Varúð varúð ...

Mér sló skelk í bringu við að lesa lista yfir nýja bloggara sem eru hér á mbl. Nýjasti meðlimur bloggsins titlaði sjálfan sig hvítur heimur og þegar mér varð litið á bloggið hans var hann með nasistamerkið hangandi í staðin fyrir mynd af sjálfum sér. Þegar mér varð litið til þess sem hann skrifaði minkaði óttin því mér varð ljóst að náunginn óx ekki í vitið og bablaði mikið um Ísland fyrir íslendinga. Hingað til hef ég lent í fólki sem er málefnalegt hér á blogginu og er tilbúið að ræða hlutina á rökfræðilegum nótum. Mig hryllir við ef öfgahópar eins og nasistar séu ennþá  hér á Íslandi og fyllist ég mikluu frekar mannfyrirlitningu á Nasistum nokkurn tíman en lituðum útlendingum. Auðvitað er æskilegt að ræða innflytjandamál hérlendis en það mun eingöngu ýfa salti í sárin ef að vitleysingaröfl eins og nýnasistar fara skíta sínum illa lyktandi sauri yfir slík málefni. Því hvet ég alla að sem ræða um innflytjandamál hér á landi að tala málefnalega um slík mál og af virðingu í garð litaðra útlendinga. Það er engin ástæða að líta niður til fólks sem kemur frá annarri þjóð og er ég sannfærður að það sé hægt að leysa innflytjendamál hérlendis á faglegan hátt ef rætt er um þau af hreinskilni og án fordóma.

Ef einhvern ætti að taka til fyrirmyndar í umfjöllu um viðhvæm málefni hér á blogginu þá er það Halla Rut  sem oftsinnis hefur tekið á viðhvæmum málaefnum eins og innflytjendamálum en alltaf samt á mjög faglegan máta. 

Ég vona að slík öfl eins og nýnasistar tilheyri fortíðinni í komandi framtíð..

Andófskveðjur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Brynjar !

Ekki fyllast nokkurri örvæntingu þarna, skaðlaust; að minni hyggju. ''Hvítur heimur'' ætti þó, sæmdar sinnar vegna, að koma fram, undir fullu nafni.

Brynjar ! Mig minnir, að Hakakrossinn (Svastíkan) sé upprunnin, hjá hinum ágætu Hindúum, á Indlandi; í fornöldinni, misminni mig ekki. Þú leiðréttir mig þá bara, fari ég rangt með. Það eru önnur, og öllu illskeyttari öfl, ef við höldum áfram, að skilgreina stjórnmálastefnur, sem við Íslendingar þurfum, ásamt öðrum þjóðum að varast sérstaklega; það er hinn illvígi og harðskeytti kapítalismi, hver engu eirir, lifandi né dauðu; ásamt hinni ömurlegu fylgirödd sinni; frjálshyggjunni.

Fari fram, sem horfir Brynjar; að þá mun veraldarvist allra kynþátta jarðarinnar verða dapurlegri og harmkvælunum bundin, nái áðurnefndar gróðahyggju stefnur öllum undirtökum, að óbreyttu.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 03:35

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jú vísast er sannleikstítra í því sem þú nefnir í sambandi við kapitalisma og frelsishyggjuna Óskar en það réttlætir ekki mannfyrirlitningarstefnu að hætti Nasista. Í raun er kapitalisminn ekkert annað en hugtak sem hægt er að teygja á ýmsa vegu en menn sem bendla sig við stjórnmálaflokk sem barðist fyrir útrímingu á gyðingum og þeim sem andmælti skoðunum hans er mér engan vegin mér að skapi. Ekki man ég hvaðan hakakrossin á rætur sínar að rekja en mér er minnistæð bók íslendings að nafni Leif muller sem lýsti í henni viðurstyggilegum tímum sínum í fangabúðum nasista. Þar lýsti hann af stakri nákvæmni sem átti sér þar stað og ofan á allt var maður sem að nafni Ólafur Péturssson sem kom honum í fangabúðir en umræddur maður var einn liðtækasti njósnari nasista á sinum tíma og kom yfir fimmhundruð mans útrímingabúðir. Þessi nasisti lést úr elli árið 1972 hérlendis og er það mín von að þar hafi síðasti stórglæpamaður íslendinga verið kvaddur fyrir fullt og allt. Ég trúi því ekki að nokkur maður sé svo illur í sér að trúa að mannfyrirlitningarstefnu Nazista eða viti ekki nokkurn skapaðan hlut um voðaatburði síðar heimstyrjaldar.

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2007 kl. 04:10

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brynjar ég var að blogga um þetta og ég er ekki eins pen í orðum og þú.  Ég vil þennan aumingja út af blogginu.  Nafnlaus heigull með óþverraskoðanir.

Út með hann.  Ég hef engan tolerans með fólki sem skrifar blogg Hitler til dýrðar en hann var núna í þessum skrifuðu orðum að skella einni í loftið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 07:50

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já Jenni ég er sammála þér...... Ég myndi vilja fá hann út líka.

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2007 kl. 12:32

5 Smámynd: Fríða Eyland

Ég er nafnlaus á blogginu en ástæða mín er sú að ég hef verið lögð í einelti og árásum af yfirvöldum sem og maðurinn minn og það versta börnin líka.

Ég veit ekki alveg með þennan nasista, ef hann er heimskur dæmir hann sig ekki bara sjálfur, málar sig útí horn og verður víti til varnaðar.

Á Íslandi er kynþáttahatur leyfilegt, lituð börn verða fyrir aðkasti að hálfu fullorðinna frá tveggja þriggja ára aldri, í skólunum er ástandið ekki gott....þori ekki að skrifa það sem mig langar hér!!!!!!

Í sögu Leifs Muller kom fram að hann mátti ganga meðfram veggjum eftir að hann kom heim, nasistarnir sonur forsetans og aðrir komust á spenann og héldu haus og voru aldrei dæmdir af neinu tagi

´´Eg vil benda á að íslendingar hafa átt áheyrnarfulltrúa á bilberg fundum sem haldnir eru hingað og þangað um heiminn enda leynifundir, ekki furða endafundir. Björn Bjarnason hefur setið marga og Davíð allavega einn. 

Kæri Brilli .......................

Fríða Eyland, 23.9.2007 kl. 13:28

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Fríða...

Mér þykir allt í lagi að fólk sé nafnlaust á blogginu og ekki með mynd ef það gætir orða sinna. Það hefur þú alltaf gert og ferð ekki með innihaldslausar fleipur.

Ólafur.. 

 Fólk má hafa þær skoðanir sem það vill mín vegna  en þegar menn dásama helförinni og lofsama Hitler verð ég alltaf smeikur. Ég er nefnilega mjög hlintur þeirri reglu að menn megi segja það sem þeim sýnist svo framanlega að þeir fari ekki með ærumeiðandi níðyrði í garð náungans.Ég tel að maður með skoðanir sé í nánd við það að fara með ærumeiðindi þegar hann fer að lofsama mönnum eins og nazistum.Reyndar held ég að heimasíða eins og cannab.is sem væntanlega hefur það á stefnuskránni að berjast fyrir lögleiðingu þeirra efna og maður sé nasisti er tvent algjörlega ólíkt. Um málefni eins og canabis er hægt að ræða á málefnalegan hátt en nýnazistar eru oftar en ekki ofstækismenn sem fara með fleipur sem hafa ekkert með staðreyndir að gera.

