Á að gefa áfengissölu frjálsa ?

Ég get ekki svarað því hvað gerist ef áfengissala verði gefin frjáls!  Á sínum tíma fannst mér fáranlegt að nektarsúlustaðir mættu ekki starfa hérlendis en þegar reynsla komst á þann rekstur óskaði ég mér heitast að þeir yrðu afnumdir. Þessvegna er ég mjög tvístígandi varðandi áfengismál því ég er á því að aukin áfengisneysla geti brugðið til allra átta. Eins og kemur fram í þessari frétt sem ég er að fjalla um sýna allar rannsóknir að áfengisneisla muni aukast ef áfengissala yrði gefin frjáls. Breitingar á áfengisvenjum íslendinga gætu verið góðar og slæmar. Ef áfengineysla eykst á alla daga vikunar gæti það mögulega haft það í för með sér að skrílslæti um helgar muni minnka en það sem gæti gerst á móti að alkahólismi muni aukast. 

Ottar Guðmundsson kom með athyglsvert innleg til áfengismála fyrir einhverjum árum síðan í viðtali við Stöð 2. Þar talaði hann um að vegna háss áfengisverðs er neisla áfengis á Íslandi með því minnsta sem þekkist í Evrópu. Hátt áfengisverð er þess valdandi að Íslendingar drekka mikið magn á skömmum tíma um helgar og verður  þar aðleiðandi snarbilað vegna þess að það skolar í sig svo miklu magni á skömmum tíma. Með breitingu á þessum reglugjafa þarf nefnilega ekkert að vera slæmt og ég spyr mig hvort það þurfi endilega að vera sem svo að alkaholismi aukist, þegar litið er til þess að alkahólismi er í raun meðfæddur sjúksómur ? Breittar áfengisvenjur gætu mögulega orðið þess valdandi að Vogur fengi mögulega færri sjúklinga til sín á hverju ári og þeir sem leituðu sér þar hjálpar væru raunverulegir dópistar og alkahólistar.. því þeir sem eru ekki alkar né dópistar leituðu sér ekki hjálpa þar því hegðunarvenjur drykkjufólks sem er ekki alkahólistar muni breitast að því þarf ekki að leita sér hjálpar vegna hegðunarmála vegna áfengisdrykkju.

Alkahólistar segja stundum í spaugi að þeir hafi reynt að athuga hvort alkahólismi sé landfræðilega tengdur. Margir fluttu búferlum til annarra samfélaga og prufuðu fyrir sér sem drykkjumenn á erlendri grund en allt kom fyrir ekki, þeir drukku alveg jafn mikið þar og hér. 

Þessar vangaveltur mínar eru engin heilagur sannleikur. Ég vil forðast að vera með upphrópanir og fullyrðingar því ég er sannviss að það er mjög erfitt að sjá fyrir sér afleiðingarnar á því hvað gerist. Ég er þeirrar skoðunar að jafnvel forsvarsmenn SÁÁ geta ekki séð afleiðingarnar fyrir sér og mig grunar að þeir íki upp vandan varðandi alkahólisma á Íslandi. Ég vil meina að flestir þeir sem leita sér hjálpar á vogi séu ekki alkar né dópistar heldur einstaklingar í tímabundinni kreppu.

því er mín tillaga að frekar verði gefin reynsla á sölu áfengis í búðum til tveggja til þriggja ára og athugað hvað gerist. Hvort vandamál aukist vegna aukinar áfengisneyslu eða áfengisvenjnur einfaldlega breitist og þá jafnvel til betri vegar. Ég veit ekki betur en þessi tillaga snýst eingöngu um sölu á áfengi og bjór og tel ég það miklu skynsamlegra en að gefa sölu á áfengi algjörlega frjálsa. 

Ef svo er gæti sala á áfengi í matvöruverslunum verið hið besta mál. 


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

þakka þér fyrir þessar (bara smá) vangaveltur ARNA 

SÁÁ.. segir að alkahólismi muni aukast og það er bókað mál að áfengisdrykkja muni gera það....

Spurningin er hvernig þetta sé í nágranalöndunum ? Í Svíþjóð er ríkissala eins og hér en í Dannmörku er vín leyft í búðum (samkvæmt minni vitneskju) þú það fylgi því visst frelsi að getað keypt sér vín í búðum þá getur til að mynda útigangsfólki fjölgað ? þessir nokkru rónar niðri bæ valda nægum pirringi og ef þetta vínveitingaleyfi myndi fjölga þeim meira helming þá væri nú fokið í flest skjól ...

ég meina það er ekki sjálfgefið að það fylgia bara sæla með meira vínflæði í þessu samfélagi og því á ég rosalega erfitt með að taka ákvörðun um þetta og held að það sé skynsamlega að gera þetta tvö ár til reynslu og sjá svo til.

Það er ekki eins og það sé vínbann á íslandi... 

ÁTVR .. er ekki alslæmt... 

Brynjar Jóhannsson, 12.10.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 184894

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband