mál svo framanlega að AUGLÝSINGARNAR SÉU EKKI ÞVINGAÐAR UPP Á FÓLK. Það er ekkert að því að FÓLK/fyrirtæki vekji athygli á vörum sínum.. en fólk vill fá frið fyrir því .. Á ÞAÐ AÐ VERA ÞEIRRA RÉTTUR...
Ég piparsveinninn þoli ekki þessa bæklinga út af því að það skapast sóðaskapur út frá þessu og þarf ég að fara oftar með rusl í tunnuna. Ég les aldrei auglýsingar því ég hef ekkert við þær að gera .

í noreigi er það sú regla AÐ FÓLK ÞARF SÉRSTAKLEGA AÐ BIÐJA UM AUGLÝSINGARPÓST EF ÞAÐ VILL HANN. Ef fólk segir við mig NEI TAKK.. þá fer ég eftir þeirra kröfum.. þannig á þjónusta að ganga fyrir sig að fara eftır þörfum kúnnans...

Fríða ... Reglan segir það .. en ef þú ert með venjulegan prent miða.. taka flestir mið á slíku.. Það ætti að vera nóg að skrifa ENGAN FJÖLPÓST TAKK FYRIR:. 

Brynjar Jóhannsson, 14.3.2008 kl. 22:31

17 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ætlaði að skrifa málgagn Sjálfstæðisflokksiins/íhaldsins..

Brynjar Jóhannsson, 14.3.2008 kl. 22:45

18 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

gott að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur að þessu......en gangi þér vel ......

Lárus Gabríel Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 00:06

19 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk... sömuleiðis Lárus...

Brynjar Jóhannsson, 15.3.2008 kl. 00:53

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hlakka til að lesa bókina þína, þegar hún kemur út

Jónína Dúadóttir, 15.3.2008 kl. 06:19

21 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyrir það Jónína...

Brynjar Jóhannsson, 15.3.2008 kl. 10:44

22 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Við ættum að ganga í Noreg.

Betri vextir á húsnæðislánum, mjög lítil verðbólga, fullt af olíubirgðum fyrir næstu kynslóðir, og enginn fjölpóstur nema til þeirra sem biðja um hann

Brynjar minn kæri bloggvinur, þau eru skemmtileg skrifin þín og áhugaverð. Ég hlakka mikið til að lesa bókina þína þegar hún kemur út.

Marta B Helgadóttir, 15.3.2008 kl. 15:22

23 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Innilegar þakkir Marta.... Bókin kemur út... tímaspursmálið er annað..

Mér þykir hugmyndin góð með  að ganga aftur í NOREIG..

ÁFRAM HARALDUR HÁRFAGRI ....

Brynjar Jóhannsson, 15.3.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband