Er málfrelsi á íslandi misskipt ? Mér finnst Ómar þessi vera rasisti.. má kæra mig fyrir það að mér finnist það ?

Ungur maður að nafni Gaukur var dæmdur af "rasistanum" Ómari fyrir ærumeiðindi og gert að greiða um fimmhundrað þúsund krónur fyrir vikið. Ég kynnti mér þetta mál örlítið og gat ekki séð nokkurn skapaðan hlut að skrifum Gauks en tók fljótlega eftir því að hann var þrusugóður penni. Í dómnum var víst sagt að þetta hafi verið tilefnislaus ærumeiðindi skrif þó svo að Gaukur tvíónaði á því á bloggi sínu að hann hafi skrifað þessar greinar vegna svívirðilegra árása Ómars á alþingismanninn Poul Nickolov. Mér er fyrirmunað að skilja þessa kæru, sér í lagi þar sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur farið margsinnis offörum í skrifum sínum á þá sem eru mótfallnir sjálfstæðisflokknum í gegnum tíiðina. Ég las það á bloggi hjá íslenskum blaðamanni að Dv hafi kallað Gauk Netníðing og ég spyr hvort að það sé eitthvað fallegri umfjöllun að vera kallaður Netníðingur en rasisti ?  Er málfrelsið kannski misskipt ? Má einhver ein manneskja hafa uppi ærumeiðindi en ekki einhver annar ? Það sem veldur áhyggjum mínum er að ef Ómar þessi hefur ráðist með ómaklegum hætti á Poul Nickolov þá væri ég vís til með að uppnefna hann Rasista rétt eins og Gaukur. Ég stend því fastur á því að þessi dómur er ekki meiri mannorðsbætir fyrir þenna mann að ef ég mun eiga einhver samskipti við hann í framtíðinni þá mun ég hugsa með mér..

Já Ómar ..hmmm var það ekki mannhatarinn og rasistinn sem var að blogga þarna á mb.is ?Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Er idda ekki bara easy money? kæra bara þá sem eru ekki sammála manni og kalla það einelti eða eitthvað...

Signý, 1.3.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég ætti kannski að kæra sjálfstæðismanninn sem sagði að ég væri nasisti ? 

Anna Einarsdóttir, 1.3.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: halkatla

mér finnst þessi dómur svo til skammar að það sýður á mér og ég er brjáluð - ég hélt alltaf að þessi 'omar væri hugsanlega einn mesti fáviti Íslandssögunnar en núna er ég virkilega farin að halda að það sé meira en lítið sannleikskorn í þeirri tilfinningu

halkatla, 1.3.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á ekki orð....

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 21:40

5 Smámynd: Halla Rut

Brynjar ég er sammála þér.

Halla Rut , 1.3.2008 kl. 22:51

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skrítnasta mál eiginlega......

Jónína Dúadóttir, 2.3.2008 kl. 08:58

7 identicon

Heill og sæll, Brynjar minn og aðrir skrifarar !

Brynjar ! Svona, svona;; róaðu þig niður, sem frakast er unnt. Hygg; að þrátt fyrir margvíslega mannkosti Ómars, hafi hann ei numið mannfræði, til þess að geta borið titilinn rasisti, svo ég hafi eftir hlerað, gott fólk.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:39

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

signy... Mig er farið að gruna það að gerði þetta til þess að græða peninga.

 Anna.... hahahahh.. mér finnst það dálítið langsótt að segja að þú sést nasisti...

Gunnar... Þess þá heldur.. dómarar eiga að vera hlutlausir og ekki spyrja sig um stétt og stöður eða sjórnmálaflokk.

Anna hann er búin að sverja sig í hóp margra manna sem mér finnst ekki stíga í vitið.

Gunnar.. það er ekki nema von.. þessi dómur er rugl.. 

Brynjar Jóhannsson, 2.3.2008 kl. 16:44

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Óskar... Ef maður þessi hyggst ekki hafa þetta grófa gífuroð á sér er það honum fyrir bestu að sýna það í verki. Góður orðstýr deyr aldrei en slæmur lifir lengst.

Brynjar Jóhannsson, 2.3.2008 kl. 16:47

10 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Brynjar. Það er spurning hvort að ummælin séu rógur-meinyrði eða sannleikurinn sjálfur, sem við erum að vekja athygli á að stjórnvöld og framkvæmdavaldið vilja þagga niður... Núna býð ég í eftirvæntingu eftir meinyrðaákæru frá Steinari Gunnbjörnssyni, Markarflöt 11. Garðarbæ, grunuðum um að hafa verið valdur að hvarfi annars hvors eða beggja horfnu í Geirfinnsmálinu og hafa verðið aðili að dauða Dagbjartar og ráni úr bankahólfi Ásbjörns Ólafssonar H/F

Guðrún Magnea Helgadóttir, 2.3.2008 kl. 17:42

11 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

... ég veit EKKERT hvað þetta snýst um þannig séð...

Guðríður Pétursdóttir, 2.3.2008 kl. 18:42

12 identicon

Jahá.. ég fylgist svo lítið með.. ég hef ekki glóru um hvað málið snýst

Dexxa (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:43

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er ekkert skrítið að þið hafið ekki fylgst með þessu stelpur. Ég sá fyrst um þetta á síðunni hennar Höllu Rutar... Þetta er svona hálf opinbert mál.

Brynjar Jóhannsson, 3.3.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband