31.10.2007 | 17:18
ERTU ORÐIN HEYRNARLAUS DRENGUR ? Gamalt fólk er krútt.
Við bréfberar lendum oft í erfiðum kúnnum eins og annað fólk í þjónustustarfi og lenti ég í einum skondnum í dag. Í lok hvers dags ber ég út í elliheimilisblokk miðsvæðis rétt áður en ég lík vinnunni. Venjulega lendi ég ekki í neinum teljanlegum átökum enda er gamalt fólk yfirleitt yndislegt. í dag var óvenjulega mikill póstur og akkúrat á þeim tíma þegar ég ætla að bera póstin í áðurnefnda blokk kemur gamall maður niður í anderi. Af fenginni reynslu vissi ég að gamlinginn gat verið óvenju tuðinn og smámunasamur þó svo að hann væri oftast í hinu besta skapi. Þegar ég mæti honum var þessi elska hinn allra hressasti og fer að skoða auglýsingarnar, Venjulega ber ég um 50-100 bréf í þetta hús og viðurkenni ég að mér þykir helst best að vera einsamall og ekki með fólk í kringum mig við slíkar aðstæður. Ég læt samt návist hans ekki á mig fá og held áfram vinnu minni.
Allt í einu , algjörlega upp úr þurru byrjar gamli maðurinn að þrasa.
"MÉR ÞYKIR ÞÚ SETJA BRÉFIN ÓSMEKKLEGA OFAN Í PÓSTLÚGUNAR"
Venjulega hefði ég skotið einhverju til baka ef ég fæ svona aðfinnslur en þar sem þetta var bæði gamall maður og gagnríni hans fráleidd kaus ég að ansa ekki og halda burðinum áfram.
HVAÐ ERTU HEYRNARLAUS DRENGUR sagði hann og fór að ýta við mér.
Ég þvermóðskuhundurinn áhvað að ansa ekki neinu og hélt áfram vinnunni minni án þess að mæla orð.
"ÞAÐ ER HREINRÆKTAÐUR RUDDASKAPUR ÞEGAR MENN SVARA FÓLKI SVONA EINS OG ÞÚ GERIR" Hélt gamli maðurinn að tuða þó svo að ég hafi ekki sagt eitt einasta orð.
" ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ LJÓST AÐ ÉG VERÐI AÐ LÁTA YFIRMENNINA ÞÍNA VITA YFIR ÞESSU HÁTARLAGI ÞVÍ ENGIN Á AÐ KOMAST UPP MEÐ AÐ SETJA Í PÓST Í LÚGUNA Á JAFN ÓSMEKKLEGAN HÁTT OG ÞÚ GERIR.
Í dágóðan tíman hélt hann hótunum áfram um að kvarta yfir mér án þess að ég mælti eitt einasta orð á mót og hitnaði greiið manninum sífelt meira í hamsi.
" Fyrirgefðu en langar þér virkilega að rökræða þetta við mig ?" spurði ég gamla mannin mjög kurteisislega og mér til mikillrar furðu rak hann í rogastans.
" UU NEI NEI ÞÚ ÞARFT ÞESS EKKI" sagði gamli maðurinn..
" Ég var nú alin upp við það að vera kurteis og þegar fólk er með ósanngjarnar aðfinnslur í minngarð var mér kennd að ansa þeim ekki ( Bölvuð lygi hjá mér, Það var reynt að kenna mér það en tókst aldrei). sagði ég við hann og gerði allt hvað ég gat til að vera eins kurteis og ég gat.
Skyndilega sjatnaði gamli maðurinn niður og var orðin besti vinur minn.
" Nei sko sjáðu til vinur minn þetta er bara skoðannaágreiningur á milli okkar sem við þurfum ekki að ræða meira"
Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég gerði til að valda þessum manni hughvörfum. Mín kenning er sú að hann hafi verið vanur því að fólk æpi á hann þegar hann byrji að þessu þrugli sínu og að ég skildi svara honum kurteisislega hafi verið honum svo mikill léttir og viðurkenning að hann ákvað að setja slíðrin í sverðin.
En ekki misskilja mig.. mér finnst einmitt svona gamallt fólk eins og hann mjög skemmtilegt að eiga við í daglegu lífi.
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 185556
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snilldar saga úr þínu lífi.
Helga Dóra, 31.10.2007 kl. 17:53
Ég þakka hólið .. Helga Dóra.. Ég fer hjá mér
Brynjar Jóhannsson, 31.10.2007 kl. 18:24
Kallinn langar bara að ræða við þig en áður en að því kemur vill hann koma þér fyrir á ákveðinni hillu ef svo má segja. Þetta er í sjálfu sér þekkt trix. Hann reynir að koma af stað smá rifrildi sem snýst um þín meintu mistök eða rangt hátterni og takist það ætlar hann að slá af málinu og niðurstaða rifrildisins á að verða að þú sért honum þakklátur fyrir hvað hann sé sanngjarn og sáttfús. Hann hefur sjálfsagt kúgað bæði konur og börn með þessu trixi alla sína hunds og kattartíð og heldur víst að það virki enn í dag.
Baldur Fjölnisson, 31.10.2007 kl. 18:58
já ...ætli það sé ekki málið Baldur. ..
Ég er nú einu sinni þannig gerður að ég á mjög erfitt með að taka tuði frá gömlu fólki alvarlega og því varð karlinn eiginlega svona hálf bangsalegur þegar hann reyndi að hóta mér öllu illu.
Brynjar Jóhannsson, 31.10.2007 kl. 19:06
Bara innlitskvitt
Fríða Eyland, 31.10.2007 kl. 20:14
Frændi
Eigum við ekki að segja að ég sé bara ég sé með svo góð erfðargen í mér.
Þakka þér fyrir það Fríða mín.....
Brynjar Jóhannsson, 31.10.2007 kl. 20:22
bara að grínast...fín frásögn...gaman af þeim gamla og líka þér en þú ert náttúrulega skrítinn fu--.
Fríða Eyland, 31.10.2007 kl. 20:28
hahah Já ég er skrítin FUSSARI
Brynjar Jóhannsson, 31.10.2007 kl. 20:39
Þessi gamli maður hafði samband við mig í dag og segir að þú hafir slegið til hans ?????????????
Getur það passað ?????????????????????
Lárus Gabríel Guðmundsson, 1.11.2007 kl. 02:08
ó, hvað ég vona að ég verði ekki svona örg eins og þessi vesalings gamli maður þegar ég verð gömul kona..það er ýmislegt sem gerist hjá bréfberum ímynda ég mér, mundi aldrei þora að vera bréfberi.
alva (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 08:49
Þegar ég verð gamall þá ætla ég að vera krútt... þ.e.a.s. ef ég man eftir því.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.11.2007 kl. 09:29
Það er einmitt lang sniðugast að svara svona fyrir sig.. eins kurteisislega og rólega og hægt er.. Því þá getur fólk fengið samviskubit, og það virðist vera miklu meiri ruddar og dónar.. hehehehe..
Dexxa (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 11:40
Sniðug saga, kannski að gamli maðurinn varð svona hissa þegar það kom í ljós að þú talaðir sama tungumál og hann, og að hann gat skilið þig, þegar þú loksins opnaðir á þér þverrifuna Kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 1.11.2007 kl. 12:13
Lárus.....
Ja hver veit ??? ég er nú til alls líklegur
Alva...
Já þessi elska getur pirrað sig yfir engu og er ég sannfærðu að þú verður væntumþykjulegur knúsubangsi þegar þú ert komin á þennan aldur
Gunnar...
Þú ert þegar orðin krútt og ég líka... svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur framtíð okkar er trygg..
DexXa (sjáðu ég man eftir xinu) Ég held að hann hafi fengið smá samviskubit.
Ingunn...
ÞAð er möguleiki að svo sé.. Enda mikið af útlendingum að vinna í póstinum.
Brynjar Jóhannsson, 1.11.2007 kl. 15:52
Heheheh ég þekki þetta frá mínum dögum í sama geira ;)
Sumir eru hinsvegar líka bara svo einmana að þeir eru endalaust til í að rífast, bara til að eiga einhver samskipti við aðra manneskju yfir daginn. Reyndar hefur gamla góða "you catch more flies with honey than vinegar"-attitude-ið oftast svínvirkað á svona týpur. Bara vera nógu andskoti smeðjulegur og þá snattast þeir burt með skottið milli lappanna ;)
Ég hrósa þér Brylli fyrir að arka gegnum rigningu, rok, snjó og guðveithvað annað til að færa okkur póstinn okkar, þetta er eitt vanmetnasta starf nútímans að mínu mati :)
kiza, 1.11.2007 kl. 15:54
Þú ert krútt Brylli
Ólöf Anna , 1.11.2007 kl. 16:19
Jóna...
Enda veljast í þetta starf ALVÖRU karl og kvenmenni sem láta ekkert aftra sér þó móti blási.
17..
Það er alveg rétt hjá þér Ólöf...
Ég er SANNKALLAÐ KRÚTT svo mikið krútt að mér er fyrirmunað að skilja að ég sé ekki fyrir löngu orðin þjóðargersemi.
Brynjar Jóhannsson, 1.11.2007 kl. 16:35
Krumpudýr eru snilld.... Og segi það sama og Jóna.
Bara Steini, 1.11.2007 kl. 18:18
Honum hefur leiðst kallinum, voðalega áttu mikið æðruleysi
Eysteinn Skarphéðinsson, 1.11.2007 kl. 22:06
Steini.... Ég er sammála þér Krumpudýrin eru snilld...
Eysteinn ...
Í sannleika sagt bý ég ekki yfir miklu æðruleisi og er umbirðarlindi mitt með gömlu fólki mér áunnið.... Enda vann ég á elliheimili um langt skeið og komst að því mjög fljótlega að gamalt fólk er yfirleitt yndislegt..
Þú ert nátturulega ÞJÓNN og þeir þurfa nú væntanlega að taka oft miklu meira á stóra sínum en ég gerði við þessar aðstæður
Brynjar Jóhannsson, 1.11.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.