Bubbi kóngur er keisari sem er ekki í neinum fötum.

Ég kenni í brjósti til Bubba Morteins og þakka guði alsælum fyrir að vera ekki í sömu sporum og hann. Velgengni hans hefur stigið honum til höfuðs og ég held að hann geri sér engan vegin grein fyrir hvað hann er búin að mála sig út í horn hjá almenningi. Vinir mínir ráðlögðu mér að ég ætti ekki að lýsa skoðunum mínum á öðrum tónlistarmönnum þar sem ég er tónlistarmaður sjálfur. Verr og miður blöskraði mér svo hryllilega hvernig hann réðst ómaklega að Birgi Arnari Steinarssyni að ég get ekki orða bundist. Að ráðast á blaðamann með jafn ómaklegum hætti, sem var með eðliega umfjöllun um hann sem tónlistarmann segir mér það eitt að hann eigi bágt.

Ég er búin að gefa út einn geisladisk, eina smáskífu, eina ljóðabók og er með skáldsögu og geisladisk í bígerð. Ég er algjörlega óþekkt nafn í tónlist en nýt viðunandi virðingar meðal þeirra sem vita af mér.  Þó svo að ég hafi fengið fáranlega mikið hól, Sérstaklega fyrir textanna mína, þá er ég ekki "vitlausari" en svo að ég geri mér grein fyrir því að það eru ýmsir vankantar á því sem ég er að gera. Af fenginni reynslu hef ég lært það að það er ekkert betra en að fá faglega gagnríni á verk mín. Ólíkt Bubba reyni ég að taka mið á öðru fólki og hlusta á hvað það er að segja en viðurkenni fúslega að ég get orðið virkilega sár ef mér finnst gagnrínin ósanngjörn eða hrokafull. Það breitir því ekki að með tímanum hef ég lært að gagnríni er oftast ekki illa meind heldur fyrst fremst ábending um hvað mætti bæta. Í dag læt ég ekkert frá mér fyr en ég hef fengið þriðja aðila til að hlusta á tónlistina eða lesa yfir skrif mín og fá hans álit. Ég veit ekki hve oft besta vinkona mín hefur hundskammað mig fyrir eitthvað sem henni fannst miður í skrifum mínum. Með tímanum komst ég að því að það var það besta sem gat komið fyrir mig, því þá fékk ég tækifæri til að svara gagnríninni á rit eða tónlistarvellinum.

Ég er þeirrar skoðunar að Tónlistarferill Bubba sé komin á volgan ís. Ef menn geta ekki tekið gagnríni þá þróast þeir ekki neitt og sitja í sömu sporunum endalaust. Ég er þeirrar skoðunar að tónlistarelítan hefur tekið allt og mjúkt á honum í gegnum tíðina.

" mávurinn er ljótur múggin er sætur"

og maggi er of seinn til að drulllast á fætur " 

Þetta er t.d texti sem hann samdi fyrir einhverjum árum sem kom á disk eftir hann. Ég veit ekki hvað ykkur finnst en fyrir mér er þetta textabrot svo mikið rusl að ég myndi aldrei hreta svona skelfingu niður á blað nokkurn tíman.  Ekki man ég eftir því að hann hafi verið gagnríndur fyrir svona klunnnalega textagerð heldur þvert á móti. Blaðaelítan dásamaði hann upp til skýjanna og heillaði hann sem kóng. Ekki minnist ég að hann hafi verið tekin fyrir það að hafa stolið miskunarlaust textabrotum af Bob Dylan og samið herfilega léleg þriggjahljómalög sem voru hverju öðru keimlíkara.

Ef bubbi ætlar að eiga sér framtíð í tónlist verður hann að ganga í gegnum það sama og við hin. Læra að taka gagnríni annarra og hætta að halda að hann sé guð almáttugur.

BUBBI MÁ VERA KÓNGUR MÍN VEGNA EN HANN ER EKKI KÓNGURINN MINN. 

 

 


mbl.is Bubbi og Biggi í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það getur verið erfitt að fóta sig í velgengninni

Jónína Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bendedikt... Ég las æfisögu Bubba á sínum tíma og ef hana er að marka þá tók Megas hann í ærna kennslustund. Hann þróaði bubba mikið sem textahöfund og talaði Bubbi mikið um það hvað hann var honum gagnlegur t.d þegar hann samdi plötuna Kona. Eftir vinaslit þeirra fanst mér eins og honum hafi farið að förla og byrjað gera sig helst til of stóran. Ég er sammála þér í sambandi við stuðlanna og höfuðstafina. Ef menn eru með stuðla þá verða þeir að ráða við þá. Annars er betra að sleppa þeim. Innihald skiptir miklu meira máli en umgjörð.  Ég hef lesið ljóð eftir Bubba sem eru guðdómleg með stuðlum og höfuðstöfum en það sést vel á þeim ljóðum að þar liggur að baki mikil vinna. Sjálfur hef ég dundað mér við slíka iðju og er það mín reynsla að ef hún á að vera vel gerð verður að vera gríðarlega mikill heilabrot að baki. Ég er sannfærður að bubbi ráði vel við að semja góða texta en ef hann ætlar að gera það verður hann að vinna sér fyrir því rétt eins og allir hinir.

Ég hef aldrei skilið hvað blaða elítan hefur tekið á honum með silkishönskum og litið framhjá augljósum klunnaskap í textagerð. Á sama tíma og hann kveinar hástöðum yfir því að menn bugta sig ekki og beygja fyrir honum, kvartar Megas yfir því að það fari í taugarnar á honum að það sé alltaf sagt að textanir hans séu skotheld snilld. Sem sagt Megas vill þá greinilega fá að heyra hvað hlustendum finst um tónlistina og vill fá að heyra hvað hefur gert sem er miður. 

Enda er ég farin að hallast að því að hinn raunverulegi konungur íslenskar rokksins sé  MEGAS. Megas er bæði betri og ígrundaðari textahöfundur og lögin hans dýpri. Ólíkt Bubba þá hatar hann stjörnudýrkun og vill mun fremur fá vatnstusku framan í andlitið en smeðjuskap. Þó svo að ég hafi mínar skoðanir á textum hans og þyki hann ekki allltaf jafn frábær og fólk vill meina er hann snögt um skárri.

Jónína.. Verr og miður brenna minn sig fullmikið í sólbaði undir frægðarsólinni eins og sannst vel með Bubba. Á þessu eru samt margar undantekningar eins og með Mugison sem tekur hlutunum með miklu jafnaðargeði og skylst mér að hann sé einkar þægilegur í allri umgengni.  Einnig kannast ég vel við strák sem kallast Benni Hemmi Hemm sem var valin bjartasta vonin í fyrra "minir mig" en sá drengur er einhver jákvæðasti elskulegasti strákur sem ég hef kynnst. Böddi félagi minn í Dalton kemur nákvæmlega fram við mig áður en hann varð að þjóðkunnum ballbransahundi og ef eitthvað er af meiri virðingu.  Fyrir tíu árum síðan var náfrænka mín Anna Halldórsdóttir valin "bjartasta vonin" Jarðbundnari og góðhjartaðari manneskju er ekki hægt að finna en þá frænku mína en hún hætti að leita sér frekari frama í "bransanum" einfaldlega því henni fanst hann svo rotin. Flestir tónlistarmenn sem ég kannast við eru mjög þægilegir og almennilegir í umgengni og lausir við allt sem kalla mætti "stjörnustæla".

Brynjar Jóhannsson, 12.3.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Undatekningarnar eru sagðar sanna reglurnar og sem betur fer eru langflestir bara eðlilegt, hugsandi fólk

Jónína Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 23:05

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína...

Þarna komstu með púngtin .. Oft heyrist hærra í svörtu sauðunum og þeir koma því orði á tónlistarmenn að þetta séu sjálfselskar egófígúrur.. Verr og miður..

En ef við skoðum nánar annað fólk sem hefur náð mikillri frægð á klakanum.

Mezzoforte...

Björk og sykurmolanir..

Sigurrós...

Mugison..

 Ekki minnist ég að það fari sá orðstýr um það þeir séu hrokafullir. Heldur ósköp eðlilegt og heilbrigt fólk án óþarfa stjörnustæla og leiðinda.

Brynjar Jóhannsson, 12.3.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Halla Rut

Brynjar: Þetta er með hann eins og svo marga aðra. Þegar fólk kemst í ákveðin stól þá fer það að líta á sig sem "ósnertanlegan" (hljómar svo miklu betur á ensku). Þessi afstaða verður hins vegar mörgum stjörnum að falli og ætti hver sem stefnir hátt að hafa það í huga að mesti sómi hverrar manneskju er að tapa aldrei sjálfri sér og telja sér aldrei í trú um að hún sé betri eða merkilegri en sá sem stendur fyrir neðan hann.

Bestu kveðjur frá bloggvini númer eitt.

Halla Rut , 13.3.2008 kl. 00:17

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já því miður Halla og tel ég hann vera sjálfum sér verstur..

Vinkona mín kallar þetta Britney spears sentrúmið.. Það safnast já fólk í kringum þessi stirni og telja þeim trú um að þau séu algjörlega óaðfinnanleg.

SJÁIÐ HVAÐ FÖT KEISARANS ERU FÖGUR..

og þegar einhver dirfist að segja að keisarinn sé ekki í neinum fötum.. er ráðist á þann sem það segir með skömmum og leiðindum. Ég held að Bubbi hafi farið með þessu framferði sínu farið endanlega úr öskunni í eldinn. Mér finnst hann hafi ekki innstæðu fyrir þessum upphafningi sínum eins og sýndi með dæmum úr hans texta. Í raun er með ólíkindum hvað blaðagagnrínendur snobba fyrir honum og búa um hann dýrðarljóma. 

Þinn bloggvinur númer EITT ...

Brynjar Jóhannsson, 13.3.2008 kl. 00:43

7 identicon

Ég hef hlustað á tónlist Bubba mjög mikið í gegn um tíðina, sumt er svo augljóslega betra en annað.. Ég hlusta aðallega á gömlu lögin.. En í dag líkar mér beinlínis ekki við hann sjálfan og mundi alls ekki kaupa nýjan disk eftir hann.. Svo finnst mér þetta "Bandið hans Bubba" alveg fáránlegt..

Dexxa (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:21

8 identicon

Elsku Brynjar, ég mun halda áfram að ,,hundskamma,, þig því þú ert sannarlega þess virði! :)

Kláraðu að laga Prinsinn svo ég geti náð að hrista upp í þér fyrir helgi, er komin með fráhvarfseinkenni og er hrædd um að ég fari að taka það út í súkkulaðiáti.

Álfakossar og fiðrildakitl...

Berglind (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 13:44

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bryndís..

Já í raun held ég að hann viti ekki hvað hann er vorkunarlegur. Ég las viðtal við hann í dag og hann heldur áfram að bauna yfir bigga. Hann var reyndar farin að bakka eitthvað með það sem hann segir en það breitir því ekki að ég hef mist alveg álit á þessum manni.

Dixxa .. mér finnst ekkert skrítið að þú hlustir mikið á tónlist Bubba. Því það er margt gott sem hann hefur gert Mér finnst líka alllt í lagi að hrósa honum fyrir það sem hann gerir vel en það er algjör óþarfi að kóa honum. Textanir hjá honum voru fínir í eina tíð en verr og miður þá er bara svo margt sem hann lætur frá sér svo mikið drasl AÐ HANN HEFUR EKKI EFNI Á AÐ HAGA SÉR SVONA VIÐ AÐRA.. 

Gunnar... Var þér hent út ??? .... um hvað ertu að tala ?

já þakka þér fyrir það Berglind.. Ég er að fara að skreppa bráðum á kaffi og reyni að ljúka einhverju af..

Takk kærlega fyrir komentin öll sömul.. 

Brynjar Jóhannsson, 13.3.2008 kl. 18:07

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

"Allt sem þú lest er lygi" - snilld hjá Maus og klössum betra en vælið í Bubba.

Annars hlustaði ég um daginn við hroðalegt viðtal á RÚV við Egil Ólafsson, annan viðtekinn menningarvita sem hefur ekki alveg nóg í kollinum til að standa undir titlinum og rembist því ótrúlega hræðilega.  Þið þurfið endilega að finna það.

Baldur Fjölnisson, 13.3.2008 kl. 22:55

11 Smámynd: halkatla

Megas er langbestur! Bubbi gerir/gerði? góða tónlist en hann er því miður óþolandi sem persóna, Biggi í Maus getur alls ekki sungið og ég fíla ekki Maus en hann virkar indælis náungi

halkatla, 13.3.2008 kl. 23:21

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunnar...

Ertu ekki að tala um það sem þú komentaðir á hinni færslunni ? það er allt á  floti allstaðar.. ? 

Einar...Viðtalið sem ég las við bubba í Fréttablaðinu.

Baldur. Já ég hef heyrt Egil Ólafsson tjá sig endrum og eins.  það er ekki annað hægt enn að fá hrottalegan kjánahroll. Mér hefur samt Egill alltaf verið svona öllu meinlausari út á við og brosi meira út í annað þegar hann byrjar að þessu rausi sínu.

Anna... Já Megas er miklu betri en þessi ofmetnasti tónlistarmaður íslandssögunar og mesti RUGLUTÍKUS sem fæðst hefur. Það pirraði mig  ekki að bubbi væri rausa um felskjuna í röddinnni hans Bigga heldur að hann sagði að hann væri með falska ritsjórn. Allaveganna held ég að þessi ofurlúði ætti að fara á eitt Dale carnigie námskeið og reyna að læra mannleg samskipti. Það ræðst engin að æru annarra manna öðru vísi en að fá það óþvegið til baka.   

Brynjar Jóhannsson, 14.3.2008 kl. 04:14

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bubbi var ágætur meðan hann var reiður, fram undir 1990. Samt var hann alltaf misjafn. Hefur hann gert eitthvað síðan? Mér sýnist þessi kamelljóns líking bara hitta beint í mark.

Af Megasi er það svo að segja að hann er meistari íslenskrar tungu, fyndinn og yfir aðra tónlistarmenn hafinn... yfirleitt allavega. Verð þó að viðurkenna að ég hef lítið heyrt eftir hann á síðustu árum. Ég tók þrælskemmtilegt viðtal við hann 1990. Spurning með að grafa það upp og birta einhvern daginn.

Villi Asgeirsson, 14.3.2008 kl. 12:37

14 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sammála Villi.. Og eftir 1990 hefur hann átt sína spretti. Honum hefur tekist að heilla mig öðru hvoru eins og með laginu "og jörðin hún snýst krinum sólina, alveg eins og ég" en verr og miður þá er ottalega mikið af því sem hann hefur gert rusl eins og ég nefndi í dæmi hér að ofan.

Mér finnst megas miklu betri tónlistarmaður eða allveganna höfðar hann betur til mín. Þó svo að hann geti verið durgslegur í framkomu þá er hann miklu jarðbundnari og mér finnst hann gera miklu meiri kröfur til sjálfs síns sem tónlistarmans.

Megas er nær því að vera kóngurinn minn en bubbi nokkurn tíman. 

Brynjar Jóhannsson, 14.3.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 184823

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband