8.10.2007 | 20:29
hverjir nauðga ?
Ég er engan vegin á móti útlendingum og hef alltaf tekið upp þeirra málstað í gegnum tíðina. Mér hefur þótt fordómar hérlendis í garð fólks að erlendu bergi brotið vera miklir og í Póstinum þar sem að ég starfa hefur reynsla mín af öllu því erlenda fólki sem þar vinnur verið mjög góð. Það runnu því á mig tvær grímur þegar ég las blogg um daginn og verð ég að viðurkenna að ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka því sem þar stóð. Samkvæmt blogginu varð íslensk stelpa tvívegis fyrir nauðgunartilraunum frá mönnum af erlendu uppruna. Í öðru tilfellinu var það við leigubílastöðina niðri í bæ og í hinu tilfellinu átti sér stað gróf kynferðisleg áreittni inni á skemmtistað. Nú veit ég ekki hvað átti sér stað því ég varð ekki vitni af því sem gerðist. Ég get því ekki sagt til um hvort stúlkan sé að íkja þetta eða hvort þetta sé algjörlega satt og rétt sem hún er að segja. Í ljósi þess að tvívegis á skömmum tíma hefur komið fram í fjölmiðlum að grófar nauðganir af útlendingum hafa verið framkvæmdar hérlendis, þykir mér brínt að það skapist umræður um innflytjendur. Vinkona mín sem sýndi mér þetta blogg er búin að vera í sex ár í Dannmörku og sagði hún mér frá því að þar hefði fyrir nokrum árum gerst svipaður faraldur hópnauðgannna. Ef reynslan af útlendingum sem koma hingað verður meira í þeim dúr sem ég lýsi hér að ofan tel ég brínt að það megi skoða innflytjenda löggjöfina og banna mönnum með óhreint sakavottorð að vinna hérlendis eða vísa mönnum úr landi fyrir lagabrot. Eins og ég sagði þá er reynsla mín af útlendingum almennt góð sem búa hérlendis og hefur mér fundist að þeir geri allt sem þeir geti til að aðlagast samfélaginu. En ef einhver glæpalýður sé að slyngjast með ágætis fólki þá verður að taka á slíku með hörku. Mér finnst með öllu ólýðandi ef það verður nauðgunarfaraldur niðri í bæ og í raun er tilhugsunin um slíkt alveg skelfileg. Í það minsta verð ég svo reiður þegar ég les svona blogg þá langar mér að taka slíka karlmenn sem stunda slíka verknaði og skjóta þá. Hvort það séu útlendingar eða íslendingar... skiptir engu...
Ég vil að gerð verði félagsleg rannsókn á nauðgunum og t.d athugað hvernig þær eigi sér stað og hverjir standa af þeim. Þetta kann að hjóma vélrænt þegar ég segi þetta en það er eina leiðin til að komast virkilega að því hvers eðlis nauðganir eru og hverjir fremja þær.
Við verðum að læra af innflytjenda vandamálum annarra þjóða og bregðist við útlendingum á réttan hátt... taka heiðanlegu fólki af virðingu... en taka glæpamenn í karphúsið....
-
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mikið gott hérna hjá þér Brilli. Ég tek undir að tölulegar upplýsingar eru illa aðgengilegar hvað varðar Kærur í nauðgunarmálum bæði gagnvart börnum eða konur.
Fríða Eyland, 8.10.2007 kl. 20:49
og konum smá villa
Fríða Eyland, 8.10.2007 kl. 20:51
Já ... ég vil að gerð sé meiri félagsleg rannsókn... á hvort tveggja ofbeldi og nauðgunum... Því þetta kemur svo miklu óorði... t.d á útlendinga og karlemenn í báðum tilfellum..
Flestir karlmenn nauðga ekki eða berja konuna sína.. Heldur lítill hluti sem smitar sterkt út frá sér...
Brynjar Jóhannsson, 8.10.2007 kl. 20:58
Þessi félagslega rannsókn.. hvernig væri að ekki bara skjóta þá heldur skjóta undan þeim!! Ég hef reyndar tekið eftir því að ef karlmaður er að perrast í mér á skemmtistað hefur hann verið nánast alltaf útlendingur.. samt hef ég ekkert á móti innflytjendum nema það að þeir ættu að virða landið nógu mikið til að læra tungumálið og hegða sér skikkanlega!
Dexxa (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 22:45
mér er skítsama þó þeir tali ekki íslensku hundraðprosent.. Ég er að vinna mikið með útlendingum og get ekki betur séð að án undantekningar reyna þeir að aðlagast samfélaginu eftir fremsta megni. Hitt er að ef einhver óþjóðalýður er með einhverja afbríðileg hegðun.. væri best að komast að því hvaða hópur það sé þá ..
Brynjar Jóhannsson, 8.10.2007 kl. 22:56
Útlendingar eða ekki ... hmmmm ... ég hef oftar en ég get talið séð íslenska karlmenn haga sér á algjörlega óforskammaðan hátt við kvenfólk. Verslunarmannahelganauðganirnar sem eru sem betur fer á undanhaldi voru nánast undantekningalaust framdar af íslenskum karlmönnum. Það að einhver bloggi um tvö tilvik þar sem útlendingar hafi ekki getað hagað sér skikkanlega segir mér ekkert um útlendinga og þeirra kynferðislegu hegðan. Hvað þá heldur að maður eigi að fara að líta þá skökku auga vegna tveggja svína.
Ég bjó í Danmörku um langt skeið og þar varð ég var við að arabar þar voru með verra móti þegar kom að viðreynslu við kvenmenn en það er annar þjóðflokkur. Hættum þessari noju bara vegna einstakra tilvika sem eru óumflýjanleg hversu harða stefnu sem stjórnvöld taka í innflytjendamálum...
takk takk
Lárus Gabríel Guðmundsson, 8.10.2007 kl. 23:47
Ég hef allmikla innsýn í líf pólskra verkamanna. Þeir koma hingað, vinna og vinna og þegar þeir eiga frí, vilja þeir flestir drekka sig fulla og ná sér í stelpur. Það segir sig sjálft að þeir eru of margir til að það gangi upp. Hvað gera þeir þá ? Flestir láta þar við sitja.... en líklega ekki allir.
Mér finnst verulegt áhyggjuefni að fá svona marga innflytjendur á svo stuttum tíma..... og það þarf enginn að segja mér að við eigum eftir að sleppa við vandræði vegna þess.
Ég hef hjálpað mjög mörgu pólsku fólki með allt mögulegt; húsnæði, atvinnu, pappírsvinnu osfrv. og það finnst þarna mjög gott fólk....... en líka menn sem ekki er treystandi.... og þetta fólk hugsar allt öðruvísi en við.
Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 10:36
Ég er sammála þér Anna að ef um einhvern vanda er að ræða er vandinn fjöldinn miðað við höfðatölu. Þú segir að þarna sé á milli menn sem ekki er treystandi. Ef þú flyttir alla íbúa Hafnarfjarðar til Istanbul myndu tyrkirnir örugglega finna menn innan um sem ekki er treystandi. Ef það er vandi við innflytjendur höfum við sjálf skapað hann með hinni opnu löggjöf og ekki síst GRÆÐGI atvinnurekanda sem froðufella yfir ódýru vinnuafli.
Lárus Gabríel Guðmundsson, 9.10.2007 kl. 12:01
Lárus...
það er rétt hjá þér.. íslenskir karlmenn hafa oft verið til háborinar skammar í kvennmálum og ég man vel eftir þessum verslunarmannahelgarnauðgunum. þó ég sé að fjalla í þessu tilfelli um útlendinga þá mun ég aldrei horfast fram hjá því að íslendingar eru oft á tíðum ekki skömminni skárri..
Stelpan sem sýndi mér þetta blogg bjó í Dannmörku í sex ár og sagði að þar hefði átt sér stað hópnauðgunarfaraldur um eitthvert skeið. Ég er sannfærður að það sé hægt að bregðast við þess ef það er gert rétt án þess að mikill skaði hljótist af.
Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki með neina fordóma gagnvart útlendingum enda vinn ég mjög góðu fólki erlendis frá..... Heldur að benda á að meðal hinna margra útlendinga er margur mislindur sauður.. Þetta blogg sem ég las var frá stelpu sem varð TVISVAR FYRIR NAUGÐUNARTILRAUN Á SAMA KVÖLDINU af útlendingum.....
Ég vil ræða þessi mál án þess að vera með upphrópanir og fordóma rétt eins og þú gerir og fagna því. Ef félagslegar rannsóknir sýna að viss hópur t.d tímabundið erlent vinnuafl sé vísastur til að drýgja nauðganir er spurningin hvort það sé ekki hægt að krefja meira af atvinnnuveitendastofum eins og svo sem að sá sem starfar hérlendis sé er með hreint sakavottorð.
Anna.... það er einmitt frá fólki eins og frá þér sem mig langar að heyra frá sem hefur innsýn inn í þessi mál.. því ég vil ræða um þessi mál án þess að vera með fordóma.. Ég hef alltaf tekið upp hanskan fyrir útlendinga en ég tek aldrei upp hanskan fyrir glæpamenn... Ég til að mynda veit að pólverji sem býr hérlendis lýsti yfir áhyggjum sínum gagnvart því að fólki sé hleypt hér inn án þess að athuga hver grunnur þeirra er..
Þetta er viðkvæmt mál... en ég vil fjalla um þau málefnalega og síst af öllum með fordómum .
Ég þakka málefnalega umræður...
Segjum sem svo að hópnauðgunar faraldur geri vart við sig hérlendis eins og hefur t.d gerst erlendis... þá skaðar það verulega ímynd erlands vinnuafls sem er á nokkurs vafa upp til hópa hið besta fólk.
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2007 kl. 15:10
Misjafn sauður í mörgu fé það er málið. Ég veit að útlendingum sárnar þessi umræða mjög því 99% þeirra eru strangheiðarlegir eins og Íslendingar sjálfir almennt. Það má miklu oftar tala um atvinnurekendurna eins og Lárus gerir hér að ofan, þeir eru oft að ráða útlendinga á lágu kaupi og til er í dæminu að þeir borgi seint og illa. Tala nú ekki um húsnæðisokrið og hreysin sem þeim er gert að borga offjár fyrir. Umræðan um að ekki sé töluð íslenska í búðum leikskólum eða annars staðar er ekki útlendingunum að kenna, er ekki betra að manna þessa staði heldur en að loka þeim? Útlendingar taka það persónulega til sín þegar út á þetta er sett og þeim líður illa út af þessu. Þeir læra flestir íslensku flótt og vel. Þetta er nú bara efni í blogg ætlaði ekki að skrifa svona langa ræðu:) Komin langt út fyrir efnið.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.10.2007 kl. 15:29
Já.... en þordís ....
Ef sögusagnir kvenna segja að þær hafa orðið fyrir grórfri kynferðislegri áreittni niðri í bæ af hópi útlendinga er þá ekki rétt að uppræta slíkar sögusagnir og athuga sannleiksgildi þeirra ? Dæmi eru um slíkt t.d í Dannmörku og ég spyr hvort að við getum ekki lært af þeirra mistökum ? Segjum sem svo að alvarlegum nauðgunum fjölgi með árunum og það sé hægt að sjá samhengi á milli slíkra nauðganna og tímabundis aðflutts vinnuafls, er þá eitthvað athugavert að þess sé krafist að þeir menn sem koma hingað til lands séu krafðir um hreint sakarvottorð ? Hér að ofan hefur ein stelpa lýst því að þeir sem perrast mest utan í henni á skemmtistöðum séu útlendingar (cracy litle dexter) og miðað við hvað margar konur lýsa þessu þá er ég efinst um að þetta séu einhverjar trölllasögur.
Ég tek heilshugar undir orð þín að stæðstur hluti útlendinga séu heiðanlegt fólk enda vinn ég með mikið af útlendingum og líkar það mjög vel. Ég get samt ekki horfst undan vissum sögusögnum sem ég hef heyrt eins og t.d varðandi múslimakonu sem hefur orðið fyrir barsmíðum mansins síns, vegna þess að hún vildi lifa eftir íslenskum nútímagildum og svo einnig varðandi þessa sögu um hópnauðganir......
Einnig hafa að minnsta kosti tvær virkilega grófar nauðganir átt sér stað sem ekki fordæmi eru fyrir hérlendis á mjög stuttum tíma báðar framdar af útlendingum.
Það er nauðsinlegt að rannsaka slík mál félagslega til að takast rétt á þeim..
Ég er ekki á því að það þurfi að taka á svona málum með mikillri hörku heldur er hægt að fyrirbyggja voðan með því að t.d að krefja fólk um hreint sakarvottorð....
Hvað varð húsnæðis okur og hreisi er ég aftur á móti sammála... það er skömm að því hvernig er komið fram við marga útlendinga hérlendis...
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2007 kl. 16:39
Bralli ég þekki marga útlendinga og hef gert lengi, nauðganir eru sennileg misalgengar eftir löndum en eru sennilega til alsstaðar. Stundum hefur mér dottið í hug þegar útlendingar til dæmis pólverjar fara í bæinn um helgi, að það sem mætir þeim er óheflað og frjálst kvenfólk sem hikar ekki að reyna við þá, kannski annað en þeir eiga að venjast í Kaþólsku heimalandi.
Ég er ekki að réttlæta nauðganir né að lýsa óánægju yfir frelsi íslenskra kvenna(væri mitt síðasta), hef bara stundum hugsað um þetta.
Fríða Eyland, 9.10.2007 kl. 17:00
Jább Fríða
örugglega eitthvað til í því með misjafnan bakgrunn.
En komon..... það er eitt... að reyna við konu á misheppnaðan hátt og jafnvel misskilja daður á viðreynslustiginu, en svo að nauðga henni...
NEI ÞÝÐIR NEI..
GJÖRSAMLEGA TVENNT ÓLÍKT.
Hitt er svona útlendingum til varnaðar... þá var ég dansa við góða vinkonu mína.. sem er sláandi falleg en frekar smávaxin að það kom einu sinni ofurölva íslendingur að okkur. sté á milli okkar og fór beint með hendina í brjóstamálið á henni og ætlaði að draga hana út. Ég er sannfærður um að ef ég hefði ekki verið þarna þá hefði farið illa....
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2007 kl. 17:23
Ég verð nú að segja fyrir minn hlut að ég hef lent í alveg jafn ömurlegu viðmóti frá íslenskum karlmönnum, munurinn virðist hinsvegar vera að þeir virðast sætta sig við að "áreita & hlaupa", þ.e.a.s oftast þora ekki að feisa mann eftir að hafa klipið í rassinn á manni.
Persónulega hef ég ekki farið í miðbæinn um helgar síðan reykingabannið skall á (ekki endilega þess vegna en af einhverjum ástæðum verð ég bara pirruð strax og ég kem niður fyrir dillon og enda með að labba heim). ´
Ég vann sjálf á kaffihúsi/bar allan síðasta vetur og þangað leituðu allra þjóða kvikindi, hvort sem voru íslenskir, portúgalskir, austur-evrópskir eða grænlenskir. Það var smá vandamál í byrjun með austur-evrópugæjana, þeim þótti voða gaman að toga í svuntuna manns eða vera með einhver óviðeigandi komment en þá setti maður bara tappann á flöskuna og benti á útidyrahurðina. Eftir eina viku voru þeir farnir að skilja að ef þeir kæmu ekki fram við okkur stelpurnar einsog manneskjur þá fengju þeir ekki vodkann sinn - og málið var dautt.
Hinsvegar þarf að passa vel hvert svona umræður fara, fólk er ótrúlega fljótt að æsast upp í nornaveiðar og múgæsing. Þar sem við höfum ekki mikla þekkingu á lífi og venjum fólks frá öðrum menningarheimum þá er NAUÐSYNLEGT að reyna að halda sér á mottunni, annars endum við með að benda endalaust á "hinn" sem sökudólg...
Of langt, en point-ið er: það eru fávitar allsstaðar.
kiza, 9.10.2007 kl. 19:26
Jóna.. það er rétt... það verður að fara varðlega í svona umræður og ekki að fara í nornaveiðar.. því er ég 100 % sammála.
En taktu mið að einu
um leið og ég fjallla um þessi málefni og t.d þín sjónamið fá fram að ganga.. getur þetta um ræðuefni líka upprætt fordóma gagnvart útlendingum með því að benda á að ÍSLENDINGAR ERU ENGU SKÖMMINNI SKÁRRI...
Ég forðast að vera í nornaveiðum og veit vel að það eru hálfvitar alllsstaðar....
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2007 kl. 19:48
Jóna...
Svo er það annað.. eins og þú getur lesið í pistli mínum.. þá stendur að ég sé ekki á móti útlendingum. Eina sem ég vildi vekja athygli á er að ef hópnauðganir gera vart við sig á íslandi tel ég MJÖG BRÍNT AÐ ÞAÐ SÉ TEKIÐ Á ÞVÍ í hið snarasta.
Og eina sem ég sagði að ef sýnt er fram á að t.d innflutt vinnuafl stundi slíkar hópnauðganir má bregðast við því með hertri skilyrðum eins til dæmis að þeir sem koma hingað til landsins sýni fram á að þeir hafi hreint sakavottorð...
Ég vildi bara vekja athygli á þessu máli.. því ég las blogg frá stelpu sem sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreittni af hópum útlendinga tvisvar sinnum sama kvöldið.. Eina leiðin til að komast að því hvað sér rétt og rangt í slíku... er að fjalla um svona og leyfa fólki að tjá sig...
Note bene.. það getur vel verið að þessi stelpa sé eitthvað íkja þetta .. því eins og ég sagði þá var ég ekki á staðnum.
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2007 kl. 19:57
Góður pistill Jóna. Mennirnir eru samir við sig hvar sem er í heiminum ,góðir og vondir og allt þar á milli. Sniðugt hvernig þið tókuð á málinu á kaffihúsinu/barnum. Auðvitað á ekki að líða áreitni eð ofbeldi og það er sjálfsagt að kæra slíkt.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.10.2007 kl. 21:30
þordís...
taktu mið að einu...
kannski eftir fimm til sex mánuði eða jafnvel ár... verður búið að gerast svo oft einhver erfið vandamál út af nauðgunum að fólk fer að bendla það við útlendinga statt og stöðugt..
ég tel því brínast að fjalla um svona mál feimnislaust og án fordóma.. því það er eina leiðint t.d að komast í skilning um .. hvað sé í gangi..
1. eru fjölmiðlar að blása þetta upp ?
2. eru raunveruleg innflytjenda mál ?
3. eða eru þetta mest tröllasögur ?
ég tel brínt að komast til botns í svona málum.. það sé besta leið til að uppræta..
Brynjar Jóhannsson, 9.10.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.