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2007 kl. 14:24

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er nú reyndar líka hægt að vera með ritskoðun... Ég varð nú einu sinni fyrir svo mikillum órhóðri á heimasíðu minni að ég lét henda því sem einn einstaklingur sagði. Mér þótti ekkert athugavert við það því ef einhver myndi t.d pissa á skálmina mína á förnum vegi þá myndi ég örugglega kíla viðkomandi kaldandan eða veitast að honum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og fólk skal hafa aðgát á orðum sínum. Einn góður félagi minn hefur oft á tíðum rætt við mig um lögleiðingu eiturlyfja og þó svo ég sé ekki sammála honum var ekkert vandamál að ræða hlutina. Samtök eins kú klúx klan eða nasistasamtökin ættu að tilheyra fortíðinni og menn sem bendla sig við slík samtök mega sjálfsagt hafa slíkar skoðanir. Mér þykir samt með öllu ólýðandi framkoma eins og t.d ég var vitni að þegar Úlfur (blökkumaður) heitin var einnu sinni að vinna sem dyravörður á sínum tíma og það kom rasistahópur og lamdi hann með glerflösku í höfuðið..

Ég geri ráð fyrir því að þú sést til í að mæta hverjum sem er í rökræðingu varðandi kanabis ?... heldur þú virkilega að menn sem bendla sig við nasisma séu tilbúnir að ræða við fólk á málefnalegum nótum ?...

um það er ég efins.... 

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2007 kl. 16:14

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ólafur..

Ég hef t.d sagt að lögreglumenn séu upp hópa til hálfvitar  og ekki hef ég tekið eftir því að nokkur hafi reynt að bregða fyrir mig fæti fyrir vikið. Reyndar mér til mikillrar furðu þá voru margir sem samsintu mér frekar en að andmæla.

ýmsir vinir mínir eru hlintir frjálsri eitulyfjasölu eins og t.d  jón þór Ólafsson sem er hér til hliðar... Ekki hef ég orðið þess var að hann hefur orðið fyrir aðkasti vegna þeirra skoðanna sinna.

Ég er ákaflega efins um að ég þurfi að verða undir neinum áósknum vegna skoðanna minna varðandi bankanna.

Ég er á þeirri skoðun að fíflaöfl eins og nasizsta verði að uppræta með einum eða öðrum hætti vegna þess að þeir alast upp á fáfræði og mannfyrirlitningarstefnu sem er löngu vitar að er skaðleg. 

Ef það eina sem þú hefur gert að færa rök fyrir kanabis neyslu þá hrjáir vænissýki stjórnendur þessa bloggs. Það er stór munur að færa rök fyrir slíku og að dásama man eins og hitler sem var meira en sex milljón mans að bana í sinni valdatíð....

Í raun er rétt hjá þér að maðurinn sem skrifaði þetta gengur ekki heill til skógar og líklega er best að taka honum sem slíkum.

því miður verð ég að andmæla þér í einu ... að mín reynsla hérna á mbl.is er mjög góð og hef ég aldrei orðið fyrir neinu sem ég get kallað aðkast og efast ég um að ég verði fyrir því nokkurn tíman. 

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2007 kl. 18:22

9 Smámynd: Bara Steini

Það er ástæða fyrir því að þessi "hugrekku" nasista grey skrifa undir nafnleynd. Yfirleitt eru þeir að skjóta sig í fótinn og hafa sjaldan hugmynd hvaða hugmyndafræði þeir eiga að styðja. Þetta er nú ekki stór hópur sem betur fer hérlendis enda er nöldur útaf útlendingum bara í nösunum á flestum...

Bara Steini, 23.9.2007 kl. 18:39

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég held að það sé nefnilega hárrétt hjá þér steini..

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2007 kl. 19:01

11 identicon

Tomhljod, tomahljod, tomahljod...er.....yfirbordssvaldur ALLRAR hugmyndafraedi. Menn bergmal hver annan, kinka kolli og spegla hver annan knudir af lumskum otta vid sannleikan handan tomahljodsins. A thessu er enginn munur sama hver hugmyndafraedin eda sannleikurinn gotunnar er, eda hvada nafni hun nefnist. Drukknadur madur einn thekkir hafid. Hinir haldi kjafti.

Hinir haldi kjafti (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 184945

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband